Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu CTS 5| m 5 "3 30~PC»' % m C£3 S -- 2 7' If r~ 0 £| ■S -X- dF)o’ 0 70 y>v \ 2 3 -s 2 — r 33 301 03 2 — t t □ 2 35 05 2 E fl 70 JÖ H 35 r~ Vb 0' JT I "W 00 70 ZD H 0. 2 Va 1 I! 3> 73 35 r* 1 m ^ 2 C? — E r~ e f 3» 2 O' r tl 1 !! 2 2 c- 0 Á «« 70 c H V'k 33 % & ~z. 33 r 2 — — 1Ö 33 *n \ i V{ — 70 1 0. b* <0 O 21 2 H 1 r r* 35 & 31 l H % 5271 ríf Æl jr 35 r 33' -Z. 31 1 Æ 70J 33 31 Tti 1 sf 7T 2 21 «7» 70 2 2 33 7T 73 3: £>■2. rtT 2 H 70 c H 33 ZL M 2 c rv t: V/\ (lf r r c 7» cr O' r i 33' r 33 VA e;£ I*-1 — r CT -tl tr 71 <- » 23 5 3) 2 31 Va 2 7-” j‘,.’ r 38 H? - * rtT JC av H 33 2 ÍL xl 33 73 "jö *» f? 73 35 2 2 2 3. £i II H -P' i 1 £L 70 0 VA 1 I V3 ísl ri- c- 73 H i | 35 2 u r ■ :*> 2 2 E H -Cr al 2. c [E I * 33 jT Va 1 1 Va 35 r r <- H 33 H I JC~ % JD 73 70 mmm w ab 33 — C 2 33 70 Vtl — i? 2 2 - r •z: 2 — 70 s 60 70 33 £0 7T .70 31 V- 35 Lu 2 2 Z. c? 2 C 2 35 Þ AÐ er ugglaust til oj mikils mœlzt, að meiripartur af ejni út- varps og sjónvarps, blaða og bóka, kvikmynda og leikhúss verði manni minnisstœður. Öll þessi jjölmiðlun hejur mismunandi tilgang; sumt er beinlínis sett jram til að þjóna augnablikinu. Það er einskonar uppfyllingarefni vegna þess að ann- að betra var ekki tiltækt þá stund- ina. En lesendur, áhorfendur og áheyrendur eru eins misjafnir og fóðrið sem borið er á garðann og sumum dytti sízt af öllu í hug að gera þá kröfu, að þeim verði það minnisstœtt, sem þeir sáu eða heyrðu. Tilgangur verulegs hluta neytendanna virðist einkum og sér í lagi sá að drepa tímann; yfirbuga tómleikann og leiðindatilfinning- una, sem altekur þá, ef þeir eru án þess að horfa, hlusta eða lesa. Hinu má heldur ekki gleyma, að talsverður hluti þessa neytenda- hóps er vandfýsinn og sú viinesk'ja heldur okkur vakandi, sem sjáum um blöð, útvarp og sjónvarp. En þegar betur er að gáð: Hvað man maður greinilega af efni út- varpserinda, sjónvarpsþátta, blaða- greina og bóka frá síðasta ári. Og hvað man maður frá árinu þar áð- ur og ég tala nú ekki um, ef skyggnzt vœri lengra afturábak. Ef til vill munum við og tökum með okkur í farangurinn eitthvað af því, sem sízt mœtti búast við. Hins vegar á ég von á, að marg- ur hafi spurt sjálfan sig að aflokn- um merkilegum sunnudagsfyrir- lestri í útvarpinu: Um hvað var þetta eiginlega; ég man ekkert af því. Áhrifin eftir á standa á núll- punkti. Vissulega þarf þó nokkuð til að komast yfir núllið, því margt er á boðstólum og athyglin dreifð. Hvað skyldu þeir sem horfa á Dýrling- inn í sjónvarpinu muna vel eftir einstökum þáttum. Það er dœmi- gerður núll-þáttur; um hann mœtti segja: Gleymit er þá gleipt er. Flest öll dœgurmálefni eru dæmd til að verða núll-efni; þau eru þannig í eðli sínu. Verra er þegar listrœn- ir viðburðir ná ekki að marka nein varanleg spor í minnið. Hversu oft hefur maður ekki gengið út úr kvikmyndahúsi og spurt sjálfan sig: Hvað var þetta nú aftur? Maður er strax búinn aö gleyma hvernig myndin byrjaði og daginn eftir man maður varla hvernig hún endaði, vegna þess að ekkert í veröldinni skiptir minna máli. Flestir muna aftur á móti bœrilega ejtir því, sem sýrvt er á leiksviði. Því miður birta blöðin greinar sem óhugsandi vœri að muna, allra helzt stjórnmálagreinar flokksfor- ingjanna. Leiðarar og pólitískir nöldurdálkar dagblaðanna eru oft- ast núll-efrd og mesta núll-fyrir- brigði, sem ég man eftir eru ræður sumra presta. Eftirminnilegar und- antekningar voru ræður biskupsins í sjónvarpi á aðfangadagskvöld tvö undanfarin ár. Af öðru sjónvarpsefni sem kalla mœtti eftirminnilegt, get ég nefnt viðtalsþáttinn með Sigurði Nordal. Fjör Sigurðar, andlegt atgerfi og kímnigáfa er með eindæmum og mætti minna á að fyrir nálega þrem áratugum hélt Sigurður út- varpserindi um líf og dauða, en þau vöktu þvílíka athygli, að margir muna þau vel enn í dag. Áhugasvið manna rœður miklu um, hvað eftir situr. Sjálfsagt eru þeir menn til, sem muna til lengd- ar eitthvað af því ómerkilega karpi, sem alþingismenn viðhafa í eldhús- dagsumrœðum. Aðrir verða að sjá til að muna. Ef til vill er það þess vegna, að ég man mjög sæmilega eftir flestum málverkasýningum frá síðari árum. En áhuginn stuðlar líka að því. Ugglaust er það til, að sýningargestir séu nokkurnveginn jafnnœr er þeir ganga út. 1 flóði 70 myndlistarsýninga voru nokkrar svo langt frá að geta talizt áhugaverðar, að ég hlýt að telja þær með núll-fyrirbrigðum. I einstaka tilfellum áttu þó þekkt- ir menn hlut að máli. Það er skrýt- ið, en ég man betur eftir sumu, sem fékk fremur vonda dóma. 1 mynd- listinni er eitt og annað lofsungið af skyldu vegna þess að það á að vera gott. Þesskonar lofsöngvar verða hlœgilegir eftir á. Rithöfundur, sem eingöngu bygg- ir á skrúðmœlgi og meira eða minna meiningarlausum orða- fléttum; hann er núllinu vígður. Slíkan texta man enginn af aflokn- um lestri. Víst má telja það list- rœna iðju að raða snoturlega sam- an orðum. En vanti innihald, er hætt við að fljótt fenni yfir. Mörgum gengur erfiðlega að muna stutt nútímaljóð og oft er tœplega hœgt að lá neinum það. Hver sú list, sem verður formdýrk- un að bráð, er komin undir núll- punkt. Hinir snjöllustu í hópi ungu skáldakynslóðarinnar koma hugsun og hughrifum á framfœri, oft stór- vel. En minni spámennirnir nota formið formsins vegna og má mik- ið vera ef þeir muna Ijóðin sín sjálfir. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.