Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 5
MÉR er sama SMÁSAGA EFTIR A. L. ið upp fyrir þeim, djöfuls fífl- unum. Fífí, skrifaði hún og brosti sigri hrósandi. Andlitið var fín gert og regiulegt, og við bros- ið komu fram örsmáir spékopp- ar í kinnunum. Tennurnar virt ust skaga enn lengra út, þegar hún brosti. Nú voru þær að koma. Hún heyrði í þeim í ganginum. Hún ætlaði að þjóta upp, en hætti við. Voru strákar með þeim? Nei, það var víst vitleysa. Hún leit fram á ganglnn, kallaði: „Halló, stelpur"!, fór svo til þeirra, þar sem þær voru að klæða sig úr yfirhöfnunum. Þær voru fimm núna, Dúdú, Lúlú, og Sísí og Alla og Guðrún. Guðrún, þvilíkt nafn! Að láta kalla sig Guðrúnu! Sjálf hét liún Hallfríður og hafði einu sinni ver- ið kölluð Fríða, en þegar hún fór að vlnna á fyrsta sjúkra- húsinu, sagðist hún vera köll- uð Fífí. Hún hafði verið rekin þaðan. í»að var sagt, að hún legðist á minni máttar og sæti færi um að kvelja veikasta fólkið og þá, sem ættu bágast. Hún var líka rekin af næsta sjúkrahúsi. I»að hafði sagt það sama þar, helvítis pakkið. Og það hafði verið gert at í henni á báðum stöðunum. En s vo hafði hún komið hingað. Hér gekk allt vel. Hún þurfti ekki að vera eins og hún hafði ver- ið á hinum sjúkrahúsunum leng ur. Að vísu var gert at í henni hérna líka. Það hafði alltaf ver ið gert at í henni. En nú var henni bara orðið andskotans sama. Það var nefnilega það sko. Það var nefnilega það. „Ætlið þíð ekki á ball í kvöld?“ skrækti hún. „Ætlið þið ekki á ball á laugardegi eins og venjulega?“. „Jú,“ svaraði Alla „Það er nú meiningin, skal ég segja þér. Ætlar þú kannski á ball?“ „Ne-hei“, sagði Fífí og hló. „Ég fer ekki á böll. Ekki á svona böll eins og þið farið á“. „Hvemig böll ferð þú svo sem á?“ spurði Dúdú háðslega. „Ég fer ekki á nein böll liér, svona skítaböll eins og þið farlð á,“ ískraði Fífí. „Ég ætla til Kaupmannahafnar næsta sumar og þar ætla ég á böll. Þar era nefnilega hald- in svona böll eins og ég fer á.“ Hún hló hátt. Hinar ypptu öxlum og grettu sig og fóru inn í herbergi Guð- rúnar. Fífí elti og settist hjá Öllu, lagði annan handlegginn utan um hana og smeygði hinni hendinni ofan í hálsmálið á hennl. „Hver andskotinn er þetta?“ sagði Alla og hrinti hendinni frá sér. Fífí hló lágt með dul- arfullum svip og fór að strjúka á henni hárið. Alla gaf henni hörkulegt olnbogaskot og fór yfir að glugganum og kveikti sér í sígarettu. „Komdu þér út, asninn þinn“, hr.eytti hún út úr sér. En Fífí hallaði sér upp að veggnum, brosti áfram og sagði ísmeygilega: „Kemur hann í kvöld, sæti kærastinn þinn, hann sæti Kiddi þinn, ha?“ „Já, hann kemur nú reynd- ar,“ svaraði Alla. „Guð, hvað þú átt gott,“ hélt Fífí áfram. „Hann, sem stamar og er með rautt nef og nærri eíns stór og venjulegur dverg- ur.“ Hún hataði engan eins og þennan strák. Hann var úr sama plássi og hún, og enginn hafði sagt stelpunum jafnkvik indislegar sögur um hana og hann, eins og þegar hún reyndi að lemja heilan hóp af krökk- um, sem voru að stríða henni, og þeir lömdu hana í klessu og rifu kápuna hennar í tætlur og mamma hennar fiengdi hana á beran rassinn úti á tröpp- um, og þegar — en það gerði ekkert til. Hann vissi ekki neitt. Hann vissi ekki, þegar hún einu sinni á jólatrésballi í barnastúkunni hafði boðlð bróð ur hans upp, þessum með brúna liðaða hárið og bláu augun, sem var svo alvarlegur og góð- legur á svipinn. Og svo lag- legur. Og svo var kallað dömu- frí, og hún hikaði og horfði niður fyrir tærnar á sér Iengi, lengi: svo datt henni allt í einu í hug, að kannske mynd'i ein- hver önnur bjóða honum upp, og þá varð hún svo hrædd, að hún gleymdi öllu öðru og hljóp yfir gólfið og hneigði sig fyrir honum. Og hann, sem var allt- af svo alvarlegur og góðlegur, hann hló. „Heldurðu, að ein- hv«r vilji dansa við þig?“ sagði hann með samblandi af fyrir- I’itningu og viðbjóði. Hún hafði hatað þennan Kidda, bróður hans, sem Alla var með, síðan honum skaut upp þarna í hús- inu cinu sinni eftir ball. Það var eins og hún hefði séð djöf- ulinn sjálfan. En hann vissi ekkert. Þvi að þessi jól hafði hann verið hjá afa sínum og ömmu úti í sveít og ekki komið til baka fyrr en eftir nýjár. Hann mátti svo sem gelta, grey ið. Henni var sama um allar sögurnar hans. En hún hataði hann. Hún hataði engan eins og hann. Hinar stúlkurnar tóku um- mælum hennar um kunningja Öllu ekki alvarlega. Þær ým- ist glottu eða hlógu. Þær sátu og reyktu og voru húnar að setja plötuspilarann af stað. „Ég á kærustu," gargaði Fífí. „Jæja,“ sagði Sísí. Þær vissu allar, hverja hún átti við. En hún varð að segja það samt: „Þessa dökkhærðu, sætu með magabólgurnar á 401!“ Fífí hafði tvisvar tekizt að fletta upp um hana pilsinu svo að aðrir sáu til, og stúlkan hafði hara litið á hana ótta- slegnum augum og flýtt sér hurt. En hún hafði ekkert sagt. Ekkert ótugtarlegt. Hreint og beint ekkert. „Magabólgurnar", fnæsti Dú dú. „Hún er geðveik". „Það er lygi! æpti Fífí. „Hún er víst geðveik. Allir vita það,“ sagði Dúdú. Fifí sat og hugsaði sig um. „Jæja,“ sagði hún. „Hún er svo sem ekkert kærastan mín. Ég var bara að plata. Hún er al- veg vitlaus í mér, en — Ég hef alltaf vitað, að hún er geð- veik.“ „En þú varst að enda við að s-egja, að það væri lygi og að hún væri kærastan þín,“ sagði Lúlú illkvittnislega. „Ég var að plata, segi ég,“ sagði Fífí. „Kærastan mín í raun og veru er úti í Kaup- mannahöfn. Hún fór í fyrra. Hún skrifar mér alltaf einu sinni í viku. I hús úti í bæ, þar sem ég þekki fólk. Til þess að bréfin komist ekki í hend- urnar á palckinu hér.“ Hinar ráku allar upp hláturs rokur. Svo gátu þær ekki á sér setið lengur. Það var ekki hægt að stilla sig um að gera at í Fífí við og við. Hún var Iíka svo mikil eíturnaðra við alla, að hún átti það meira en skilið. Það var bara verst, að það var eins og henni stæði alveg á sama. Samt hafði Kiddi sagt, að mcðan hún var krakki, hefði hún fengið æðfsköst þegar henni var strítt. En nú var eins og hún þyldi allt. Það var auðvitað leiðinlegt, en samt var það nú óneitanlega góð skemmt un að gera at í henni. Það var svo kostulegrt að sjá svipinn á henni á meðan það var næst- um eins og henni fyndist gam- an að því sjálfrl. Hún var jú ekki almennileg. Ungu stúlkurnar völtruðu eft ir gólfinu, geifluðu á sér munn- inn, svo að tennurnar stæðu sem mest út, settu upp á sér kryppu, ranghvolfdu í sér aug- unum, og á meðan góluðu þær kersknisorð með röddum, sem þær reyndu að gera sem líkast- ar nefmæltum rómi Fífí. „Yndislega, geðveika kærast an mín, hún er svo sæt!“ „Svona gangið þið, þegar þið farið til prestsins, geðveika kær astan og þú, og hjákonan í Kaupmannahöfn á eftir.“ „Heldurðu, að þær verði ekki afbrýðisamar hvor við aðra, Fí fí?“ „Svona ertu, sko, þú ert svona. Svona ertu. Fífí sat og brosti sinu dular- fulla brosi. „Svona ertu, sko, þú er svo- Framh. á bis. 11 26. janúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.