Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 13
ÞJOÐOFSBREYTINGIN [Það gerðist nú samfara þessu, sem nú hefur verið rakið, að þjóðlífið ailt gerbreyttist og varð mjög andlyriskt. Þjóðin sneri sér frá kveðskaparsýsl- inu, sem hún hafði stundað um aldir og fór að hyggja sér hús, rækita landið og sækja útá mið- in og það lögðu allir nótt við dag. Hér var engin forréttinda- stétt, sem gat vakað við að lesa meðan lýðurinn vakti við vinnu, heldur byggðist allur bóklestur á tíma almennings til lestrar. Heyskapartíminn og vertíðin eru ekki bóklestrar árstímar og eins er um þau skeið í lífi þjóða, þegar upp- bygging er mikil og meiri vinna í landinu en fólkið getur ann- að. Við þetta bættist aukin starfsemi útvarps, og blaða, sem juku mjög fjölbreytni í efni og tóku sífellt meiri tíma af frístundum fólks til lestrar og fræðslu. Hljómleikahald jókst og ofvöxtur hljóp i mynd listar sýningar, tvö leikhús störfuðu af kappi og margt fleira varð nú til að glepja fyr- ir og eyða frá ljóðinu og 'skáldverkinu þeim fáu næðings stundum sem sívinnandi þjóð hafði aflögu til slíks lesturs. MENNINGARSTOFAN Við erum nú komin þar í sögunni, að þjóðin er orðin af- huga bókmenntum fyrst vegna stjórnmála, siðan vegna form- deilu og samskipta við Svía og loks vegna breyttra þjóðfélags- hátta og er orðin heltekin af sænsku menningarsnobbi. Nú er það gamla sagan, að þegar trú eða menning er dauð í hjartanu er tekið að reisa ölturu og turna og þeim mun hærri, sem hjartað er fjær því að vera með í leiknum. Þetta er alkunn friðþægingar- árátta. Okkar þjóð hafði um aldir dýrkað skáld og skáld- skap og átti þessu hvoru- tveggja skuld að gjalda, nú skammaðist hún sín fyrir að vera orðin hundleið á hvort- tveggja, enda þótt það væri fremur sök skáldanna en henn- ar. Skáldin og menning- arsnobbarar en þessir tveir að- ilar tóku höndum saman eins og síðar verður rakið, ráku harðvítugan áróður og töluðu um peningalýð, sem ekki skildi list. í þessum umbrotum kom menningarstimpilshugtakið að góðu liði. Menn sögðu við Rík- ið, og þurftu þess nú reyndar ekki, því að þar höfðu menn áttað sig, ætlið þið að láta stimpla okkur skrælingja útum allar jarðir fyrir það, að við kunnum ekki að meta skáld —, okkar bezta útflutningsvara eru bókmenntir en ekki skreið, og þar fram eftir götunum. Það voru nógir aurarnir og nú var ■tekið til af krafti að reisa menn- ingarstofuna, sem fyrr hefur verið nefnd og ekki aðeins með skáldum, heldur allskonar pó- tendátum í öðrum listgreinum, sem landslýðurinn kunni engin skil á, ekki einu sinni að nefna. Þar sem mikið lá á, að heim- inum yrði ljóst hvílík menn- ingarþjóð byggi hér, lenti allt í graut í patinu við að hrófa upp innréttingunni í menningar- stofunni, og ægði þar saman höfrum og sauðum, góðmálmum og eftirlíkingum, verðugum og óverðugum. Að hinni sænsku fyrirmynd fór islenzki snobb- arinn að uppgötva snillinga og snillingur dagsins var ævin- lega meiri en snillingur gær- dagsins. „Bezta bók, sem skrif- uð hafði verið á íslenzku,“ kom út sem árbók og nú erum við fyrir löngu komnir uppyfir það gæðamat sem innanlands er þekkt og farnir að tala um „heimsbókmenntaverk,“ það kom í fyrra, sennilega verður það vetrarbrautarverk í ár, eða eitthvað annað utansól- •kerfisverk. Listamennirnir ýttu sjálfir undir við innréttinguna með háværum kröfum um meira stáss í stofunni, hver og einn þeirra reyndi að krækja sér í góðan og áberandi stað og héldu uppi langloku tali miklu og stundum yfirskilvitlegu um listir, einkum fyrir unglingum og kölluðu þetta og kalla, list- kynningu, með þeim afleiðingum að svo má heita að ekki einn einasti menntamaður úr skóla snúi sér að skáldskap, nema rétt á kynþroskaskeiðinu, þeg- ar allir yrkja. Þegar svo var komið að öllu máli skipti að geta bent á sem flest skáld á vegg, urðu til skáldin án verkanna. Ungir menn létu sér vaxa skegg, og tilkynntu á torgum, að þeir væru skáld eða lista- menn, og nokkrir jábræður tóku undir herópið og síðan komu borgararnir og menning- arsnobbararnir og sögðu, að það vantaði enn skáld á hillu í stofunni. Allir vonuðu að tím- inn leiddi í ljós, að þeir hefðu orðið fyrstir til að uppgötva snillinginn, og myndi þá geyma nöfn þeirra gullnu letri á spjöldum sögunnar um leið og snillingsins. Þar sem enn er verið að inn- rétta stofuna er ekki hægt að rekja söguna lengra af þeirri starfsemL TÁNINGADÓMSTÓLLINN Á hinu pólitíska tímabili bókmenntanna blómstruðu að sjálfsögðu pólitískir ritdómar, en á formdeilutímabilinu skrif- uðu afturúrstefnumenn um aðra afturúrstefnumenn, framúr- stefnu- um framúrstefnumenn og síðan voru kunningja rit- dómarnir en þeir urðu um skeið hrein plága. Eftir að bókin var orðin gjafavara í desember fjölgaði ritdómum og ásókn á dagblöð- in varð gífurleg. Þau urðu á- hrifamesta auglýsingatækið þar sem sölutíminn var naumur og tímaritin, sem áður höfðuhelzt birt ritdóma þóttu of seinvirk. Menn kepptust við að koma loflegum ritdómi um sína eigin bók í blöðin í tæka tíð. Þett# var orðið ófremdarástand og forráðamenn blaðanna þreytt- ust á ásókninni enda nóg að gera með plássið fyrir stjórn- málaþrætur. Blöðin gripu loks til þess ráðs að fastráða sér ritdómara og var það meint svo, að það yrði til bóta bæði fyrir blöð- in og bókmenntirnar. Það reyndist fylgja böggull skamm- rifinu. Hugmyndin var góð en framkvæmdin mislukkaðist. Blöðin fylgdu nefnilega þeim aldaranda, að frjálslyndi sitt sýndu þau bezt með því að velja sér unga menn til starfans. Tími táninganna var að renna upp á öllum sviðum og ekki að- eins í listum. Táningarnir heimtuðu að þjóðinni væri ekki lengur skift eftir atvinnu stéttum eða kynjum heldur í eldra og yngra fólk. Þjóðfélag- ið er hrætt við táninga sína, og í stað þess sem áður var, að þeim var sagt að þegja og ‘halda sér saman, þegar full- orðið fólk talaði, þagnar nú fullorðna fólkið, þegar táning- arnir tala. Ungir framúrstefnumenn voru valdir til að ritdæma þetta litla, sem gert var í landinu. Það var auðvitað, að ungir menn hefðu hvorki lesningu né skaplyndi til að dæma bækur, enda mótuðust dómar þeirra af andúð eða samúð fremur en skilningi. Þeir völdu mönnum nöfn eftir geðþótta sínum, og sögðu, að þessi væri skáld en hinn væri ekki skáld, ungir menn eru sjaldan að tvinóna neitt við hlutina. Þeir tóku rígfullorðin skáld af annarri kynslóð hiklaust til bæna lýstu þeim og skilgreindu með furðu- legu tali, svo að gamlingjarnir vita nú ekki lengur um hvern er verið að ræða, þegar þeir sjá ritdóm um sig sjálfa og spyrja hissa, hvaða náunga sé verið að skrifa um. Engir ó- bótamenn á íslandi, nema skáld og listamenn eiga líf sitt undir táningum 1 dómarasæti. Samt er nú þetta skárra og snöggtum skárra en pólitísku ritdómarn- ir fyrr og síðan kunningjarit- dómararnir. Þeir þora þó að tala þessir ungu menn þó að á ýmsu leiki um þekkinguna og innrætið. Af gömlum blöðum Eramh. af bls. 7 Málfundafélaginu Óðni fyrir tiistilli sama manns. Ég hafði þó verið dyggur smali, ' en hann varð öskuvondur og hef- ir ekki heilsað mér síðan. Ann ars er Birgi um margt beziti drengur og vel fær, en hann er af þýzkri ætt og vill vera hamar. Og nú er ég sviftur beztu skemmtuninni, sem ég hafði, að rífast og_ skammast og gera aðra vonda. Ég hefi misst heyrnina, og þá verður maður svo bjálfa- legur. En þetta er svo sem mátulegt á mig fyrir syndug- an munnsöfnuð. Ég var skrifari hjá Filist- eum, þegar þeir voru blank- ir. Ég var fasteignasali á hækj- um, tók hæst 1%, en stundum lítið. Ég skrifaði samninga og bréf fyrir þá heilfættu, eng- inn borgaði mér betur en Elías Lyngdal, þar sem voru 25 krón ur. Ég lét aðra ráða þóknun- inni og skrifaði stundum fyrir miskunnsemina. Svo fór ég að ljúga í skattana eftir 1940 og grét fyrir þá, sem áttu bágt og ekkert gátu borgað. Eitt framtal skrifaði ég fyrir synda sel, sem hann átti ekki skilið, hann gat borgað. Ég sagði, að hann mæbti ekki koma aftur og þá leitaði hann uppi snjall- asta löggilta endurskoðandann, sem býr ti'l listlega pappíra. Kristur var ekki óánægður með tollheimtumennina, og ég get ekki sagt annað en gott um þá á Skattstofunni. Allt, sem nokkur sanngirni var í tóku þeir til greina, og sumir grétu með mér yfir bágindum náung- ans. Þeir sögðu mér að vísu, að allt væri lýgi, sem ég segði, og mér datt ekki í hug að mót- mæla, en sagði auðvitað og hló framan í þá. Og þá hlógu þeir líka og voru vinir minir. Ég hefi svo sem reynt að vinna mig í áliti hinumegin. Natan langafi var 33 ára þeg ar hann var drepinn, og ég var 33 ára, þegar ég fór í rúm- ið og líf mitt snerist við. Ég stend í þeirri meiningu að ég sé mjög svipaður honum í út- liti og að ýmsu innræti. Mig vantar bara vitið hans. Ég er framhald af honum og hitti hann og aðra ættfeður og ætt- mæður. Og mikið hlakka ég til að hitta blessaðan Jón Ara- son biskup. Hann var ættfaðir margra okkar Húnvetning- anna. I ævi minni hefir flest gerzt á 9. ári tugsins. Það virðist því að það sé mín örlagatala, og ég hverf 1969. Ég hefi lif- að 2 heimsstyrjaldir, öldurnar fara alltaf þrjár saman og sú seinasta mest. Eftir að ég komst á lappir eftir veikindin fór ég að sjá, heyra og dreyma. Það hefir haldizt til skamms tíma. Ég sá dýr og menn, sem voru jafn lifandi og ég. Mig dreymdi drauma, sem virtust raunveru- leiki. Og ég heyrði og vissi einhvernveginn það, sem reynd ist rétt. Og mér var þröngv- að til að segja, skrifa og gera allskonar vitleysur, sem ég var nauðugur til en gat ekki ann- að en h'lýtt. Svo heyrði ég kaldranalegan skellihiátur á eftir og engdist af skömm. Það er eins og allt sé lif- andi, háðsglottið minnir mann sífellt á vitleysurnar, löngu eft ir að þær eru gerðar. Ég man enn napurt glottið á honum Bjarna frá Vogi, þegar ég sagði vitleysur, sem oft var. Og ég man vitleysurnar enn. Ég skil þetta ekki nú, en í næsta bekk fæ ég kannski svar. Ég efa það ekki, að ég hitti alla samferðamennina aftur, sem vi'lja hitta mig, og vonandi verð um við þá alllir vinir. Þá tekur Jónas frá Hriflu mig upp í bíl- inn, eins og hann hefir svo oft gert. Honum á ég mikið að þakka. Það verður erfitt að má nafnið hans út úr fslandssög- unni á tuttugustu öldinni, verkin hans taia. Ilannes Jónsson. Bœkur frá Norstedt Framh. af bls. 4 ævistarf listamannsins ein- gönigu sjálfs sín vegna — en þar með sé hann lika í góðum félagsskap allra þeii-ra fjöl- mörgu einstaklinga, sem séu til á sömu forsendum — eingöngu sjálfs sin vegna. „Sjálfsagt yrði það allvfðtækt fóstbræðralag, ef allir væru taldir, sem ein- skjaldar eru í sjálfshyggjunni á þessari hlýju og óhreinu jörð undir köldum og tómum himni“, segii' Bergman í lokin. Barbro Dahlin: Hatbubblan, P. A. Norstedt & Söners förlag, Stockholm 1966. Barbro Dahlin hóf rithöfund- arferil sinn sem ljóðskáld, en fyrsta skáldsaga hennar, Laga förfall, kom út árið 1964. Hlaut sú bók mikla viðurkenningu gagni’ýnenda, m.a. bar Olof Lagercrantz, hinn kunni rithöf- undur og gagnrýnandi, mikið lof á bókina, og þykir slíkt ein- att tíðindum sæta, einkum þeg- ar um únga höfunda er að iræða. Hatbubblan er önnur Skáld- saga höfund- ar. I henni eru könnuð lögimál ofsóknar og ár- ásar, sýnt fram á, hvernig tor- tryggni og ótt- inn um eigið öryggi gríp- ux um sig, þar til skil sóknar og varn ar eru þurrkuð út, varnaraðgerðirnar verða út- rás fyrir eigin árásarhnei^ð. Sagan greinir frá viðbrögðum íbúa við götu eina í Stokk- hólmi, er nýr maður flytur inn. Tortryggni gagnvart manninum býr um sig, íbúarnir eru sann- færðir um að hann sitji á svik- ráðum við þá og smám saman æsa þeir hver annan upp, þar til ekki verður lengur við neitt ráðið — þetta hversdagsgæfa fóik er orðið að hatursfullri hópsál, sem brýzt inn á heim- ili mannsins a'ð næturþeli. En það er til marks um skarp- skyggni höfundar, að hún læt- ur ekki þar við sitja — hún gengur skrefi lengra í sálkönn- un persóna sinna og sýnir, hvernig samhugurinn dofnar og vináttan rofnar milli íbúanna innbyrðis, þegar þeir finna enga sök hjá manninum. Á hatrinu einu byggðist sam- heldnin. Sagan ber þess merki, að hér heldur ljóðskáld á penna. Frásögninni er að veru- legu leyti fleytt fram með notkun myndhvarfa og líkinga. Áhrifamáttur hins smáa og hversdagslega í lífinu er hér mikill — alvanalegustu hlutir og athafnir öðlast merkingu langtum víðtækari en yfirborð- ið g'efur til kynna. Mai Zetterling: Nattlek, Nor- stedts, Stockholm, 1966. Þetta er fyrsta skáldsaga Mai Zetterlings, en hún er kunn orðin sem kvikmyndaleikstjóri og hefur auk þess starfað fyrir sjónvarp, en listferil sinn hóf hún sem leikkona, svo sem mörgum er kunnugt. Hún mun nú búsett í Bretlandi. Skáld- saga þessi kom samtímis sænsku útgáfunni einnig út á ensku bæ'ði í Bretlandi og og Bandarikjunum undir heit- inu Night Games. Sænsk kvik- mynd með sama nafni var áð- ur gerð og mun hún byggð á þeim efnivið sem hér birtist í bókarformi. Aðalpersóna sögumnar er ungur maður, sem fæðzt hef ur inn í ger- spilltan og úr- kynjaðan heim oig mun nú vera að leitast við að brjóta af sér þær viðjar, til þess að reisa sér nýrri og betri veröld. Aðalpersónan öölast þó aldrei það líf í sögunni, að lesandinn leggi trúnað á þessa viðleitni hans, og því má kannski einu gilda, þótt rnanni virðist líka öll hugsun að baki sögunnar næsta óskýr og ruglingsieg. sv. j. 26. janúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.