Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Page 4
Thor Vilhjálmsson BÓKMENNTIR nema á örlitlum bletti. Hver finnur nokkurn skapaðan hlut við slíkar kringumstæður? Að sjálfsögðu geri ég þrautaieit, en árangurslaust. Seint og um síð- ir held ég heim, fer enn í stöð- ina og næ aftur sambandi við skipið. Þeir standa á bví fast- ar en fótunum, að varningurinn sé í fjörunni, ég hljóti að finna hann með birtingunni á morg- un. — Gott og vel, segi ég og slekk á stöðinni. 2. GENGIÐ Á REKA. Þótt enn sé norðan rumba með kafaldssiítingi, þá er sæmi- lega ratljóst í morgunsárið. Þegar ég er kominn út fyrir lendingarhleinina, fæ ég að sjá dálítið, sem ekki er bara klaki og grjót: Nokkur rauð og sælleg jólaepli, þau liggja þarna hlið við hlið í flæðarmálinu líkt og dregin upp á festi. Reynd er spá ríkari. Úr því sem kom- ið er þýðir ekki að gera sér gyllivonir: Varningurinn hefur allur far ið í sjóinn. Að gamni sínu hefur svo ald- an fieygt á land þessum epl- um. Ég finn víst ekkert fleira. Jú, við Álagjá, sem næst flæð- armálinu, sé ég einhverja rauða flyksu í snjónum. Við nánari aðgæslu kemur í ljós að þetta er lítill rauður póstpoki. Þessi skjatti hefur áreiðanlega verið í stórum póstpoka ásamt öðr- um póstvarningi, en fyrir duttl- unga örlaganma skolað hér á land. Og dvergpóstpokinn er það eina sem ég finn á fjör- unni ásamt eplunum sem ég gat Jón úr Vör um áðan. Ég stenst ekki mátið að forvitnast um það sem poka- greyið hefur að geyma. Þarna eru tveir smápinklar og nokkr- ar nýjar bækur, allt gegnvott af sjó og orðið samfrosta. Ég reyni að huga frekar að þrem bókanna, og get þeirra í þeirri röð sem þær koma upp í hend- urnar á mér: Mjallhvítarkistan, ný Ijóða- bók eftir Jón úr Vör. Mér lán- ast fljótlega að ljúka upp þess- ari klakabók — og dett niður á þessar ljóðlínur: Hönd elskhugans gerir brauðhleifa úr steinum. — Æi, af hverju þetta: von- arsnauða vizkan, segi ég í huga mér. Fátt er fjær skáldskap en kaldhömruð vizkuorð. En það er eitt með öðru sem virð- ist stífla skáldæðina í sumum atomljóðahöfundum, að þeir eru sífellt að gera sig svo frá- munalega vizkulega framan í veröldina. Fljótt, fljótt, sagði fulginn, eftir Thor Vilhjálmsson. Ég á í miklum brösum við að opna þessa bók. Það er beinlínis eins og ég sé að rífa hertan þorsk- haus úr roðinu meðan ég bjástra við Thor. Eftir snarpa viður- eign fæ ég lesið þessi orð. „Og leikritið sagði frá sjó- mönnum sem höfðu farið ein- hvernveginn öðruvísi að ráði sínu en höfundurinn ætlaðist til svo hann drekkti þeim öll- um en sá brátt eftir þeim og svo ágætu efni í leikrit, og lét þá þess vegna ganga aftur. . .“ Kemur vel á vondan, að Thor skuli einmitt uppljúkast fyrir mér á þessum stað. Nóg um það: ég ræðst þegar til atlögu við þriðju bókina: Loftsiglingin: Það var ekki lítið um dýrðir í fyrra út af þessari nýju skáldsögu eftir Per Olof Sundmann. Hvað sem því líður, þá er þessi bók ekki betur farin upp úr sjónum en hinar tvær, en lýkst strax upp fyrir mér, og ég les þetta á bls. 149: „Andrée brosti eins breitt og hægt er að brosa með hálfa brauðsneið með osti upp í sér. . . Gildir einu hvað okkur finnst, sagði hann. Kringumstæðurnar eru engu líkar. Það sem skiptir máli eru ekki skoðanir held- ur athuganir okkar.“ Svo mörg eru þau orð. Og mál að linni bóklestri á klaka- fjöru. Ég læt það í pokann, sem ég hef úr honum tekið, held síðan á honum í handarkrik- anum, likt og ég sé að bera lítið vinarlegt dýr. . . Já, eftir allt saman kem ég ekki heim slyppur og snauður. 3. BÓKAMESSUNNI FRAM HALDIÐ. Af skiljaniegum ástæðum sýni ég sjóhröktu bókunum meiri umhyggju og alúð en öðrum bókum sem mér hafa borizt á Galtarvita. Ég þurrka þær við miðstöðvarhita og brátt tekst mér að slétta úr verstu beigl- únum. Og núna — þegar ég hef lesið flestar sjóreknu bæk- urnar — þá langar mig til að messa agnaröen meira yfir þeim þeirra, sem ég hef nefnt hér að framan: Jón úr Vör kallar bók sína Miallhvítarkistuna. Á klaka- fjörunni mislag ég nafnið: Mjal'l Framh. á bls. 13 BÖKMENNTIR OG LISTIR. Ifarjja fjúIÆ' Þþ&' if’paý ijjm u Sjarfjwf »6e Ég kynntist honum í tíma- kennslu og hef elskað hann frá þeirri stundu. Barnaástin er stundum varanleg og alltaf er hún heit og ofsafengin. Ef menn spurðu mig litla, hvað ég vildi verða, þegar ég yrði stór, var svarið á reiðum höndum. Ég vildi giftast og verða konan han3. Hann vissi einnig, hver þrá hans var frá bernsku. Hann teiknaði geimför, litaði geim- för, las um geimför. Draumsýn hans var framtíðin, sjaldan nú- tíðin, aldrei fortíðin. Núna er hann gjörbreyttur. Minningarnar ofsækja hann og hann liggur andvaka um næt- ur. Ég er ennþá sú næst bezta. Fyrst var geimurinn beztur og tók hann frá mér, en ég hugg- aði mig við það, að geimurinn er kaldur og líflaus. Það elskar enginn geiminn eftir að fyrstu ævintýraþránni er svalað og þeir skilja, að hnettirnir eru grænar vinjar í eyðimörkinni. Ég elti hann meðan við vor- um börn og tilbað allt sem hann var og gerði. Hann umbar mig. Þegar við eltumst, var hann félagi minn á dansleikjum og allir litu á okkur sem elskend- ur. En ég var aðeins sú næst bezta og hann umbar mig með- an hann hafði ekki fundið neitt betra. Það er erfitt að eiga ekki hug og hjarta þess, sem maður elsk- ar, en ég þekkti ekki annað þá. Og nú hefur ástin, sem ég ber til hans þroskast með mér og er voldug og sterk. Ég sætti mig við örlög mín. Hann er þó kominn aftur til mín og geimurinn tekur hann ekki framar frá mér. Nú á ég hann ein. Hann trúlofaðist mér eftir að hann hafði lokið námi. Ég vildi giftast áður en hann færi, en hann réði því sem öllu öðru. Hann sagði, að ég væri betur komin ógift en ekkja. Ég væri svo ung. Hann vissi ekki þá, hvað sönn ást er og hélt, að þær tilfinningar, sem hann bar í brjósti til mín væru ást. Áður en hann fór ræddum við saman um heimilið, sem við ætluðum að stofna, um börnin okkar. Við ætluðum að eignast mörg börn, þegar hann kæmi aftur heim frá því að stríða. Eftir innrásina. Þegar við hefð- um sigrað. En eftir innrásina kynntist hann henni og hún tók hann frá mér. Fyrst skrifaði hann mér og sagði mér frá henni og þá hataði ég hana. Ég hata hana ekki lengur. Ég veit, að hún var kona og elskaði hann eins og ég elska hann og hún tekur ekkert frá mér lengur. SMASAGA eftir Ingibjörgu Jónsdóttur BYLTINGIN - 2. HLUTI - EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON í eðli hvers manns er rúm fyrir siðræn gildi. Allir menn eru að einhverju leyti, margir eru að mestu leyti markhneigð ir af eftirhermu og tilheyra skoð anahópum, áður en þeir íhuga réttmæti þessara skoðana, ef þeir íhuga það. Menn eru hver annars fyrirmynd, þeir herma hver eftir öðrum og geta ekki komizt hjá því. Árásarhvöt þeirra, andfélagslegir þættir eru fágaðir, orkan er beiziuð af sambýlinu, það skilur að menningarniðjann og dýrið. Misræmi í hugum manna milli eðlis og þess hátternismunst- urs, sem sambýlið mótar þeim, gerir þá sjálfbirgingslega og vinnusama, láti þeir af hrynj- andi áunnins hátternis fyllast þeir spennu, gleði þeirra er stílfært í líki glaðværðar, og þeir lifa og deyja. sem karek- atúr af sjálfum sér. En það, sem er í eðli manna og fær ekki útrás, lifir í skuggaveru, tilfinningar, sem er hafnað, leita fram í ópersónu- legri mynd, sköpunarhæfi, sem ekki er viðurkennd, framleið- ir, nútíð manns, sem sviptur er getu til frumkvæðis, hvirflast á samri stundu inn í fortíð og vökulleiki hans með henni, en framtíðin vex um hann eins og þyrnirósarskógur. Ef miklar mótsagnir eru milli siðrænna gilda samfélags manns og þess, sem hann skynjar og þar með höfðar til dómgreind- ar hans, eru miklar líkur á, að hann verði fyrir geðshrær- ingu með bæiingu að afleið- ingu. Bæling í huga manns verður til á þann hátt, að hug- ur hans nær ekki að samlaga sig aðsteðjandi kringumstæðum, maður verður fyrir geðshrær- ingu, en leitar ósjálfrátt und- an sárindum hennar, hann neit- ar sér um að öðlast innsæi í sterka tilfinningu, sem blossar upp með árásarhvöt hans, að- lagar sig hanni ekki, heldur umbeinir henni og gegn sjálfri tilfinningunni sem orsök sár- indanna. Hneigð hans til þessa vex með sérhlífni hans og styrkleik þeirra launhelga, sem umlykja hvata geðshræringar- innar í samfélagi hans. Með tímanum verður þessi reynsla hans að venjuformaðri bæl- ingu. í bælinguna fer orka, sálræn orka þessa manns, hún er samloka, og hann því óvirk- ari en ella. Hann hneigist til að sniðganga þá hvata í sam- félaginu, sem höíða til bæling- arinnar, hefur ef til vill óskil- greinda andúð á þeim og dvel- ur fremur við það, sem hann á auðveldar með að samlagast, en bælingin heldur áfram að vera í huga hans, eins og dálítill kalblettur og verður liður í per- sónumótun hans. Þannig er í þessu tilliti að minnsta kosti óheilbrigðara en ella að beina 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.