Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 5
 Áður en hann fór, talaði hann um þau eins og óseðri verur: ekki menn eins og okkur. Þau voru af óæðri kynstofni, ekki göfug eins og við. Eftir að hann kynntist þeim, sá hann, að þau voru menn eins og við, aðeins öðru vísi á litinn. Hann sagði mér í bréfum sín- um, að þau hlæju og grétu eins og við og væru álíka gáfuð eða heimsk og við. Hann hló með þeim, talaði við þau, söng og skemmti sér. Þau voru vinir hans og hann ekki lengur sigurvegarinn en þau hin herteknu. Ferðin var löng og herbúða- vistin enn lengri. Þeir þörfn- uðust allir félagsskapar og vin áttu kvenna. Hann hefur sagt mér, að fyrst hafi það vakið at- hygli sína, hvað hún minnti hann á mig. En hvers vegna elskaði hann hana meira en mig? Var hún fegurri en ég? Ég dirf ist ekki að spyrja. Hann giftist henni og hún bar barn hans undir brjósti. Við viðurkennum ekki þessa hjónavígslu hérna heima. En hann kallar hana konuna sína og oft stendur hann við glugg- ann og starir á stjörnurnar, sem glampa yfir landinu henn- ar eins og okkar landi. Hann horfir samt mest á stjörnuna hennar á himninum. Ég hélt ekki, að þau stæðu okkur jafnfætis. En hún las honum Ijóð og lék fyrir hann tónlist, sem vekur trega í brjósti mér og er þó ólík öllu, sem við eigum. Hann segir mér, að landið hennar sé gjörólíkt landinu okkar og litbrigðin öll önnur en hér. Hann sá ekkert furðu- legt við litinn L líkama hennar sem var annar en hans. Ég hlusta á hann þögul, þeg- ar hann ræðir um hana. Hann verður að fá að tala til að gleyma. Ég skil þjáningu hans og sorg. Hann elskaði hana eins og ég elska hann. Ég fékk hann þó aftur, en hann fékk ekki að taka hana með heim. Við viljum ekki kynblend- inga. Við verðum að halda stofn inum hreinum. Þeir sendu hann heim. Hann fær aldrei að fara þangað aft- ur. Hann hefur gengið bónleið- is skrifstofu af skrifstofu og spurzt fyrir um hana, en þeir halda ekki skýrslur um þá inn- fæddu. Og hann lofaði að koma og sækja hana áður en barnið þeirra fæddist. Hann sór henni það við hennar guð og okkar guð. Hún leit aðeins á hann og sagði svo undur rólega: „Ef þú kemur ekki, dey ég.“ ■ Bréfin, sem hann skrifar henni eru endursend. Þau komu öll samtímis og á þau var stimpl að með rauðu: LÁTIN. Hann fær ekki að fara, en ég má fara og hann þjáist, því að hann veit ekkert um afdrif þeirra. Hún sagðist ætla að gefa hon um dreng, honum líkan með Ijós græna húð. Hvorki dökkgræna né hvíta (— heldur sambland tveggja heima— þeirra beggja. Ég ætla að sækja barnið hans — barnið þeirra — og færa hon um það. Ég ætla að ala upp barnið hanS, svo að enginn nefni það kynblending og það verður Marzbúi eins og við. Þá brosir hann við mér og kyssir mig og ég get afborið að vera aðeins sú næstbezta — næst á eftir konunni frá Jörðinni. árásarhvöt gegn því, sem við- kvæmt er. Mesti bælingavaldur, sem til er, er innprentunaraðferð við uppeldi (það-á-að-vera-svona aðferðin), þá er mest hætta á misræmi milli eðlis viðkomanda og hins innprentaða hátternis- munsturs. Meira samræmi fæst hins vegar, ef útskýringar eru látnar fylgja og viðkomandi hvattur til siálfstjáningar, því að þá er honum gefið tækifæri til að samræma með innsæi við- brögð sín. Að sama skapi sem mótsagn- ir miUi siðrænna gilda þjóðfé- lags og atfertis þegnanna vaxa, hlýtur einnig að aukast fjöldi þeirra þegna, sem hafa greind eða hugrekki til að horfa í móti hvata geðshrær- inga sinna í þjóðfélaginu. Á frumstigi er hugarástand hins bælda vanlíðan og geðillska, hálfdulið er það gremja, en þegar Ijóst er, að tilefnið er í umhverfinu, er það réttlætis- krafa. Réttlætiskrafa er reiði, reiðin er starfandi árásarhvöt, og maður, sem finnur til rétt- látrar reiði að því er hann sjálf- ur telur, á ekki aðra færa leið fyrir höndum, en leita hins já- kvæða innihalds þess siðræna gildis, sem vakti réttlætiskröfu hans. Réttlætiskrafa er ætíð gerð í nafni siðræns gildis, (en ekki nafni 3jálfs sín eins og hins vegar valdsælni), hún er afstæð og miðuð við hið sið- ræna gildi. Ef réttlætiskrafa er jákvætt fyribæri hlýtur því hið siðræna gildi í sjálfu sér að vera það einnig. Réttlætiskraf- an snýst gegn orsök sinni, ef hún álítur hið siðræna gildi illt í sjálfu sér, og maðurinn hrekkur aftur inn á frumstig innhverfrar gremju (hins veg- ar, ef hann er nógu sterkur persónuleiki, getur hann blásið sjálfan sig upp á öngstræti valdsælninnar). í fljótu bragði virðist hann eiga kostar völ fyrir utan að skyggna gildin í leit að hinu jákvæða innihaldi þeirra, nefni lega að telja þau ill í sjálfu sér og stefna að byltingu í samvinnu við aðra með fyrir augum framtíðarskipulag, þar sem allar mótsagnir og bæl- ingar hafa verið afnumdar. Að hinum sterkari öflum verði þannig beitt til að byggja upp veröld, þar sem næmleikinn nái að blómstra óhindrað. Að bylt- ingin verði hið virka svar hei'ldarinnar við bælingu ein- staklingsins. En árásarhneigð byltingarmanna var upphaf- lega vakin af sárindum, sem mótvæg harka olli næmleik þeirra og árásarhneigð þeirra er orkan í bardagafýsn þeirra og aflið, sem gerir þeim fært að bylta ríkjandi skipulagi. Orkugjafinn; hin hinzta mót- sögn og einnig hin frum- lægasta: næmleiki gegn hörku, yrði ekki yfirstigin, með henni yrði byltingarríkið að rísa og hverfa. Byltingin sjálf verður hið endanlega val byltingar- mannsins. Hann verður eftir í eyðimörkinni hjá Móses. Skýrt dæmi er þróun mála í Sovétríkjunum frá 1917: Við upphaf þess t.ímabils voru mót- sagnir innan þjóðfélagsins í al- gleymingi. Af kynslóð einræðis og hjámanna spruttu bylting- armenn, sem sprengdu af sér ríkjandi skipulag í nafni rétt- lætishugsjóna sinna. Draumur- inn var framtíðarríki, þar sem allir væru jafnir; nýju skipu- lagi var komið á, himnastiga til þessa framtíðarríkis. Áherzla fluttist af mönnum yfir á skipulagið, ag menn formrunnu innan þess. Vinnusemi varð stærsta dyggðin; bæn við alt- ari sjálfvirkrar sögu með að umbun og heilagan anda fram- leiðninnar. En hér sem annars staðar var þörf jarðneskra stjórnanda, og leiðtogarnir héldu áfram að vera til, en nú voru þeir til vegna hjá- mannanna. Og sagan opin- beraði réttlæti sitt í leiðtogun- um, sem laun fyrir vinnusemi þjónsins. Um tíma var þjóðin óðvirk. Síðan tók leiðtogunum að fækka en blésu að sama skapi út hver einstakur. Og hjámennirnir smækkuðu, unz leiðtoginn var orðinn einn. Unz svartur risi skaraði andlits- lausum mönnum að eldkötlum goðgerðs skipulags. Bylting er framkvæmd krafa manna um bætta sambúðarað- stöðu. (Andstætt uppreisn, sem getur verið einstaklingsbundin og alræðisleg, grundvölluð á stjörfu hatri). Byltingin er hug lægt fyrirbæri, kjarni hennar eru leiðtogarnir. Þeir, sem bylt inguna gera, eru frumkvæðis- menn, en einnig eftirhermu- mennirnir, sem hrífast með. Sá maður, sem telur að sambúð- araðstaða manna eigi að batna úr því, sem hún er, telur þar með, að maðurinn sé meira virði en svo, að ríkjandi þjóð- lífshættir séu honum samboðn- ir. Hann sjálfm- eða þau öfl í honum, sem geta, að því er hann te'lur með framkvæmd sinni, leitt til úrbóta, hljóta af hans hálfu að vera undirorpin sama virðingarmati. Það er að segja byltingarmaður hefur sjálfsvirðingu og í nafni henn- ar er byltingin gerð. Komm- únismi gerir ráð fyrir að af örbirgð samfslags leiði stjórn- málalegt velferðarríki fyrir mátt sagnlegrar framvindu, sem ekki eigi uppruna sinn í frum- kvæði einstak'inga. Samkvæmt honum er maðurinn skapaður af kringumstæðunum og sjálfs- virðing hans þá einnig. Hvaða augum, sem slíkur maður líti kenndir sínar, sæi hann þær sem afleiddar af umhverfi hans, og har.n því óhæfur til að leggja mat á sjálfa sambýl- isaðstöðu sína. Slíkur maður gerir ekki byitingu. En í sam- félagi, þar sem þessi lífsskoð- un er almenn. skapast vinnu- friður til félagslegra úrbóta og áætlanafylgni og hægfara raun gjörð ve'lferðarrikisins. Það er hin raunverulega bylting leið- toganna. Við framkvæmd komm únismans er lífsskoðun hans felld með innprentunaraðferð- um í huga manna frá upphafi, fyrst með goðsögn um vissan byltingaratburð inni í framtíð- inni og hugsjónaeldur manna þannig settur í glóðarker, en eftir því sem persónumótunin og eðlislægir hæfi'eikar við- komanda leiða betur í ljós leið- togahæfi hans, er honum veitt af þeim leiðtogum, sem fyrir Framh. á bls. 13. 9, marz 19W_____________________________________________ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.