Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Side 13
ARKETEKTÚR. Framh. af bls. 9 um: bílinn fyrir karla, loðúlp- una fyrir konur og krakka. Islenzk hverfi gætu hinsveg- ar, veðursins vegna, fullvel staðið á Jótlandi eða í Rínar- dölum. Þeir sem ekki geta látið bíla flytja sig miili dyra, verða að láta sig hafa það í „stór- borg“ eins og Reykjavík er kölluð í skipulagsritum, að hlaupa út í þann vindrass sem hér er daglega, í eltingaleik við strætisvagna, eða sitja heima ella. Vinaþjóð okkar á Majorku þætti misskipt mannsins gæðum hér heima á Fróni. * að mætti hugsa sér tvær lausnir á íslenzkum veður- vanda. Gera má ráð fyrir að þjóðartekjur verði svo háar að einhverjum árafjölda liðnum, að allir, konur og karlar, yfir skólaskyldualdri hafi eigin bil til umráða. Séð verði fyrir næg um akbrautum og bílastæðum í næsta nágrenni við alla hugs- anlega viðkomustaði og skól- arnir verði í næsta nágrenni við bömin sin. Þessi lausn hef- ur verið þrautreynd vestan hafs í áratugi, og árangurinn hefur orðið sá, að borgarskipu- lagsvandamál eru af mörgum talin þau erfiðustu þar í landi á undan kynþátta- og glæpa- vandamálunum. Þó er ekki ann að að sjá en að þessi lausn hafi verið áiitin gild á íslandi. Hin lausnin er að byggja yf- ir borgarsvæðið og breyta þvi í heljarmikið gróðurhús, þar sem hvorki rignir, blæs né snjóar. Það er alls ekki ólíklegt að slíkar hvelfingar, hitað- ar eða kældar eftir því sem við á, verði byggðar yfir borgir eftir fáeina áratugi. meðan við bíðum eftir því að geta gengið um Lauga- veginn á baðslopp og inniskóm á desemberdegi, gætum við reynt að finna aðrar lausnir í samræmi við tæknimöguleika og efnahag landsins. Það er t.d. fullkomlega raunhæft nú að hugsa sér hverfi, þar sem inn- angengt er úr öllum íbúðum í verzlanir, skóla og strætis- vagnastöðvar, sem yrðu innan- húss. Það mætti hugsa sér að komast mætti þannig á milli staða innanhúss eða utan, eftir því sem viðrar, innan hverfis, en slík liverfi yrðu síðantengd með hraðskreiðum almennings- vögnum sín i milli. Slík borgar- myndun yrði auðvitað gjöró- Hk þeirri sem nú ris í Reykja- vík og víð yrðum að velja okk- ur aðrar fyrirmyndir en dansk ar barokkhallir eða sveitaþorp. Le Corbusier og Smithson- hjónin hafa t.d. sýnt skipulags- lausnir, sem eru miklu nær ís- lenzkum veruleika en dönsk rómantík. Skipulagsfræði er ein þeirra greina, sem mest hefnr fleygt fram undanfarin ár. Við hefð- um því mátt vænta þess, að við gerð Aðalskipulags Reykjavík- ur yrði bylting í íslenzkum skipulagsmálum og að þær sundurlausu tilraunir, sem gerð ar hafa verið liér frá stríðs- lokum beindust í ákveðinn far- veg til þróunar skipulagi sem hæfði staðháttum hér. Það eru því vonbrigði að uppgötva að ekkert þeirra þriggja hverfa sem gerð eru í samræmi við Aðalskipulagið, getur talizt framför í reykvískri hyggðaþróun. Þau eru teiknuð af meiri fagmennsku en fyrri hverfi og líta þess vegna ekki eins subbulega út og Kópavog- ur eða Suðurlandsbrautin. Þau hafa tekið upp nokkrar staf- rófskversreglur í fagurfræði og skipulagi, flestar frá fyrri öld en nokkrar frá því fyrir stríð. þar með framlag þessara hverfa upptalið. Það er lítið. Við hefðum ósk- að okkur að hér risu örvandi, spennandi og þægileg hverfi, sem ýttu undir félagslíf og sam- skipti borgarbúa. Ég efast um að þessir þættir hafi yfirleitt nokkurn tíma verið ræddir eða álitnir neitt aðalatriði við skipu lagningu borgarinnar okkar. Eftir síðustu hverfum að dæma virðist hinsvegar vera talið æskilegt, að Reykvíkingar búi i niðurdrepandi, leiðinlegum og óþægilegum úthverfum, sem taka hvorki tillit til íslenzks loftslags né reykvísks fjalla- hrings. Sum hverfi taka aftur tillit til „óska almennings“. Hinn almenni borgari á sér draumahús, hann á sér ekki draumahverfi eða draumaborg, sízt á íslandi, þar sem borg er nýtt fyrirbrigði. Reykvískur húsbyggjandi, fæddur í sveit eða sjávarþorpi, hefur enga hugmynd um, að til eru borgir sem með tilveru sinni einni veita íbúunum ánægju, þægindi og sífellda örvun. Borg byggð sem niðurröðun draumahúsa veitir ekkert af þessu, en göm- ul og úrelt Lundúnahverfi eins og Mayfair, Bloomsbury eða Chelsea gera það. Þessi gömlu hverfi eru með allra eft- irsóttustu íbúðarhverfum Lund úna, vegna kosta sinna, þótt þau bjóði hvorki upp á góðar íbúðir, bílastæði eða „grænu svæði“ íslenzkra úthverfa. Þrátt fyrir ókostina eru þau „draumahverfi". Auðvitað geta þessi gömlu hverfi ekki orðið okkur fyrir- myndir frekar en dönsku gervi sveitirnar, sem stældar hafa verið hér. Við athugun þeirra koma aftur í ljós ýmis atriði, sem eru lykilorð að kostum þeirra. Bloomsbury er ekki ein ungis íbúðaliverfi, það er einn- ig skólahverfi. Mavfair og Chelsea eru í senn íbúðahverfi, skemmtana- og verzlunarhverfi. Þessi blöndun á stærstan þátt í kostum þeirra. Þessi hverfi eru einnig þéttbyggð. Á hverj- um hektara lands búa þar um 500 íbúar. í reykvísku úthverfi búa um 100 íbúar á hektara. Þessi mannf jöldi Lundúnahvcrf anna er ekki galli, heldur kost- ur. Hann nær ekki því marki að valda óhollustu cða óþæg- indum, en veitir hinsvegar inn í hverfin háþróaðri þjónustu. Þessi tvö atriði, blönduð byggð og þétt, eru einmitt þau, sem nútímaskipulagning beitir í æ ríkara mæli, til að mynda borgarhverfi í stað úthverfa. Aðalskipulag Reykjavíkur bannfærir bæði þessi atriði, en boðar hinsvegar gervisveitir og amerísk shoppingcenters, í sam- ræmi við kenningar sem uppi voru í Evrópu fyrir nær 40 ár- um, um lausnir á vandamálum stórborga álfunnar þá. s. kJ u skipulagsþekking og tækni, sem nú er fyrir hendi, veitir möguleika á að byggja hverfi, sem veita kosti gömlu hverfa Evrópu, án þess að Iáta af kröfum um nútímahýbýli og hæfileg útisvæði. Það er miklu raunhæfara og nær íslenzkum staðháttum að nota þessa tækni, byggja miðsvæðis í borginni virkileg borgarhverfi og nýta útsýni og sólarbrekkur höfuð- borgarsvæðisins til hins ýtr- asta, í stað þess að láta borg- ina þenjast út engum til hags- bóta og bæjarfélögunum til mikils kostnaðarauka. Á svæð- inu eru svo margir útjaðrar, að engin hætta er á að ekki takist eftir sem áður að full- nægja þörfum þeirra sem hafa garðyrkju að aðalhobbíi, og mynda þar tiltölulega dreif- byggð raðhúsa- og einbýlishúsa hverfi. Þróun Reykjavikur og hverfamyndun í samræmi við íslenzka staðhætti er stærsta og mikilvægasta verkefni íslenzkra arkitekta á komandi árum. Þar þurfum við bæði að nýta kosti landsins og þó sér- staklega hæfileika þá og þekk- ingu sem til er í landinu. NÚBLÓMIÐ Framh. af bls. 5 eru, raunhæfari innsýn í hin eigin'legu markhneigjandi öfl samfélagsins, unz honum hefur sjálfum verið fundinn sess. Leiðtogar koma og hverfa, en daufinginn, hjámaðurinn, er hinn raunverulegi stefnumót- andi þjóðfélags. Og með komm- únisma hefur tekizt hremmilega vel að nýta tregðu hans. Hug- takinu öreigi var gefið róman- tískt inntak, og þeir, sem veikastir voru fyrir efnahags- legum gildum, skipuðu sér und ir það merki. Sá, sem efnahags- leg gildi eru allt en á ekkert, skilur og tileinkar sér öreiga- hugmynd kommúnismans. En að sjálfsögðu er enginn öreigi meðan hann hefur óbrjálaða sjá'lfsvirðingu. Samfélagskerfi, eins og til dæmis á íslandi, þar sem hver einstaklingur hrærist innan marka, sem hann sjálfur setur með öryggisþörf sinni, en ætl- ar „hinum" að sjá um málefni, sem eru að óskýrleik eða yfir- gripi utan bessara marka, og þannig leggur. þegar á allt er litiS, samfélagsábyrgð í hend- ur „hinna“, GERIR með slíku líferni söguskoðun Hegels að sannindum. Innan sinna marka starfar hver einstakur að stjórn ör'laga heildarinnar, en það er liður í öryggisþörfinni, að hann geri sér ekki grein fyrir því, heldur telji verk sín smávægileg, þannig kemst hann fremur hjá kvíðanum. Hins vegar álítur hver ein- stakur, að „hinir“ stjórni ör- lögum sínum og kemst þannig einnig hjá sjálfsábyrgð. Það, sem falið er í hendur „hinna“, er hið óvissa. Og þegjandi sam- komulag ríkir um að sniðganga allt, sem ekki verður séð fyrir endann á. Sagan á sér ætíð uppruna í hugum einstakling- anna. En með þessu móti verða tengsl einstaxlinga og drifafls samfélags dulvituð, drifaflið hlutlægist. Meðvitund einstakl inganna er slitin úr tengslum við söguna, og hún rís yfir þá og verður hin alráða marxíska saga. Sagan miðað við nútíma- manninn er sanr.arlega marx ísk og alráð. Eii frá sjónarmiði mennskrar vitundar og hæfni hennar til að breyta ríkjandi ástandi, er hún afstæð. Og skyggnd nánar leysist hún upp, maðurinn stígur upp fyrir hana og öðlast nýjung í hverj- um kringumstæðum. Vesturveldin annars vegar, Sovétblokkin hins vegar, hafa almennt séð nálgast hvort ann að í skipun efnahagsmála sinna. Sovétblokkin hefur hneigst frá kommúnisma Marx gegnum Leninisma og Stalínisma að endurskoðunarstefnu þeirri, sem þar er nú fylgt. Vestur- veldin hafa horfið frá ein- staklingshyggiu til aukinna ríkisafskipta af málum þegn- anna. Aðilar eru sammála um markmið efnahagsstefna sinna, en greinir á um leiðir. Mark- miðið er auxin framleiðni, það eða aukin verðmætasköpun hverrar vinnueiningar. Sovét- blokkin 'leggur höfuðáherzlu á samvinnu. Vesturveldin leggja höfuðáherzlu á hagnaðarvon. Báðum aðilum hefur orðið verulega ágengt í þessari við- leitni sinni. Sovétblokkin byrj- aði með sem minnst einstakl- ingsfrelsi, en efldi það til að skjóta stoðum undir hið alráða framleiðnigildi sitt, þannig hef- ur þjóðfélags'legt gildi frelsis farið vaxandi innan þeirrar ríkjasamsteypu. Hins vegar byrjuðu Vesturveldin með sem mest einstaklingsfrelsi, en þjóð félagslegt gildi þess og ein- staklingsfrelsið sjálft hefur far ið þverrandi (meðal annars fyrir mátt fjölmiðlunar og al- mennrar sk jðanamiðlunar). Á Vesturlöndum er því í þessu ti'lliti um þrjár framtíðarstefn- ur að ræða: að afpersónun einstaklingsins haldi áfram, og þá er ekki fyrir stafni annað en nástrandir hins marxíska framtíðarríkis (kostuleg for- lagaglettni!), að numið verði staðar, þegar ákveðnu jafn- vægisástandi verði náð, að vendipunktur verði. í báðum síðari tilvikunum verður nýtt utanaðkomandi afi að koma til sögunnar. Þess vegna mik- ilvægi spurningarinnar: Lifir maðurinn á einu saman brauð- inu, — m.ö.o. er framleiðni mælieining mennjngar — eða ekki? BÓKMENNTIR Framh. af bls. 4 hvíta kistan, og var svolítið undrandi yfir nafngiftinni. Af hverju er skáldið að bendla ljóð sín við hvíta kistu? Og ég varð aftur svolítið undrandi þegar ég las nafnið rétt: Já, nafnið er slórmannlega valið. Menn trúa ekki á forgengileik- ann þegar þeir hugsa um Mjall hvítarkistuna. í þessari kistu hvílir meyjarblómin skæri — Mjallhvít og sefur. Það eru mörg hagleiksljóð í bók Jóns úr Vör, en alltof möi’g þeirra eru bara hagleiksljóð. Bókin megnar ekki að vekja með manni sérstakan hugblæ, sem heldur áfram að vera til. Eg hef áður minnst á spekina, að hún geti orðið skáldskapn- um skeinuhætt. Og Jóni úr Vör verður spekin helzt til oft að fótakefli, í þeirri merkingu sem hér er átt við. Þetta er mér svo ofarlega í huga, þar sem einfald'leikinn og látleysið hafa jafnan verið sterkustu áhrifa- vaidarnir i skáldskap Jóns úr Vör. Þessara eiginleika gætir síður en skildi í nýju bókinni. En Jón verður ekki, eins og alimörg atomskáld, sakaður um tildursstíl og leikaraskap með orð. Vert er að gefa því gaum, að ekki er neinn mannsaldur síðan þjóðin unni ljóðum skálda sinna. Engum kemur til hugar að kenna breyttum lifnaðarhátt um um það, að allur almenn- ingur lætur sig litlu varða um meginþorra atomljóða. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að atomkveðskapurinn er ekki nándar nærri eins góður skáld- skapur og sá eldri, nema í ör- fáum tilvikum. . . Ég vil segja það aftur, að einfaldleikinn og látlevsið eru þeir strengir á skáldhörpu Jóns úr Vör, sem hann nær úr lífvænlegustu tón unum. Hans bezta verk til þe;-sa, Þorpið, er þarna talandi dæmi. Þetta er samfelldur ljóða flokkur um bernskustöðvar skáldsins. Og það er athygiis- vert, að það sem einhverju til- teknu verkefni eru gerð skil í alflöngu máli, hefur nýsköp- unarmönnum í ljóðlist tekizt hvað bezt upp. Nýjasta dæmið hér um er ljóðaflokkurinn Sálmar á atomöld eftir Matt- hías Jóhannessen. Ég kveð Jón úr Vör að þessu sinni með því að hafa yfir þessi erindi úr þorpinu, sem ósjálfrátt koma upp í huga mér: Faðir minn hefur setið í fimmtíu ár við skóaraborðið sitt og sól- að fyrir þorpið. Og hendur föður míns urðu svo svartar og harðar, að hann varð að hafa þær í vösunum, þegar hann fór til kirkju með konu sína og barnaskara Hann bekkir aila skó þorps- ins og veit hvernig það treður. Og segi svo einhver, að mað ur læri ekki atomkveðskap — bara ef hann er nógu góður. Thor: Sumir spáðu því aft Thor Vilhjálmsson yrði settur upp á Tasið og lemstrað silfur- hrossið fyrir hina nýju bók sína Fijótt, fljótt, sagði fugl- inn. En Thor slapp að þessu sinni. Sumir, sem um bókina hafa ritað, titla hana sem skáld sögu. En Thor er ekki nú frek- ar en endranær að skrifaskáld sögu. Skáldsöguformið virðist ekki henta rithöfundarhæfileik um hans. í þessari bók er eng- inn söguþráður, þar er heldur engum sögupersónum til að dreifa, sem leikast á í gegnum verkið, en þetta eru tvær meg- in máttarstoðir skáldsögunnar. En ritverk getur að sjálfsögðu verið gott skáldverk, þótt það sé hvorki skáldsaga eða ljóð. Og bók Thors er gott skáld- 9. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.