Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 10
A i1 llir kannast viS óper- una „Ævintýn Hoffmanns" eft- ir Offenbacn. Hitt vita fæstir né hugsa yfirieitt út í, hvort þessi Hoffmann hafi raunveru- lega verið til. En það var hann svo sannarleg ). E.T.A Hoffmann var uppi 1776—1822. Hann var mikill hljómlistarmaður, tónlistarfræð ingur og afksstamikið tónskáld. Samdi óperur, sinfóníur, kant- ötur, sónötur o.s.frv. Hann var einn af snjöilustu og andrík- ustu tónlistargagnrýnendum og rithöfundum um tónlist, sem uppi hafa varið, og er talinn upphafsmaður nútíma tónlistar- gagnrýni. Hann mat þau sam- tímatónskáld mest, sem hæst eru metin í iag. Hann var 15 ára, þegar Mozart dó, en 6 ár- um yngri en Beethoven, sem skrifaði Hoffmann 1817 lotning arfullt þakklætisbréf fyrir skrif hans um verk sín. Hoffmann var listmálar’, en enn meiri teiknari, sérstaklega andlits- mynda, og frabær skopmynda- teiknari. En frægastur varð hann fyrir ritstörf sín. Var hann orðinn víðfrægur í Ev- rópu, áður en hann lézt, 46 ára gamall, en um hann mynduðust fljótt furðusögur, og slíkar voru einnig flestar sögur þessa hugmyndaríka manns. Hann var lærimeistari Edgars Allan Poe og fjölmargra rithöfunda, ekki sízt franskra, og tónskálda svo sem Schumanns, Brahms og Wagners, sem dáði hann og dýrkaði og sótti til hans hug- myndir og eíni í rit- og tón- smíðar sínar, sérstaklega í „Tannhauser“ og „Meistara- söngvarana". Loks má geta þess, að Hoff- mann var iögfræðingur að mennt og gengdi dómaraembætt um alla tíð nema þau ár, sem Napoleon flæmdi hann og aðra prússneska embættismenn frá störfum, enda hataði hann Na- poleon. Hann var mjög hæfur embættismaður, samvizkusamur og skyldurækinn, enda þótt hann væri rnikill samkvæmis- maður og verði mörgum síðkvöld um og nóttum i drykkju og sam ræður í góðvinahópi, sem hann gerði heimsfrægan undir nafn- inu „Serapionsbræður". Kráin sem þeir hittust í, Der Wein- keller von Lutter & Wegner, naut þeirrar t'rægðar í 125 ár, eða þar til hún var lögð í rúst í orustunni um Berlín 1945. Jú, Hoffmann var raunveru- lega til. E kkert hefur verið þýtt á íslenzku eftir Hoffmann eða neitt, sem um hann hefur ver- ið skrifað, að því er ég bezt veit. Hið eina sem ég hef lesið á íslenzku um Hoffmann var fyrir mörgum árum í leikskrá kvikmyndahúss. sem sýndi mynd, er byggð var á óperu Offenbachs, . Ævintýri Hoff manns“. Sagði þar, að furðu- sögur Hoffmanns væru nú gleymdar, og það fyrir löngu, en ljóð hans lifðu. Þótt Hoffmann væri fjölhæf- ur og margt til lista lagt, þá stundaði hann alls ekki ljóða- gerð. Hið eina, sem til er eftir hann í áttina við slíkt, er rím- að grín, sem hann setti saman um samferðamenn sína í Könings berg, þegar hann var 19 ára, og kallaði það „Grímudansleik- inn“. Vissulega bráðfyndlð og vel gert, en um það hefur leik- skrárhöfundur vafalaust ekk- ert vitað. Ég las nokkrar sögur Hoff- manns í sænskum og dönskum þýðngum fyrir 20 árum og fékk af einhverju tilefni áhuga á ævi þessa manns, en hún er mesta furðusagan, sem hann samdi. Hefur Hoffmann æ síðan verið mér hugstæður. Fyrir skömmu endurnýjaði ég kynni mín af honum, og var tilefnið það, að mér barst í hendur ný, sænsk útgáfa af sögu hans „Gluck riddari". Var það fyrsta tónlistar-smásaga hans, en hann var frumkvöðull að slíkri smásagnagerð, sem náði feikileg um vinsældum, enda varð hann í þessu efni iærimeistari fjölda rithöfunda víða um lönd. Sögur Hoffmanns eru ekki gleymdar, og saga hans sjálfs gleymist sein+, þeim er kynnast. Það segir einnig sína sögu, að fyrsta bókin um ævi Hoffmanns kom út árið eftir að hann dó. Var hún skrifuð af nánum vini hans, en ritlaun öll skyldu ganga til ekkjj Hoffmanns, sem lét ekkert eftir sig handa henni nema erfðaskrána. En henni ágætlega, þvl að verklð var sýnt árum saman. Upp úr þessu verki samdi svo hinn afkasta- mikli óperu- og óperettutexta- höfundur, Jules Barbier, text- ann við óperu Offenbachs, „Æv intýri Hoffmanns." Þannig er óperan til komin og verður að segja, að Hoffmann hafi lagt a'llnokkuð til málanna. „Ævintýri Hoffmanns" varð vinsælasta ópera Offenbachs, en hún var frumsýnd við mikla hrifningu í París 10. febrúar 1881. En hennar naut ekki Off- enbach fremur en Hoffmann, því að hann lézt 4 mánuðum áður. Væntanlega hafa erfingj- ar Offenbachs notið góðs af verkum hans, en Michalina Hoff mann var fátæk ekkja í 37 ár. Ópera Offenbachs er glöggt dæmi um þau áhrif, sem Hoff- mann hafði á aðra, um verð- mæti, sem hann lét eftir sig, en verða ekki ralin upp í neinni erfðaskrá. E rnst Theodor Wilhelm Hoffmann fæddist í Könings- berg í Austur-Prússlandi árið 1776. Nafn hans er þó alls stað- ar skrifað E.T.A. Hoffmann að Eftir Svein Ásgeirsson, hagfrœðing - FYRRI HLUTI - Sjálfsmynd af Hoffmann. Skopteikning eftir Hoffmann við sögu Camissos af Pétri Skemli: Pétur á ferð sinni til Norðurpólsins. jrhlt þótti svo vænt um hana, því að hann lýsti því svo einlæg- um orðum, hve mikils hann mæti hana og væri henni þakklátur fyrir 20 ára samfylgd í gleði og raun, fyrir ást og tryggð. -Ritverk Hoffmanns voru fljótlega þýdd á ensku, frönsku og ítölsku, sænsku og dönsku, en mestum vinsældum munu sögur hans hafa náð í Frakk- landi. Áhrif hans á franska rit- höfunda voru mikil og greini- leg — Musset og Gautier dáðu hann mjög — og frönsk tón- skáld svo sem Beriioz og Offen bach. Reyndar var Offenbach þýzkur að uppruna, fæddur í Köln, en kom til Parísar 14 ára og bjó þar síðan. Árið 1851 var frumsýnt í París leiksviðsverk, sem þeir Michel Carré og Jules Barbier höfðu samið upp úr þrem sög- um Hoffmanns, en gerðu höf- undin sjálfan vegna þess ævin- týraljóma, sem um nafn hans lék, að aðalhetjunni og tengdu atriðin þannig saman. Var þetta vel til fundið og heppnaðist fyrirlagi hans. Ástæðan var sú, að snemma á listabraut hans misritaðist nafn hans þannig, að A kom i staðinn fyrir W, en Hoffmann leiðrétti það á þann frumlega hátt að taka upp nafnið Amadeus í heiðurs skyni við Wolfgang Amadeus Mozart. Hoffmann var kominn af lög fræðingum, málflutnings- og em bættismönnum í nokkra ættliði. Faðir hans var léttúðugur, ó- reglusamur og stórgáfaður, en móðir hans svo smámunalega reglusöm, að eekk brjálæði næst Lauk hjónabandi þeirra með því að eiginmaðurinn strauk af heimilinu, þegar Ernst litli var 3ja ára. Sneri móðirinn þá aft- ur til foreldrahúsanna, þar sem Ernst hlaut allóvenjulegt upp- eldi. Það er af föður hans að segja, að hann fluttist til Insterburg með annan son sinn, og gaf sig þar aðallega að drykkju. Lauk hann þar ævi sinni í vol- æði 15 árum síðar. Hoffmann var kominn í háskóla, þegar hann frétti lát föður síns, og þaðan skrifaði hann: „Margir hafa dáið þetta ár, sem ég hef 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.