Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Qupperneq 7
Sjóinaður á kútter Ilaraldi. © Þœttir úr œfiminningum Sigurðar Guðmundssonar, verkamanns í Reykjavík & - ••■,<©,< . * / 4 CSwSf ' ,, • • '— . .. ■-, -S8»w» 'v “’Í' ' _L ww— " Frá Stykkishólmi. Hinn 18. apríl 1916, var ég skráður háseti á fiskiskipið Harald frá Stykkishólmi. Þetta var tvímastraður kútter, vélar- laus. Stærð skipsins var 27.55 lestir. Skipstjórinn hét Guð- mundur Guðbjörnsson og var frá Sveinsstöðum í Neshreppi, 25 ára gamall, harðfriskur mað ur, kátur og skemmtilegur. Fríð- leiksmaður og prúðmenni mik- ið. Það ljómaði af honum hvar sem hann fór. Við vorum 17 á skipinu. Elzti maður um borð var 40 ára en sá yngsti 17 ára. Við hinir vorum allir á líkum aldri og skipstjórinn. Það var því ekki furða þó oft væri gleði og glaumur um borð í kútter Haraldi. Einu sinni vor um við að sigla inn til Stykkis- hólms með hlaðið skip af þorski og lentum í logni úti á flóan- um svo við komumst ekkert áfram. Ekki þýddi að renna færi í sjó og draga nokkra gula því það var ekkert salt um borð. Það var því ekkert að gera nema sofa og baða sig í sólskini uppá dekki. Það þótti okkur sumum tilbreytingarlítið líf og langaði í æfintýri. Ég og Guðjón bróðir skipstjórans vor um álitnir mestu ærslabelgirnir um borð og því var það eng- in furða þó við ættum upptök- in að því sem í hönd fór. Það stóðu tveir stampar á dekk- inu fullir af síld. Það gljáði svo fallega á hana í stömpunum að hún freistaði okkar Guðjóns og við fórum að handfjatla hana. Allt í einu dettur okkur í hug að fleygja tveim stykkjum í fé- laga okkar. Þeir reyndu að forða sér undan, en það varð til þess að við reyndum aftur og hittum. Tóku þeir þá að gjalda í sömu mynd svo fljótt gekk á innihald stampanna. Var þessi leikur bæði spenn- andi og æsandi í senn. Skip- stjórinn svaf niðrí káetu og vissi ekkert um neinn sildar- slag fyrr en honum barst há- vaðinn. Skipti nú engum tog- um — Hann birtist á nærklæð- unum í kýrauganu og kallar til okkar Guðjóns að hætta strax þessu síldarkasti. Við svöruðum með því að senda hon um nokkur stykki. Sum skotin hittu hann vel og þá var okkur skemmt. Hann sá nú að ekkert þýddi að tala við okkur og stakk sér í skyndi í koju aftur. Heldur svo síldarslagurinn áfram enn um stund og kemur þá skipstjórinn alklæddur og skipar okkur að hætta látun- um. Við svörum með því að herða sóknina að félögum okk- ar og fær skipstjóri sinn skammt af henni. Sér hann nú að hér dugir engin góðmennska og skipar nú félögum okkar Guðjóns að gera skyndiárás á okkur þar sem hann vissi að við áttum upptökin. Hefst nú æðisgengin viðureign á báða bóga, sem ekki lauk fyrr en bæði kerin voru hroðin. Fór um þá sumir af áhöfninni und- ir þiljur að hafa fataskipti en aðrir hófu árangurslausan elt- ingarleik við okkur Guðjón. Síðast stukkum við vinirnir uppí reiða sitt hvoru megin við formastrið og neituðum að fara niður fyrr en friður væri sam- inn. Þá fórum við rólegir nið- ur og hrósuðum sigri en um það voru skiptar skoðanir. Svo var farið að taka til eftir bar dagann og hló skipstjóri að öllu saman. Nú var kominn góður kaldi og við hífðum upp seglin og sigldum inn í Stykkishólms höfn, glaðir eftir góðan afla og sáttir hver við annan. 4. september hættum við veið- um og höfðum aflað ágætlega. Vorum við þá afskráðir. Skip- stjórinn skrifaði um hegðun hvers og eins af áhöfninni í sjóferðabækurnar. í minni bók stóð: Hegðun góð, skipið hætt veiðum. G.G. Þetta fannst mér afbragð og lýsa manninum vel. Guðmundur Guðbjörnsson var einn meðal duglegustu sægarpa á Hellissandi. Hann var formað ur á eigin bát sem hét Sigur- fari. Guðmundur var sagður aflamaður mikill og fengsæll, aðgætinn á sjó og drengur hinn bezti við sína háseta, dugmik- ill, hugprúður og ósérhlífinn. Síðast frétti ég það af mínum ástsæla skipstjóra, Guðmundi Guðbjörnssyni, að hann hefði fallið útaf bryggju á Siglufirði og drukknað. Hann var þá skip stjóri á m.b. Ingimundi gamla. Blessuð sé minning hans. Um haustið þegar ég hætti á kútter Haraldi, réðst ég vinnu maður að Sveinsstöðum til Guð- björns bónda Bjarnasonar og Helgu Jónsdóttur konu hans, foreldra Guðmundar. Kaup mitt var ákveðið 260 krónur yfir ár ið. Guðbjörn átti laglegt bú og hirti ég skepnurnar með hon- um og vann ýmis störf þar á milli, sem viðkomu heimilinu. Allt var í röð og reglu á þessu sveitaheimili, enda var sambúð hjónanna með afbrigðum góð. Þar tíðkaðist að lesa húslestur á sunnudögum, og þótti það göf ug heimili, sem við héldu þeim sið. Mér líkaði vel á Sveins- stöðum. Guðbjörn var ágætur húsbóndi, stilltur og prúður og ábyggilegur í viðskiptum, glögg ur maður á marga hluti og mjög vinsæll og hjálpfús. Kona hans stóð í öllu við hlið hans, sem hinn tryggi og góði förunaut- ur og hvatti hann til dáða og drengskapar, enda var hún einstaklega göfug kona. Það Ijómaði af henni hvar sem hún gekk, úti eða inni. Stundum fór ég á böl'l um veturinn, annað- hvort út á Sand eða til ólafs- víkur og voru allar þær ferðir minni ágætu húsmóður að þakka Mitt á milli Sveinsstaða og Ól- afsvíkur er ólafsvíkur-Enni. Var talið reimt undir Enninu og margar furðusögur sagðar um það. En aldrei varð ég þó var við neitt dularfullt, og var ég þó oft þar á ferð að nóttu til. Á Sveinsstöðum varð ég stór-fjáreigandi. Ég átti orðið 9 fallegar kindur og þar að auki eitt hross. Það var hryssa grá að lit, og kölluð Grána. Hún var skeiðhestur mikill og hinn mesti kjörgripur. Var hún því mikið eftirsótt til reiðar, en ég nískur að lána hana. öfund- uðu mig margir þegar ég sté á bak Gránu minni og við tók- um sprettinn. Reiðtúrarnir voru miklar unaðsstundir. Hún var svo þýð að maður hreyfðist ekki á henni. XJm vorið kom Guðbjörn að máli við mig um það, hvort mér væri ekki sama þó hann réði mig á skakskútu yfir sumarið, og lét ég það gott heita. 28. apríl, 1917, var ég svo skráður háseti á kútter Björninn, eign Sæmundar kaupmanns í Stykk ishólmi. Hét skipstjóri Guðbjart ur Stefánsson og var úr Hólm- inum. Var það stór og gjörfi- legur maður og prúðmenni gagn vart hásetum sínum, ræðinn og spaugsamur í vinahópi, ákveð- inn við sitt starf og stjórnsam- ur. Við vorum 10 eða 12 á skip- inu yfir úthaldið og allir sitt úr hverri áttinni, þó flestir bú settir á Hellissandi. Fæðið var yfirleitt lélegt á þessum fiski- skútum, þó ekki verra á skip- um Sæmundar en annarra út- gerðarmanna á þeim tímum. Allra verst var að fá peninga hjá þeim. Kostaði það oft mikið erfiði og hafði oft talsverðan há vaða í för með sér á báðar hendur, að ekki sé meira sagt. Við fengum ágætan afla þessa sumarvertíð þó hásetahlutir yrðu nokkuð ójafnir og lá margt þar til grundvallar. Mennvoru misjafnlega fisknir eins og það var kallað á sjóaramáli, þolnir við að standa frívaktir og fleira. Líka voru mennmisjafnlega ge'ð prúðir við skakið, sumir voru með ljót orð á vörunum og höfðu annað ljótt í frammi, hvort sem gekk vel eða illa. Aðrir voru rólegir á hverju sem gekk. Af þeim var margt hægt að læra. Björninn hætti veiðum 31. ágúst, og voru þá allir afskráðir og hegðun hvers og eins skrifuð í sjóferðabækumar. Þurfti ég ekki að kvarta frekar en í fyrra sinnið undan einkunn minni þó talinn væri full ærsla fenginn á köflum. Þegar menn voru afskráðir af skipinu fóru flestir að hugsa til heimferðar, þar á meðal ég. Sandarar fengu sér leigðan mót orbát til að flytja sig og sitt tros út á Sand, og fékk ég að fljóta með. Ég gekk svo frá Sandi að Sveinsstöðum og fögn- uðu húsbændur komu minni. Nú biðu mín önnur verkefni. Tóku nú við haustannir og tók ég þátt í þeim eftir mætti. Þeg- ar allt fé var komið af fjalli kom í ljós að minn fjárhópur hafði rýrnað talsvert. Olli það mér vonbrigðum, svo ég ákvað að hætta við að verða bóndi. Seldi ég þær fáu kindur, sem eftir lifðu kvaddi hjónin á Sveinsstöðum og hélt til Ólafs- víkur, skítblankur. Ég fékk inni í Ólafsvík hjá Kristínu systur minni og manni hennar, Pétri Jóhannssyni formanni. Var ég svo hjá þeim um vetur- inn við ýmsa snúninga og fékk fyrir það fæði og húsnæði og þóttist hólpinn. Ekki man ég eftir neinu markverðu frá veru minni í Ólafsvík þennan tíma, nema hvað ég fór á böll eins og aðrir ungir menn og hef ef- laust litið hýru auga til kven- fólksins. En það kom ekkert að sök og stóð ég ómeiddur eftir. Þegar fór að líða á veturinn fór ég að hugsa til hreyfings. Kvaddi ég mína hjálpfúsu syst- ur og hennar mann og bað guð að launa fyrir mig. Hélt ég síð- an til Stykkishólms í von um skipsrúm yfir vertíðina. HÓTELMENNINGIN f STYKKISHÓLMI 1917 að var um kvöld í norð- anstormi, frosti og kulda, sem ég kom til Stykkishólms, og fór ég strax að leita fyrir mér um gististað yfir nóttina. Gekk það ekki greiðlega því lítið var um slíka staði í smákaupstöðum á þeim árum. Loks er mér bent á hús eitt þar sem seld sé nætur- gisting fyrir eina krónu, en jafnframt sagt, að þar sé ill- verandi sakir sóðaskapar og kulda. Varð ég þó að láta mér það lynda þar sem ekki var á öðru völ og ótækt að liggja úti. Baðst ég síðan gistingar og var það auðsótt. Var mér vísað upp á loft í húsinu og sagt að taka þar eitthvert rúm. Þegar á loft- ið kom leizt mér ekki á blik- una. Var plássið óþiljað með öllu og engin upphitun. Nokk- ur rúmflet voru þarna ógirni- leg mjög, að öðru leyti ekkert það sem bent gæti á, að þarna væri mönnum ætlað að vera. Ég lagðist svo með hálfum huga í eitt þessara fleta en svefninn varð ekki langur. Ofan á kuld- ann bættist nú það, að mér varð snögglega illt í maganum. Ágerð ist verkurinn svo fljótt að ég stekk fram úr bælinu og skima tryllingslega kringum mig. Nú voru klósett ekki komin í móð á þessum árum nema þá í allra fínustu húsum, og voru því góð ráð dýr. Svefnfélagar mínir rumskuðu nú í hinum fletunum við skarkið, og ti'kynntu mér óspurðir að vonlaust væri fyr- ir mig að leita að náttgagni. Það fyrirfyndist ekki í húsinu. Ég yrði bara að notast við það, sem hendi væri næst eins og þeir. Lögðust þeir síðan útaf aftur og sofnuðu. Nú var ég í tvennum nærbuxum og þar sem enginn tími vannst til umhugs- unar, fór ég úr öðrum þeirra Framh. á bls. 14 9. marz 1960 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.