Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 14
verk. Þetta er eitt meiriháttar myndasafn. Myndirnar eru oft- ast ólíkar og ósamstæðar, en næstum aldrei yfirborðskennd- ar. Þær eiga sér jafnan rætur djúpt í hugarinnum skáldsins, og lifa og kvika í margs kon- ar tilbrigðum fyrir hugarsjón- um manns. Thór skrifar varla svo eina málsgrein í þessari bók, að ekki spretti fram ný- stárleg mynd. Við fyrstu sýn virðast sumar myndirnar bein- línis fárán'leikinn uppmálaður, en við nánari athugun kemur oftast í ljós, að myndirnar eru byggðar upp af sterkri skáld- sýn og rökfræðilegri ná- kvæmni. Stíll Thors er þrí- einn, eins og flest sem er stórt í tilverunni: hann er myndríkur, búinn djúpri tilfinningu, og stundum svo fínkögraður, að hann minnir helzt á blómamyndir eftir Sölva Helgason. Til að sjá allt í skáldheimi Thors, þyrfti maður helzt að koma sér upp einhvers konar andlegri smásjá. Margir spyrja um boðskap bókarinnar. Mér er næst að halda að hér sé ekki um neinn sérstakan boð skap að ræða. Hitt er víst, að í þessu verki þreytir Thor stílíþrótt sina til hins ýtrasta, en lætur kannski flest annað lönd og leið. ÓJ. Hinn umsvifamikli bók- menntagagnrýnandi og ritstjóri Skírnis, ÓJ, hefur tekið sig til og þýtt á íslenzku nýjustu verðlaunabók Norðurlandaráðs Loftsiglinguna, eftir P.O. Sund man. Yrkisefnið er einn mesti harmleikur sem orðið hefur í landkönnunarleiðöngrum, bæði fyrr og síðar. Þarna er sagan um Andrée og félaga hans tvo, sem hugðust komast með loft- belg á norðurheimskautið frá Svalbarða sumarið 1897. Það er ekki í lítið ráðizt að skrifa skáldsögu um atburð sem þenn an, að „yrkja í eyður mann- lífsins og heimi'ldanna", á þann hátt að verðugt sé viðfangsefn- inu, svo ekki sé meira sagt (það sem hér er sett innan gæsalappa er tekið úr grein ÓJ, Aldarhættir, Alþ.bl. 22.12. 1968). Skáldsaga Sundmans er „dæmi um sögulega frásögn sem er að hugsa sér að verða skáldskapur“. En því miður, í þessari verðlaunabók fer helzt til Mtið fyrir „skáldlegri ný- sköpun heimilda". Höf. fær alltof sjaldan gætt frásögn sína lífi, höfuðpersónurnar koma nær því aldrei í nærsýn, mað- ur fær ekki skyggnzt í hug þeirra nægilega mikið, svo þær verði manni verulega minnis- stæðar. En Sundmann stílar „látlaust og snyrtilega". Þó verður að teljast til stillýta, að Sundman slítur oftlega í sund- ur setningar sem saman eiga í málsgrein. Þannig dreifir hann texta sínum eins og berjaskyri yfir síður bókarinnar. Annars er það um þýðingu ÓJ. á þessari bók Sundmans að segja, að hún er „það hrein- asta sem ég hef lesið“ frá bans hendi. Ekki tiltökumál þótt ein- staka setning sé dálítið kjána leg. Hitt er umtalsvert, og sjálf- sagt að hnýta því hér aftan í, að nú um sinn virðist ÓJ. skrifa heldur betri bókmenntagagn- rýni en áður. Enginn skal þó taka orð mín þannig, að þetta þurfi að vera einn af merkis- viðburðum ársins 1968. Kannski kemur allt hið gamla bráðlega til ski'la aftur hjá ÓJ — hver veit. HOFFMANN Framh. af bls. 11 antíska Cora hans giftast skóla kennara í Königsberg að fengn um skilnaði við hinn óþolandi herra Hatt vínsala. Hoffmann beið þó ekki var- anlegt sálutjón við þessi tíð- indi nema siður væri, því að þessi reynsla varð honum til allmikils þroska, svo að það var ekki fyrr en löngu, löngu seinna, að neitt svipað þessu kæmi fyrir hann aftur. 1798 var móðurbróðir hans skipaður í dómarastöðu í Ber- lín, og hann fékk því til leiðar komið, að Hoffmann fengi einn- ig að starfa með sér þar. Flutt- ist nú frændfólkið þangað og þar dvaldist Hoffmann til árs- ins 1800 og tók þar ágætt loka- próf í lögum, svo að hann hafði nú réttindi til að skipa há dóm- araembætti. Sama ár var hann skipaður í sína fyrstu stöðu sem slíkur — í Posen. För hans þangað markar glögg tímamót í ævi hans. Hoffmann er orð- inn sjálfstæður maður, embætt- ismaður í hinu volduga Prúss- landi, hann er 24 ára gamall og á eftir að lifa 22 viðburðarrík ár. Á víð og dreif Framh. af bls. 7 og notaði þær fyrir næturgagn bögglaði þeim svo saman og faldi undir bælinu. Síðan lagðist ég útaf aftur og reyndi að sofna. Vegna kuldans var mér enginn vegur að festa blund og fór ég því að ganga um gólf til að halda á mér hita. Verður mér þá að skömmum tíma liðn- um svo mál á að kasta af mér vatni að ég leik allur á hjól- um. Sé ég nú ekki annað ráð vænna en vinda mér út ínorðan áttina og gaddinn fyrir utan. Kemst ég rétt út á forstofu- tröppurnar, en þá stendur bun- an útí loftið. Hypja ég nú upp um mig buxurnar í bráðum hvelli og hleyp allt hvað af tekur úr augsýn frá húsinu, því ég dauðskammaðist mín. Hægi ég þó brátt á mér, því það hlýt ur að líta grunsamlega út að vera á svona hlaupum um há- nótt, ég get heldur ekki girt mig almennilega hlaupandi. Svo ég fór að ganga eins og maður. Nú þegar öl'l líkamleg óþæg- indi voru horfin verð ég dálítið hugsjúkur útaf bögglinum sem ég skyldi eftir undir fletinu. En þá kom mér í hug að eng- Óinn vissi hvað ég hét, hvaðan ég kom eða hvert ég færi, sem var nú það allra bezta, lifnaði því fljótt yfir mér aftur. Ekk- ert er líka svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Fund ur hótelfrúarinnar ásamt krónu missinum, mundi kenna henni að hugsa betur til gesta sinna framvegis. ' Strax um múrgunin festi ég mér svo skipsrúm. JÓNARNIR TVEIR að var á árunum þegar ég var seztur að í Reykjavík, orðinn virkur meðlimur í Al- þýðuflokknum og búinn að stofna heimili, að ég þurfti að leita til Útvegsbankans með framlengingu á víxli. Þetta var á atvinnuleysisárunum og ég búinn að vera vinnulaus um lengri tíma. Þá voru starfandi við bankann tveir Jónar, þeir Jón Baldvinsson og Jón Ólafs- on bankastjórar. Eg pantaði við tal við Jón Baldvinsson og bar upp bón mína. Eg tjáði honum vandræði mín með að greiða víxilinn eins og á stæði fyrir mér, atvinnulausum verkamann inum, og fór fram á að hann framlengdi víxilinn. Neitaði hann bón minni ákveðið og gékk ég þá út án frekari orða og var þungt í hug. Kveið ég nú mjög hlutskipti mínu, þar sem ég var búinn að koma mér upp húsi, sem nú yrði hirt af mér og ég með konu og fjögur börn. Þarna sem ég er á rölti mínu um göturnar, ráðlaus og í öng- um mínum rekst ég á kunningja minn einn, sem spyr mig að því, þegar hann sér hvað ég er dap- ur í bragði, hvort eitthvað ami að mér. Honum komi það spánsk fyrir sjónir að sjá mig svona niðurdreginn sem venjulega sé hrókur alls fagnaðar. Skýri ég honum þá frá vandræðum mín- um og neitun Jóns Baldvinsson ar bankastjóra. Þegiir kunningi minn drjúga stund og við ráf- um um göturnar, þar til loks að hann segir: — Því talaðir þú við þenn- an Jón? Sigurður minn. — Nú ég talaði við réttan Jón, anza ég. — Nei, svarar kunningi minn þú hefur rætt við skakkan Jón Farðu nú til betri Jóns. Hann greiðir götu þína, þótt ekki leiði hann verkalýðinn eins og skakki Jón. Hann er líka flokksbróð- ir minn og hann leit kíminn á mig. A svona guðleysishjal vildi ég ekki hlusta. Það hljóp hund ur í mig, og ég kvaðst ekki ræða við hann meir og sýndi á mér fararsnið. Bað kunningi minn mig þá að láta ekki flokks tryggðina ráða yfir skynsem- inni þar sem mér riði það á svona miklu að geta samið um víxilinn. Hugleiddi ég orð kunningja míns þarna sem ég rölti heim á leið, og þar sem ég átti engra úrræða von, ákvað ég að bregða mér á fund Jóns ólafssonar. Þar væri þá engu að tapa. Ber ég svo fram mál mitt við Jón Ólafsson bankastjóra og bið hann liðsinnis. Hlustar hann á mig með mikilli vinsemd og segir síðan og glottir við: Berð þú svo mikið traust til mín, að þú treystir mér betur en Jóni Baldvinssyni til að leysa úr vandræðum þínum? Ég er búinn að fara til hans, segi ég, og hann sagði blákalt nei. Svo kingi ég bitanum og læt þetta vaða: En ég veit að svar þitt verð- ur annað,, að öðrum kosti hefði ég ekki leitað á þinn fund. Þegir Jón ólafsson og á með- an leik ég á nálum. Loks seg- ir hann og af ríkri sannfær- ingu: — Mikil er trú þín maður: Svo brosti hann til mín gegn- um þykkt og mikið skeggið, sem mér þótti fara honum svo ljómandi vel á þessari stundu, og bætti við: Þú skalt fá bón þína uppfyllta. Skömmu síðar hitti ég kunn- ingja minn á götu, léttur í skapi Þú hefur farið eftir ráðlegg- ingum mínum, Sigurður minn, segir hann. Ég fékk lánið, anza ég treg- lega. Svona eru allir sjálfstæðis- menn góðir, segir kunningi min og flokksbróðir Jóns Ólafsson- ar. Ég nennti ekki að fara að þrasa við hann um pólitík en vildi samt lækka aðeins í hon- um vindinn, og sagði því. Hafa skaltu góð ráð hvað- an sem þau koma. Og vertu bless. Þú ert þverhaus, svaraði hann. Með það löbbuðum við hvor sína leið — á flokksfund. ÖNNUR VÍXILSAGA að var eitt sinn að ég átti í peningakröggum sem oft- ar. Ég átti að greiða á ákveðn- um degi 5000 krónur, en átti þær ekki handbærar. Nú átti ég skuldlaust hús, og þar sem ég vildi síður láta hirða af mér húsið vegna skuldar, sem ég taldi mig ekki eiga að standa skil á, enda um það samið á öðrum vettvangi, þurfti ég eitt- hvað ti’l bragðs að taka. Var ég úrræðalaus með öllu þar til ekki voru nema tveir tímar til stefnu um útvegun fjárins. Dett ur mér þá í hug að leita til Út- vegsbanka Islands. Þar panta ég viðtal við banikastjóra og fæ það eftir nokkra bið. Þegar ég hef heilsað bankastjóranum og sezt ber ég upp erindið og bið um fimm þúsund króna víxil- lán. Get þess, að ég eigi skuld- laust hús. Bankastjórinn segir nei, þa’ð sé ekki hægt, síztsvona í einum hvelli eins og ég færi fram á. Hann væri ekki einn í ráðum, bankinn væri félítill, ill ar heimtur og svo framvegis. En ég er heldur skilningssljór á þessar afsakanir bankastjór- ans og segi skýrt og skorin- ort að hann geti vel veitt mér þetta lán, sé viljinn hjá hon- um nógu sterkur. Hanm horfir skrýtilega og þegjandi á mig andartak, endurtekur neitunina stendur síðan upp og vísar mér á dyr. Ég rís líka á fætur, rö'lti treglega til dyra, vík mér þar við og segi: — Ég hélt ég hefði verið að tala við mann! Bankastjórinn þegir við og segir svo: — Og nú hafið þér skipt um skoðun? — Já, segi ég blákaldur. Þá brosir bankastjórinn og segir: — Viljið þér ekki setjast snöggvast aftur og segja mér hvað þér ætlið að gera við þessa peninga? — Það er einkamál, anza ég og stend sem fastast. — Þá horfir nú málið illa við svarar bankastjóri, og svipur- inn þyngist aftur. Líst mér nú illa á blikuna — en þá lýstur því niður í mig eins og eld- ingu niður í reykháf hvernig bjarga megi málinu og segi: — Mér finnst það nú and- skoti hart ef þér neitið flokks- bróður um svona lítilræði. Það getur ekki verið rétt hjá yður, segir bankastjóri hægversklega að við séum flokksbræður, ég minníst þess ekki að hafa séð yður áður. — En ég hef oft tekið eftir yður á fundunum, segi ég, þar sem við höfum báðir verið mætt ir sem fulltrúar fyrir sama flokkinn. Og nú settist ég og færði honum óyggjandi sannanir máli mínu til stuðnings, sem hann tók fullkomlega gildar. Og færð ist nú mál mitt í betra horf. Talaðist svo til milli okkar að hann var fús til að lána og það í hvelli og ég að taka við. Tókumst við í hendur uppá það. Þakkaði ég síðan hjartan- lega greiðann, það er sjálf- þakkað, svaraði bankastjóri og bætti síðan við: Finnst yður nú að þér hafið verið að tala við mann? — Já, sagði ég blákalt. Kvödd umst við síðan með kærleikum, og skömmu síðar labbaði ég út úr bankanum með fimm þúsund kall upp á vasann, kófsveittur en glaður í huga. SAGA AF FÍNUM LOFORÐUM að var einu sinni einn sólbjartan sumardag, þegar ég ásamt starfsfél. mínum í bæj- arvinnunni er að gegna starfi mínu, að heilsað er upp á mig. Vík ég mér við og kenni þar yfirfjárhirðinn frá Hvanneyri. Höfðum við unnið saman að skepnuhirðingu vetrartíma einn eigi alls fyrir löngu. Nú var hann orðinn stórlax í Reykja- vík, búnaðarmálastjóri með meiru, svo ég varð talsvert hlessa á, að hann svona uppá- klæddur eins og hann var, skyldi þekkja mig, skítugan verkamanninn og minnast fornr ar samvinnu. Hann spyr mig al mennra tíðinda úr mínu starfi og horfir yfir hópinn, vinnu- félaga mína, sem horfa andtakt ugir á hann. Samtalið verður ekki langt, því ég er að vinna og má ekki svíkjast um, enda tel ég víst að hann sé líka í einhverskonar embættisgjörðum og megi ekki tefja heldur. Svo ég sný mér aftur að því að fína til gangstéttina. Um leið og hann kveður mig með handa bandi, kallar hann til mín: — Leitaðu til mín, Sigurður minn ef þú þarft þess með, og ég skal liðsinna þér. — Þakka þér hjartanlega fyr ir, svaraði ég og volgnaði um hjartaræturnar yfir góðvilja mannsins. Og hann hverfur á braut eins virðulegur í fasi og hann birtist. Þegar hann er horfinn þyrp ast vinnufélagar mínir í kring- um mig, og spurningunum rign- ir niður. Allir vildu fá að vita hvaða herramaður þetta væri. — O, þetta var gamall vinnu félagi, segi ég drýgindalega, Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri. Hann vasast í öllu og á ítök alls staðar. — Þú ert ekki á flæðiskeri staddur með vinnu, Siggi, segja félagar mínir og öfundsýkina leggur af þeim eins og fýlu af skarna. — Onei, segi ég drýginda- lega, það verður gott að eiga hann að. Þeir tímar geta kom- ið að ég minni þann miklamann á loforð sitt, og þá mun ekki standa á honum að uppfylla það. — Við mundum fara til hans strax á morgun, segja félagar mínir í einum kór, og fá gott djobb. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1M0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.