Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 12
„Eg vinn fyrir þá, sem vinna með mér" Spjallað við Benedikt Arnason, leikstjóra „Þetta er heilmikil vinna en ír“. „Afi minn var bóndi í Múla- sýslu: í Viðvík — og var kall- aður Benedikt góði. Ég þekkti hann aldrei“. — Þannig hóf Benedikt Árnason, leikstjóri, samtal okkar á sviði Þjóðleik- hússins. Svo var hann rokinn. Skömmu síðar fann ég hann aft- ur í saumastofunni á þriðju hæð, þar sem hann var að líta á búninga í „Fiðlarann á þakinu“. „Benedikt“, sagði ég við hann. „Hvað með afa þinn í Múlasýslu?“. — næst sá ég Benedikt aftur niðri á sviði. „Já hann afi minn var kall- aður Benedikt góði. Ég er að vísu bara kallaður Benni en samt trúi ég því, eins og hann afi minn gerði, að góðleikinn sé frumkennd allra manna.“ NÆSTA dag kom ég upp í Þjóðleikhús, þegar æfingu á Fiðlaranum var nýlokið. Bene- dikt sat við borð út í horni sviðsins — í þungum þönkum. „Sjáðu til“, sagði hann svo.“ Sumir vinna öll sín verk á papp ír. Ég aftur á móti vinn aldrei neitt á pappír: aldrei leikrit. Ég reyni að skynja þau: heyra vængjatak hverrar setningu og sjá fyrir mér, hvaða þyt hún á að valda. Þetta er heilmikil vinna en hjá mér fer hún aldrei á pappír, því á pappír eru unnir hörðustu hlekkir, sem hægt er að leggja einn leikara í. Og ég vil ekki setja neinn leikara í hlekki“. Svo fór Benedikt aftur að hugsa og ég beið. Skyndilega spratt hann á fætur, gekk nokk ur skref inn á sviðið — stað- næmdist þar og kinkaði kolli út í loftið. „Nú ætla ég að segja þér frá hjá mér fer hún aldrei á papp- índriða Waage. Ég held, að Ind riði hafa verið okkar mesti leikhúsmaður. Hann var svo mannlegur, að honum gat bæði tekizt stói-vel upp og mistek- izt en fyrst og fremst vann hann alltaf fyrir leikhúsið, gaf sig allan í það. Ég man vel eftir okkar fyrstu orðaskiptum. Ég átti að leika í leikriti undir stjórn Indriða og kom á æfingu. Indriði horfði lengi á mig en svo sagði hann: „Hvað er þetta? Þú ert bara alls ekki _ rómantiskur, dreng- ur“. — „Ég hef nú aldrei vit- að, að rómantík væri eitthvað sem menn bera i vösun- um“, sagði ég. Þá horfði Indriði upp í loftið: þagði lengi vel og hnyklaði brýrnar. Svo sagði hann: „Sko helvítis strák- inn. Líklega er hann bara „tal- ent“. Af Indriða lærði ég að hugsa um leikhús sem þrotlausa vinnu og geti ég nú skilið persónur á pappír, er það hon- um að þakka. — Indriði hafði þetta allt í sér. Hann var stór- kostlegur leikhúímaður". Þar með féll tjaldið milli okkar Benedikts þann daginn. „Nú hef ég góðan tíma til að tala við þig,“ sagði Benedikt, þegar ég kom tveimur dögum síðar. „Heilar tíu mínútur“. — Hvenær vaknaði áhugi þinn á leikhúsinu? — Drottinn minn dýri! Hef- urðu verið að voma hérna með þessa spurningu á takteinin- um? En bíddu við! sú saga er svo sem fullt eins prenthæf og hver önnur. Við skulum bara láta hana flakka með, ef þú vilt. — Já, Það vil ég. „Gott“ — Og Benedikt setur sig í sögumannsstellingar. — Þetta byrjaði allt í mennta skóla. Minn vinur og bekkjar- bróðir Matthías Á. Mathiesen va rþá strax orðinn kappsfull- ur náungi og beit það í sig að verða formaður leiknefndar. Til að svo gæti orðið varð Matthías að bera fram lista en lengi vel fékk hann ekki nógu marga með sér. í örvænt- ingu sinni kom hann til min og bað mig að fara með sér fram. Að athuguðu máli var svo stungið upp á mér sem gjald- kera og við Matthías vorum báðir kosnir eins og hetjur. — Þetta var upphafið að ófyrir- sjáanlegum endi og nú er ég hér og Matthías kominn á þing. — Hvað 'hefur þú svo leik- stýrt mörgum leikritum? — Mörgum? Það segir enga sögu, heldur hitt, hvernig mér hefur tekizt að leikstýra þeim. — Sumir gefa út bækur með tómum leirburði og einni perlu — og það er perlan sem lifir. Ég á ekkert perluband ennþá. — Þú varst að segja mér sögu áðan. Viltu ekki halda áfram með hana? — Sögu? Já. Um Matthías og mig! Nú, jæja. Eftir þetta var ég eins og grár köttur í öllu, sem hét leikur. Þetta gekk svo langt, að ég var farinn að hugsa um að gefa stúdentshúf- una upp á bátinn en sem betur fer varð ekkert úr því. En svo hart var það, að enn í dag fæ ég stundum þá martröð að ég sé að ganga upp til stúd entsprófs á nýjan leik! „Ég er cfalaust lítill lífsbar- áttumaður“. Skyndiiega heyrum við köll, sem færast stöðugt nær: „Bene- dikt*. „Benedikt“. „Hvar í helvítinu er hann Benedikt?" Innan lítillar stundar höfðu þeir fundið Benedikt. Hef ég nokkurn tímann minnzt á, hve mjög Benedikt talar með höndunum? Sumar setningar hans enda í mjúkum hand- sveiflum og þá verð ég að smíða botninn í þær á prent. Öðru vísi getur það ekki verið, því svona talar Benedikt og mér er sagt, að aðrir listamenn geri þaðlíka. „Ég er eflaust lítill lífsbar- áttumaður“, segir Benedikt, þeg ar ég hitti hann fjórða sinni“. Ég elska fólk og vil fremur vinna fyrir það en gull. Fólk- ið er það, sem skiptir máli. Allt fólk! Stundum geng ég hér út á Arnarhól á góðviðrisdögum og gef mig á tal við rónana, sem þar halda sig. Þeir eru fólk og hafa sína lífsspeki. En nú ætla ég að tala um leikhús! Ef þú vilt fá mína lífs- speki þá spurðu mig um leik- hús“. — Ég spyr þig um leikhús. — Leikhús — það er lífið! Við erum alltaf í eilífum gangi, því lífið heldur stöðugt áfram. Þess vegna verður stöðug bylt- ing að eiga sér stað: bylting, sem á að byggjast á kröfum okkar um nýtt og betra líf — nýrra og betra leikhús. Það er allt í lagi að baka köku eftir köku í sama form- inu en við megum ekki festast í neinu formi. Fyrir alla muni — hreyfum okkur! í okkar leikhús þarf bylt- „Fyrri alla muni — hreyfum okkur“. ingu. En ég vil að hún komi innan frá: úr leikhúsinu sjálfu — Ég er á móti því að drepa hálfa þjóð til að bylting telj- ist vel heppnuð. —í leikhúsinu vinn ég fyrir þá, sem vinna með mér. Þess vegna tekst mér því betur upp, þeim mun betra fólki, sem ég vinn með. Við kveikjum hvert í öðru. Úr því verður það bál, sem þið sjáið loga á leiksvið- inu hverju sinni. Það á aldrei að gefa skipun — hlutirnir eiga að magnast á yfirnáttúru- legan hátt fyrir tilstuðlan sam- vinnunnar. — En ef ekki næst samkomu lag? — Stundum sárnar mér við sjálfan mig. Það er þegar leik- ararnir koma með önnur við- brögð en ég býst við og vil fá. — Hvað gerirðu þá? — Ég er sár. Stundum verð ég reiður og geng burtu, því innst inni veit ég, að þetta fólk er svo miklu betur gefið en ég. Og það hryggir mig að geta ekki fallizt í einu og öllu á þeirra leikvit. — Hvert er þitt takmark í lífinu, Benedikt? — Ég lifi til að gera mitt bezta svo synir mínir þurfi ekki að skammast sín fyrir mig, þegar þeirra líf tekur við af mínu. Það var hvasst, þegar ég gekk yfir Arnarhól af fundi Benedikts. Þar uppgötvaði ég skyndilega, að hann hafði ver- ið hvass alla dagana. — Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. „Sko. helvítis skrákinn. Lík Iega er hann bara „talent“ “. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1068

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.