Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Side 15
— ry, eg er eKKert geflnn fyrir þessar forstjórastöðuf hérna í Reykjavíkinni, segi ég, og lét mér fátt um finnast. Hélt bara áfram að moka meðan þeir gláptu undrandi á mig. Svo líður nokkur tími. Fer þá atvinnuleysi og neyð að sverfa að heimilum manna um land allt og þar á meðal hér í Reykja- vík. Verð ég þá atvinnulaus eins og fleiri. Dettur mér þá í hug að leita til míns gamla vinnufélaga og herma upp á hann loforðið. Ég panta viðtal, því auðvitað eru samtöl við fína menn í fínum stöðum háð fín- um reglum og fæ það. Tekur búnaðarmálastjóri hinn alúð- legasti á móti mér og leitar djúpt í huga sínum að verk- efni handa mér en finnur ekki. Lofar þó að gera sitt bezta til að liðsinna mér, og bíður mér að leita til sín aftur. Ég þakkaði honum kærlega fyrir hans góða vilja til að hjáipa mér, sem ég efaði ekki og gekk dapur út. Ég hugg- aði mig samt við þá góðu von að senn mundi rætast úr. En svo varð ekki frá hans hendi. Ég fór margar árang- urslausar ferðir á hans fund. Það vantaði ekki viljann til að hjálpa mér, að hans sögn, bara getuna. Hann gæti reyndar út- vegað mér vinnu uppí sveit fyrir lítið kaup, helzt ekkert. Ég fengi jú frítt fæði og það væri ekki svo lítið. Þá þykkn- aði í mér og ég svaraði því til að ég þyrfti ekki hans hjálp til að ráða mig í sveitavinnu kauplaust, giftur maðurinn með fjögur soltin börn á framfæri Kenndi þetta atvik mér að eigi er alltaf mark að gullnum lof- orðum eða stærð manna. Samtámahoimild um Hunólf í Klapparkoti FRÁSÖGNIN í síðustu Lesbók af Runka, hinum óheflaða Suðurnesjamanni, sem oftar en aðrir hefur komið fram „gegnum“ Hafstein miðil, varð m.a. til þess að vakin hefur verið athygli Les- bókar á algerlega samhljóða samtímaheimild um Runólf. Séra Jón Thorarensen hefur komið að máli við Lesbók og bent á frásögn af endalokum hans í Suðurnesjaannál Sig- urðar B. Sívertsens, prests á Útskálum. Þessi annáll er upp tekinn í Rauðskinnu 7. bindi, sem séra Jón hefur safnað. Séra Sigurður á Útskálum er fæddur 1808 og lézt hann 1887. Hann var merkisprest- ur, skörungur í og utan kirkju og einn af þeim fáu mönnum, sem sameina bókleg störf við frábœran verklegan dugnað. Greinargóður annáll er frá árinu 1879. Fjallar hann mjög um veðurhörkur og harðindi. Síðan segir: „Fjárskaði varð af Skaganum í ofsaveðri, nótt- ina þann 16. október, og sömu nótt urðu þœr slysfarir, að húsmaður nokkur frá Klapp- arkoti, Runólfur að nafni, hafði komið úr Keflavik seint á vöku í ofsaveðri, rign- ingu og stormi, að Landkoti og fór þaðan kl. 11. Átti hann þá allskammt heim, en myrk- ur var mikið. Var haldið, að hann hafi hrakizt niður í fjöru og sjór hafi tekið hann. Hafði hann verið nokkuð kenndur af brennivíni, er hann hafði með sér.“ Það er ekki að sjá af þess- ari frásögn, að Runólfur hafi verið þekktur maður í sinni heimabyggð. Séra Sigurður hefur án efa verið gerkunn- ugur fólki á þessum slóðum, en þó segir hann aðeins: „hús- maður nokkur frá Klappar- koti, Runólfur að nafni . . . .“ Séra Sigurður hefur, þegar hann skrifar þetta, embættaö í 48 ár. Nokkru eftir næstu áramót getur að líta eftirfarandi klausu í annál Útskálaprests: „úm þetta leyti fór bein Run- ólfs heitins að reka upp úr sandinum fyrir innan Flanka- staðatúngarð og voru öll bein slvtin sundur og allt hold af þeim, en þó hafði bæði föt hans rekið, sum órifin, og jakki hans hnepptur, en get- gátur um, að sjór hafi fallið yfir hann, en hann máttvana lagzt niður eða máske orðið bráðkvaddur af kulda og þreytu og vosbúð. Hafi selur lagzt á náinn og tœtt hann sundur og marfló nagað af holdið, en allt þetta hefur samt undarlega borið við.“ Þessi tilgáta stangast á við það sem Runólfur sagði á miðilsfundinum: „Rak mig þá upp en þá komust hundar og hrafnar í mig og tœttu mig sundur.“ Matthías Johannessen tók upp í grein sína í síðustu Les- bók frásögn Elínborgar Lár- usdóttur, „Miðillinn Haf- steinn Björnsson.“ Elínborg hefur einnig komið að máli við Lesbók og benti hún á, að þessi frásögn var þýdd á ensku og birtist hún á sínum tíma í tímariti brezka sálar- ranhsóknafélagsins. Hafði hún vakið mikla athygli í því vandaða rannsóknarfélagi. Voru Runka sögð þessi tíðindi síðar á miðilsfundi og sagt, að hann hafi haft gaman af! --------------——\ ERLENDAR BÆKUR __________________J The Annoted Alice — Alice’s Adventur- es in Wonderland and Through the Look- ing-Glass by Lewis Carroll. IUustrated by John Tenniel. With an Introduction and Notes by Martin Gardner. Penguin Books 1965. 10.6 Lísu bækurnar eru furðulegustu barna- bækur, sem skrifaðar hafa verið og henta einnig öllum aldri. Höfundurinn var guð- fræðingur að menntun, en var svo feiminn, að hann gerðist aldrei þjónandi prestur, auk þess stamaði hann. í stað þess var Ihann lengst af kennari í stærðfræði í Ox- ford. Mesta unun hans var að umgangast stúlkubörn og fyrir þær samdi hann furðu- leg ævintýri og sögur. Þessi ævintýri birt- ast í þessum bókum hans. Hér eru þessar sögur gefnar út með athugasemdum Mart- ins Gardners, sem er bandarískur blaða- maður og höfundur. Hann rekur ævisögu Carrolls i athugasemdum, viðhorf til ým- issa mála og ástæðurnar fyrir skrifum hans. Þessar athugasemdir eru prentaðar til hlið- ar við sögutextann. Svör og spurningar i þessum sögum fela oft á tíðum í sér mik- inn lífsvísdóm, enda eru fáar ævintýra bæk- ur jafnoft notaðar til ívitnana og þessar. Útgefandi ritar ágætan inngang. Bókin er skemmtilega myndskreytt. Albert Camus. Philip Thody. Athenaum Verlag 1964. DM 12.80. Thody er fyrirlesari í frönsku og frönsk- um bókmenntum við háskólann i Belfast. Hann var kunnugur Camus og hafði sam- vinnu við hann við samantekt þessarar bókar. Camus hiaut Nóbelsverðlaunin 1957 og lifði ekki nema þrjú ár eftir það, fórst í bifreiðarslysi 1960. Hann var syrgður af öllum þeim fjölda, sem þekkti rit hans og las. Hann var lesinn meir en almennt gerð- ist um höfunda hans tegundar og ástæð- una fyrir því rekur höfundur í þessu riti. Höfundur rekur pólitískar hugmyndir Cam us og þróun skoðana hans og telur meg- inhugmynd hans hafa kristallast í Sisifus- ai-sögninni. Hátimbraðar hugsjónir koðni niður og falli og sjálfsmorðið sé engin lausn en mönnum beri að taka því sem að hör.dum ber æðrulausir, þótt paradísarrík- ið sé ekki í sjónmáli. Þetta er mjög ítar- leg rannsókn á skoðunum og ritverkum Camus og skrár fylgja yfir ritverk hans. Einnig ræðir höfundur áhrif Camus á bók- menntir og hugmyndir samtímamanna. Main Currents in Sociological Thought I. Raymond Aron. Penguin Books 1968. 6.- Raymond Aron er prófessor í þjóðfé- lagsfræði við háskólann í París. Þetta er inngangs- og yfirlitsrit um þjóðfélagsfræði og er þetta fyrsta bindið. Höfundur fjall- ar hér um kenningar Monteskuieu, Tocku- eville, Comte og Marx, höfundur aðgrein- ir skoðanir þeirra á þjóðfélaginu hugmynd um þeirra um framvindu þess og rekur kveikju kenninga þeirra til samtíðar þeirra Toward Psychology of Art. Collected Essays. Rudolf Arnheim Faber 1967. 50.- Þetta er safn ýmissa merkustu greina höfundar undanfarinna ára. Höfundur hef- ur í mörg ár átt heima og kennt í Banda- ríkjunum og er frægur listfræðingur. Höf- undur álítur, að listina megi skilja sálfræði- legum skilningi eins og aðra mannlega viðleitni og listaverk megi rýna á sál- fræðilegum forsendum. Þessi iðja getur þvælzt fyrir mörgum, og til þess að skýr úrlausn fáist þarf mikinn skarpleika og víðtæka þekkingu bæði í sálfræði og lista- sögu og listamati. Höfundur hefur þetta til brunns að bera og honum tekst að skil- greina ástæður til verka og úrvinnslu þeirra með hliðsjón af sálrænni þörf og ásigkomulagi höfundarins eða höfundanna. Þetta eru greinar, en þeim er raðað eftir efni og inntaki, hverri grein fylgja bóka- skrár um frekari lesningu. Western Political Thought. Vol. I: Plato to Augustine. Christopher Morris. Long- mans 1967. 42.- Höfundur ætlar ritverkinu að verða þrjú bindi og eiga þau að spanna tímabilið frá Plato til Marz og Stuarts Mill. Höfundur bindur sig ekki eingöngu við helztu höf- unda, tekur einnig til meðferðar höfunda, sem höfðu talsverð áhrif á sínum tímum, þótt kenningar þeirra og áhrif hafi ekki náð því að marka söguna um aldir. í fyrsta kafla ræðir höfundur uppkomu fyrstu hug- mynda meðal Grikkja um tilgang lands- stjórna og stjórnsýslu. Höfundur telur að ýmsar hugmyndir síðari tíma manna, varð andi áhrif Platos og Aristótelesar á póli- tískar hugmyndir, séu nokkuð um of mót- aðar af afstöðu þeirra á sínum tímum og verði að skiljast í tengslum við þá tíma. í síðari köflum fjallar höfundur um áhrif Rómverja á pólitíska heimspeki og telur að hlutur þeirra sé um of eignaður Grikkj- um og loks kemur þáttur af áhrifum krist- ir.s dóms á pólitískar hugmyndir. Lokakafl- inn er um pólitískar kenningar heilags Ágústusar og lýkur þar með fyrsta bindi. Höfundur er fyrirlesari i sagnfræði við há- skólann í Cambridge. Psychologie im Lehen unseren zeit. Char- lotte Buhler. Droemer Knaur 1968. DM. 12.80. Charlotte Buhler er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á þeim sálrænu breyting- um, sem eiga sér stað í uppvexti og gerast samfara auknum þroska. I þessu riti kynn- ir hún nútíma sálfræði í raun og starfi og hve þýðingarmikil þessi fræðigrein er orð- in í daglegu lífi manna. Höfundur skiftir ritinu i þrjá höfuðþætti: Einstaklinginn, samfélagið og starf sálfræðingsins. Fyrrum var sálgæzla í höndum kirkjunnar og í ýms um trúfélögum er svo ennþá, en þar sem þessi starfi er aflagður hefur strax komið upp brýn þörf fyrir eitthvað í staðinn og þá er leitað til sálfræðinga svo og þegar þjón- ar kirkjunnar megna ekki að gegna skyldu sinni sem sálnahirðar, þar sem til slíks er ætlast. í riti Buhlers er að finna ágæta fræðslu um sálfræði og yfirlit yfir sögu sál- fræðinnar og þýðingu hennar nú á dögum. Rit þetta er mjög útbreitt, alls hafa verið seld yfir eitt hundrað þúsund eintök af því í Þýzkalandi. Bókin er vel skrifuð og í henni eru fjöldi mynda og skýringar- mynda. Bókin er 576 blaðsíður. A History of Economic Thought. William J. Barber. Penguin Books 1967. 5.- Höfundur tengir hugmyndir þeirra hag- fræðinga, sem taldir hafa verið áhrifamest- ir, nútíma viðhorfum og rekur jafnframt kenningar þeirra og forsendu kenninganna í samfélaginu eins og það kom þeim fyrir sjónir. Höfundur telur að margt megi læra af mistökum þeirra og vanskilningi, en einnig séu ýmsar kenningar þeirra í efna- hagsmálum nothæfar ennþá, þótt aðstæður séu nú aðrar en þegar þær voru bornar fram. Höf. rekur kenningar Adams Smiths, Malthusar, Richardos, Mill, Marxs Mars- halls og Keynes. Þetta er fyrsta útgáfa bókarinnar. Economics for Pleasure. G.L.S.Shackle. 2nd ed. Cambridge University 1968. 12.6 Sú er ætlun höfundar með þessari bók sinni að brúa skilningsbilið, sem er í mill- um hagfræðingsins og þeirra, sem þurfa að kunna einhver skil á grundvallarhugmynd- um hagfræðinnar, en nú er samfélag manna víðast á því stigi, að sá skilningur er ölium nauðsynlegur. Hér eru skýrð hugtökin, gengisfelling, dýrtíð, framleiðni, fram- leiðslugeta, greiðslujöfnuður fjármagns- myndun, hagvöxtur og reknar forsendurnar fyrir þessum rugtökum. Greinargóð og handhæg bók. King George III and the Politicians. The Ford Lectures 1951-2. Richard Pares. Ox- ford University Press 1968. 7.6 Fyrirlestrarnir spanna sögu Englands frá 1760-1832 og þó einkum stjórnmálasöguna, sem varð ekki aðskilin baráttu Georgs III við stjórnmálamennina, en stapp hans við þá varð langt og oft kátlegt. Stjórnmála- mönnum átjándu aldar á Englandi má skipta í tvo flokka, annar þeirra er gleymdur og er gleymskan þeim hæfileg minning, hinn flokkurinn er miklu fámennari og um þá er fjallað í þessu riti og viðskipti þeirra við konung. Bókin er mjög skemmtileg af- lestrar og lýsir vel hagsmunabaráttu hinna ýmsu hópa og stétta á Englandi á 18. og í upphafi 19. aldar og þeim mönnum, sem fremst stóðu í átökunum. 9. ma rz 1960 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.