Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 8
Arbæjarhverfi, talandi dæmi um flatneskjuna í skipulagi hinna nýju hverfa Reykjavíkur. ar og hinsvegar að veita þeim sem bezt skýli fyrir reffni, kulda og skammdegismyrkri. Borgarmyndin hér ætti því eðli lega að verða önnur en sú sem í löndum, sem eiga sér milda veðráttu og blíða skógivaxna sveit að framtíðarborgarlandi. Svo hefur þó ekki orðið. fs- lendingar hafa lært að byggja hús sem vernda íbúana fyrir náttúruöflunum, hinsvegar hef- ur þeim ekki tekizt að mynda hverfi sem gera það. Hér eru einnig hús, sem njóta útsýnis og sólar, en aðeins einn hverf- ishluti sem skipulagður hefur verið í því markmiði, að veita sem flestum íbúunum sem mest af hlunnindum borgarstæðis- ins. Af skiptum sínum við veðr ið, borgina og fjallahringinn, eru þessi atriði fullkunnug Reykvíkingum, og margir þeirra hafa ritað og rætt um mistök þau, sem gerð hafa verið á und- anförnum árum í þessum efn- um. Við vitum að nokkrar beztu útsýnisbrekkur höfuð- borgarsvæðisins eru ýmist ó- byggðar eða ætlaðar undir iðn- aðarhverfi. Aðrar hafa verið lagðar undir strjála einbýlis- húsabyggð, sem veita aðeins fá- um útvöldum hlutdeild í fjalla- hringnum. Undantekningin er aðeins ein: Það er þyrping stallaðra raðhúsa sem Sigvaldi Thordarson teiknaði í Kópa- vogi á árunum. Nú munu menn segja: við höfum lært af mis- tökunum og þau verða ekki endurtekin. Þó er það svo, að alveg nýlega var ákveðið í fullu samræmi við aðalskipu- lag Reykjavíkur, að ein glæsi- legasta brekka bæjarlandsins skyldi verða óbyggð, og um leið er ákveðið að byggja í stórum stíl í verstu mýrarfen- um svæðisins. Brekka þessi liggur vestan á Breiðholts- hverfi, og verður berja- mór fyrir 3000 börn nærliggj- andi hverfa. Sigvaldahverfið og fjöldi erlendra dæma sýna, að hægt liefði verið að byggja þarna liundruð húsa eða íbúða og gernýta þar aðalkosti borg- arlandsins. Slík dæmi eru hins vegar fátíð í heimalandi ís- lenzks skipulags, Danmörku, og er þar sennilega að finna skýringuna á þcssum merkilegu ákvörðunum. I slenzkt loftslag hefur mótað gróðurfar landsins, og ARKITEKTtJR 1 Yfirbyggt Aðalstræti fyrir gangandi vegfarendur. Team Vos, Japan. Björn Ólafs, arkitekt Landslag, loftslag og skipulag Hugleiðing um íslenzkan veðurvanda og danskœttað skipulag fveykjavík á sér fegurra borgarstæði og erfiðari veðr- áttu en aðrar borgir í Evrópu. Reykjavík á sér því tvö hlut- verk sem í mörgum borgum eru óþörf eða vart til, þau að veita sem flestum íbúum sem mestan unað af fjallahring, vogum og sundum borgarinn- Mjög þétt, sambyggð hverfi nýta sól og útsýni til fullnustu. Michael Lyel: Hverfi á suðurströnd Eng- lands. Innangengt er úr íbúðum í verzlanir, skóla og samkomustaði í þessu liverfi Eskines í Norður-Svíþjóð. A myndinni sést miðhluti hverfisins og lokaðir gangstígar á neðstu hæð íbúðarhúsa í baksýn. 9. marz 1969 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.