Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Síða 15
maðurinn, sem tilkynnt hafði um vélina og loks ég og fé- lagi minn. En þegar við vorum í þann veginn að leggja úr höfn kom annar sjómaður þjót- andi til að segja okkur, að hann hefði séð kafbát koma upp um það bil þrjár mílur úti fyrir landi. Við báðum hann teikna það, sem hann hafði séð á sígarettupakka, og það líkt- ist kafbáti með sjónpípu og öllu tilheyrandi. Þegar við fengum þessar fréttir varð að almennu sam- komulagi að bezta hemaðará- ætlunin væri sú að draga sig í hlé á hótelið og fá sér bað og gott að borða, vegna þess að engir brezkir kafbátar voru þarna á ferð og hefði sjómað- urinn séð kafbát, hefði það verið þýzkur kafbátur. En af einhverjum ástæðum neitaði foringinn. Hann sagði, að yrðu ibúarnir hér um slóð- ir óttaslegnir við fregnina og við hefðumst ekki að, mundi traust manna á Bretum bíða mikinn hnekk, þar sem fslend- íngum hefði alltaf verið sagt, að við væmm hér til að verja þá. Og væri þetta þýzkur kaf- bátur, hvað væri því þá til fyrir stöðu, að hann hæfi skothrið á þorpið? Ég veit ekki hvers vegna Brown hafði ekki samband við aðalstöðvarnar, en ákvað þess í stað, að við skyldum leita kafbátsins eins og ráðgert var. En um borð fórum við á nýjan leik og sjómaðurinn, sem hafði séð „kafbátinn“ bættist í hóp- inn. Þetta var stillt kvöld og.sól- in enn á lofti. Við plægðum sjóinn norður í einn og hálf- an tíma og stýrðum þá stefnu, sem sjómaðurinn gaf upp. Við rannsökuðum hvert tangur og tetur, sem flaut. Brown starði sífellt í sjónaukann og nú var byrjað að rökkva. Loks ákvað hann að við hefðum gert skyldu okkar og við snerum aftur til Raufarhafnar. Ég er ekki frá því, að við höfum snert heimskautsbauginn og ég var aðeins í herbúningi mínum, frakkalaus eins og asni. Þegar við komum til baka fór Brown upp á hótelið og þar var okkur boðið til veizlu af strandverðinum brezka og ég úðaði í mig nokkrum soðnum síldum, sem ég hafði gripið upp úr tunnu á bryggjunni. Við heimkomuna, fáum dög- um seinna, kom í ljós að sagan um kafbátslert okkar með fjóra riffla og eitt heimilisapótek hafði borizt á undan okkur, og aumingja Brown liðsforingi var lengi vel eftir þetta kall- aður Brown aðmíráll. Ég á margar endurminningar um fsiand frá þessum löngu liðnu árum. Ég sé sízt eftir því að hafa farið þangað og gjarnan vildi ég að dvölin hefði orðið lengri. HAFSTEINN Framih. af bls. 6 Hann var í skósíðri svartri kápu og annarri hvítri utanyf- ir, en fallegust fannst mér rauða sláin með stóra, gyllita krossinum á bakinu. Hvað átti þetta að þýða? Af hverju var hajnn svona klæddur? „Aðal- björg hlýtur að vita þetta“, hugsaði ég. „Ég skal spyrja hana í kvöld. Ég má ekki tala við hana núna“. Hún hélt á bók, reri fram í gráðið og söng með fólkinu. En hvað var hér að gerast? Af hverju komu hvít þokuský um alla kirkj- una? Af hverju sá ég andlit í þokunni? Hvaða maður stóð hjá stóra manninum. Hann var í hvítum klæðum, og nú gekk hann fram í kirkjuna til fólks- ins. Ég gat ekki skilið þetta, — og þó! Ég fann ósjálfrátt að fólkið var að tilbiðja einhvern, lofa einhvern, þakka eitthvað. Var stóri maðurinn tengiliður milli þess sem var verið að til- biðja og okkar? Var hann of- ar henni Aðalbjörgu mér og öll um öðrum? Ég vissi ekki hvað var tími. Hann rann saman við líðandi stund hvarf eins og annað án þess að láta til sin heyra. En skyndilega kváðu við þrjú þung og hljómmikil högg frá turninum. Allir stóðu upp og gengu út. Messan var búin. Ég geri mér ekki grein fyr- ir því nú, í hverskonar ástandi ég var, þegar ég kom út úr kirkjunni. Veðrið var eins fag- urt og bezt getur verið á há- sumardegi. Fólkið dreifði sér um staðinn í smáhópum, hef ir trúlega talað um daginn og veginn og sagt hvert öðru frétt ir eins og gerist og gengur. Aðalbjörg hafði mig með sér, og þegar við komum út gekk hún norður fyrir kirkjuvegg- inn, fram með honum og að upphlöðnu leiði, sem þar var. Hún settist á eitt hornið á leið inu og strauk hendinni hlýlega yfir grænan grassvörðinn. Augu hennar urðu mild, hlý og fjarræn. Það var eins og stað- ur og stund hyrf i og . hún vissi ekki af mér eða neinum öðrum í nálægð sinni. Þannig leið nokk ur stund. Síðan benti hún mér að setjast hjá sér á leiðið og sagði eins og við sjálfa sig: „Já, já! Ég kem nú bráðum hingað líka.“ Augu hennar döggvuðust og hún strauk sér um vangann með þreytulegri, vinnulúinni hendi, sem þó var alltaf svo hlý. Síðan lítur hún upp eins og hún sé að leita að einhverju, stendur upp og ger- ir krossmark yfir leiðið, tekur í hönd mína og gengur hægt út í norðurhorn garðsins. Þar stóð kona við moldarhrúgu. Hún var með klút fyrir aug- unum og titraði af ndðurbæld- um gráti. Þegar hún varð okk- ar vör, sneri hún sér skyndi- lega við, eins og hún vildi ekki l'áta okkur sjá hve illa henni leið. Aðalbjörg gekk til henn- ar, tók þegjandi í hönd hennar, þær settust á næsta leiði og sátu þar góða stund. Engin orð fóru á milli þeirra, en hér var sem þögnin talaði. Það hrutu tár af augum kontunnar niður í moldina. Aðalbjörg strauk henni um vangann, talaði til hennar huggunarorðum og seg ir svo: „Þú misstir mikið þegar 'þú misstir manninn þinn en það er ekki verst að horfa á eftir sín um inn fyrir tja'ldið sem skil- ur heimana. Vi’ð hugsum of sjaldan um það.“ Þær töluðu saman góða stund, kvöddust síð an og gengu hvor sína leið. Við gengum þarna um staðinn dá- litla stund. Aðalbjörg þurfti að minnast við svo marga. Síðan hé'ldum við í áttina heim að Há- túni. Hún var víst að tala við mig á leiðinni, en hugur minn var allur í uppnámi vegna þessa viðburðaríka dags, og mér varð aftur og aftur hugsað til at- hafnarinnar, sem ég var nýbú- inn að vera þátttakandi í. Hafði þetta einhverja þýðingu? Var eitthvað þarna á bak við, sem hafði gildi fyrir fólkið, se_m varðaði líf þess og störf? Ég vissi það ekki og skildi það ekki haldur. En mér finnst að það hlyti að vera. Hún Aðal- björg hefði ekki farið þangað með mig, barnið, ef svo væri ekki. Og allt hitt fólkið! Þetta hlaut að vera mjög merkilegt og þýðingarmikið. — ERLENDAR BÆKUR V_______________________/ Der Club. Roman. Henry Jaeg- er. Droemer Zurich 1969. Jaeger fæddist í Frankfurt am Main 1927. Hann hefur sett sam- an fjórar skáldsögur og smásögu- safn. Ein bóka hans hefur verið kvikmynduð og nú býr hann í As- cona, þar sem þessi saga gæti gerzt. Höfundur segir sjálfur að sagan fjalli um fólk, sem leiti sér tilgangs í lífi sínu, en að það bindi sig þeirri skoðun að tilgang- ur sé sama og hamingja. Það er á flótta í leit að hamingju. Klúbb- urinn er ramminn sem persónurn- ar lifa í og þar eru trúarbrögðin sex og tilgangurinn að byggja paradís. John Edwards er aðal- persónan, enskur leikritahöfundur, sem verður skyndilega frægur og lendir í klúbbnum, fyrst í stað sem áhorfandi en svo verður hann einn leikendanna. Leikend- urnir eru yfirleitt frægir listamenn eða rithöfundar, sem eru á flótta undan tilgangsleysi eigin lifs. Höfundur áttar sig mjög vel á því hvað vekur forvitni og hvernig umhverfið þurfi að vera til þess að fara vel á kvikmyndatjaldi eða sjónvarpsskermi. Höfundur skrifar auk þess lipurlega og sagan er spennandi og honum tekst að metta suma kaflana tragíkómik. Sumir gagntýnendur telja þennan höfund með merkari yngri, þýzk- um höfundum. The Island Race. Winston S. Churchill. Corgi Books 1968. Bók þessi var gefin út á sinum tíma í tilefni af ntræðisafmæli Churchills. Þetta er samantekt úr bókum hans um sögu engilsax- neskra þjóða. Cassel gaf ritið út, mjög vandað að prentun, pappír og myndum. Corgi-útgáfan hefur tekizt vel, þótt pappír sé ekki eins vandaður og í frumútgáf- unni, en myndprentunin hefur tekizt ágætlega og prentun text- ans er ágæt. Þetta er mun ódýr- ari útgáfa en hinar fyrri, enda óbundin. Population and Society in IMor- way 1735—1865. Michael Drake. Cambridge University Press 1969. Þetta er rannsókn á breyting- um á íbúafjölda í Noregi á 18. og fram á síðari hluta 19. aldar. Höf- undurinn hefur safnað saman miklu magni heimilda og unnið úr því á þann hátt að sýna áhrif efnahagsins á giftingar og fæð- ingar auk þess sem hann tekur tillit til venju og hátternis sam- félagsins. Lengi vel hefur því verið haldið fram að fyrir iðnbylt- ingu hafi fæðingar- og dánar- prósentan í Evrópu verið mjög há, en samkvæmt könnun höf- undar virðist fólk í Noregi hafa tekið fullt tillit til efnahagsins á hverjum tíma í sambandi við gift- ingar og mannfjölgun og líkindi benda til að svo hafi verið víðar. Af þessu má álykta að hófleg og ákveðin fjölgun á tímabilinu fyrir iðnbyltinguna hafi átt sinn þátt í betri lífskjörum þá, en það hefur lengi tíðkazt, að þakka það stór- aukinni framleiðslu á iðnbyltingar- tímunum. Höfundur valdi Noreg vegna þess, að til er töluvert magn prentaðra heimilda um fólks fjölda fyrir iðnbyltingu og iðn- væðing Noregs hefst ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Önnur ástæðan er mikið magn óprent- aðra heimilda, sem höf. hefur haft aðgang að og þriðja, verk Eilerts Sundts, sem höfundur telur braut- ryðjanda í rannsóknum sem þess- um. Þessi ítarlega rannsókn gefur tilefní til að minnast þeirra á- gætu heimilda, sem hérlendis liggja, bæði prentaðar og óprent- aðar, og lítt hefur verið sinnt til þessa. Fyrsta allsherjarmanntalið í Evrópu fór fram hér á landi 1703 og það og yngri heimildir um mannfjölda og giftingar og fæð- íngar eru hráefni sem bíða úr- vinnslu. Heimildir DTakes eru birtar í siðari hluta ritsins í töfl- um. Nú á dögum eru mörg lönd heims á því stigi sem Noregur var fyrir iðnbyltingu og slík rann- sókn sem þessi hefur mikla þýð- ingu fyrir einmitt þau. Life in Russia under Catherine the Great. Miriam Kochan. B. T. Batsford 1969. „European Life Series" er bóka- flokkur Batsford-útgáfunnar, sem Petea Quennell hefur umsjón með. Rússland var Evrópuríki að- eins að nafni til á 18. öld. Pétur mikli hafði reynt að skola Asíu- svipinn af Rússum, en það var fjarri að það hefði tekizt. Þær andstæður, sem mótuðust við aðgerðir Péturs mikla, skerptust í stjórnartíð Katrínar. Hér er birt ágæt lýsing á lifnaðarháttum hinna ýmsu stétta í Rússlandi og fylgja mjög góðar og skemmti- legar myndir. Die Strudlhofstiege. Roman. I— II. Hemito von Doderer. Deutsche Taschenbuch Verlag 1969. Doderer varð þekktur með skáldsögu sinni „Ein Mord den Jener Begeht". sem kom út í fyrstu 1938. Doderer fæddist í Vníarborg 1896. Hann lifði tvo heima, austurriska keisaradæm- ið, fyrri heímsstyrjöldina og það, sem á eftir kom. Hann tók þátt í fyrri styrjöldinni og var stríðs- fangi Rússa. Kom aftur heim til Vínar 1920 og tók þá að stunda sagnfræði. Þessi ár urðu honum efniviður til verka sinna. Merkasta rit hans er „Die Damonen", sem kom út í fyrstu 1956. Þessi bók, sem hér um ræðir kom út áður og er nokkurs konar inngangur að „Die Damonen". Sagan gerist í Vinarborg og aðalpersónan er Melzer, heldur heimskur hermað- ur, venjulegur api, klaufskur og feiminn, en hann breytist og þroskast með árunum og kemst út úr því búri, sem uppeldi, and- rúmsloft og þójðfélagsvenjur hafa þrýst honum inn í. Auk þessa hermanns, koma við sögu fjöldi karla og kvenna af ýmsum stétt- um á árunum fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöld. Höfundur dregur upp skíra mynd af miðevrópsku þjóðfélagi þessara ára, og hann magnar andrúmsloftið kvíða og ótta við þau öfl, sem leystu þetta þjóðfélag upp síðar. Ten of the Best. Selected Short Stories. Edited, with an introduction, by John Welcome. Faber and Faber 1969. John Welcome hefur valið efni i nokkrar „Best. . . bækur, þar á meðal beztu leynilögreglusögur o. fl. o. fl. Sumir segja, að strang- asta bókmenntaformið sé smá- sagon og það sé ekki á færi nema snjöllustu höfunda, að skrifa góð- ar smásögur. 1 þessari bók eru sögur eftir Maugham, Kipling, Mason, Bierce, Damon Runyon o. fl. og eru hver annarri betri. The Other Victorians. A Study of Sexuality and Pornography in Mid-Nineteen-Century England. Steven Marcus. Gorgi Books 1969. Athuganir á þeim þáttum Viktóriutímabilsins, sem aldrei mátti tala um, er efni og inntak þessa rits. Höfundur fjallar um nokkur rit, þar sem þessi efni eru rædd af hreinskílni og hispurs- leysi. Þau verk sem höfundur vinnur bók sína úr eru einkum „My Secret Life", rit sett saman af manni nokkrum um kynreynslu sína og margskonar athuganir varðandi samfélagið á þessu tíma- bili. Höfundur ræðir einnig blóm- lega útgáfustarfsemi kynlífsrita og rita um afbrigðilegt kynlíf, rit þessi voru vitaskuld prentuð og dreift á laun, sem sum þeirra náðu gífurlegri útbreiðslu. Bókfræði klámrita þessa tímabils er eftir Henry Spencer Ashbee, auk þess sem hann hefur safnað i rit sitt ritum þessarar tegundar frá upp- hafi á enskri tungu. I rit hans sækir höfundur þessa rits mikinn fróðleik Marcus er vel ritfær og lýsir upp falda heima fyrri aldar. Kathie Mulholland. Catherine Cookson Gorgi Books 1969. Sagan er um tvær fjölskyldur, fjóra ættliði og konu, sem þjóð- sögur mynduðust um að henni lifandi. Sagan er skrifuð í þægi- legum gamaldags frásagnarstíl, um ástir og hatur, morð og of- beldi, fjölskyluerjur og sterkan persónuleika, sem mótaði um- hverfi sitt og skóp mönnum örlög. Sagan gerist á síðastliðinni öld og höfundi tekst að skapa heim, sem ber ýmis ei.nkenni, sem nútíma- menn telja að hafi einkennt tíma- bilið. The Night is a Time for Listen- ing. Elliot West. Gorgi Books 1968. Ágætur reyfari, minnir ofurlitið á Carré. Njósnir og persónulegar ástæður til starfans. Rússar fá Darsoss til liðs við sig með þvi að lofa honum að hitta mann, sem hann hefði viljað gefa allt sitt til þess að hitta og drepa. Sagan er vel skrifuð og harðsoðin. Geschichte der Wettliteratur I—II. Erwin Laaths. Droemer Knaur. Munchen 1969. Höfundurinn tók að stunda bók menntasöqu nokkru eftir fyrri heimsstyriöld, síðan stundaði hann blaðamennsku um hríð og setti síðan saman þessa bók- menntasöqu. sem varð skjótt mjöq vinsæl. Rit þetta hefur verið prentað í um hundrað búsund ein- tökum. Höfundur segir að bók sín sé fvrst on fremst ætluð til lestr- ar, hó má vitanleoa nota hana sem iinnsiáttarrit. Hún er liour- lena skrifuð. Þetta er ódýr en tak- mörkuð bókmenntasaga. 20. apríl 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.