Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1969, Blaðsíða 7
þegnskylduvinnunni og óskar að hún komist í framkvæmd sem fyrst.“ Einhver hagyrðing- urinn fann hvöt hjá sér til að setja sína skoðun fram í bundnu máli, en ekki varð vísa hans jafn kunn og staka Páls Árdals. Mér finnst það líkt og fugla- kvak að færa vörn um þessa grein. Þegnskyldan er þrælatak, þjóðarskömm og llandsins mein. 1 lok þessa námskeiðs þ. 14. janúar var haldin skemmti- og fræðslUiíamikoma, sem sótt var af 200 manns. Þar flutti Einar Helgason fyrirlestur um líf jurta og Jón Jónatansson um samheldni og samvinnu. Um kvöldið hófst umræðufundur, sem stóð til kl. 3 um nóttina. „Mátti þar heyra margar fjör- ugar ræður, enda toluvert mann val úr báðum sýsluim“, segir í Suðurlandi. Síðan skemmtu menn sér við upplestur, söng og dans til kl. 7 um morgun- inn. Næsta ár var dauft fyfir bún aðarnámskeiðinu við Þjórsár- brú. Frá því er sagt í Frey 1911, b'ls. 28 á þessa leið: „Bún- aðarnámskeið við Þjórsárbrú fór fram dagana 8.—14. janúar. Fyrirlestra fluttu þeir Sig. Sig- urðsson og Einar Helgason. Ennfremur þeir Jón búfræðing ur Jónatansson og Einar Sæ- mundsson skógræktarmaðuir. Áheyrendur 10—20.“ Þessi dræma þátttaka mun hafa valdið því, að ekki var boðað til námskeiðs á Suður- landi næsta vetur. En ekki létu ráðunautarnir fræðslustarf sitt samt niður falla. Nú héldu þeiir vestur í Dali að Hjarðar- holti þar sem sr. Ólafur Ólafs- son hé'lt uppi alþýðuskóla við góðan orðstír. Þar var námskeið 9.—14. janúar, sótt af um 50 manns og var um helmimgur þeirra bændur. En nú höfðu Sunnlendingar aftur sótt í sig veðrið enda hvattir lögeggjan í Suðurlandi að láta ekki þetta menningar- starf falla niður vegna slæmr- ar þátttöku. Var niú efnt til námskeiðs í Þjórs.rtúni 6. jan- úar 1913. Komu 54 nemendur. Fyrirlesarar voru 6. Jón H. Þorbergsson, Jón Þorláksson og Sig. Sigurðsson fluttu 6 er- indi hver, Jón Jónatansson 4 og Einar E. Sæmundssen og Valdimair Bjarnason búfræðing ur í Ölvesho'lti 2 hvor. Nú var Einar Helgason ekki með. Var hans saknað enda honum aldrei ofaukið þar sem mannkvæmt er“ segir Suður- land. Af fyrirlesurunum var Sig- urður ráðunautur sjálfkjörinn foringi. Um þá forustu var þetta kveðið: Þeir voru komnir þar saman sex og Sigurður undir eins kosinn rex, en Einari það í augum vex, hann einn vildi tign þá hljóta. En skaðinn sá honum bættist brátt því í búrinu fram á miðja nátt hann smierist á miilli snóta. Síðasta námskeiðið í Þjórsár túni hófst 22. janúar 1914. Það sóttu 50 nemendur. Fyrirles- arar voru þessir: Einar E. Sæmundsen hélt 4 fyrirlestra 2 um skóga landsins að fornu og nýju, 1 um trjá- rækt og blómarækt og 1 um álþýðukveðskap. Ingimundur Jónsson í Holti talaði um hirð- ingu á kúm og um verklegt búnaðarnám, Jón Jónatansson hélt 2 eirindi um verkfæri og notkun þeirra, 1 um akstur, 1 um nýyrkju og 1 um garðrækt. Kofoed-Hansen ræddi um skóg- armál. Sigurður Sigurðsson hélt 6 erindi, 2 um fólksstreymið úr sveitunum, 1 um hrossarækt, 1 um búreikninga, 1 um vinnu og framleiðslu og í einu erindi beindi hann máli sínu til ungra manna sérstaklega. Páll Bjarnason kennari á Stokkseyri flutti tvö erindi um menningu og menntun, ólafur ísleifsson ræddi í tveim fyrir- lestrum um félagsskap bænda í Ameriku og Amerikiumann- inn Burbank og starf hans að jurtakynbótum, og Þorfinnur Þórarinsson á Spóastöðum hélt eitt erindi um viðskiptastefnu. Eins og af þessari upptalningu má sjá, var að þessu sinni enn meiri og fjölþættari fræðsla á boðstólum en á fyrri námskeið- um í Þjórsártúni. Hafði þó jafn- an verið vel til þeirra vandað. Þó er eftir að geta um þá sem settu sérstakan svip á þetta samkomuhald og munu jafnan hafa verið í fersku minni þeirra manna, sem sóttu námskeiðin í Þjórsártúni. Það voru sendi- menn alþýðufræðálunefndar Stúdentafélagsins, þeir Árni Pálsson og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Árni flutti sex erindi um stjórn landsins á lýðveldistím- anum og eitt um vemdum ís- lenzkunnar. Jón flutti tvö er- indi, annað um Jónas Hall- grímsson og hitt um sendibréf. Einnig las hann upp nokkur kvæði. Þóttu fyrirlestrar Árna skýrir og ljósir og snil'ldarlega fluttir og mjög var rómaður upplestur Jóns. „En það þótti flestum, að Jón væri heldur spar á þessa list sína, því að þótt menn klöppuðu hreyfði Jón sig ekki að heldur“, segir Suðurland. Máske hefui- það verið fyrir áhrif frá nærveru þessara and- ans manna að sunnlenzkir hag- yrðingar voru óvenju frjóir á þessu námskeiði og létu meira heyra frá sér en áður. Skulu nú tilfærðar nokkrar stökur og tilefni þeirra. — I einum fyririestri sínum tal- aði Árni Pálsson um Guðmund biskup góða og taldi hann hafa verið hinn mesta skaðræðis- mann. Á málfundi sama dag voiu bannlögin til umræðu. Árni var andbanningur og mælti skörulega fyrir sinum málsta'ð. Um málflutninig Árna þennan dag voru kveðnar þess ar tvær stökur: Vondan hefur þú góðan gert Gvend minn þúsund vetra, en annað mundi meir um vert og mannfölkinu betra. Færi vatnið fyrir bí fylllti vínið munna. Hlauptu og mokaðu ofan í al'la Gvendarbrunna. f sambandi við bannlagaum- ræður kvað andbanningur: Þótt við drekkum drjúgum öl, sem dæmin ávaillt sanna, mun það varla meira böl en mælgin templaranna. Einn fyrirlesaranna vítti mjög deyfð og áhagaleysi ungu mannanna og viðhafði þau orð um þá, að þeir væru „eitthvað svo sauðsilegir“. Þá var kveðið: Þó margir séu á móti‘ honum hér má honum sannmáls unna, en eingarfal’l af sjálfum sér samt hann ætti að kunna. Si'gurður riáðunaubur var þing maður Árnesinga. Bar það á góma, að óánægja með Mikla- vatnsmýraráveituna miundi ef til vill draga úr kjörfylgi Sig- urðar í næstu kosningum, svo að jafnvel þingsætið væri í hættu. Út af þessu var kveðið: Þótt hún vilji ei vaxa nóg og vatni á mýrar spúa drekkt getur hún Þjórsá þó þingmennskunni hans Búa. En það sýndi sig í kosning- unum þetta sama ár, að ótti þessi um þingmennsku Sigurð- ar var með öllu ástæðulaus. Þá voru þeir kosnir þingmenn Árn esinga hann og Einar Arnórs- son, Sigurður með 418 atkvæð- um og Einar með 353. Keppi- nautar þeirra fengu 285 og 270 atkvæði. Á fyrsta umræðufundi nám- skeiðsins var rætt um búreikn inga og mest mælt með tvö- földu bókhaldi. Þá var kveðið: Rífast þeir um reikninga reyna mjög á heimskuna, trúa því að ,,tvöfeldni“ tryggi bóndans sjálfstæði. Eitt sinn var það undir borð- um, að rætt var um bannlög- in og sló í harða brýnu. Bann- menn voru m.a. Sigurður ráðu nautur, Böðvar á Laugarvatni og Gísli í Kakkarhjáleigu, en andbanningar: Árni Pálsson, Eggert í Laugardælum og Þor- finnur á Spóastöðum. Harðnaði deilan og gerðist all hávaða- samt. Heyrðist kveðið á glugga: Brestur í þaki, gnötrar gólf gnesta og braka veggir mjög hér skaka málakólf miðuir spakir seggir. Um viðureign þeirra Árna og Sigurðar í snerru þessari var kveðið: Siggi hjó, því honum bjó heiptin nóg í sinni undan smó hann Árni þó eins og fló á skinni. Við sama tækifæri var þetta kveðið: Til vígs í ró, sig Böðvar bjó beiddi þó um orðið. Gísli hló og æpti: Ó Eggert sló í borðið. Með þessu höggi Eggerta i Laugardælum í fundarstjóraborð ið í Þjórsártúni skal lokið þess um sundurlausu frásögnum af búnaðarnámskeiðiunum sex á bökkum hinnar miklu móðu Suðuriandsundirlendis. Þar var búið að ha'lda margar ræður, enda segir Suðurland að þessu síðasta námskeiði loknu: „Um- hugsunarefni er það annars hvort efcki er meira en nóg tal- að og prédikað um búnað og búnaðarframifarir, en otf lítið sýnt og annað.“ G. BR. JÓN LEIFS Framhald af bls. 5. Þegar ég fyrir skemimstu var að lesa gömul bréf til mím frá Jóni Leifs, fann ég mieð éinu þeirra ljó'skopi atf bréfi til hans frá einurn af fræigustu samtímamiönnum hans í Ev- rópu, franiska skáldinu Roma- in Rolland. Hann var sem kunnugt er ekki aðeins einn af mestu skáldsagnahöfuindum sins tíma, sæmdur Nobels'verðTaiun- um, kunnur hér á ísliandi m.a. fyrir sitt meista skáldverk, Jó- hann Kristófer, sem við eigum í ágætri þýðinigu, heidur var hanm einnig hámienntaður í tón list, og hötfiundur að frægri bók um Baethoven. Ég ætla að enda þessi fáu orð með því að Tesa í þýðiragu brétf Romain Roll- ands tid Jóns Leifs. Lögin tvö, sem Rolland talar um í bréfi sínu verða sungin hér á eftir. Rolland skrifar frá heimili sínu í Sviss: „Villeneuve (Vaud) 1. des- ember 1933. Kæri henra Jón Leifs. Ég þakka yður innálega Tög yðar fyrir slaghörpu og söng, sem þér hafið verið svo elsku- legur að láta útgefamda yðar senda mér; og ég samtfagna yð- ur. Þau eiga sér ka'rlman'nleg- an frumíeika, hrynjandi og saim hljómur bera með sér mjög 'forn og mjög ný einkenni; mianni virðist stundum miðalda- legur söngur yfir samtfelldum bassa, sem minnir á hafnið. Þetta er i kjairma sínum nor- ræn tóniliist, eins og hún líka vill vera. Ég hsilsa hinni miklu eyju, sem syngur með yð- air rödd. Yðar einlægur, Romain Rolland." Mynd þessa tók Kjartan Gúðmundisson frá Hörgsholti. Á henni enu eftirtaldir menn eftir því sem næst verður komizt: 1. röð, talið fná vlnstri: Yzt er maður, sem ekki hefur tekizt að nafngreina, Þórður Jónsson, bóndi Syðra-Lang'holti, síðar í Bjargihúium, Eyrarbakka, síðast í Kópavogi, d. 27. nóv. 1946, Einar Helgason, Sigurður Sigurðsson, Magnús Einarsson, Halldór Jónsson, bóndi Hnausi í Flóa, síðar í Reykjavík, d. 1. jan. 1950, Hjálmar Jónsson, bóndi Sýðra-Seli, d. 2. jan. 1915, 36 ára. 2. röð: Bergur Jónsson Hslgastöðuim, síðar á Hurðarbaki, d. 9. júlí 1921, 44 ára, Jón G. Briem frá Hruna, d. 1968, Sigurður Vigfússon, kennari Brúnium, d. 15. des. 1936, 49 ára, Helgi Kr. Jóns- son Vatnsenda, síðar í Reykjavík, d. 26. okt. 1968, Valdimar Bjarnason ÖTveiaholti, d. 46 ára í maí 1935, Arni Árnason Oddígeirshólum, d. 1936, Guðmundur Jónsson Ægiséiíð'U, d. 1962, Sigfús Þ. Öfjörð H'álmihoiltsfcoti, síðast á Lækjarmóti, d. 1963. 3. röð: Eiríkur Jónsson Sandlækjarkoti, d. 14. maí 1966, Guðmundur Sigurðsson, stiundaði mikið plæginigar, d. hjá Ólafi syni sínum í Björnskoti, Eyjalfjöllum 1956, Stefán Sigurðsson frá Hrepphól um, bóndi Haga, d. 18. maií 1927, 42 ára, Björn Guðmundsson Rauðnefsstöð'um, nú á Selfossi, Kristinn Guðlaugsson Þóriustöðum, Ölfusi, d. 13. marz 1938, Bjami Kolbeinsson Stóru-Mástungu, býr þar enn, Elias Þórðarson Saunbæ í Holtum, hetfur nú siðast dvalið í Grinda'vík, Eiríkur Þors teinsson Reykjum á Skeiðum, síðar á Löngumýri, á enn heima þar. 11. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.