Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1969, Blaðsíða 15
f grafgötum Fnam'hald aif bls. 13 á tíðum hið frjálslegasta með farið. En hér eru líka skáld hins fullkomna formfrelsis, og ber þar fyrstan að nefna Hörð Ágústsson, sem svalað hefur allri sinni þrá til hefðbundins forms í rannsókn þeirra forma, sem ráðið hafa byggingu ís- lenztora torfhúsa um liðnar ald ir. En í hans óbundnu ljóðum er skáldskapur, sem hæglega gengur til hjartans: „Bak við ys og þys eru gömul jól saga um son einföld saga um son sem sagði: lifið í friði og elskið hverjir aðra svo drápu þeir hann sem eðlilegt er Við ys og við þys eins og eðlilegt er við drepum hann einnig í dag“. — Svo er hér kona, sem Sig- ríður heitir Björnsdóttir. Hún stingur Hörð út í einfaldleika ritaðs máls. Þegar Hörður skreytir ljóð sitt með tvípunkti á eftir sögninni sagði og undan beinni ræðu að ræðumanni til- greindum, hefur stóran staf einstaka sinnum á eftir meint- um punkti og setur punkt í lok máls síns, þá losar Sig- ríður sig við alla stóra stafi, lætur engan tvípunkt eftir sig sjást og endar sitt kvæði punkt laust. Þannig varðveitir hnú kvæði sitt flekklaust og ósnort- ið af öllum íburði og prjáli lið- inna kynslóða. Svona yrkir hún „litlir fuglar fljúga í logni hvít snjókorn falla í logni kona hengir þvott í logni Allt þetta hefur hún í níu ljóðlínum, en minn ófullkomni ljóðsmekkur er nú sá, að þrjár hefðu verið alveg nóg og farið jafnvel betur. — Magnús Á. Árnason og Finnur Jónsson yrlkja líka milkinn í nýtízkustíl og sýna mikla tækni í að nota mikinn pappír undir örfá orð með sáralitlu innihaldi. En mig grunar, að þeir yrki þau ljóð ekki af sannri köllun, heldur einhverju bríaríi, en bríarí er sumum listamönnum lífsnauð- syn, og læt ég því þau ljóð lönd og leið. En Finnur yrkir skemmtilegt kvæði um það, þegar paparnir stefnu á Bú- landstind af hafi utan. Finnur dylur ekki frekar en Ríkarð- uir bróðir hans djúpvegskan uppruna sinn. — Magnús hef- ur greinilega unað sér marga stund við Ijóð Jónasar Hall- grímssonar og segir í hans anda: „Labba ég niður í litla Lambadalinn minn. Úr því ég ekki get málað, yrki ég kvæði um sinn“. Svo yrkir Magnús líka mikið um ástir og þykist „hafa elskað átján meyjar svo unaur sælt og trútt og heitt“. Og þá man maður það, að tvis varsin num níu eru átján, en níu eiginkonur eins og saima mannsins mun vera hámark þess sem við þekkjum hér á landL VII. Þá fer ég nú að slá botninn í þetta spjall. Höfuðgildi Lista- mannaljóða er það, að við lest- ur þeirra komumst við á nýjan hátt í samband við mann, sem við eigum svo mikið að þakka, höfum dáð og dáðst að, hafa prýtt híbýli okkar og annað umhverfi, sett svip á alfaraleið ir landsins, svo og skemmti- garða borga oklkair og bæja. í ljóðunum kynnumst við þeim í tómstundum þeirra. Þau vefa hin fjölbreytilegustu hugmynda tengsl og persónuleg hverjum lesanda fyrir sig. Þau geta frætt okkur býsna mikið um grunn þann, sem listmenning höfunda er risin af og hvers konar skemmtilega duttlunga, sem þeir upp á líf sitt og dauða halda í burtu frá sínum listaverkum. Þá spillir það ekki bðkinni, að í viðbæti eru sjálfs myndir höfunda og fáuim við af þeim séð, hvers konar hug- myndir þeir vilja að dáendur þeirra geri sér um þeirna lík- amlega sköpulag. Hafi þeir allir kæra þökk fyrir bókina. — ERLENDAR BÆKUR __________________J THE MAKIIMG OF BRITAIN 2. — Life and Work between the Renaissance and the Industrial Revolution. T. K. Derry and M. G. Blakeway. John Murray 1969. Þetta er hagsaga og samfélags- saga fyrst og fremst, pólitíska sagan mætir afgangi. Kvikmynd af mannlífi á Englandi þessar aldir, lífsskilyrðum, samgöngum, verzl- un og öllu starfi, sem gerði landið byggilegt. Hér má sjá hve allur flutningur innanlands fór að mestu fram á klakk. Vagnar voru lítið notaðir, vegir að mestu troðning- ar og „þarfasti þjónninn" var því helzta samgöngutækið eins og svo lengi var hérlendis. Einn kafl- inn fjallar um persónufrelsi, aukn- ingu þess og afleiðingar af því. Bókin er fjörlega skrifuð og sýnir lífið bakdyramegin. DOG YEARS. Giinter Grass. Translated by Ralph Manheim. Penguin Books 1969. Enginn höfundur hefur húð- strýkt þýzka sjálfsánægju og vestur-þýzka efnahagsundrið neitt ámóta og Grass. I Hundejahre segir hann sögu þriðja ríkisins sem sögu hunda og manna, hrun- ið 1945 og það sem á eftir kom. Háðið er vopn höfundar og brokk- aðar (barokk) lýsingar og furðu- leg sögusvið dýpka skilninginn. Persónur eru fjölmargar og eftir hrunið syndir hundur Hitler vestur yfir Elbu. POEMS OF GtlNTER GRASS. Translated by Michael Hamburger and Chriopher Middleton. Pen- guin Books. 1969. Grass er einnig skáld. Hann hefur þá skoðun, að listamannin- um beri fyrst og fremst að skemmta og einkennir þetta kvæði hans, sem eru fyndin, háðsk og gamansöm og tjá oft betur líðandi stund, en langar út- listanir í prósa. MacARTHUR AS MILITARY COMMANDER. Gavin Long. B. T. Batsford 1969. Höfundurinn er Ástralíumaður og er ritstjóri 22. binda ritverks um striðssögu Ástralíu 1939—45. Það vakti á sinum tíma mikla at- hygli og gagnrýni, þegar Mac Arthur var sviptur yfirherstjórn í Kóreustyrjöldinni af Truman Bandaríkjaforseta. Þá hófust lang- samar deilur um hæfni hershöfð- ingjans og stjórnmálaafskipti hans. Margir, þar á meðal Alexander her ráðsforingi Breta, töldu Mac Arthur meðal fremstu og færustu hershöfðingja bandamanna í síð- ustu heimsstyrjöld, aðrir töldu heppnina hafa frægt hann meira heldur en hæfni hans sem hers- höfðingja. Undrun manna varð því meiri út af ráðstöfunum Trumans vegna þess að menn vissu ekki um neikvæða afstöðu ýmissa hers höfðingja til hans þá, svo sem Eisenhowers, Marshalls og Ridg- ways. MacArthur hafði unnið marga sigra í styrjöldinni gegn Japönum og var sá mestur, þegar honum lókst að hrekja þá frá Fil- ippseyjum. Auk þess hafði hann átt meginhlut að því, að útiloka áhrif kommúnista í Japan. Höfund- ur rekur hernaðarsögu herhöfðingj- ans eftir þeim heimildum, sem fyrir liggja og þeim orrustum, sem hann átti hlut að og útkoman verður hershöfðingjanum í vil. Bók in er smekklega útgefin, myndir og kort fylgja. THE New LONDON SPY. Edited by Hunter Davies. Corgi Books 1969. „Fátt er leiðinlegra en að skemmta sér", þó eru menn alltaf að reyna þetta og þeir, sem ætla sér að halda því áfram í London, þeir ættu að fá sér þessa bók. Hér er sagt frá þeim stöðum í London, sem eru til þess fallnir að leita sér skemmtunar á eða ánægju. Listasöfn eru hér talin upp, næturklúbbar og skemmti- staðir, auk þess eru hér upp- lýsingar um undirheima, en um þá er venjulega lítið í viðurkennd um ferðaharidbókum. THE REBEL COUNTESS. The Life and Times of Constance Markievicz. Anne Marreco. Corgi Books 1969. Constance Markievicz var þekkt á írlandi sem uppreisnargreifinjan og fátæklingar í Dublin kölluðu hana „frúna". Hún var ein þeirra kvenna, sem virðast ekki geta þolað ranglæti og kúgun um- hverfis sig og hafa kjar’k til þess að rísa upp og tima til þess að sinna samfélagsmálum. Kona þessi þekkti flesta þá, sem eitt- hvað kvað að á Irlandi í póli- tík og bókmenntum. Hún tók þátt i páskauppreisninni 1916 og er sagt all ýtarlega frá þvi af höfundi og eftirköstunum. Hér koma margir við sögu, svo sem Sean O'Casey, Gonne, Griffith o. fl. Höfundur hefur aflað sér viðtækra heimilda um störf Con- stance og hafði aðgang að bréfa- og skjalasafni fjölskyldu hennar og ýmsum öðrum óprentuðum gögnum. REFLECTIONS UPON A SINKING SHIP. Gore Vidal. Heinemann 1969. Höfundur hefur sett saman læsilegar skáldsögur, en þetta er annað ritgerðasafn hans. Titill bókarinnar á við heiminn eins og höfundur telur hann staddan í dag og í formála segir hann að helm ingur mannkynsins stefni nú út í ófæru og eyðingu og líklega sé of seint að spyrna við fótum. I þessu greinasafni er að finna skissur og greinar um margt það, sem snertir menn nú á dögum á einhvern hétt, menn, svo sem Kennedy-bræðurna og Nixon, hann skrifar grein um Egypta- land og greinar um bókmenntir, þar á meðal ágæta grein um nýju- skáldsöguna og framúrstefnu höf unda. Greinar eru hér um ástandið í Bandaríkjunum, sem hann telur mjög uggvekjandi. Þetta er læsi- legt rit og afstaða höfundar er mjög svo ótvíræð til flestra mál- efna samtímans. AUGUSTUS SMITH OF SCILLY. Elisabeth Inglis-Jones. Faber and Faber 1969. Scilly eyjar liggja vestur af Lands End í Cornwall. Á fyrri hluta 19. aldar hafði hagur eyjar- skeggja versnað stórum vegna minnkandi eftirspurnar eftir þang- mjöli, auk þess sem stjórnin herti mjög á eftirliti með smygli, en af því höfðu íbúarnir haft drjúgar tekjur. Þá kom sá, maður, sem þessi bók fjallar um, og leigði eyjarnar og hófst handa um uppbyggingu þeirra og við- reisn, svo að íbúarnir hófust úr eymd og volæði til bjargálna. Bókin er ágætlega skrifuð og mjög skemmtileg aflestrar. Nú er rækt- að mikið af blómum á eyjunum og ferðamannastraumur er mikill þangað. SHAKESPEARE: THE POET AND HIS BACKGROUND. Peter Quen- nell. Penguin Books 1969. Cyril Connolly sagði í Sunday Times, þegar bókin kom fyrst út, „að hún væri öllum auðlesin", og það er hún án þess að vera á nokkurn hátt útþynnt. Sú árátta sumra höfunda og útgefanda, að bækur þurfi að vera útvatnaðar til þess að almenningur, sem svo er nefndur geti notið þeirra er mjög vafasöm og hættuleg. Það geta allir lesið skýrar og vel skrifaðar bækur, sem læsir eru og flestallir notið þeirra. Þessi bók er ágætt dæmi um slíkt. Þeir sem álíta að bækur þurfi að vera skrifaðar í „litlu gulu hænu stíl" til þess að fólk geti skilið þær eru fjarri þvi að vera dóm- bærir á skilning lesenda og vaða í ofboðslegri villu og svíma. Höf- undur dregur hér upp ágæta mynd af skáldinu og umhverfi þess og tímunum sem það lifði. THE DANCE OF GENGHIS COHN. Romain Gary. Jonathan Cape 1969. Gary hefur hlotið Concourt verðlaunin. Hann fæddist í upp- hafi fyrri heimsstyrjaldar í Mið- Rússlandi, hlaut menntun sína í Frakklandi og las lög við Há- skólann I Paris. Hann tók þátt í síðari heimsstyrjöldinni og hef- ur síðan unnið í frönsku utan- ríkisþjónustunni. Þessi skáldsaga minnir á myndir Dali og Hiero- nymusar Bosch og maður gleymir henni ekki fremur en óhugnaðin- um í sumum myndum þeirra. Inntak sögunnar er blóðskuld stríðskynslóðarinnar, sem vissi en þagði og myrti og reyndi síðan og reynir að fela sig. Russian Cookery. Nina Petrova. Penguin Books 1968. Nina Petrova fæddist í Rúss- landi, en á byltingaárunum fór hún til Englands, þá ung að árum og þar var hún alin upp og lauk námi sínu í Frakklandi. Hún hefur lagt stund á margt, kennir rúss- nesku og stundar ýmiss konar föndurdútl og er ágætur kokkur. Rússneskur matur og matargerð þykir þeim framúrskarandi, sem kynnzt hafa. Matargerð Rússa náði mjög hátt á keisaratímunum og síðari tíma valdhafar hafa ekki afrækt þá erfð. Penguin-útgáfan hefur gefið út nokkrar matreiðslu- bækur um franska, danska og ítalska matargerð meðal annars. Hugh Dalziel Duncan: Communica- tion and Social Order. Oxford Univerity Press Paperback, 1968. Viðfangsefni þessa fræðirits er grein at þeim meiði félagsfræðinn- ar sem rannsakar hvern þátt tákn eiga í því að ákvarða samskipti milli manna og stöðu þeirra í þjóð- félaginu, og hvernig hin margvís- lega notkun þessara tákna skipar mönnum í stéttir og hópa og þjóð- félaginu í kerfi, en til tákna í þessu sambandi telur höfundur t. d. tungumál, fastmótaða hegðun og peninga. Höfundurinn, sem er próf essor í félagsfræði og ensku við Southern lllinois háskólann í Bandaríkjunum, byggir rannsóknir sínar á kenningum Freuds, Simm- els, Malinowkis, James, Deweys, Meads og Burkes, og fjallair allt að helmingur bókarinnar um þess- ar heimildir. Síðan fjallar höfundur um eigin rannóknir og athuganir og dregur upp mynd af þjóðfélagi þar sem menn með notkun tákna byggja upp_ og viðhalda strangri skiptingu milli manna og hópa í innbyrðis samskiptum. Suez: De Lesseps Canal. John Pudney. London. J. M. Dent & Sona Ltd. 1968. 45/— í ár 1969 eru hundrað ár siðan Suez skurðurinn var opnaður skipum. 1380 fyrir Krist var gerð tilraun til þess að gera skurð um Suez eyðið og Napóleón ætlaði sér þetta einnig, en hvarf frá því, þegar náttúruskoðarar hans tjáðu honum, að yfirborð sjávar á Rauða hafinu væri um tíu metrum hærra heldur en á Miðjarðarhafi. De Lesseps fékk hugmyndina að skurðgerðinni þegar hann var franskur konsúll i Kairó um 1850 og hann var slíkur athafnamaður að hann hófst bráðlega handa um framkvæmdir og trú hans á fyrir- tækið, gáfur hans og vilji voru slik, að honum tókst að fram- kvæma það, sem allur fjöldinn áleit óframkvæmanlegt. Höfundur bókarinnar lýsir þessum manni, gerir sér far um að sýna hann frá öllum hliðum og finna hvatir, sem voru kveikja verka hans. Hér er rakin mikil baráttusaga, sem lyktað: með sigri. Saga skurðar- ins er rakin lauslega á hundrað ára afmælinu, sigla þar engin skip lengur. Ágætar myndir eru prentaðar með textanum. ‘ 10. ágúsit 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.