Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 6
 Grettlshellir á Kiii. Séð austur af Kjalhrauni til Hofsjökuls. g hafði satt að segja ekki gert ráð fyrir því, að þurfa að standa í blaðaskrifum og deil- um út af grein minni hér í Les- bókinni í vetur, um afdrif Reynistaðarmanna á Kjalvegi 1780. Gtreinina skrifaði ég vita- skuld ekki af því, að hér væri um neitt „stórmál“ að ræða, sízt á nútíma vísu, heldur ein- ungis sem lesefni í sunnudags- blað, og fyrir það fólk einkum, sem ánægju hefir og áhuga á gömlum sögulegum fróðleik, en mál þetta er um mairga hluti sér stætt og forvitnilegt, sem kunn- ugt er, og hefir gjarnan „leitað á hugi kynslóðanna", lífs og lið inna, allt fram á þennan dag. Ég hafði heldur ekki hugsað mér að svara háttvirtu skáldi og rithöfundi Hannesi Péturs- syni út af andmælagnein hans hér í blaðinu fyrir skömmu. Var það hvorttveggja, að „tónn“ greinarinnar var svo illskeytt- ur og ógeðfellduir á alla lund, að ég vildi helzt ekki þurfa að standa í erjum af slíku tagi, og á hinn bóginn raunverulega mjög fátt, sem efnislega gaf til- efni til andsvara, þar sem höf- undur kom ekki fram með neitt nýtt, engar nýjar athugasemdir eða skýringar um málið sjálft, en lét í þess stað nægja, að jiapia á gömlum héraðsrógi (um „iíkrán“ o. þviil.), án þess að tegigjia rueitt nýtt eða miark- veirt til mála. Nú 'hietfiir hinisiviegar skipast svo — m.a. að nýgefnu tilefni úr annanri átt, — að ég þykist geta látið skrif þessi með öllu um kyrrt liggja, og vil því biðja Lesbókina fyrir nokkrar athugasemdir. að er vitaskuld, að slysa- fararsaga Reynistaðarmanna á Kili er allflókið mál og marg- brotið, enda þótt flestir muni að vísu þekkja það í aðaldrátt- um. Það verður því varla ætl- ast til þess, að hinum almenna lesanda þyki ómaksins vert, að fylgjast með eða setja sig inn í flókin vafa- eða deiluatriði máls ins, nema þeir, sem um málið skirifa, gæti þess að tengja þau nægilega inn í samhengi sögunn ar. Bn hér varð háttvirtum giriein arhöf., Hannesi Péturssyni, mjög á í messunni í sinni löngu Le_s- bókargrein á dögunum. Ég hafði þó í minni upphaflegu gnein reynt að gefa heildaryfir lit um málið, og leitast við að rekja atburðamás og samhengi sögunnar, eftir tiltækum heim- ildum og sannsýnilegum líkum. Háttv. greinarhöf. lætur slíkt lönd og leið, hann hangir í smá atriðum, slítuir úr samhengi þar sem honum hentar og rangfær- ir annað í grein minni, og verð- ur úr þessu mestmegnis sparða- tiningur og þras, án nokkurra glöggra tengsla við höfuðdrætti sögunnar sjálfrar. Þessvegna yrði það tafsamt verk, og í raun inini ógeirningur, að elta ólar við hvert einstakt atriði í gnein H. P. Mun ég því taka þann kost- inn, að víkja aðallega að því, sem mestu máli skiptir, þ.e. sanngildi líkaránsákærunnar og sekt eða sýknu þeirra, sem þar komu við sögur, en þetta var einmitt þungamiðjan í minni upphaflegu grein. í leiðinni mun ég þá jafnframt víkja að nokkr um smæinri atriðum, einkum í þá veru, að bera af mér sakir, og gefa um leið nokkurt sýnishorn af sérstæðum málflutninigi háttv. greinarhöfundar, Hannesar Pét- urssonar. að fór ekki fram hjá nein um, sem las umrædda grein H. P. hversu „tónn“ hennar var allur ónotalegur, það var hálf- gerður skætingur í annarri hvorri línu, og auðsætt að höf- undur var bæði gramur og reið ur, og það töluvert. Ef til vill er skýrimgin sú, að fyrir nokkr um árum orkti skáldið kvæði, þar sem vikið er að manni þeim, „er suður á fjöllum rændi menn í tjaldi og alla dauða“, Iþalð sér hann spássérandi með „sjóðinn rænda fast við belti.“ Og svo framvegis. Hér er skáldið, sem sjá má, búið að yrkja sig fast á þá skoðun, að líkaránin hafi átt sér stað, og vill nú ekki frá því hvika. Það vill ekki láta þá „missa glæpinn", forfeður sína og sýslunga. Og hann viirðist beinlínis taka því illa að ég eða nokkuir annar skuli gerast til þess að hirieyfa við þessu máli, og vanti nú einhvern, sem „kveði niður „selshaus" líka- mállsiinis eiitt skipti fyrir öll“ edinis og hann kemst að orði. Mkma má nú ekki gagn gera. — Ef til vill er skýringin sú, sem „með- verkandi“ orsök að gremju grieinarhöf., að mér láðist í griein minni að geta hans við hlið hinna stárskáldanna, Stephans G. og Einars Benediktssonar, og Sigurðar Nordal, er ég taldi upp nokkra afkomendur þess fólks, sem áttist við í líkráns- málunum frægu. Þetta var auð- vitað yfirsjón, em þó var mér nokkur vorkunn, þar sem „kirkjubækur þar um þegja“, að greinarhöf. rekji ættir sínar þangað. En fyrst hann nú læt- ur liggja að því, að hann eigi ttieima í þessum virðulega hópi, sem afkomandi Jóns gamla á Reykjum, þá sé fjanri mér að hafa þann heiður af honum, enda hvorugum þeinra van- sæmd að írændseminni. Hitt mætti þá frekar þykja skjóta skökku við nokkuð svo, að hann skuli nú endilega vilja bendla þennam forföður sinn við óþokkaverknað, og taki illa upp er ég hefi verið að reyna að sýkna hanm í gröfinni. Og und- airleg „ættrækni", ef svo skyldi nú vena, að ágæta skáldagáfu gneinairlhöf. væri einmitt þangað að rekja. Loks má það vel vera, að gremja háttv. greinarhöf. sé með fram af „fræðimannlegri" rót. Enda hneykslast hann ákaflega á skrifum mínum, og þeim mun meir á „skýringum" þeim sem ég setti fnam, kallar þser „óra og hégiljur“, hugarsmíðar", „örg- ustu fúaspítur", o.s.frv., og sak ar mig um „snarvitlausa" og „vítaverða" meðferð heimilda, og loks „lítils virta heilbrigða skynsemi“, svo nokkur dæmi séu nefnd úr orðaforða höfundar. Mér er það ljóst, að þessi háttvirti höfundur mun telja sig mega og geta tekið allmik- ið upp í sig. Útskrifaður í ís- lenzkum fræðum frá Háskólan um, mikilsvirt skáld og rithöf- undur, með fjölda verðlauna og styrkja, nú síðast af „pen- ingum Guðrúnar frá Lundi“ sem svo hafa verið kallaðir. Og m.a.s. nú á aðfangadag annað höfuðinúmer Jólahátíðar- innar í útvarpinu, („Hannes Pétursson og jólin“, fínt skal það vera), enda komst biskup- inn ekki að með Krist fyrr en um miðnætti, þegar velflestir hlusteinda voru til náða gengn- ir! — En þrátt fyrir allt þetta er hitt meir en vafasamt, hvort hát)tv. ihöifluindiuir eyikuir beitnOlíini- is hróður sinn sem „fræði- manns" með rithætti af því tagi, sem að ofan er til vitnað. Slíkiir menn eiga einmitt að forðast allt, sem ber keim af yfirlæti og fræðimennsku- hrioka, eða gæti skilist þannig. Fyrir Hannes Pétursson á þetta að vera tiltölulega auðvelt, því ég efast um, að honum sé slíkt í rauninni eig- inlegt, þótt eitthvað virðist hafa staðið illa í bólið hjáhon- um þessa stundina. Hinu er ekkert við að segja, þótt hann vilji ekki fallast á mínax „skýringair" á málinu, og telji þær „ófræðimannslegar“ eins og hainin lætur víða liggja að. En þar til er því að svara, að eg hefi aldrei gefið mig út fyirir „fræðimann“, aldeilis ekki. Og gnein mína um Reyni- staðarmál skrifaði eg heldur ekki sem „fræðilegt“ innlegg, helduir sem einskonar tóm- stundalestur, líkt og sagt var hér að framan. En þrátt fyrir þaið glátu og getia aths. miínair og skýringar í gneininni vel verið réttar, hvort sem eg telst hafa farið eftir einhverjum „fræðilegum" forskriftum, eða ekki. Háttv. greinarhöfundur getur ekki afgreitt þær með því einu, að þær séu ekki nógu „fræðimannlegair“, það eru eng in rök. Á sama hátt er það al- ger óþairfi og smekkleysa, þeg- ar höf. þykist þess umkominn, að vera með útúrsnúning (um „þorskmið Sunnlendinga”, á víst að vera fyndni) og ótukt- annart í gairð hinnar öldnu kempu og fræðaþular, Bene- dikts frá Hofteigi, (sem hann nefnir þó ekki berum orðum), enda geri eg ráð fyrir, að Benedikt sé fullfær að senda það skeyti til baka, og vel það, ef honum þykir þá taka þvL 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. jianúiar 11970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.