Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1970, Blaðsíða 7
— Hinsvegar hefir greinarhöf- undur ekki svo mikið við að nefna bók þá um Reyinásitiaðar- bræður, sem út kom s.l. vetur, (og sem tilefni varð að upphaf- legri grein rninini, og þar með þessum blaðaskrifum). Jafnvel þótt greinarhöf. hafi ekki þótt bókin nógu „fræðimannleg“, á (hams víisiu, — einida skáldisiaga öðrum þtræði, og að ýmsu hin prýðilegasta, — þá hefði það samt varla verið nein goðgá, né hefði greinarlhöf. brotið svo mjög odd af „fræðimannlegu“ oflæti sínu, þótt hann hefði a.m.k. getið hennar í leiðinni. En það skyldi svo ekki vera, eftir allt saman, að finna megi „ínæðileg“ missmíði á mála- fylgju greinarhöfundar sjálfs? Jú reyndar, og meiri en lítil. Hann hefir til dæmis þann hátt á í margmefndri svargrein, að gera yfirleitt ekki greinarmun á því, sem ég hélt fram, og hinu, sem einungis voru lauslegar tilgátur í grein iminni. Sem sagt ruglar saman staðhæfingum og tilgátum, og tekiur tilgátuir gj'aimian sieim stað hæfingar væru, og svarar síð- an. Um leið lætur hann ógetið margítrekaðra fyrirvara, sem ég garði um skýringar mínar og „niðurstöður“. Þetta munu varla teljast „fræðimannleg“ vinnubrögð, (kannski frekar „vinnuhagræðing“, af nokkuð séhkennilegu tagi). Ég hafði haldið fram, sem nokkurnveg- inn sönnuðu, einu atriði, að vísu veigamiklu, — nfl. að líkrán hefðu engin átt sér stað, og þar um ákærðir menn því verið sýknir saka, — en um afdrif og endalok Staðarmanna að öðru leyti, (eða „afgang“ þeirra, svo notað sé hið smekk lega nýyrði greinarhöf.) marg- tók ég friam, að um þau gæti aldrei orðið um annað en hug- myndir og tilgátur að ræða, en enga vissu. Þess vegna orðaði ég það svo í upphafi X’iii. kafla gireinarimnar: „Nú er ég í grein þessari kominn í þann áfangastað, að eðlilegast mætti telja, að láta staðar numið. Ég hefi hér að framan getað fært nokkur rök eða a.m.k. sterkar líkur fyrir niðurstöðum þeim, sem nú voru greindar, (þ.e. sýknu „líkaránsmamnanna"). Ef lengra skal haldið verð- Ur hins vegar eingöngu eða mestmegnis að byggja á ágizkunum og tilgátum, án þess að hafa nokkurs staðar fast undir fæti, etc.“ Þessi fyrirvari var áréttaður hvað eftir annað, t.d. í sam- bandi við afdrif Jóns Aust- manns, „um þau vitum við ekki og munum aldrei vita. Hann hverfur út í sortann og öræfa- auðnina. Verða afdrif hans og endalok þess vegna eilíf ráð- gáta.“ H áttv. greinarhöf. H.P. tel- ur sig hins vegar ekki þurfa á fyrirvörum að halda um sínar niðumstöður. Hann „veit“, að líkunum hafi verið rænt. En þótt hann þykist þannig sitja inni með alla veraldarinnar vizku í þessu máli, sem Skag- firðingur og fræðimaður í senn, þá muni hitt mála sann- ast, að hann viti í rauninni ekkert. Og það etr af þeirri ein- földu ástæðu, að enginn veit, til neinnar hlítar, hvað geirzt hefur, hvorki hann, ég eða neinn annar. Þetta verður að segjast eins og er, og þarf eng- inm að móðgast. Við ættum því að láta ógert að fullyrða of mikið, allt sem við skröfum og skrifum um þetta dularfulla mál getur í nauninni aldrei byggst á öðru en tilgátum. Og engin tilgáta verður sett fram nema önnur geti komið á móti, hver og ein „skýring" kallar á „mótskýringu", ef svo má segja, líkur á mótlíkur. Það eir einmitt þetta sem gerir málið svo sérstætt, flókið og forvitni- legt, sem raun ber vitni. Það má vel vera, að það sé orðið ,,miarg|þvælt“, eiinis og greinar- höf. orðar það í sínum venju- lega agnúatón, en samt er það staðreynd, að enn í dag gera menn sér til gamans og dægra- styttinigar, að velta þessu fyr- ir sér, sem einhverjum sér- kennilegasta atburði og örlaga flækju frá liðnum öldum. Sannleikurinn er og sá, að þrátt fyriir „niðurstöðu“ háttv. greinarhöf. erum við litlu nær, hann hefir nfl. alls engar sannanir upp á að bjóða fyrir því, að líkunum hafi verið rænt. Mun það rakið nánar hér á eftir. Ekki verður heldur sagt, að niðurstaða höf. (þ.e. „líkaránin”) sé sérstaklega frumleg, eða styðjist við nein- ar nýjar athuganir, hvað þá heldur að hann leiði fram nokkurn nýjan sannleika. Það er öðin nær. öll fræði hans í þessu máli hníga að því að ríghalda í það, sem hingað til hefir verið trúað og haldið, með réttu eða röngu, þar má við engu hrófla, engu um þoka. Sé reynt að skyggnast eftir öðrum skýringum, eða mögu- Jeikuim til skýrimga, heita það „órar og hégiljur“ og annað þaðan af verra. „Líkaránin" á Kjalvegi skulu ,,blíva“, jafnt þótt hægt sé að sýna fram á með yfirgnæfandi líkum, að þau muni ekki vera annað en upplost og illkynjaður gamall (héraðsrógur, upphaflega sprott inn af ofsókn og hysteríi einu saman, upp úr landlægri hjá- trú og galdrahræðslu þeirra tíma, ásamt rangsleitnu og hneykslanlegu réttarfari þar í byggðarlagi. Eftir þennan formála skal ég nú víkja nánar að marg- nefndri grein Hannesar Pétura sonar, og fyrst drepa á tvö eða þrjú atriði, sem greinarhöf. teiíuir miig faira „isruairvitlaiUEt“ með, eins og hann orðar það. Síðan mun ég svo koma að höfuðágreiningsefninu, ,l,íka- ráninu", og vitnaleiðslúnum. Fjrrsta atriðið lýtur að „ert- ingum Bjama (Halldórssonar) við Holtsmúlaprest", (H.P.),en þa^- hafði ég látið svo um mælt, að Bjami hafi „ásamt föður sínum hánreitt og misþyrmt gömlum fairlama presti", sem var gestkomandi heima á Reynistað. Greinairhöf. H.P. vill ekki viðurkenna, að um „misþyrming" hafi verið að ræða. En sagan segir að Bjami hafi verið að hrekkja gamla manninn, svo sem með því að hella niður grautnum fyirir honum, og láta skvettast úr spæni hans. Hafi presti þá sinn- ast, og mælt formælingarorðum til Bjarna, en klausturhaldar- inn, Vídalín, slcorist í leikinn og ráðist á pnestinn! „Sleit (hann) mjög hár af presti, því haarður hafði hann verið manna bezt áður“ segir Gísli Konr. Varð nú að sækja Jón sterka á Hryggjum til þess að bjarga presti úr klóm þeinra. Kona ein á staðnum tók hár- flyksurnar og fékk presti aft- ur, en hann kvað bezt að fá Bjama þær í „þarfaband“. Þetta sýnir að það hefi- verið Bjarni, sem helzt hefir haft sig í fraimmi, eða svo hefir prestur a.m.k. álitið, enda þótt báðir ættu þeir feðgar hlut að þess- um þokkalegu aðförum. „Sleit mjög hár af presti“, segir Gísli Konir. „Misþyrmingar eru hvergi orðaðar“ sieigiir Hanneis Pétursson! Það er í sannleika sagt furðulegt að lesa annað eins og þetta, eða vill H.P. virkilega halda því fram, að það séu ekki „misþyrmingar“, að slíta hár í flyksum af vam- arlausu gamalmenni? Og síðan notar hann það sem árásarefni, að mér skuli ekki þykja fram- ferði þetta svo sem allt í sóm- anum! Þá reynir háttv. greinarhöf- undur að gE>ra sér mikinn mat úr því, að ég rangfeðri sam- kveðlinginn „Tvílaust þetta tel ég stál, os..frv.‘, og muni vís- an vera ættuð austan af landi, (að áliti próf. Stefáns Einars- sonar). Vel má það irétt vera, (en þó varla fullvíst, að dómi Sveinbj. á Draghálsi), en allt um það gat vísan hafa borizt til Skagafjarðar, (t.d. með Austmamn), og engin ástæða til að rengja, að Bjarni hafi ein- mitt kastað fyrri vísuhelm- inignum fram við þetta tilefni, eins og Gísli Konr. segir. (Það svaraði þá til visu Þóris Jökuls í Sturlungu). En jafnvel þótt 'þetta væri „sniairvitla/usit“ hjá mér, eins og greinarhöf. segir, hvaðan skyldi ég þá hafa þá „vitleysu? Hvergi frá, nema þeim skagfirzku fræðimönnun- um sjálfum, sýslungum greinar höfundar og félagsbræðrum, (Sögufél. Skagfirðinga), sem sáu um hina fræðilegu útgáfu af Þætti Grafar-Jóns og Stað- armanna, (Glóðafteykir, 1945), með neðanmálsgreinum og ná- kvæmum skýringum og tilvitn- unum. Enginn þessara ágætu manna sá ástæðu til þess að gera athugasemdir um „fað- emi vísunnar, og var mér því vorkunn, þótt ég uggði ekki að mér. Og hafi þetta verið svo stórkostleg villa í útgáfunni, sem greimarhöf. vill vera láta, hvers vegnia heifiir hainm þá sjálfuir fræiðdmiaðurinn sett þetta sitt vizkuljós svo lengi undir mæliker? Hvers vegna hefir hann ekki séð um að þetta væri leiðrétt fyrir löngu, í stað þess að ráðast á mig fyr- ir að taka þessa ágætu fræði- menn, félaga hans og sýslunga, trúanlega? Líkt mætti segja um tilgátu mína um burtför Jóns Aust- manns, en háttv. greinarhöf. skopast að þeinri hugmynd, að ég láti hanm „silá unidiir niára“ (H.P.) og þeysa burt frá tjald- stað og félögunum. En hvað segir svo greinarhöf. sjálfur um þetta? í kvæðinu „Jón Austmann ríður frá Reynistað- arbræðrum segir: Svo tygjaði hann tröllaukinn hest . . . hjá tjaldinu, kvaddi, var horfinn í sama bili. Ég sé nú ekki bet- ur en höf. láti hér slá hressi- lega „umidir miára“, og þarf því hvorki að býsnast né skopast, þótt aðrir taiki þetta upp eÆtir honum. — Og þótt ótrúlegt sé er kveikjan að þeinri hug- mynd, að Austmann hafi e.t.v. áformað að leggjast út fyrst um sinn, eða leita „á náðir úti- leguim'anmia“ (H.P.) frá emiguim öðrum komin en greinarhöf. sjálfum, með réttu eða röngu. Hann má því gjaman kalla það „óra og hégiljur. En skáldið lætur Austmann segja, er hann ríður burt frá þeim félögum: „Þó ei mér til byggða skili, skal freistað að leita manna. Hvaða manna, fyrst ekki voru líkur á að honum myndi skila til byggða- (manna)? Beint lá við að skilja þessar ljóðlínur þannig, þótt það kunni að hafa verið mis- skilningur minn, (sbr. aðrar vangaveltu- síðar í kvæðinu). Enda engan veginn ólíklegt, að Austmann hafi einmitt hugsað sér þetta, — (en því var al- mennt trúað, að útilegumenn væru þarna á næstu grösum), — a.m.k bar til önnuir úrræði gæfust, t.d. að komast í skútu og síðan utan, (eins og t.d. Tómas Böðvarsson, Skagfirð- ingur, (..Þórdísarmálið)). En því greip ég hugmynd þessa á lofti, að hún gat einmitt komið heim eða skýrt tvö atriði: a) Framih. á bls. 13 Sigúrður Ólason Líkránin á Kili — og afdrif Staðarmanna Lokasvar út af grein Hannesar Péturssonar skálds Reynistaðarbræður 25. jiamújair 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.