Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 2
halda þeir heim til íslands, þar sem báðir taka þegar ósleiti- lega til atarfa, Jón á Breiða- bólstað, en Sæmundur í Odda. Þann 5. júlí 1080 lézt ísleif- ur biskup. Varð hann mjög harmaður af þeim, sem mest höfðu haft saman við hann að sælda, svo sem eins og Jón Ög- mundsson, sem síðar sagði, að hann minntist alltaf ísleifs biskups, þegar hann heyrði góðs manns getið. Um haustið 1082 var Gissur Isleifsson vígður til biskups. Gissur var 10 árum eldri en Jón Ögmunds son, en samt hafði snemma tek- iat miikil vinátta með þeám. í>ar kemur nú, að Norðlend- ingar tjá Gissuri biskupi erfið- leika sína til þess að ná til biskups og fara fram á það, að reistur verði biskupsstóll á Norðurlandi. Gissur tekur máli þeirra af skilningi og vinsemd. Verður honum fljótlega litið til Jóns prests Ögmundssonar, til þess að takast þann vanda á hendur að verða fyrstur biskup Norðlendinga. Þegar hann ber þetta mál undir ráða- menn í Norðlendingafjórðungi, gefa þeir fljótt samþykki sitt. En Jón prestur færist undan, þegar biskup færir þetta í tal við hann. Loks tekst þó Gissuri biskupi að fá hann til þess að fara utan til biskupsvígslu. Fór Jón prestur síðan utan og kom til Ðanmerkur. Kemur hann loks þangað sem erki- biskup er við aftansöng í kirkju. Gengur Jón prestur i kirkijuna, en þá er liðið mjög á messuna. Þarna skeður það atvik, sem minnisstætt hefir orðið hverjum þeim, sem lært hefir fslandssögu, að þegar Jón prestur tekur undir söng- inn frammi við dyr, verður jafnvel erkibiskupi sjálfum það á að líta aftur eftir kirkjunni, en það hafði hann bannað prestum sínum. Afsökunin fyr- ir þessari yfirsjón, segir erki- biskupinn að sé sú, að fyrir eyru sín hafi borið rödd, sem hann hefði enga slíka heyrt áður, „og heldur má húnþykja engla röddum lík en manna“, segir hann. Hann var sannur f aðir allra fátækra manna En biskupsvigslu fær Jón biskupsefni ekki þegar í stað. Þeir meinbugir eru þar aðal- lega á, að hann hefir átt tvær konur. Verður hann því að fara suður til Rómaborgar á fund páfans, til þess að fá leyfi hans til að taka við biskups- embættinu. Til þess að létta erindi hans, fær hann meðmæla bréf hjá erkibiskupi. Páfi er nú Paskalis II. Gekk erindi Jóns biskupsefnis svo vel, að hann fékk bréf hjá páf- anum um það, að erkibiskupi væri heimilt að vígja hamm til biskups. Hraðar Jón prestur ferð sinni norður til Danmerk- ur. Er hann vígður af össuri erkibiskupi í Lundi 29. apríl 1106. Þá var Jón 54 ára gamall. Um sumarið fer hann til Is- lands. Hafði þá verið svo um búið, að Hólar í Hjaltadai voru útvaldir sem biskupsset- ur. V. Jón biskup tekur þegar við biskupsstólnum og hefst handa um ýmsar endurbætur á staðn- um. Fyrsta stórátak hans í uppbyggingu staðarins var það, að hann lét byggja nýja kirkju. Fékk hann til þess hinn færasta mann, Þórodd Gamlason, sem um var sagt: „að hann var svo næmur, að þá er hann var að smíðinni, þá heyrði hann til, er prestlingum var kennd iðþrótt sú, er grammatlca heitir en svo loddi honum það vel í eyrum af miklum næmleik og athuga, að hann gjörðist hinn mesti iðþróttamaður í þesskonar námi“. Ekki liðu mörg ár af biskupsdómi Jóns Ögmunds- sonar, unz hann lét byggja skólahús á staðnum. Þótti sá skóli afbragðs góður, enda sparaði biskup ekki að fá sern færasta kennara til hans, Má t.d. nefna það, að hann fékk franskan mann, Ríkinna prest, til þess að kenna söng. Margir mætir menn komu frá þessum skóla, svo sem Klængur Þor- steinsson, sem síðar varð bisk- up, og Vilmundur, sem varð fyrsti ábóti á Þingeyrum. En það voru ekki aðeins karlmenn, sem útskrifuðust frá Hólaskóla Jóns biskups, heldur er nefnd kona ein skagfirzk, Ingunn Guðmundsdóttir. Varð hún svo vel að sér, að hún þótti í engu standa hinum beztu náms- mönnum að baki í lærdómi. „Hún kenndi mörgum mönnum latneska tungu og fræddi hvern er nema vildi.“ Á ýmsan hátt lét biskup mikið til sín taka. Mun þar einna minnisstæðast, að hann lét breyta heitum daganna, sem áður höfðu verið kenndir við goðin. Biskup vildi að menn umfram allt iðkuðu kristilegar dyggðir og skyldur og keppt- ust við að lifa sem helgustu líferni og þannig, að breytni þeirra væri Guði þóknanleg. M.a. skyldu menn signa sig á morgnana og „ganga svo vopn aðir allan daginn með marki hins heilaga kross, sem og að taka svo aldrei mat eða drykk eða svefn, að menn ekki signdu sig áður“. Þá gekk hann ríkt eftir því, að menn kynnu trúar- játninguna, Faðirvorið og Maríubæn, og hvatti alla til þess að sækja messur. Þá segir einnig: „Hann bannaði og með öllu alla óháttu og forneskju eða blótskapi, gjörninga eður galdra . . . Hann bannaði og alla hindurvitni, þá er fornir menn höfðu tekið af tungl- Qöoimiuim eða dægrum . . . Leifcur sá var mönnum tíður, er ófag- urlegur er, að kveðast skyldu að: karlmaður að konu, en kona að karlmanni, klækilegar vísur og óáheyrilegar, en það lét hann af taka og bannaði með öllu að gera“. Jón biskup lagði mikla áherzlu á að vanda söng við guðsþjónustur og gera þær sem viðhafnarmestar og hátíðleg- astar, enda mikill söngmaður sjálfur og listhneigður. Hann vildi einnig gera kirkjurn- ar sem fegurstar og hefir þess verið getið til, að þegar hann í fyrsta skipti fór suður til Rómalbomgar, hatfi hamn kynnzt munkareglu þeirri, sem kallað- ist Klúný-reiglam. Húm laigð-i mikla áherzlu á hátíðleik guðs- þjónustunnar. Ennfremur var lögð mikil áherzlá á að' skreyta kirkjurnar á alla lund, ljósa- hjálmar voru prýddir gimstein um, sem geislaði út frá í all- ar áttir og veggirnir voru þaktir dýrum litmyndum, bæði máluðum og ofnum, og dýrleg glermálverk voru sett í hvern glugga. Klúný-reglan taldi gestrisnina til höfuðdyggða. Hver sá, sem kynnir sér sögu Jóns biskups helga, sannfærist um, að hann hefir verið ákaf- lega gestrisinn. Mikill mann- fjöldi sótti heim að Hólum til þess aðallega að hlýða á hinn snjalla prédikara, biskupinn, og eins til þess að hlýða fyrir- mælum hans um það að sækja helgar tíðir. Um það segir svo: „Og þó að margir af þessum mönnum hefði vistir með sér, þá voru hinir fleiri, er á bisk- upis fcosti vom“. Og eninÆrem- ur segir: „Hann var sannur faðir allra fátækra manna huggaði hann ekkjur og föður- lausa, og engi kom svo harm- þrunginn á hans fund, að eigi fengi á nokkurn veg huggun af hans tilstilli". „Hann var í fégjöfum hinn örvasti, hugg- unarmaður hryggra, stoðar- maður fátækra, líknarmaður iðröndum, hirtingarmaður þurf undum og misgjörundum", seg- ir á öðrum stað. Þegar nokkuð var komið fram á veturinn 1121, tók Jón biskup sótt þá, sem leiddi hann til bana. Áköf var hún ekki, svo að biskup gat skipað fyr- ir um allt og gert þær ráðstaf- anir sem þurfti. En máttur hans þvarr smátt og smátt. Lét hann þá veita sér dánarsmurn- ingu (olean) í viðurvist lærðra manna, er á staðnum voru. Rétt fyrir andlát sitt hóf hann sjálf- ur að syngja sálm Guði til dýrðar. Hann andaðist 23. apríl 1121 og hafði þá verið biskup um 15 ára skeið. Dánardagur Jóns biskups, 23. apríl, kallast Jónsmessa um vorið. VII. Þegar í lifenda lífi hefirJón biskup verið af fjölda manns talinn heilagur, en menn þorðu ekki að hafa hátt um það. Segir svo um þetta atriði: „ . . . því að svo býður ritn- ing: „eigi skaltu lofa mann í lífi sínu“ því er svo boðið, að það kann verða, að maðurinn fellir of mjög eyrun til manna- lofsins, og þverrir það þá nokkuð verðleik hans í Guðs augliti". Af samtímamönnum og síðari kynslóðum hefir Jón biskup verið talinn gæddur hæfileika til þess að lækna með bæn og handayfirlagningu, ennfremur, að hann hafi haft fjarskynjun- argáfu. Sem dæmi um þetta eru til skráðar sögur, og skulu hér sagðar þrjár þeirra: 1) „Maiðuir 'hét Þóriæ, hamin var heimamaður hins heilaga Jóns biskups og gætti sauða á staðnum. Hann var ungur mað- ur, frár og heldur gálaus, gætti lítt orða sinna og fylgdi lítt helgum tíðum, þó að hann væri heima staddur. En hinn helgi Jón biskup ræddi um við hann, að hann skyldi betur gera, því að honum þótti miklu máli skipta um alla sína heimamenn, að þeir væru vel siðaðir, og sæktu helgar tíðir, er þeir voru heima staddir og eigi gleptust við það nauðsynja- verk. Það var einn hátíðaraft- an, þá er hinn heilagi Jón var að aftansöng og allir siðlátir menn voru til farnir tíðum að hlýða. Þá var þessi maður, Þórir, inni, eftir sinni óvenju, og sló sér þá í leik og glímur með börnum. Sagt var honum, að helgar tíðir væru haldnar úti í kirkjunni, og gaf hann því engan gaum. Hann tók þá og á sér bráðlega hefnd, fyrir það, að hann braut boðorð biskups. Féll hann í leiknum og tung- an sú hin sama, er hann vildi jafnan lítt gæta, varð í millum tanna honum og skeindist hann ógurlega. Þar næst kom blástur mikill í tunguna með- ur miklum verk, og gjörði hana svo stirða og þrútna að hann mátti ekki mæla. Honum kom þá í hug, hversu hann hafði háttað sér og hlýtt eigi boðorð- um biskups. Iðrast hann þess mjög, fer þegar til biskups og biður sér líknar með bending- um. En hinn helgi Jón biskup, Guðs maður, samharmar þegar þessa manns mein og vesöld, og tók með sinni hendi og strauk tungu hans, og gerði hann með sínum bænum á fá- um dögum heilan, sem hann hefði aldrei fyrir þessu meini orðið“. 2) Þá er hiinin heilaigi Jón hafði skamma stund að stóli setið gnúði á haliæri mikið og veðrátta köld, svo að gróður var enginn kominn á eðlileg- um vortíma. Hinn helgi Jón biskup fór til vorþings þess. er var að Þingeyrum. Og er hann kom þar, heitir hann til árs, við samþykki allra manna, að þar skyldi reisa kirkju og bæ, og skyldu allir þar til leggja þar til er sá staður yrði efldur. Eftir heit þetta lagði hinn helgi Jón biskup af sér skikkjú sína, og markaði sjálfur grund- völl undir kirkjuna. En svo snerist fljótt ráð manna áleið- is, að á þeirri sömu viku voru brott ísar þeir allir, er þetta hallæri hafði af staðið að miklum hluta, svo að hvergi varð vart við, en jörðin skip- aðist svo skjótt við til gróðr- ar, að á þeirri sömu viku voru sauðgrös nærri ærin. 3) Um f j arakyn j umiargáifu Jóns biskups skal svo tekin þessi frásaga: „Það bar fyrir hann á þeirri nótt hinni sömu, sem andaðist suður í Skálholti Þorkell prestur, fóstbróðir hans, og Trandill hét öðru nafni, hann var hinn virðulegasti kenni- maður. Það var eftir náttsöng, þar hinn helgi Jón biskup var kominn í hvílu, og jafnskjótt sem hann hneigði sig að hæg- indi, rann þegar höfgi á hann, og þótti honum sem inn gengi maður, sá er hann kenndi eigi, og næmi staðar i miðju her- berginu. Honum þótti sem sá maður væri spurður af þeim mönnum, sem við voru, ef hann segði nokkuð nýrra tíð- inda. En hann sagði: „Þorkel helgan“. Eigi mælti hann fleira. Biskup vaknaði og spratt upp þegar og kallaði á Ríkipna erkiprest sinn og mælti yið hann: „Rís upp, þú bróðir, pg förum til kirkju og lofum al- máttkan Guð, því að Þorkell prestur, bróðir okkar er nú líð- inn af þessu lífi, og skulum við nú fela önd hans almáttkum Framhald á bls. 13 v 15. marz 1970 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.