Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 8
Um hérlendar og erlendar tilraunir manna á fyrri tímum til aö líkja eftir svifi fugla um loftin blá F yrirsögn þessarar grein- ar hljómar álíka trúlega og „fuglinn flaug fjaðralaus”, en þó munu fleiri menn hafa flog- ið með fjöðrum en fuglar án þeirra. Þegar menn virtu fyrir sér flug fuglanna, sem virtist svo auðvelt og þokkafullt, fóru þeir að leiða hugann að því, hvort þeir sjálfir gætu ekki flogið á sama hátt. Því miður gerðu hinir verðandi flug- menn fyrri alda sér ekki grein fyrir því, að flugvöðvar fugl- anna eru miklu sterkari í hlut- falli við stærð þeirra held- ur en handleggsvöðvar manns- ins. Þeir héldu einnig, að fugl- arnir flygju með því að slá vængjunum aftur um leið og þeir slógu þeim niður, en það gera fuglarnir ekki. Flestir fuglar hafa sérstakar fjaðrir, flugfjaðrir, á vængoddunum, og þegar þeir slá vængjunum niður, verka þessar fjaðrir líkt og lítil skrúfublöð og toga vængoddana og fuglinn um leið áfram. Með fullkomnum mynda vélum hefur raunar verið sýnt, að fuglsvængurinn sveigist fram í niðurslaginu. Allt þetta vissu „fuglmenn- irnir” ekki. Þeir öfunduðu fuglana af frjálsræði þeirra upp í ioftinu, en að reyna að líkja eftir fuglunum er næst- um því hið sama og að fremja sjálfsmorð. Með fjöðrum, viði eða dúk vörpuðu þessir menn sér út í opinn dauðann; útbún- aðurinn var þannig, að undan- tekning var, ef vel tókst til. Ein elzta sögnin um flug manna er af kínverska keisar- anum Shun, sem var uppi 2258—2208 f.Kr. Hann er sagð- ur hafa komizt undan úr haldi búinn „vinnufötum af fugli”. Önnur saga segir, að Shun hafi svifið ofan úr háum turni með því að halda sér í tvo stóra stráhatta, sem þá hafa verkað líkt og f allhlíf. Á Vesturlöndum er einna elzt sagan af flugi Bladuds Bretakonungs, sem dó 852 f. Kr. En flug Bladuds, og reyndar austurlenzkar flugsög- ur líka, er tengt göldrum, svo að lítið er á sannindagildi sagnanna af flugferðum þeirra að byggja. Frægust allra sagna um flug „manna” í fjaðraham er vafa- laust sögnin um hinn mikla völ- und Dedalos og son hans Ikaros. Dedalos var eins kon- ar grískur Leonardo da Vinei, snillingur og þúsund þjala smiður og sannkallaður völ- undur, enda reisti hann hið fræga Völundarhús á Krít. Völundarhús þetta gerði Dedalos fyrir Mínos konung, en í húsinu átti að geyma mannætuna Mínotáros, sem var í mannsmynd en með nauts- haus. Ófreskju þessa hafði drottning Mínosar, Pasifae, getið við nauti einu, sem sjáv- arguðinn Poseidon hafi sent Mínosi að gjöf. Mínos tímdi ekki að fórna nautinu sjávar- guðnum, og var girnd Pasifae til nautsins hefnd Poseidons. Synir Mínosar voru myrtir við eina af hinum attisku íþróttaleikum, og eftir það urðu Aþeningar að senda á hverju ári sjö unga menn og sjö ung- ar konur til Krítar, þar sem þau voru lokuð inni í völund- arhúsinu. Þar urðu þau fyrr eða síðar á vegi Mínotárosar, sem át þau. Mínos hafði þó lof- að að leysa Aþeninga undan þessari kvöð, ef einhverjum þeirra tækist að drepa ófreskj- una. Svo bar það til ár eitt, að Þesevs, sonur Egevs konungs í Aþenu, bað föður sinn að lofa sér að fara með hópi ungmenn- anna frá Aþenu. Vildi hann freista þess að fá bundinn endi á þessar grimmilegu mannfórn- ir. Hann fór, og Ariadne, kon- ungsdóttir á Krít, felldi ástar- hug til hans. Gaf hún honum vopn og leiðarvísi um völund- arhúsið. Þesevs drap ófreskj- una, yfirgaf kóngsdótturina og sneri heim. Mínos konungur vissi, að hér hlaut Ðedalos að hafa komið við sögu. Til þess að refsa Dedalosi lokaði Mínos hann og son hans, íkaros, inni í völund- arhúsinu. En Dedalos þekkti hvern krók og kima í völund- arhúsi sínu og fann í því leyni- legt herbergi, sem hann hafði látið gera þar, og var það eins konar verkstæði. Þar ákvað hann að gera sér og syni sín- um vængi, til þess að þeir gætu sloppið úr prísundinni. Þeir feðgarnir söfnuðu fjöðr- um, og þær gátu þeir límt sam- an með býflugnavaxi. Þannig gerði Dedalos fjóra vængi. „Völundarhúsið er lokað,“ sagði hann við íkaros, „en himinninn stendur okkur op- inn. Við munum fljúga eins og fuglarnir. Vertu ekki hrædd- ur, fylgdu mér og fljúgðu eins og ég, mitt á milli hafs og him- ins. Gættu þín fyrir sólinni, ef þú kemur of nærri, brenna vængir þínir.” En íkaros var ungur og djarf- ur. Hann flaug ýmist niður að haffleti eða órahátt í loft upp og þá gerðist það skelfijega, sem Dedalos hafði óttazt. íkar- os kom of nærri hjóli sólarguðs ins, vaxið í vængjunum bráðn- aði, og hann steyptist í hafið, sem síðan er við hann kennt. Dedalos gat ekki hjálpað íkar- osi og flaug áfram til Sikileyj- ar. Verður hér ekki meira sagt frá Dedalosi. Sagan af Dedalosi, sem tókst að fljúga, hefur ef til vill orð- ið til þess, að menn íóru að fleygja sér fram af klettum, ofan úr turnum kastala og kirkjuturnum. Þeir reiknuðu ekki með óförum íkarosar, og maður verður að viðurkenna, að þetta voru hugrakkir menn Menn fóru snemma að hugsa sér vængjuð dýr. Eitt frægasta þeirra er fákurinn Pegasus. Teikningin er af grískum vasa frá 4. öld f. Kr. og sýnir hetj- una Bellerófon á Pegasusi. Fyr- ir ne'ðan er óvætturinn Kimera. á sínum tíma. Nú væru þeir sagðir fífldjarfir, vægt orðað. Um þessa fullhuga eru til ó- tal sögur. Einn var til dæmis John Damian, sem sagðist geta flogið til Frakklands frá kast- ala einum í Skotlandi. Þetta var árið 1507. Nokkrum andartök- um eftir að hann sleppti kastala turninum lá hann á jörðinni. Hann var þó svo heppinn að halda lífi, og hann afsakaði sig með þvl, að hann hefði gert vængi sína úr hænsnafjöðrum í stað þess að nota arnarfjaðrir. Sumir þessara „flygla“ fyrri tíma notuðust við útspenntar skikkjur og þess háttar, en ekki verður séð að flugið hafi tekizt. Miklar líkur benda til þess, að ítalanum Danti hafi tekizt að fljúga yfir Trasimene-vatn um árið 1490. Hann mun hafa not- azt við einhvers konar málm- grind, sem klæði var strengt á. Að öðru leyti eru þessar flug- tilraunir skrá yfir slysfarir. Hér er ekki rúm til að rekja sögu fornra flugtilrauna, en mér þykir hæfa að minnast á hinn fræga, ítalska lista- og vís indamann Leonardo da Vinci (1452—1519). Meginframlag hans til þróunar flugsins er að finna í riti hans „Sul volo degli Uccelli“ eða „Um flug fugla“, sem hann skrifaði í Florens 1505. Hann hafði lengi virt fyr- ir sér flug fuglanna, og hann taldi, að maðurinn gæti flogið með útbúnaði, sem væri eftirlík ing af beinagrind, vöðvum og vængjum fuglanna. Leonardo da Vinici er talinn hafa fyrstur manna glímt við flugið á vís- indalegum grundvelli. Um leið og hann rannsakaði flug fugl- anna, reyndi hann að gera sér grein fyrir eðli loftstrauma, og hann gerði margar tilraunir og útreikninga þar að lútandi. Hann gerði einnig, svo sem vænta mátti, ýmsar teikningar af flugtækjum, en ekki er vitað til, að flug hafi tekizt í þeim. Annars manns vil ég einnig geta. Það er Englendingurinn John Wilkins (1614—1672), en hann var biskup í Chester. Hann fetaði í fótspor Leonardo da Vincis og lítur flugið aug- um vísindamannsins. Hann rit- aði um flugið 1640 og síðar nán ar í riti, sem kom út 1648. Nefnd ist það „Mathematicall Magick“ eða „Tölvíslegir töfrar". Wilk- ins skrifar mjög skynsamlega um flugið, eða hugsanlegt flug öllu heldur, og þótt nafnið á riti hans beri svip þeirrar trú- ar, að flug gæti ekki tekizt Arngrímur Sigurðsson: Maðurinn flaug fjaðraður Cft XXXHX Jfa. íiaviÁiJLt-£ttc Wii&o jjj* C»r £oc* L tf&uu'íykMÍ f*4 ' * -"/*>■ '..<A... *íí crM. dJÍlt &rftt tc+***ýf tí■ ffiOAVti Strtu-s t**M vCuítaí <ÍVvLtt4. * ' ■aáfL-i- IVKW ■ ittUMcr Þetta er síða úr liandriti Gísla biskups Oddssonar, har sem hann segir frá flugi manns í fuglsham yfir Hvítá í Borgarfirffi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.