Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR Hvað er skáldgáfa? Nokkrir frægir rithöfundar svara þessari spurningu FEABL S. BTJCK Ég kann ekki að skýra þau öfl, sem eru að verki, þegar skapandi rithöfundur fer að festa á blað hluti, sem hann hafði ekki sjálfur gert sér grein fyrir, að hann vissi. En mér virðist þarna vera öfl að verki, sem opna flóðgáttir innra með honum, sem honum sjálfum var alls ókunnugt um. Ég fyllist auðmýkt frammi fyrir gáfu, sem er okkur sjálf- um alls ekki sjálfráð. Okkur hefur verið gefin sú gáfa að ausa af þessum brunni, og raun ar án þess að við vitum sjálf, hvernig við förum að því. Allir mikilsháttar rithöfund ar hafa fundið til ábyrgðar gagnvart meðbræðrum sínum. Victor Hugo var útlægur gerr úr sínu eigin landi vegna hug- sjóna sinna. Zola mátti þola þungar þjáningar fyrir hug- sjónir sínar. Dickens höfðar til okkar enn í dag, í miklu rík- ari mæli en skáldbróðir hans, Thackeray. Þjáningar annarra voru Dickens hvatning til skáldskapar; öll mestu verk hans eru borin uppi af ást á meðbræðrum hans og vandlæt- ingu á kjörum þeirra. Sem rithöfundum ber okkur skylda til að leggja rækt við okkar betri mann, og leyfa hon um að stýra pennanum, og við eigum að beita hugmyndaaugði okkar og skilningi, til hins ýtr- asta. Ef lífið umhverfis okkur er spillt, ömurlegt og ógnþrung ið, komumst við ekki hjá að lýsa því þannig. TRUMAN CAPOTE Ég hef aldrei skilið, hvað átt er við með „skapandi einstakl- ingur“. Allir eru gæddir sköp- unargáfu. En flestir eru, því miður, óvitandi um sköpunar- gáfu sína. Forlögin haga því svo, að hún liggur oftast í lág- inni, nema einhver afdrifarik tilviljun komi til. Ég þekkti t.d. fiskimann, þegar ég var barn, sem varð að hætta á sjó og dveljast það sem eftir var æv- innar í myrkvuðu herbergi sak ir sjúkdóms. Hann lærði að sauma og brátt komu frá hans hendi teppi með undurfögrum munstrum. Með þessum frum- stæðu teppum skapaði hann sér nýjan og bjartan heim. Neistinn er í okkur öllum, Margur afgreiðslumaður í skó- búðinni eða strætisvagnabil- stjóri býr yfir hæfileikum til að ná hátindi listsköpunar eða kafa í dýpstu leyndardóma reiknilistar, enda þótt gáfa þeirra kunni vissulega að vera orðin bæði afskræmd og rýr. En meðvitaður listamaður skap ar listaverk sín ekki af slysni, og í því liggur mismunurinn. Flestir listamenn gera sér grein fyrir köllun sinni, og eru reiðu búnir að hlýða því kalli, löngu áður en t.d. væntanlegur lög- fræðingur gerir sér grein fyrir, hvað hann ætlar að verða. Og flestir listamenn, sérstaklega þeir, sem bráðþroska eru, hafa átt erfiða og einangraða bernsku — ef til vill einmitt vegna þeirrar sköpunargáfu, sem skildi þá frá öðrum. Það sem gerist hjá hinum til vonandi listamanni, er eitthvað svipað og gerist hjá ostrunni, sem ber í sér perluna. Sand- korn þrengir sér inn í skelina, og með návist sinni angrar hún ostruna þangað til hún þolir ekki lengur við. Af þjáningum einum saman neyðist ostran til að framleiða perlu. Sköpunar- gáfa og snilligáfa eru eins og perlusandur í huga skálds: dýr mætur kvalari. NOEL COWARD Hreinskilni hefur verið minn mesti styrkur. Hreinskilni gagn vart sjálfum mér. Kannski þyk ir sumum ég tala af yfirlæti, en þessi hreinskilni er nokkurs konar innri vörður, sem talar með áminnandi röddu: Noel, taktu ráðleggingar þessa gagn- rýnandabjána ekki alvarlega, þegar hann segir þér að hætta að skrifa. Og láttu ekki telja þig á að gera þetta eða gera hitt, ef það stríðir gegn sann- fseringu þinni.“ Drottinn minn! Þessar innri raddir! Ég heyri í þeim núna: Nú er Noel gamli alveg búinn að tapa sér. ímyndar sér að hann sé einhver Jóhanna af Örk. Og það á gamalsaldri. Þetta er of fáránlegt." En í alvöru talað, — þessar innri raddir veita styrk. 'ERNEST HEMINGWAY Það má líkja skapandi rit- höfundi við brunn. Það eru til margs konar brunnar alveg eins og það eru til margs konar rit- höfundar. Það er allt undir því komið, að vatnið í brunninum sé gott og það er betra að taka úr honum reglulega en tæma hann og þurfa að bíða eftir því að hann fyllist á ný. ALDOUS HUXL'EY Góður rithöfundur skrifar milli lína. SOMERSET MAUGHAM Enginn er fær um að segja allan sannleik um sjálfan sig. Aðeins eitt get ég sagt með vissu: það er mjög lítið sem við vitum með vissu. Ég hef aldrei getað umborið þá höfunda, sem ætlast til þess að lesandinn leggi á sig mikið erfiði til þess að skilja hvað þeir eru að fara. Maður þarf ekki annað en lesa rit hinna mestu heimspekinga, til þess að sjá, að það er hægt að setja flóknustu hugmyndir fram á ljósan hátt. Að mínu viti sprettur snilli- gáfa fram, þegar sköpunarhæfi leiki sameinast þeim hæfileika að geta séð umheiminn á pers- 16. marz 1970 ónulegan og einstæðan hátt, en þó í svo algildu samhengi, að snillingurinn getur skírskotað til allra manna, og ekki bara til viss hóps af fólki. Það gegnir furðu, hvað lífið getur verið fjölbreytilegt, enda þótt maður geri ekki annað all- an daginn en liggja í rúminu. Og furðulegt hvað margt mað- ur getur fundið sér til að gera. Það er stórkostlegt að fá hug myndir, en þær eru því aðeins öruggar, að maður fái svo marg ar, að maður geti vinzað úr og dæmt rétt notagildi þeirra og mikilvægi. List hlýtur að kenna mönn- um auðmýkt, umburðarlyndi, vizku og göfuglyndi, eigi hún að teljast til stærstu verðmæta í mannlífinu. Gildi listar ligg- ur ekki í fegurð hennar, held- ur réttmæti verknaðarins. JAMES MICHENER Ég er furðufugl í heimi rit- listarinnar, því að ég byrjaði ekki að skrifa fyrr en um fert- ugt. Það virðist vera landlæg- ur hugsunarháttur meðal rit- höfunda, að sá sem hefur ekki skrifað fyrstu bók sina áður en hann hefur náð 35 ára aldri, muni aldrei skrifa neitt. Ég býst við, að það sé eitthvað til í þessari kenningu, og hún gild ir jafnvel um mig, á vissan hátt, því að sem háskólakennari skrif aði ég ritgerðir og bjó útgáfur til prentunar, og hafði þannig hlotið undirbúning fyrir þessa iðju mína, enda þótt ég skrif- aði ekkert fyrir almennan markað fyrr en um fertugsald- ur. í samvinnu við ritstjóra hafði ég hlotið talsverða þjálf- Loftur Guðmundsson LJÓÐ okkar megin við gjána miklu frá Kennedyhöfða til Baikonu, stíga vofugráar verur á sjónvarpsskyggni annarlegan dans við málmgrindarfætur mánaferjunnar og gráhærður maður rís úr sæti sínu lítur um öxl yfir að bænum hinum megin þar sem amhoðin sofa á vallgrónum þekjum og lítill drengur starir af lilaðvarpanum á silfurskjöld tunglsins yfir fjallsbrúninni og gráhærði maðurinn hrópar yfir gjána hvað voru það nú aftur margar hrífuskaftslengdir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.