Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 11
Ógnvekjandi staðreyndir: Um sex þúsund ALKOHOLISTAR taldir vera á Islandi Eftir Hauk Jónsson rír þættir í sameiningu valda því, að erfitt er að ná tökum á alkoholisma sem efni til rannsóknar. í fyrsta lagi vitum við, að skringilegt at- ferli drukkins fólks vekur oft kátínu — „maður hlær að alko- holistanum“. Því, sem í raun- veruleikanum er alvarlegt læknisfræðilegt og þjóðfélags- legt vandamál, er á þann hátt ýtt til hliðar með brosi. í öðru lagi brenglast álit okkar auð- veldlega af siðfræðikenningum, sem gera það erfitt fyrir að afla réttra upplýsinga og meta þær umbúðalaust. Þess vegna er það ekki auðvelt að dæma alkoholistann á raunhæfan hátt. Ung stúlka, sem verður drukk- in í veizlu, maður sem er tek- inn fyrir ölvun við akstur, fyr irvinna sem notar svo mikið fé til áfengiskaupa, að ekki verð- ur nægjanlegt eftir fyrir dag- legum nauðþurftum fjölskyld- unnar — með hvaða orðum leggjum við mat á þau? Með gagnrýni, fordómum eða við- bjóði — lítilsvirðum við þau og lokum þau úti? Það er að minnsta kosti mjög ótrúlegt, að við höfum samúð með þeim, finn um til ábyrgðar eða reynum að skilja. Ætli maður að rannsaka vandamál alkoholismans vís- indalega, er það algjörlega nauð synlegt, að maður sleppi öllum fordómum. Þannig afstaða er þar að auki nauðsynleg til þess að sá einstaklingur — læknir eða vinur — verði viðurkennd ur af alkoholistanum sem mað- ur, fær um að skilja og hjálpa honum. Það þriðja, sem gerir erfitt að fá yfirsýn yfir vandamál alko holismans og alkoholistans, er, að okkur skortir fræðileg orð, sem hafa samhljóða merkingu fyrir almenning. Hvað er alkoholisti? Svo framarlega, sem hugtakið er ekki fastmótað nógu vel, verð- ur það alltof auðveldlega not- að um alla, sem drekka óeðli- lega. En þeir eru ekki allir alko- holistar. Þar að auki finnast margar mismunandi gerðir alkoholista og mjög mismunandi tegundir alkoholisma. Nokkrir skilgreina hugtakið alkoholisti út frá sjón arhorni fórnardýrsins. Alkoholisti segja þeir, að sé einstaklingur, sem er það ljóst, að hann verður að hætta að drekka, en er ekki fær um það hjálparlaust. Aðrir bæta við skilgreining- una þeim augljósu afleiðingum, sem stjórnlaus drykkja skapar einstaklingnum. Hann hefur vegna drykkju sinnar valdið sér heilbrigðislegum, heimilis- legum, þjóðfélagslegum og ýms um öðrum vandamálum. Enn aðrir leggja áherzlu á magn þess alkohols, sem neytt er, og einnig drykkjuvenjurn- ar. Samkvæmt skilningi þeirra er sá einstaklingur, sem jafn- aðarlega drekkur frá sér ráð og rænu, alkoholisti. Til þess að geta rætt efnið og haft af umræðunum eitthvért gagn þurfum við að gera okk- ur ljós viss grundvallarhugtök. Þótt félagslegar hliðar alko- holismans séu mjög mikilsverð- ar, kjósa læknar að líta á alko- holismann sem læknisfræðilegt vandamál og nota eftirfarandi skilgreiningu: Nokkrir einstaklingar eru al- gjörir bindindismenn. Flestir einstaklingar drekka í hófi. Þeir drekka sig einstöku sinn- um í vímu. Þeir eru nefndir áfengisneytendur, (hófdrykkju menn). Nokkrir einstaklingar drekka of mikið, jafnvel þótt þeim finnist það ekki sjálfum. Ofneyzlan kemur í ljós, ann- að hvort þannig, að þeir verða drukknir mjög oft, eða hún kemur fram í félagslegum, efna hagslegum eða heilsufarslegum afleiðingum stöðugrar alkohol- neyzlu. Þetta er alkoholofneytandinn. Það væri skynsamlegast fyrir þá ofneytendur, sem komast í mikla persónulega og félagslega erfiðleika, að gera sér grein fyrir því, að það er alkoholið, sem liggur til grundvallar vandamálum þeirra, í stað þess að reyna að snúa sig út úr þeim. Margir ofneytendur, sem eiga við erfiðleika að etja vegna ofneyzlu alkohols, geta haft mikla þörf fyrir læknis- meðferð, og möguleikarnir á góð um árangri eru fyrir hendi. Það er áríðandi að gera sér ljóst, að ekki allir ofneytendur alkohols eru alkoholistar, þótt meirihlutinn af þeim haldi senni lega áfram niður á þetta neðsta stig. Alkoholisti er einstaklingur með sjúkdóm, sem hægt er að skilgreina með læknisfræðileg- um hugtökum, og sem krefst réttrar læknisfræðilegrar með- ferðar. Alkoholisti er háður alkoholi. Einstaklingar, sem eru háðir alkoholi, eru ófærir um að hætta skyndilega að drekka, (nema þá á sjúkrahúsi undir eftirliti læknis). Þeir hljóta allt af að byrja að drekka aftur, jafnvel þótt þeir geti komizt af án alkohols í nokkra daga, eða jafnvel um ennþá lengri tímabil. Þeim mun meiri, sem þörfin er að hætta að drekka, þeim mun erfiðara reynist það. Alkoholistinn hefur, auk þess einkennis, að hann getur ekki komizt lengi af án alkohols, til hneigingu til þess að þjást af andlegum og líkamlegum van- líðunarköstum, þ.e.a.s. skamm- vinnum (en oft mjög alvarleg- um) líkamlegum eða andlegum einkennum, sem koma fram þeg- ar alkoholneyzlunni er hætt tímabundið í nokkra daga, jafn vel nokkrar klukkustundir. Flestir alkoholistar komast á það stig, að heilinn eða líkam- inn hafa beðið tjón af alkohol- inu, svo að afleiðingarnar hald- ast, jafnvel eftir að drykkjunni er hætt. Þetta stig komast sumir of- neytendur á, sem ekki eru raun verulega háðir alkoholi, (eru ekki alkoholistar). Þetta stig nefnist „króniskur alkoholismi“ (langvarandi áfengissýki eða ólæknandi drykkjusýki). Þetta nafn ætti aðeins að nota, þegar líkaminn hefur beð ið tjón vegna alkoholsins. Að draga sjúkling í ákveð- inn dilk, getur verið erfitt, en nauðsynlegt, ef mögulegt á að vera að hjálpa honum. Við ná- um ekki árangri fyrr en við vitum, hvort hann er alkohol- neytandi, alkoholofneytandi, alkoholofneytandi með vanda- mál alkoholista, eða hvort hann hefur náð stigi hins ólæknandi alkoholista. Að vera háður alkoholi er frábrugðið því að vera háður flestum hættulegum deyfilyfj- um, s.s. ópíum, heróíni og coca- ini. f fyrsta lagi samþykkir þjóðfélagið í miklu stærri stíl að menn neyti alkohols, því það telst til samkvæmissiða að hafa það um hönd. f öðru lagi neytir deyfilyfja- neytandinn, sökum ávana, skammta, sem myndu vara ban vænir fyrir venjulegan mann. Alkoholistinn, aftur á móti, þarf ekki að auka neyzluna á sama hátt, þrátt fyrir það, að reyndur alkoholisti virðist ekki verða fyrir eins miklum áhrifum af alkoholi, eins og sá, sem nýbyrjaður er að drekka. Hann þarf ekki nauð- synlega að drekka vaxandi magn til að ná þeim áhrifum, sem eftir er sótzt. Þegar deyfilyfjaneytandinn hættir að nota deyfilyf, finnur hann til sterkrar löngunar í meira. Lífeðlisfræðilegar breytingar á líkamanum valda vaxandi þörf fyrir áframhaldandi vímu og meiri lyf. Hann fær einnig andleg og líkamleg vanlíðunarköst, sem hverfa strax og hann tekur nýjan skammt af lyfinu. Alkoholistinn getur verið án alkohols um lengri tímabil, án þess að finna til löngunar, sér- staklega ef hann er á sjúkra- húsi, eða annarri slíkri stofn- un eins og vistheimili. Fái hann andleg og líkamleg vanlíðunarköst, hverfa þau venjulega ekki, þótt hann fái einn einstakan smáskammt af alkoholi. Það er samt sem áður mikils- vert sameiginlegt einkenni hjá alkoholistum og deyfilyfjaneyt- endum, að þeir eru allir háðir þeim vímugjöfum, sem þeir nota. f nokkrum tilfellum, þegar vímu gjafinn er alkohol, þarfnast þeir hans alls ekki jafnaðar- lega, og þörfin er ekki endi- lega merki um líkamlega þörf Það getur verið sálræn þörf. Alkoholistinn notar alltaf alkohol til þess að losa sig við óþolandi spennuástand. Með aðstoð alkoholsins getur hann lifað með vandamálum sín um, fjölskyldu sinni og sjálfum sér. Hann er háður alkoholinu, til þess að geta starfað sem samfélagsmeðlimur. Það er kald hæðni örlaganna, að það, sem gerir alkoholismann að vanda- máli, er sama efnið og einstakl- ingurinn er háður, til þess að geta starfað, og hefur samt þá óhjákvæmilegu lífeðlisfræði- legu verkun að starfshæfnin minnkar. Að leysa þetta vandamál, — að hjálpa alkoholistum til þess að geta lifað án alkohols — er það sama sem kallað er með- ferð. Á þessum grundvelli er hægt að skilja skilgreiningu Heil- brigðismálastofnunar Samein- uðu þjóðanna á hugtakinu alkoholisti. „Alkoholistar eru alkohols- neytendur, sem í þeim mæli eru háðir alkoholi, að þeir sýna greinileg merki andlegra trufl- ana eða röskun á andlegri og líkamlegri heilsu sinni, sam- skiptum sínum við annað fólk, eðlilegri eða efnahagslegri og félagslegri starfsemi sinni, eða sýna byrjunarmerki slíkrar þró unar. Þeir þarfnast þess vegna meðferðar. Orðið „meðferð" er hægt að skilja þannig, að þar sé um að ræða eitthvað, sem aðeins lækn ir geti gefið. En sú hjálp, sem alkoholisti þarfnast, þarf að ber ast frá öllum, sem hafa samband við hann, fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda, en auk þess frá félagslegum stofnunum og lækn um. Alkoholisminn kemur öllum við, beint eða óbeint. Hann er stöðugt vaxandi vandamál. Samkvæmt skýrslum Heilbrigðismálastofnunar Sam einuðu þjóðanna voru 350 þús- und alkoholistar í Stóra-Bret- landi árið 1951, en af þeim sýndi fjórði hluti líkamlega og andlega veiklun. (Tilsvarandi tala í dag er vafalaust miklu hærri). Þessi tala gefur vís- bendingu um, hversu geysilegt vandamálið er, jafnvel þótt sam kvæmt okkar skilningi sé ekki hægt að reikna með að slíkt yf- irlit sé áreiðanlegt. Það er erfitt að segja um, hvernig fá megi nákvæmt yfir lit yfir sjúkdóminn. Þar að auki eru margir alkoholistar, sem aldrei komast í tengsl við stofnanir, sem halda skýrslur yfir sjúkdóm- inn. Starfandi læknum, til dæmis, er aðeins kunnugt um u.þ.b. ní undan hluta af alkoholistunum meðal fastra sjúklinga sinna. Á venjulegum sjúkrahúsum hljóta margir alkoholistar meðferð vegna líkamlegra sjúk dóma, án þess að drykkjusýki þeirra sé greind, eða færð í sjúkraskrá. Þegar um er að ræða geð- sjúkrahús, höfum við upplýs- ingar um innlagða sjúklinga. Það er sjálfsagt aðeins lítill hluti alkoholista, sem nokkru sinni er lagður inn á geðsjúkra hús. Flestir þeirra koma þar aldrei. Nokkrir af þeim deyja, án þess að hafa fengið nokkra geð- læknismeðf erð. Drykkjusýki (þ.e. alkohol- ismi) er sjúkdómur, sem er ban vænn. Lifrarherzli, vannæring, umferðarslys og sjálfsmorð krefjast mikilla og stórra fórna. Það er rétt að taka fram, að ekki finnast neinar áreiðanleg- ar tölur yfir dauðsföll, þar sem ofnotkun alkohols hefur átt stóran eða lítinn þátt, en sér- hverjum lækni, sem kemst i nána snertingu við vandamálið, er ljóst, að alkoholisti, sem ekki fær raunhæfa meðferð, hefur verulega þverrandi mögu leika á að ná eðlilegum aldri. Þetta kemur einnig fram í tölunum um aldurstilaorsakir, sem skipt er eftir ákveðnum reglum heilbrigðismálaráðu neyta í flestum löndum. Engin þessarra heimilda gef- ur fullnægjandi svar um hve margir alkoholistar eru til. Skýrslur Alþjóða Helbrigðis- 15. marz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.