Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 14
mM Lausn á síðusfu krossgáfu I <TV ■Mfl 7 I f - W&B ' 1 T' r- v, no\ tn »7? WM % f!f 7° Te x> £ r 70 -c\ •3=3 1 33 *T V' "r Izl 33 fs ri ■ ! ^.. g 7' 7> — 7*S r > -\ T s 33 Vs >. 3 Va ■of. 23 — — X) ■2. C s±> * tl 4 33 -V C r 7\ 1 I 31 -) ö' r 70 X>' V V .1 70 •Z •T' ^ £ .70 & •z. 2: — <47 O' JtNSíi 33 5 c H H o -32 11 g$ - -n o' * 33 r* > Ö 1 1 70 - z; 70 3» 2 c 33 H *** 3 rv E r — 70 03 ps 3^- * V-rv 7O > X 70 3> © 33 "m -I -n ™ r' — ? CE£ 70 - r n m fU T1 ð?' T © 5 33 w i I li? f-?ss jf || llj 11 2jL JC -3 >' 70 33 I 1 •z; 70 H 3> <7 7E. 3> ±\ :o M P' s ' ni ; • 1 70 3] * - 1 \\ - 73 c r 33'1 X % 37 r - 7» 03 Zr T n c fb — </* í« V> 33 Va X V 1 | X 33 ? £ H 70 x 5 X 3) H O' X T H H ~ <- t> •z. - 7> m T -0 i 1 c rsi 60B - ai X c \ 70 3) H •<' •Z. 0* s|I 33 M ■2; < LJC | 1 33 2 C \ •*) - r 33 3^ -70 33 r* u 35 \ - © TD X X L C z U 33 70 J5 * lA 0'2m n - X - X (A- ■ 70 - X 33 X -■ 33 r • 1 33 li Á DÖGUNUM hitti ég kennara á förnurn vegi; hann var á leið heim til sín úr vinnunni. Talið barst að kennslunni í skólanum. Hann sagði: „Þau kunnu nœstum ekki neitt í náttúrufrœðinni í morgun. Er það ekki alveg furðulegt?“ „Jœja,“ sagði ég, „hafa unglingarnir ekki gaman aj náttúrufrœði, hvaða skemmtilegheit varstu að frœða þau um?“ „Það var hluti af kaflanum um skordýrin,“ sagði hann. Sem sagt: flugur, einkum og sér í lagi maðkaflugur og húsflugur (sumar eru í sérflokki, sem heitir œð- vœngjur) og bítilóð œskan sýndi engin áhugamerki, þaðan af síður kunnáttu. Ó, hve glötuð er vor œska að hafa ekki áhuga á flugum og pöddufrœðum. Á eftir rœddum við dálítið um frœðslukerfið al- mennt. Við urðum sammála um, að það vœri áreiðanlega allt í lagi með frœðslukerfið; einkum vœru gagn- frœðaskólarnir mjög góðir. Svo les maður það sér til undr- unar, að börn séu yfirleitt að byrja að stauta hér, þegar útlend, börn eru komin vel niður í mengið, að gagn- frœðaskólarnir séu hérumbil ga-ga, en allskonar líflausar eftirhreytur frá latínuskólaöldinni enn við lýði í menntaskólunum og elcki enn bú- ið að kveða niður þann draug, að stúdentsprófið sé einhver áfangi. Og ekki batnar það í háskólanum: Hann er sagður lítið meira en fœri- band til að unga út embættismönn- um handa ríkinu og einstaka lög- frœðingi til að brjótast til frama hjá stjórnmálaflokkunum. Það er erfitt að henda reiður á hlutina í þvílíku moldviðri. En gagnfrœðaskólakennarinn sagði, að það væri áreiðanlega allt í lagi í sínum skóla. Sjálfur heyri ég stundum á tal nokkurra ungra manna, sem stunda nám í einum hinna nafntoguðu gagnfrœðaskóla. Þeir luku barnaprófi í fyrra og þá hafði verið mikið sett fyrir allan veturinn og ærið nóg að starfa. Nú brá aftur á móti svo við, að þeir höfðu næstum engin heimaverkefni. Svarið var alltaf það sama: „Það var ekkert sett fyrir.“ Að gamni mínu spurði ég skólastjórann í þess- um skóla, hvort það vœri sam- kvœmt planinu og hvort það gœti talizt eðlilegt að námsvinnan minnkaði til muna eftir barnapróf- ið. Ónei, ekki hélt hann að það gœti talizt eðlilegt. Enda réttsýnn maður eftir því sem ég veit bezt. Vissulega gœti það verið rétt stefna að draga úr heimaverkefn- um og leggja áherzlu á að kenna þetta lítilræði í kennslustundunum. En því miður gefst það misjafnlega. Stundum berast fregnir eins og þessar: „t dag x>ar allt vitlaust í bekknum. Það heyrðist ekkert í kennn.ra.num “ Og nœsta dag: „1 morgun var þremur stelpum hent út. Kennarinn varð að elta þœr um alla stofuna áður en hann náði þeim.“ Og síðar: „Nú voru aldeilis lœti, kennarinn gekk út rétt strax og lét ekki sjá sig meira.“ Úr öðr- um gagnfrœðaskóla í öðru hverfi bárust svipaðar fregnir, þegar ungu mennirnir voru að bera saman bœkurnar. En ekki hafði það verið RABB mildara þar: „Einn daginn fór kennarinn bara að gráta.“ Stundum berast fréttir af fram- úrstefnutilraunum í kennslu. Einn daginn kenndi ókunnur kennari dönsku. Hann hafði sagt: „Þið skulið bara lesa þetta á dönsku. Það skiptir engu máli þótt þið skilj- ið ekki orðin.“ Því ekki það. Til hvers er að skilja orð? Og þar að auki dönsk orð. Hvað sagði merkisklerkurinn Jón prímus í Kristnihaldi undir Jökli: „Það er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan einsog fuglarnir. Orð eru villandi. Ég er einatt að bera mig að gleyma orðum.“ En þeir, sem aldrei hafa lœrt orð, þurfa ekki að bera sig að gleyma þeim. Orðfœð eða öllu fremur orða- fátœkt, þykir eitt allsherjar kenni- mark á unglingunum. Gœti það verið skólunum að kenna? Nei, œtli það. Þó hefur vel menntaður ís- lenzkukennari við Verzlunarskóla fslands og Menntaskólann í Reykja vík gefið merkilega játningu í janú- arhefti Stúd.entablaðs: „Bókmenntakennsla mín felst í því einu að reyta allt skáldlegt gildi af verkum þeim, sem lesin eru, með því að umsemja þau yfir á lágkúrulegasta málstig. Ég hef meira að segja heila bók, orðskýr- ingar, til þess að hjálpa mér við þessa iðju, að drepa niður allan áhuga, að ekki sé nú talað um þann neista af skáldgáfu, sem kynni að leynast langt niðri í einhverjum nemandanum. Þegar ég kenni staf- setningu, nota ég kennslubók, sem samin er af tveimur ágœtum sveitamönnum fyrir aðra sveita- menn, enda gagnaði hún mér vel á sínum tíma. Unglingum, sem lifa við umferðarslys og annað þess háttar, kenni ég að skrifa „rétt“ og skilmerkilega ýtarlegar œfingar um þann háska, sem af því stafar að gœta sín ekki á „dýjunum og mýrarpyttunum við fjárrekstur- inn.“ Börnin einfaldlega skilja ekki þetta mál, og þeim finnst það ekki koma þeim neitt við. Að sjálfsögðu hefur dýrasta perla tungunnar, hið merkingarlega gagnsœi orðanna, myrkvazt öllum, ef það hefur þá nokkurn tíma opinberazt öðrum en sérvitringum.“ Umfram allt; við skulum ekki hafa áhyggjur af frœðslukerfinu. Og engar skammir. Annars gœti allt kerfið farið að gráta. Gísli Sigurðsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. iruarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.