Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 9
Leonardo da Vinci hefur oft verið nefndur fyrsti flugvísindamaðurinn, þótt aldrei flygi hann sjálfur eða nokkur í flugtækjum hans. En með athugunum sínum á flugi fugla og loftstraumum lagði hann grundvöllinn að fræðilegri hugsun um flug. Hér er teikning af einu flugtækja hans knúið handafli. Talið er, að ítalska stærðfræðingnum Danti liafi tek- izt að fljúga yfir Transimene-vatn um 1490. Síðar ætl- aði liann að fljúga yfir borgina Perugia, en slasaðist við að falla á kirkjuþak. Einn af frægustu frumherjum fluglistarinnar var Otto Lilienthal og bróðir hans Gustav. Þeir flugu mörg merkileg svifflug á árunum 1891—96. Otto lézt 10.' ágúst 1896 eftir fall úr 15 metra hæð. nema með göldrum, þá var hann sjálfur þeirrar skoðunar, að manninum myndi „með æfingu og reynslu“ takast að fljúga. En víkjum nú sögunni hingað til íslands. Hafði engum íslend ingi dottið í hug að fljúga? Hafði engan langað til að vera eins og fugfinn frjáls og fljúga um loftin blá? Ég held, að við verðum að álykta, að svo hafi verið, þótt heimildir skorti þar um. En vafalaust hafa íslend- ingar fyrrum heyrt um alls kon ar gervi og hami, sem gerðu mönnum flug mögulegt. Hvað þá um flugtilraunir hér á landi? Um þær eru fáar heimildir eða engar aðrar en nú skal greina. Árið 1638 samdi Gísli biskup Oddsson í Skálholti rit, er hann nefndi „De mirabilibus Island- iae“ eða „Um furður fslands". Rit þetta er á latínu, og er frum rit þess í handritasafni, sem Finnur Magnússon seldi há- skólabókasafninu í Oxford 1832. Dr. Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður skrifaði upp nokkra kafla úr riti þessu 1890, og það hefur verið gefið út prentað, en ég vil hér þakka þeim Grími Helgasyni cand. mag. við Handritastofnun ís- lands og Donald Ingólfssyni ljósmyndara fyrir að útvega mér eftirmynd þá, af síðum handritsins, sem fylgir þessari grein. f einum kafla rits Gísla Odds sonar biskups segir meðal annars: „Heyrt hefi ég getið um, að maður einn hafi þreytt flug með því að safna saman fuglafiðri og fjöðrum, fór svo í vængina eins og fat og brá þeim undir sig, og að hann hafi viðstöðulaust jafnvel getað flog ið yfir Hvítá í Borgarfirði; eru niðjar hans enn á lífi. Það eru ekki ýkjur og ekki er það með neinum göldrum gert, að því er ætla má, heldur aðeins með nátt úrulegri kunnustu. Svona fim- ar eru nú gáfur sumra manna hjá okkur.“ Önnur saga er til, sem svip- ar mjög til frásagnar Gísla biskups. Sú saga lifði í munn- mælum í Biskupstungum. Brynjólfur Jónsson frá Minna- Núpi hefur sagt frá því, að gömul sveitakerling í Biskups- tungum hafi sagt sér söguna skömmu eftir 1870, en Brynj- ólfur heyrði ömmu sína segja sömu sögu, þegar hann var barn. Sagan er svona: Snemma á 18. öld var ungl- ingsmaður á Iðu í Skálholts- sókn, sem Hinrik Hinriksson hét. Hann var frábær að hag- leik og hugviti. Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængj- um. Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið spölkorn. En jafnvæginu átti hann örð- ugast með að halda. Höfuðið vildi niður, en fæturnir upp. Samt áræddi hann að fljúga yfir Hvítá á Skálholtshamri, — þar er áin örmjó — og tókst honum það. Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir ofdirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harð- bannað að búa til annan. Enda dó hann litlu síðar.“ Sumir hafa talið, að hér væri um að ræða sömu söguna. Um það er erfitt að fullyrða, en ekki er óeðlilegt að ætla, að fólk í Biskupstungum hafi ímyndað sér, að flugmaðurinn hafi farið yfir Hvíbá þar, en Gísli biskup ritar greinilega „Hvítá í Borgarfirði” og nefn- ir engin mannanöfn. Tæplega er ástæða til að efast um sann- leiksgildi sögunnar hjá biskupi, og er því fluglistin komin til ára sinna hér á landi. Ekki er mér kunnugt um fleiri hlughami gerða á ís- landi, en ég veit um einn mann, Halldór Magnússon prentara, sem að gamni sínu gerði sér væng til að fljúga með vestur á ísafirði kringum 1933. Væng- ur þessi var eins og nýtízku þotuvængur og hafið tæpir þrír metrar. Halldór og félagi hans Sigurður Baldvinsson reyndu þennan væng með því að stökkva á skíðum fram af hengju, en ekki mun svifið hafa verið langt. Vængurinn var frekar þungur og ætlunin reyndar ekki að fara hátt upp í loftið, enda enginn útbúnað- ur til að stjórna sér með. Því má bæta hér við, að í riti Gísla biskups Oddssonar, sem fjallar um smíðar, hag- leilc og fimi íslendinga á 17. öld, stendur einnig þetta: „Það er líka uppi nú þann dag í dag maður einn hér á landi, sem með eigin höndum hefir kveikt saman dúfu, sem getur flogið og spýr einnig eldi; er það hugvitsamlega og snillilega gert.“ Ekki er ástæða til að rengja þetta, því að svona gripir hafa verið smíðaðir um allan ald- ur. Meðal þeirra, sem hafa smíðað fugla, sem gátu flogið, var Kung-shu Tse, samtíðar- maður Konfúsíusar, og svo var það Grikkinn Archytas (428— 347 f.Kr.), sem einmitt smíð- aði dúfu, sem talin var eitt af furðuverkum fornaldarinnar. Því miður vitum við ekkert um gerð þessara fugla. Lærðu menn ekkert af fugl- unum? Jú, svo sannarlega, og má í því sambandi nefna hinn fræga, þýzka svifflugmann Otto Lilienthal og hina ódauð- legu Wright-bræður, sem fóru fyrsta vélflugið 1903. Allir þessir menn höfðu varið mikl- um tíma til að virða fyrir sér fuglana og flug þeirra. Wright- bræður lærðu t.d. að stjórna flugum sínum með því að vinda upp á vængina, svipað og fugl- ar gera. Og þannig er það enn í dag, að með því að virða fyr- ir sér hina fiðruðu vini okk- ar og fullkomnustu flugvélar nútímans, sjáum við ótrúlega margt, sem hliðstætt er. Þótt furðulegt sé, eru enn til þeir menn, sem dreymir um að fljúga eins og fuglarnir, meira segja með því að blaka vængjunum. Margir álíta þotu- flug ekkert flug, svo að ekki sé nú minnzt á geimflug. Það er því ekkert undarlegt, þó að heimasmíðuðum flugvélum fjölgi afar mikið í mörgum löndum, og þeir eru nokkuð margir, sem enn hugsa sér að Ef eitthvað var — og er — að kasta sér út í opinn dauðann, þá var það að kasta sér með heimatilbúna vængi fram af háunt byggingum. smíða flugtæki í svipaðri mynd og menn hugsuðu sér fyrir 400 árum, en með því að beita nútíma tækni. Margt fólk trúir því statt og stöðugt að hægt sé að beita vöðvaaflinu til flugs. Að lokum skal drepið á það, að um árabil hafa farið fram tilraunir með flug manna á þann hátt, að menn spenna á sig þrýstiloftskúta eins og bak poka eða froskmenn loftbrúsa. Einnig hafa verið gerð belti með áföstum þrýstiloftskútum. Það hefur gengið ágætlega að komast upp í loftið, en það hefur gengið verr að halda jafnvæginu. Með allri tækni nútímans veitist flugtækni- mönnum býsna erfitt að halda flugtækjunum í jafnvægi, þótt það hafi svo sem tekizt prýði- lega. En flugmenn vorra tíma eiga fullt í fangi með þetta, eins og íslenzki hagleiksmað- urinn fyrir um 330 árum, þeg- ar „höfuðið vildi niður, en fæturnir upp.“ Þessi tréskurðarmynd eftir Albrecht Diirer sýnir þá Dedalos og íkaros á flugi frá Krít. Fjölmargir aðrir listamenn hafa gert myndir af flugi feðganna. 15. marz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.