Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 10
Árni Waag Um þessar mundir er svartbakurinn úti á hafi að huga að loðnunni. Tilraun gerð á svartbaksunga með rmiða blettinn, sem hann goggar í, þegar hann vill snæða. Það hefur verið rætt og ritað svo mikið um svartbak undan- farin ár, að það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að fara að ræða um hann hér. Þó skal þess freistað, því að það er ýmislegt, sem hefur ekki komið nægilega skýrt fram í umræð- um um þennan tignarlega fugl. Það er flestum kunnugt, að svartbak hefur fjölgað mjög mikið undanfama áratugi. Al- mennt eru aðalorsakir þessa taldar vera hið hlýnandi veður far, sem hefur átt sér stað á þessari öld svo og aukið sorp og fiskúrgangur, sem verður meiri og meiri með vaxandi fólksfjölgun og auknum fisk- veiðum. Þegar kemur fram í marzmán uð þá hverfa næstum því allir mávar. sem hafa verið við frá rennslin og sorphaugana. Hvert fara þessir stóru hópar? Það er eins og menn kunni ekki við þetta og finnist eitthvað vanta. Mávarnir fara nú til fiskjar og Gagns- laust a5 útrýma svartbak með eitri eða skot- vopnum það er einmitt loðnan, sem dreg ur þá frá sorpinu að þessu sinni. Það er ekki fyrr en í fyrstu viku aprílmánaðar, að menn fara að sjá einhvern fjölda af mávum aftur, og þá er sílamávurinn, eini reglulegi farfuglinn á meðal íslenzkra máva, kominn í hópinn. En nú er farið að líða að varptíma svartbaksins og hann fer brátt að dreifast til hinna ýmsu varp stöðva, sem eru mjög marg- breytilegar. Syartbakur verpir fyrst og fremst á eyjum og skerjum við ströngina, á and- nesjum svo og á þurrttm hólm- um umluktum forarmýrum og fenjum, upp til fjalla, enn- fremur er hann algengur varp fugl á sandflatneskjuin, eins og Breiðamerkur- og Skeiðarár- söndum. Þá verpir hann ail- langt frá sjó t.d. á Arnarvatns heiði og fleiri stöðum fjarri ströndinni. Hann verpur víða í þéttum byggðum, en mjög oft finnast stöku hjón hér og þar á strjálingi. Þess skal getið hér, að svartbakur er mjög algeng- ur varpfugl alls staðar á land- inu, nema á Austfjörðum, þar er silfurmávur í yfirgnæfandi meirihluta. Svartbakur byrjar varp að öllu jöfnu í síðustu viku apríl mánaðar og í fyrstu viku maí- mánaðar. Hann á oftast þrjú egg, eins og fyrr segir, og er talið, að það taki tæplega 30 daga að unga þeim út. Ungarn- ir eru tvo til þrjá daga í hreiðr inu og ber karlfuglinn fyrst í stað einn æti í búið. Ætinu ælir hann hálfmeltu við hlið maka síns og skammtar móðirin ung- unum. Margir hafa, ef til vill, tekið eftir rauðum bletti framarlega á neðra skolti allra hinna stærri máva. Þessi blettur hef- ur mjög mikla þýðingu fyrir ungana, því ef hann væri ekki, myndu þeir hreinlega svelta í hel. Þegar ungamir sjá rauða blettinn, þá eru þeir reiðubún- ir til snæðings og höggva i hann, en við það opnar full- orðni fuglinn gogginn og matar ungana, fyrr ekki. Tilraunir hafa verið gerðar með því að sýna mávsungum nef án rauðs bletts og hafa ungamir ekki borið við að bera sig eftir fæð- unni. Það er talið, að það taki um 50 daga þangað til svart- baksungar verði fleygir. Þeir em, eins og öll ungviði, þurft- arfrekir. Á vorin og sumrin em svartbakar ekki eins háðir úr- gangi og á haustin og fram til marzbyrjunar. Það er nóg af eggjum og ungum annarra fugla tegunda- Við sjóinn er svart- bakurinn furðu slunginn að finna hrognkelsi, sem fjarað hefur undan, og við vötn og ár veiðir hann bæði silung, smærri laxa og seiði þeirra. Það hafa farið miklar sögur af skaðsemi svartbaks hérlend- is og er cinkum talið, að hann Framhald á bls. 13 Hannes Jónsson Litla milljónin Einu sinni var afarstór milljón, sem líka var af- skaplega dönsk. Hún var í íslandsbanka, sem Danir stofnuðu um síðustu aldamót, til að hjálpa Islend- ingum, sem voru bláfátækir og áttu afskaplega bágt. Þetta var árið 1917, ég fór grátandi niður í bless- aðan bankann, og ljúfmennið hann Hannes Hafstein láruaðd mér eirm hiundraðishluta af stóru milljóninni, eða 10 þúsiunid krónur, sem er saarju og 3 milljónir nú. Mikið var bankastjórinn góður maður, og fallegur eins og engill. Árið 1918 var síðasta sinnið sem ég sá gullpen- inga selda í íslandsbanka. Þá seldi þar ungur maður 50 hálfs punds peninga á 9 krónur hvern. Peningana hafði hann unnið sér inn á enskum trollara. Á eftir neitaði bankinn að innleysa seðla sína með gulli, en A. Obenhaupt fór þá í miál viið bankarm. Hanm var af Gyðingaættum, en þeir trúa á einn Guð og Gull. Árið 1921 var haldinn afarstór fundur. „Þá váru æsir allir á þingi, ok ásynjur allar á máli“, nefni- lega heildsalarnir, ei'nokunarhringamár, og bless- aðir samvinnumennirnir, eða sambandið. Allir á hausnum eftir braskið með stríðsgróðann. Bankarnir riðuðu til falls. Þá var íslenzka krónan felld í 48 aiuira, enska lánið tekið mieð oikurkjöruim, einokunar- hringarnir stofnaðir, og samvinnulögin sett. Allt hef- ir verið á niðurleið síðan. Ólafur Friðriksson mót- mælti, af því hann var Húnvetningur í móðurætt. En hann var bara múlkteraður um 200 þúsund, svona 600 milljónir nú. Hvað er að tala um islenzku rétt- vísina, það er engin furða þó gefið sé út frímerki henni til virðingar. Árið 1939 voru sumir hungraðir, og sumir höfðu lítið að éta, og þá var ekíkert annalð úrræði lemgur en aið pisisa í síkó sinn, og lækka krónuna. Árið 1946 sameinuðust kommúnistarnir, braskarar, einokunarpostular og samvinnumennirnir um að svikja almenning og svindla með krónuna. Og í tvígang síðan hefir sami leikurinn verið leikinn, svo stóra milljónin sem einu sinni var, er nú komin niður í þrjú þúsund, og það er niðurgangur á henni enn. Dýrðin, dýrðin, segir blessuð lóan. Saltfiskhringur inn auraði saman í forláta biblíu, með bílætum helgra mianirua og latíniusproki, og glaf þjóðfélaiginiu. Það mætti segja mér, að Doddi kúla hefði staðið fyrir sprellinu. Hann var grínagtugur þegar hann var ung- ur stráfcur. Ólyigiiinn isaigði mér, að Seðlabankimin hefði raunverulega keypt Skarðshók á uppboðinu í Lond- on fyrir 5 milljónir, og gefið þjóðfélaginu. Það hefði eiginlega verið álitamál, hvort íslenzka kirkjan hefði nú ekki verið rétti eigandinn. Og svo ætlar doktor Jakob að hengja dinge-ling upp í Hallgrímskirkju Guði til dýrðar. Ég sagði þaffi nýlega niðri í Seðlábamikia, að ís- lenzka krónan væri ekki lengur skráð í Himnaríki, ekki frekar en rúblan. Sá brosti, sem afgreiddi mig og sagði, að vissulega væri hún skráð þar enn. Hann trúði á Jóhannes Nordal og Gylfa. En þegar íslend- ingar samlþykktiu aiðildina að EFTA, þá varB mér á að raula gömlu vísuma, eims og kiomunmá forðium: Lífið hefir mér löngum kennt, að líða, þrá og missa. Koppurinn minn er kominn í tvennt, hvar á ég nú að pissa? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.