Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 13
ingar og fangelsunar, hafnar hann í andrúmslofti, sem er þrungið hatri, og hefur ekki það markmið að endurhæfa hann. Komist hann í hendur lækna, sem eru reiðubúnir að taka á sig meðferð á ástandi hans, fær hann inni á sjúkrahúsi. Meðferðin, sem sett er í gang til þess að hjálpa honum, bein- ist að því að endurvekja sjálfs virðingu hans og örva vilja hans til að sigrast á vandamáli sínu. Báðar eru þessar aðferðir notaðar á íslandi í dag, og því miður er það oft hrein tilvilj- un sem ræður, hvort alkoholisti kemst í hendur lögreglunnar eða heilbrigðisþjónustunnar, en vonandi kemst betra skipulag á þessi mál ,þegar lögin frá 1964 um meðferð drykkjusjúkra komast til fullra framkvæmda. Hver og einn, sem stöðu sinn ar vegna hefur möguleika til að hafa áhrif á örlög alkohol- ista, ætti að útvega sér allar þær upplýsingar, sem til taks eru, og yfirvega nákvæmlega í hverju einstök tilfelli, hvaða ráðstafanir væru heppilegastar. Heimildir: Bókin „Alcoholism eftir Neil Kessel og Henry Walton. Tölulegar upplýsingar eru frá Áfengismálafélagi íslands. Upplýsingar um alkoholisma og berkla, fengnar frá Banda- ríkjunum. Haukur Jónsson. Lífið í kringum okkur Framhaid aí bls. 10 sé mikill vágestur meðal æðar- unga. Vissulega er hann það. Ég hef séð svartbaka svelgja hvern æðarungann á fætur öðr um og það oft mjög stóran. Nú er spumingin: Hefur æðarfugl um fækkað hér á landi, þrátt fyrir hina miklu fjölgun svart baks? Hvernig getur staðið á því, að æðarvarp getur blómg- azt innan um tugi ef ekki hundr- uði verpandi svartbaka? Er svartbakur eins mikill skað- valdur lamba eins og af er lát- ið? Gerir hann það mikinn skaða í silungs- og laxveiðiám, að það minnki veiðina? Þessum og fleiri spurningum er erfitt að svara með fullri vissu. Hér er mikið' rannsóknarefni, sem bíð- ur úrlausnar. Það hefði þurft að gera vísindalegar athuganir á þessurn málum, áður en lögin um eyðingu svartbaks voru sett fyrir nokkrum árum. í lögum þcssum er fyrst og fremst gert ráð fyrir að verðlauna menn fyrir hvem skotinn svartbak. Allir þeir, sem til þekkja sjá liversu vonlaust það er að fækka svartbak með skotvopn- um. Það þyrfti óvígan her, grá an fyrir jámum ef einhver ár angur ætti að nást. Það er lika svo komið, að flestar menn ingarþjóðir heims era hættar að verðlauna fyrir skotin meindýr. Hvað er þá til úrbóta? Leggja út eitur? Það yrði mjög svipað og með skotvopnin. Það myndi varla sjá högg á vatni, auk þess, sem eitur myndi drepa aðra fugla og dýr svo sem emi og fálka. Eitt er það, sem mjög hefur verið misskilið manna á meðal en það er að steypa und an svartbak. Þegar steypt er undan honum verpir hann nær undantekningarlaust aftur. Til þeffs að svartbakur geti það, þarf hann óhemjumikið æti til þess að geta myndað hin stóru egg sín. Það á því ekki að steypa undan honum, heldur á að eyðiieggja eggin þannig að ekki sjáist á þeim. T.d. með þvi að gera örlítið gat á þau og hrista þau dugiega. þá liggur svartbakurinn á eggjunum unz það er orðið of seint fyrir hann að verpa öðru sinni. Þessi að- ferð er þó alls ófullnægjandi, nema á afmörkuðum svæðum. Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að ganga þannig frá sorphaugum, úrgangi fisk- vinnslustöðva og sláturhúsa, að mávar eða önnur dýr, geti ekki náð í æti og á þetta sérstak- lega við frá seinni hluta sum- ars og fram til marzmánaðar, áður en loðnan fer að ganga. Flestir Reykvíkingar muna eftir þeim ótölulega fjölda máva, sem héldu sig við ösku- haugana vestur á Granda. Þeg ar sorpeyðingarstöðin tók til starfa hurfu þessir mávar með öllu og urðu að leita sér fanga anuars staðar. Að því, sem sagt hefur verið þá mætti leggja til að hætt verði við að verðlauna menn fyrir að skjóta svartbak. Fé því, sem við það sparaðist, ætti að verja til fullkominna rann- sókna á lifnaðarháttum svart- baks og þá einkum með tilliti til þess að fá úr því skorið hvort hann sé sá skaðvaldur, sem af er látið. Ef niðurstöð- ur þessara rannsókna yrðu á þann veg, að það þyrfti að fækka honum, þá er eina leiðin að ganga þannig frá sorphaug- um og frárennslunt, að hann komist ekki í allt þetta mikla æti, einkum frá hausti til út- mánaða. Ef þetta yrði gert myndi viðkoma svartbaksins sennilega minnka af sjálfu sér. Það, sem skiptir mestu máli fyrir fjölgun og fækkun svart baks er hve mikið af stofnin- um getur haldið velli út vetur- inn, og á þetta sérstaklega við nú, þar sem vetur virðast fara kólnandL Hann var sannur faðir alira fátækra manna Framltald af bls. 2 Guði á hendi“. Spurt höfðu þeir, að hann var sjúkur. Þeir fóru þá til kirkju og héldu sálutíðum, og þá segir hann prestinum Rikinna, hvat fyrir hann hafði borið“. Varla þarf að taka það fram, að það reyndist rétt, að Þor- keltt prestuir hafi Hátizt á þess- ari nóttu. Það fór bráðlega að bera á því, að jarteikn fóru að ger- ast í sambandi við Jón biskup Ögmundarson, þegar heitið var á hann látinn. Er til mikill fjöldi frásagna af slíkum at- vikum, sannkallaðar krafta- verkasögur margar þeirra. Svo er það 14. desember 1198, að Brandur biskup Sæmunds- soii laabuir taka upp bein Jóns biskups, þvo þau og láta í nýja kistu. Á þriðja ári frá því að bein Jóns biskups hafa verið þveg- in, sett í nýja kistu og jarðsett, varð Brandur biskup svo veik- ur, að hann komst ekki til kirkju og voru því tíðir lesnar í herbergi hans. Þetta var í fyrstu viku föstu, og var svo gert bæði miðvikudaginn og fimmtudaginn. Er biskup þá hvattur til að láta taka upp hélgan dóm Jóns biskups. Fellst Brandur biskup á það og lætur tiltaka staðinn í kirkj- unni, þar sem hann ætlaði að láta setja hinn helga dóm Jóns. Um þetta segir svo: „Og er all- ir hlutir voru tilbúnir, þá biðu þeir þann dag, því að þeir vildu ekki upp taka heilagan dóminn, fyrr en virðulegur kennimaður kæmi til, Guð- mundur Arason, er síðan varð biskup eftir Brand biskup, því að þeir höfðu eftir honium senit, og kom hann um kveldið. En föstudaginn eftir tóku þeir upp heilagan dóminn. Þá var á veður kalt og myrkt, og bæði fjúk og drífa. En um daginn, að miðjum degi þá voru allir kennimenn í kirkju komnir, skrýddir sloppum og kantara- kápum, með krossum og kert- um, og reykelsiskerum og helg- um dómum og skipuðu skrúð- göngu inni í kirkju. Biakup sat í stóli sínum skrýddur biskups skrúði. Og er allir hlutir voru albúnir, var hringt öllum klukkum. Þá gengu lærð- ir menn út úr kirkjunni. En Brandur biskup sjálfur, sá er áður hafði varla mátt við tveggja manna fulltingi til kirkju komast, þá óx svo skjótt máttur hans af Guðs miskunn, að hann spratt nú upp úr stóln um og gekk út síðan með þeim í skrúðgöngunni og leiddi einn maður hann þá eftir venju. Gengu síðan allir saman til leiðisins með fögrum lofsöng- um og tóku upp helgan dóm- inn, og báru í kirkju inn með mikilli dýrð og fagnaði og settu á þann stað, sem áður hafði verið fyrirbúinn. Síðan sungu þeir messu hátíðlega Guði til dýrðar og hinum heilaga Jóni biskupi". Veðrátta breyttist til batnaðar þegar í stað. Frá því segir þannig: „Þá snerist veðráttan svo skjótt þann dag, sem heilagur dómur- inn var upp tekinn, að þá hlánaði svo, að á fám dögum tók af snjóinn allan, eigi að- eins í því héraði, heldur um allt ísland“. Eins og ég gat um áðan, er til mikill fjöldi frásagna, þar sem segir frá merkilegum at- vikum, sem gerast í sambandi við Jón biskup helga. Virðist á mörgum þeirra frásagna, að lækningamætti hins helgajóns væri engin takmörk sett. Þá var heitið á hann til ýmissa annarra hluta en lækninga t. d. til fararheilla, til að finna verðmætan hhit, sem gefizt hafði verið upp við að finna. Er freistandi að segja frá ýms- um þessara jarteikna, en til þess þarf talsverðan tíma. Skulu hér aðeins nefnd örfá dæmi. 1) .„Maðuir hét Sveinn. Hann fór til helgra tíða Brigida-rm-essudag, þ.e. 1. febr- úar. Svo bar til, að hann féll fall mikið, kom höfuðið niður og springur einhversstaðar. Var það sár mjög mikið og blæddi ákaflega. Hann komst þó leiðar sinnar, og fann prest þann, er söng að kirkju þeirri, sem hann hafði til ætlað að fara, og þar skyldi syngja tíð- ir. Sýnir hann honum sárið. En er lokið var tíðum, þá fór Sveinn heim. Og er hann kom á bæ þann, er hann átti heima, þá tók blóðrásin að hefjast öðru sinni, og blæddi nú enn ákaflegar en fyrr. En nú var enginn sá hjá, sem stöðva kunni. Þá sækir hann til guð- legs fulltingis, er eigi var hins mannlega kostur, og kallar af öllum hug á hinn heilaga Jón biskup til árnaðarorðs, og heit- ir að biðja hvern dag meðan hann lifði fyrir Ögmundi föður hans og Þorgerði móður hang, einnig að sækja guðsþjónustur. Þegar hann hafði gert heitið stöðvaðist blóðrásin og sárið var á fáum dögum heilt“. 2) Unig stúlika, Svanhild- ur að nafni, veiktist hastarlega, svo að hún gat ekki risið úr rekkju. Segir svo um þetta: „Var hryggur og lendar knýtt- ur, en fæturnir krepptir“. Móðir stúlkunnar hét á Jón biskup helga fyrir sína og dótt ur sinnar hönd. Ekki leið á löngu, þar til stúlkunni fór að batna, og varð hún alheil á skömmum tíma. 3) „Á bæ þeim í Suninlend- ingafjórðungi, er í Skálmaholti heitir, bjó kona sú í þennan tíma, er Oddný hét. Hún heyr- ir sagðar margar fagrar jar- tegnir heilags Jóns biskups. Þá heitir hún á hann, að finnast mætti kirkjulykill sá, er þar hafði týnzt fyrir 6 vetrum. Hún var í kirkju og hét að syngja 10 sinnum Faðirvor til að þakka hinum heilaga Jóni biskupi, og lauk hún heitinu áður en hún gengi út úr kirkj- unni. En þegar hún kom út úr kirkjunni í kirkjugarðinn, þá sá hún hvar kirkjulykillinn lá í grasi, og tók upp og varð fegin svo skjótum fundi“. 4) „Maðuir hét Narfi. Hamin fór á skipi með förunautum sín- um. Því næst gerir að þeim storm veðurs og var við sjálft að skipið myndi farast undir þeim. Og er þeir óttuðust sitt mál, mælir hann Narfi til félaga sinna: „Nú skulum vér biðja allir almáttkan Guð, að fyrir árnaðarorð sællar Maríu og heilags Jóns biskups misk- unni hann oss og láti oss kom- ast með heilu til hafnar. Syngj- um nú allir Faðirvor“. Eftir þetta hét hann á heilagan Jón biskup og mælti svo: „Heyr þú hinn heilagi Jón biskup. Ef þú mátt það öðlast af Guði fyrir þitt árnaðarorð, að vér komum í dag heilu og höldnu í höfn, sem næst er bæ mínum, þá mun ég gefa hátíðardag þina fátækum mönnum mjólk þá alla, er frá kúm mínum kemur, og efa aldrei um þína göfug- legu verðleika“. Og er hann hafði svo mælt, þá féll þegar veðrið og stormurinn, og tóku þeir til ára og komu þann dag heilu og höldnu í þá höfn, seti» þeir höfðu á kveðið. En áður en þeir höfðu borið allt af skipinu, þá hljóp á hið sama veður og sami stormur í sjó- inn, sem áður en þeir hétu, sv® að sýnist, hvað mátt hafði heif þeirra og ákall við heilagaa Jón biskup. Fóru þeir nú fegn- ir heim til sinna heimkynna, lofandi Guð og heilagan Jón biiskup“. 6) „Bótólfur hét maður. Hann bjó skip sitt til fslands. En þá er þeir voru í hafi staddir, þá fengu þeir myrkva mikla, svo að þeir vissu ekki hvert þeir stefndu. Á því gekk 2 vikur. Eftir það hétu þeir á hinn heilaga Jón biskup, aS þeir skyldu sjá himintungl fyrir hina þriðju sól. Þeir hétu, að hver sá maður, sem á skipinu var, skyldi gefa hálfa mörk af vaxi, en það voru 18 manns á skipinu. Þetta var á föstudegi nær nóni. En laugar- daginn eftir sáu þeir land, og voru þá komnir fyrir Langa- nes. Kom þá á vindur hagstæS- ur og tóku þeir Gáseyri í Eyja- firði, lofandi Guð og hinn heilaga Jón biskup“. VIII. Hér skal látið staðar numið. En ég vona, að þessi orð mít» hafi orðið til þess, að einhverj- um hafi orðið það ljósara et» áður, hvers vegna alþingi lög- festi á árinu 1201 þann 3. marz sem messudag Jóns biskups Ögmundssonar. Ennfremur tel ég þær minn- ingar frá löngu liðnum dögum, sem ég hefi dregið hér fram í dagsljósið, þess virði, að þeim sé helguð þessi stutta grein. Um langt skeið blessuðu þúa undirnar minningu hins helga Jóns biskups. Sú blessun, sem fylgir minningu hans frá löngu liðnum kynslóðum, má ekki hyljast myrkri gleymskunnar eða rykfalla í gömlum ritum. Blessuð sé minning hina helga Jóns biskups Ögmunds- sonar. Megi kraftur fornrar helgi og mannkærleika hans ná til ykkar, sem lesið þessi orð mín. Heimildir m.a.: Biskupa sögur, (Kbh. 1856). Prestafélagsritið 3. árg. (Ritg. eftir bisk. Jón Helgason). íslenzkar æviskrár. Flateyjarbók. Kirkeleksikon for Norden. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmm^tjmm 15. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.