Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1970, Blaðsíða 4
Hvað er skáldgáfa? Sögukorn um anda Smásaga eftir Kristmann Guðmundsson un í því að koma saman setn- ingum. Ég skrifaði „Tale3 og the South Pacific" á Irtílli eyju í Kyrrahafinu, og hafði aðstöðu til að heimsækja allmargar ólík ar eyjar. Ég skrifaði á nótt- unum, aldrei á daginn, því að ég stundaði annað starf. Hvern ig ég fór að því að breyta venj um mínum, og fara að skrifa á daginn, veit ég ekki, en nú hef ég tamið mér að skrifa nær ein göngu að degi til. Ég hallast frekar að þeirri skoðun Henry James, að rithöf undur eigi að bergja af sínum eigin brunni, frekar en að fara að eins og Jack London, sem trúði því, að menn ættu fyrst að hamast um borð í skipi áð- ur en þeir gætu skrifað um það. Fyrri aðferðin er áreiðanlega betri, en fyrir þá okkar, sem hafa litla reynslu af að skrifa, veitir umhverfið mikilvægt og eðlilegt aðhald. Mér fínnst efnisval í bók ekki skipta höfuðmálí. Sjálfur á ég óskrifaðar um það bil Ommtán dásamlegar skáldsögur. Líklega gildir þetta um flesta rithöfunda. Einhver innri þörf rekur þá áfram, og þeir geta beitt hæfileikum sínum á hin margvíslegustu söguefni. En sannleikann tel ég hins vegar skipta miklu, og það gleð ur mig, að ég hef sjaldan verið talínn sniðganga hann. AKlHliK MILLEK Missir eða skipbrot föður eða móður á kynþroskaskeiði eða fyrr, virðist vera sameiginleg- ur furðumörgum mikilsháttar rit höfundum. Dauðinn hefur grip ið inn í, eða andlegt skipbrot. Tjáningarþörf listamannsins, leit hans að formi, sprettur af nauðsyn á að koma sér upp ein hverri skírskotun i stað þeirrar, sem hann hefur misst, ekki með því að fara sjálfur í þeirra spor, en með því að finna til- finningum sínum — ánægju, angist, sorg og sigurgleði — sameiginlegan farveg, og finna þeim táknrænt samræmi, sem hægt er að fella sig við. Lítum bara á Tolstoy, Hemingway, Agee, Stendhal, Dickens, o.fl. o.fl. Sköpunargáfan verður vissulega ekki skýrð með þess- ari staðreynd, og því síður snilligáfan, sem verður væntan lega ætíð hulinn leyndardómur. Með öðrum orðum: við getum sagt, að listsköpun sé andsvar listamannsins við dauða eða and legu skipbroti föður hans, en þar sem margir hafa reynt þetta sama án þess að verða lista- menn, er spurningunni enn ósvarað: Hvað er það í eðli listamannsins, sem ræður úrslit um? HENRY MILLER Ég er sannfærður um, að sköpunargáfa býr í hverjum manni, og sú sköpunargáfa fengi að njóta sín í miklu rík- ari mæli en nú er, ef forstokk- aðar hugmyndir okkar um menntun kæmu ekki í veg fyrir það. Listamanninum tekst að brjótast upp sakir þrjózku,óbif andi trúar á sjálfan sig og trún aðar við köllun sína. Allir geta notið innblásturs, en til þess að ná markinu, þarf aga, úthald, og trú á ajálfan aig og verk sitt. Ytri aðstæður geta ýtt uná ir sköpunarþörfina, og skiptir þá ekki öllu máli, hvort þær eru góðar eða slæmar. Með ör- fáum undantekningum virðast mestu listamenn í hinum svo- nefnda siðmenntaða heimi hafa getað þrifizt í ömurleik, hvort sem þeir hafa sjálfir kallað hann yfir sig eða ekki. Fyrir- heitna landið er setíð utan seilingar listamannsins, ekki síð ur en annarra. GEORGES SIMENON Nauðsynlegasti eiginleiki listamanns, einkum skáldsagna höfundar, er að geta lifað sig inn í hugarheim annarra. ISAAC BASBTEVIS SINGER Allir listamenn búa yfir óvenjulegri forvitni um manns eðlið og mannlega hegðun. Hver einstaklingur — jafnvel dýr og plöntur líka — er rannsóknar- efrú í vinnustofu skáldsins. Hvert mannsandlit, hugsanir hans, ummæli, tilfinningar, sér- gáfur, er einstætt, og allt sem heyrir honum til, speglar hið einstæða. Listamaðurinn sjálf- ur er einstæður, og skoðar því veröldina umhverfis sig á ein- stæðan hátt. Skáldgáfu fáum við að erfðum, en menntun, uppeldi og aðrar ytri aðstæð- ur geta bæði þroskað hana og drepið hana niður. Samfara skáldgáfu fer oft —- en ekki alltaf — samúð og uppreisn gegn grimmd náttúrunnar. JOHN STEINBECK Ég er sannfærður um, að sköpunargáfan er samofin dul, og því hefur engum tekizt að skilgreina hana eða ráða dul hennar fyrir aðra. Hún virðist eingöngu byggja á óviðráðan- legri þörf listamannsins að tjá öðrum eitthvað, sem honum finnst mikilvægt. Rithöfundur finnur ekki ætíð þessari þörf sinni hæfilegan farveg. Hann verður að geta skynjað hvað það er sem skiptir sköpum milli góðrar sögu og slæmrar. Ég leyfi mér að halda því fram, að rithöfundur, sem finn ur ekki til ótta andspænis dul- arfullum og ógnvekjandi mætti listarinnar, er blessunarlega laus við að þekkja hana. TENNESSEE WILLIAMS Hlutverk rithöfundar er, að mínu viti, að bregða upp nýjum sannindum og uppgötva ný svið mannlegrar reynslu, og koma þeim þannig á framfæri, að les- endur skynji mikilvægi þeirra. Ég held, að listamaður sem einhvers má sín, sé alveg sér- stök tegund af manni. Ein- hvers konar írávik frá hinu eðlilega — ef við getum þá úr- skurðað, hvað er eðlilegt — og ófullnægja í sálarlífinu skap ar listamann. Ég fyllist angist, þegar ég er ekki að skrifa. Hvers konar lífi mundi ég lifa, ef ekki væri skáldskaparþörfin og dagleg- ar venjur? Ég get tæpast hugs- að mér líf án þessa. Kunningja mínum — við skulum kalla hann Jóhannes — var eitt sinn boðið á anda- trúarfund hjá frægum miðli. Tilefnið til þess boð3 var sennilega það, að hann hafði æfinlega verið mjög vantrúað- ur á þessháttar starfsemi, og var, sannast sagt, stálharður efnishyggjumaður, sem trúði hvorki á Guð né undlrhelma- höfðingjann, og var sannfærð- ur um að ekkert líf væri eftir dauðann. Eigi að síður tók hann boðinu, til þess að ganga algjörlega úr skugga um að þetta væri ekkert annað en helber hégómi, ef ekki annað verra. Hann kom til mín daginn eftir. Mér fánnst hann eitthvað undarlegur á svipinn, en spurði einskis og bauð honum í staup- inu. Honum hafði alltaf þótt gott að smakka áfengi, en nú brá svo við, að hann vildi ekki þiggja í glas hjá mér. Ég hef líklega litið á hann nokkuð stórum spurnaraugum, en þá sagði hann: „Ég held að áfengi sé skaðlegt fyrir sálina." Væntanlega hef ég ekki ver- ið sérlega gáfulegur á svipinn, akkúrat þá stundina, og ég hváði ósjálfrátt: „Sálina — ha?“ „Já,“ sagði hann; „sálina!" „Nú, það getur svo sem vel verið,“ sagði ég, hafði reyndar heyrt eitthvað þessu líkt áður, þó nokkrum sinnum, en því miður ekki látið mér það að kenningu verða. Hann þagði alllengi, humm- aði bara við öllu, sem ég sagði, það ikti ekki orð í honum. En loksins leit hann á mig, nokkuð hvasst, og spurði rétt sí svona: „Trúir þú á Iif eftir dauðann?“ „Nú, það hélt ég að þú viss- rr,“ anzaði ég. „Aldrei hef ég efast um það. „Það hef ég nú,! sagði hann eilítið þyrkingslega. „En veistu hvar ég var í gærkvöldi?“ Ég hristi höfuðið. „Ég var á andatrúarfundi!“ Mér kom þetta auðvitað mjög á óvart. En þar sem ég hef verið á mörgum andatrúarfund um sjálfur, og það hjá beztu miðlum Evrópu, hef ég alloft séð vantrúaða menn skipta um skoðun á slíkum samkomum. Að vísu hef ég alltaf tekið „sönnunum“ andanna af mikilli varúð, og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama, þvi að enda þótt augljóslega virðist sannað aðtil sé yfirskilvitlegt líf, er komi fram gegnum miðla, hefur mér þótt allmargt af boðskap þess- ara anda heldur lítilfjörlegt, og sannfæring mín um framhalds- líf er byggð á annars konar reynslu. Kunningja mínum var ber- sýnilega mikið niðri fyrir, en einhverra hluta vegna var hon- um stirt um mál að þessu sinni, svo að ég spurði: „Bar nokk- urt markvert fyrir þig á þess- um fundi?“ Hann kinkaði kolli í gríð og erg, „Já, það merkilegasta sem fyrir mig hefur borið í lífinu! Ég talaði við föður minn.“ Nú þekkti ég lítils háttar til föður hans, sem var dáinn fyr- ir nokkrum árum. Hann hafði verið kaupsýslumaður, harð- svíraður náungi og ekkert sér- staklega vel þokkaður, svo að ég sagði í hálfkæringi: „Hann hefur væntanlega verið orðinn engill?" Jóhannes hristi höfuðið. „Ónei, ekki skildist mér það nú, hann sagði þvert á móti að sér Iiði bölvanlega, og þó væri þetta að skána upp á síð- kastið. — En hann sagði mér líka frá leynihólfi í skatthol- inu sínu, sem ég á nú og þú hefur séð. Hann sagði að það væru í því gullpeningar. Ég hló með sjálfum mér, því að ég þóttist þekkja skattholíð og vita að þar væri ekkert and- skotans leynihólf neinstaðar, og hugsaði með mér, að nú hefði ég þó loksins fengið sönn- un fyrir því að þetta væri allt- saman eintóm bölvuð vitleysa. Nú, karlinn sagðí mér ýmislegt fleira, varaði mig víð því, til dæmis, að haga mér eins og skepna — sem ég hef nú kannski stundum gert — sagði einnig, meðal annars, að áfengi væri alveg afleitt upp á ástand sálarinnar hinumegin, ef það væri misbrúkað, sem manni nú auðvitað hættir við stöku sinnum. Og svo minnti hann mig á ýmislegt frá æsku minni, sem enginn skolli gat vitað nema hann. Mér fór nú þá þegar ekki að verða um sel, en huggaði mig við að leyni- hólfið myndi koma upp um blekkinguna. Nú, ég var ekki fyrr kominn heim en ég fór að athuga skattholið. Hann hafði sagt mér greinilega, hvernig ég ætti að finna þetta hólf, og ég fór auðvitað eftir þeim leið- beiningum.“ Nú var ég einnig búinn að fá áhuga á málinu og horfði á kunningja minn með eftirvænt- ingu. En hann þagði langa stund, svo að ég varð óþolin- móður. „Fannstu það þá?“ spurði ég. „Ójá, lagsmaður, ég fann leynihólfið! Og það voru í því gullpeningar. Ekki margir að vísu, fjórtán stykki; aUmikils virði núna, að ég held, og sjálf- sagt gjaldgengir ennþá, því að þeir eru enskir.“ Hann leit allt í einu á mig sigrihrósandi og bandaði út hendinni. „Hvað segirðu, hvernig líst þér á? Er þetta kannski ekki fullgild sönnun fyrir þvi að karlinn sé lifandi?“ „Sönnun? — jú, ætli það ekki,“ svaraði ég. Eftir nokkra þögn hélt Jó- hannes áfram: „Konan mín var með mér, og móðir hennar kom fram á fundinum. Hún var nú aldreí neitt gáfnaljós, bless- uninr og það var ekki mikið á því að græða, sem hún sagði — nema einu: Hún hélt því fram að konan mín væri fædd- ur miðill, og að henni hæri skylda til að Ieggja fram aila krafta sína í þágu góðs mál- efnis. I>eir þarna hinumegin myndu sjá um að hún fengi góða stjórn, eins og hún orð- aði það. Mér varð á að spyrja, hvort hún ætlaði að taka stjórnina að sér sjálf — því að satt að segja var ég búinn að fá alveg nóg af kerlingunni áð- ur en hún fór yfir landamær- in. En hún neitaði því, sagðist ekki vera fær um slíkt, en myndi þó koma nokkrum sinn- um og heilsa upp á okkur, þeg- ar allt væri komið í lag. Eitthvað fleira sagði hann mér af fundinum, sem ég man nú ekki lengur. En honum var svo mikið niðri fyrir að hann átti bágt með að sitja kyrr, og innan stundar kvaddi hann og fór. Ég hafði gaman af þessu, eins og ég hef æfinlega, þeg- ar harðsoðnir efnishyggju- menn reka sig á eitthvað í til- verunni, sem gerir að þeim fínnst grunnurinn undir fótUm þeirra ekki jafn traustur og áð- ur. En ég hafði um margt ann- að að hugsa, og eftir svo sem vikutíma var ég alveg búiun að gleyma þessu. Þá hitti ég Jóhannes á götu. Hann var svo einkennilegur í fasi og útliti að ég veitti því eftirtekt. Þessi 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 15 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.