Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 3
Sonja Diego Thors þýddi NYSJALENZK LJÓÐLIST N, I ýsjálenzk ljóðlist hefur ekki verið í ýkja miklum metum með vestrænum þjóðum og fáir þarlendir menn orðið frægir víða um lönd af bókmenntaafrekum sínum, það væri þá helzt Katherine Mansfield fyrir smásögurnar sínar. Enskumælandi þjóðum eru að vísu nokkuð kunn þau ljóð nýsjálenzk sem eiga með þeim sameiginlega tungu, ort af afkomendum innflytjendanna á nitjándu öldinni, sem margir voru af skozkum ættum og gefnir fyrir yrkingar. Mikið af bessum skáldskap er heldur óaðgengilegt af- lestrar og erfitt að þýða. Af skáldskap frumbyggja landsins, Maóríanna, sem byggðu Nýja-Sjáland og ortu um það löngu áður en hvíti maðurinn kom þangað, er margt nú löngu týnt og tröllum gef ið, en sitthvað hefur þó bjargazt þótt misjafnlega smekkvísum höndum hafi verið um þau verðmæti farið. Hér fer á eftir í þýðingu af enskri tungu sagan um sköpun heimsins eins og Maóríar hugsuðu sér hana forðum. Ensku þýðinguna gerði Richard Taylor (1805—73), brezkur trúboði og sáttasemjari, sem helgaði líf sitt Nýja-Sjálandi, Maórium og eflingu vináttu með þeim og öðrum íbúum landsins. (Ská- letrað er það sem Taylor setur fram sem skýringar eða til að tengja atburðarásina samkvæmt sögum Ma- óría. Allt annað eru beinar þýðingar hans á þjóðkvæðum og helgiljóðum, sem honum voru flutt munnlega). Sköpunarsögunni fylgir eftir fornt orrustuljóð Maóría, sem Roger Oppenheim og Allen Curnow þýddu á enska tungu. Til gamans birtast í næsta blaði tvö ljóð töluvert yng ri, bæði eftir skáld sem fædd eru á þessari öld og enn á lífi að því er við bezt vitum. Annað Ijóðið er eftir skáldkonuna Ruth Dallas, en hitt orti sagn- fræðingurinn Keith Sinclair og tvinnar þar saman sagnfræði sína og skáldskap á ljóðrænan hátt. Sköpun heimsins (fyrsta tímabilið) Af getnaðinum spratt þungunin af þunguninni hugsunin af hugisoniiinni minrmingijn af mdnnintgumind vituinidiin af vitumdinni þráin. (annað timabilið) Orðið bar ávöxt, það bjó með daufri skímunni og fæddi af sér nóttina; nóttina miklu, nóttina löngu, nóttina lægstu, nóttina hæstu, nóttina þéttu, sem finna mátti, nóttina sem snerta mátti, nóttina sem ekki mátti sjá, nótt dauðans. (þriðja tímabilið) Úr tóminu óx getnaðurinn, úr tóminu þungunin, úr tóminu gnægðin, valdið til að vaxa, lifandi andi; hann bjó með alauðum geimnum og gerði gufuhvolfið mikla uppi yfir okkur, sem svífur ofar jörðunni, festingin mikla yfir okkur bjó með döguninni og tunglið varð til, andrúmsloftið ofar okkur bjó með hitanum og af því varð til sólin; þeim var kastað upp sem augum hvolfsins, þá varð ljós á himnum, dögun, morgunn, hádegi, logandi dagur af himnum ofan. (fjórða tímabilið) Himániniinin efra bjó mieð Hawailki og gait laindið. (Hawaiki er eyja sú, sem þeir komu frá, vagga kyn- þáttar þeirra). (fimmta tímabilið) (Þegar landið var þannig skapað voru guðirnir gerðir. . . fyrstir og því elztir voru guðir næturinnar . . . síðan komu guðir ljóssins. . þeirra foreldrar voru Rangi og Papa eða Himinn og Jörð . . . Himn- arnir voru annaðhvort tiu eða ellefu; hinn lægsta þeirra skildi frá jörðunni þétt, glært efni, eins og ís eða kristall og á neðri rönd þess áttu sólin og tunglið að renna. . . . Fyrir ofan þetta lag var hið mikla safn- kerald regnsins og handan þess var bústaður vind- anna. . . Himinninn lá eins og farg á jörðunni, svo að hún bar ekki ávöxt, aðeins nokkrir runnar og skriðjurtir gátu vaxið þar.) Húð jarðar eða þekja var tutu, ábreiða hennar var wehewehe, lyngrunnar þöktu hana, netlurnar þöktu hana. Syrgðu það ekki að jörðin sé á kafi í vatni, harmaðu ekki hægagang tímans: ríki úthafsins verður sundrað, yfirborð þess ýft og löndin munu rísa úr haf i þá munu fjöllin koma upp og spanna úthafið allt, já, úthafið allt. Sundurtætt skaltu verða, jörð, en harmaðu ekki, jA þú, jafnvel þú, svo að þú ekki syrgir af ást, svo að þú ekki syrgir vatni þakið yfirborð þitt, svo að þú ekki harmir tímann. (Næst segir frá því að afkomendur Rangi og Papa halda með sér þing til þess að ákveða hvað gert skuli við foreldra þeirra, til þess að jörðin megi bera ávöxt, því eins og sögusögnin segir:) Frá fyrstu nóttinni til hinnar tíundu til hinnar hundruðustu og til þúsundustu næturinnar var allt myrkvað, þykkur ógagnsær himinninn lá yfir jörð- unni og gerði hana ófrjóa. Árangurslaust leitaði hún afsprengis í líki nætur, í líki dagsins. Síðan ræddu þau hvað gera bæri við Rangi og Papa. Eigum við að ráða þeim bana eða skilja þau að? . . . fimm ákváðu að þau skyldi aðskilja, aðeins eitt unni þeim. Svo segir: nóttin nóttin, dagurinn, dagurinn, leitin, steinaxarhöggin úr tóminu, sem ekkert var. Leit þeirra var líka fyrir móður þeirra gerð, að maðurinn mætti lifa. Sjá, þetta er orðið, • stærð, lengd, hæð hugsana þeirra, að ráða móður sinni bana, svo maðurinn hef ði líf: þetta voru ráð þeirra. (Tu, stríðsguðinn, heggur á sinarnar sem tengja Jörð og Himin, guðinum Tane, íoð'ur trjáa og blóma, tekst að slíta þau sundur eftir að hinir guðirnir hafa reynt það en ekki tekizt.) Upp mielð öllu fór Rainigi; niðuir alls kositar fór Papa. Hainn aiðBkdldi þau; nóttin varð þá ein og sér; dagurinn var líka gerður einn og sér. . . (Tawhiri, guð vindanna, leggur nú sinn skerf til.) Sannlega var það þetta, sem Rangi-nui þráði; en Tawhirimatea þekkti sinn vitjunartíma: Já, sannlega, daginn mikla, daginn langa, himinbjarta, daginn sem rekur burt nóttina, daginn sem gerir allt ljóst, daginn sem gerir allt bjart, daginn sem rekur burt drunga, daginn sem stígur fram, daginn heita, daginn myrkrum vafinn. Hann lét vindia blásia mdlld jarðar og himdms, stinningskalda blása yfir jörðina. Hann lagði munn sinn að munni Tane Mahuta og vindarnir hristu greinar hans og rifu hann upp með rótum. Hann háði stríð við Tangaroa og lét öldur rísa á yfirborði hana. En Tane lauk ætlunarverki sínu með því að taka hávaxin tré sín og setja undir himininn aem Fornt orrustuljóð Fylli þokan himnahvolf feli þau ský stormur hvín í órahæð kallar á heiminn neðra hlustið! stormurinn kallar óravegu neðan að. Spjótið skelfur og skýzt, flýgur tvíeggja hákarl og fótatakið hendist áfram örgrimmt fótatak blóði drifið fótatak á leið til endimarka heims. Orrustuguðinn stikar stórum með stjörnur í för með tunglið í för flýðu, freistaðu að hlaupa undan dauðahögginu. 5. apríl 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.