Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Blaðsíða 4
Herra
Akkúrat
Smásaga
eftir
Örn
H.
Bjarnason
Klulkkan var fjögur, þeigar
Stefán var búinn að gera upp
kassann í bankanum. Veðrið var
skínandi fallegt og hann hélt á
hattinum sínum, þó hann vaeri
kominn út á gangstétt. í>etta
leyfði hann sér anmars aldrei,
hann, gjald'keri við aðaibanka
höfuðstaðarins og auk þess virt
ur borgari. Hann gerði aldrei
annað en það sem við átti, ekki
3Ízt. þau tuttugu ár, sem liðin
voru siðan hann hóf störf í
bankanum. Aldrei hafði hann
mætt of seint til vinnu og kass-
inn passaði ávallt upp á hár
hjá honum, ekki eyrir undir og
ekkert framyfir. Einu sinni
hafði einn bankastjórinn haft
orð á þessu við hann. Það var
á árshátíðinni.
„Stefán,“ hafði bankastjór-
inn sagt og lagt höndina á öxl
hans, „Stefán, þér eruð hrein-
asta kraftaverk af manni
að vera, einstakt undur, sómi
bankans út á við og ákjósan-
leg fyrirmynd hinu starfsfólk-
inu. Ég skal svei mér skrifa um
yður í blöðin, þegar þér verðið
fimmtugur, ef ég lifi.“ Þetta
hafði bankastjórinn sagt og
konan hafði staðið við hlið
þeirra og hlustað á allt saman
og eftir ballið, þegar þau voru
komin heim til sín, hafði hún
eldað handa honum uxahala-
súpu og fært honum inn í stofu
og það var eggjarauða í súp-
unni og þetta hafði hún gert af
einskæru stolti og þakklæti til
skaparans fyrir að hafa
fært henni svona góðan eigin-
mann.
En sem sagt, hann var kom-
inn út á gangstétt og gekk af
stað eftir Austurstræti með
hattinn í hendinni og það var
sólskin og hann var í mjög
góðu skapi, helzti góðu, að hon-
um fannst. Hvimleiður, óstýri-
látur fiðringur var á sveimi
innan í honum og minnti á
kanarífugl, sem sloppið hefur
úr búri sínu og flögrar um
betri stofuna, óskammfeilinn í
frelsi sínu. Hann kunni ekki
við þennan fiðring. Hóglát, yf-
irveguð ólund var hans rétta
skapferli. Kátína hafði oftast
illt eitt í för með sér Hún var
ekki beinlínis frá hinum vonda
komin, en hún var til skaða.
Það hiáfði hann miargBinnis rek-
ið sig á í bankanum. Þeir voru
ekjki svo fiáir uinigu mieinnirn-
ir, sem höfðu verið rá'ðnir
þ-amigað ag viarla liðin vik-
ain, þá voru þeir fiaimdr að
©antast og dufla við stelp-
urnar svo að lítið bar á, gera
sér ferð inn í stóra peninga-
skápinn og kjassa þær og
klípa. Og það fór ávallt á eina
lund, kassinn varð undir og
þeirn mun meira, sem glettnin
jókst og á endanum var þeim
ýmist sagt upp eða þeir fluttir
til, þangað sem peningar voru
ekki hafðir um hönd. Nei, gam-
ansemi borgaði sig ekki, hvað
þá allt þetta holdlega umstang.
Siuesiu . . . nei, og miú var hamm
á gangi þarna eftir Austur-
stræti með hattinn í hendinni
og hann hafði ekki verið í
svona góðu skapi í mörg ár og
hann vissi ekki almennilega,
hvernig hann átti að ráðstafa
þessiari ótilkvöddu lífsigleði.
Það var ekkert pláss fyrir
hana, nema hvað hann gekk
yfir að blaðsöluturni og keypti
sér vindil, af því það var föstu-
daigiur, oig myndafolöð hainda
konunni. Vindilinn ætlaði hann
að reykja, þegar hann væri
kominn heim til sín og búinn að
borða og seztur í stól og kom-
inn í inniskóna. Hann stakk
vindlinum í brjóstvasann og
fór svo í matvöruverzlun hand
an við götuna og keypti eitt
kíló af rófum, sem konan ætl-
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
aði að nota í kjötsúpu. Þegar
hann var kominn aftur út á
gangstétt, mætti hann hjónum,
sem hann þekkti, mikið fyrir-
myndarfólk og ætlaði að taka
ofan, en var þá með hattinn í
hendinni og varð að láta sér
nægja að kinka kolli. Þegar
þau voru komin framhjá, taut-
aði hann við sjálfan sig, „þetta
gengur ekki,“ tautaði hann,
„alls ekki. Hvar er gamla, sauð
trygga ólundin, hvar er hún?“
og setti upp hattinn. Svo gekk
hann í áttina þangað sem hann
hafði lagt bílnum sínum og
hann var kominn út í Lækjar-
götu, þegar allt í einu var
bankað í hann. Já, það var
bankað í bakið á honum þarna
í Lækjargötunni. Hver dirfist,
hugsaði hann og snéri sér við
og fyrir framan hann, mætti
honum einhvers konar skakkt
bros á manni og kerksnisleg
augu svolítið ofar og brosið
teygði sig í áttina að öðrum
eyrnasneplinum.
„Þekkirðu mig ekki?“ sagði
maðurinn, en Stefán kom hon-
um ekki fyrir sig, „við vorum í
brúarvinnu saman hérna um ár
ið,“ bætti hann við.
„Æ-já, er það Bjössi," sagði
Stefán glaðlega, en iðraðist
þess strax. Hann átti ekki að
gefa þannig færi á sér og var
fljótur að setja upp bankasvip-
inn aftur, þessa skotheldu
grímu hversdagsleikans.
„Má ég biðja um svolitla
kurteisi?“ sagði Bjössi, „ég
heiti Björn Sigurðsson, útgerð-
armaður, Neskaupsstað,“ og
brosið breyttist í hlátur og
hláturinn minnti á árnar, sem
þeir höfðu verið saman um að
brúa og það voru engar lækjar
sytrur þær ár, heldur beljandi
stórfljót.
„Það er annars langt síðan
við höfum sézt,“ sagði Stefán
og hugaði að rófunum, að það
færi vel um þær í bréfpokan-
um
„Já, það má n.ú segja," sagði
Björn, „ekkert síðan í brúar-
vinnunni.“ Hann þagnaði, en
bætti svo við, „þá var nú margt
brallað lagsmaður
„Já,“ sagði Stefán, þótt hann
minntist þess raunar ekki að
hafa sjálfur lent í neinu mark-
verðu. En Bjöm bafði Látið ým-
islegt til sín taka, svo mikið
var víst.
„Já, margt var nú brallað,“
sagði Björn og Stefán fór nú
aið kaoniast við röddima líka.
Hún var kannski ívið hásari,
en þó sama laumulega ýtnin aft
an úr koki, þetta ísmeygilega,
sem kom í ljós, þegar hlátur-
inn var þagnaður. „Heyrðu
annars," sagði hann, „það er
svo langt síðan við höfum hitzt,
mig hefði langað að spjalla svo-
lítið við þig.“
„Já,“ sagði Stefán og hugs-
aði um bílinn sinn, sem beið
hans á stæðinu uppi við
Menntaskóla, „þú ættir að
koma og heimsækja okkurhjón
in einhvern tímann," sagði
hann, en auðvitað var honum
ekki alvara, því að þó hann
væri ekki ógestrisinn maður, þá
vildi hann ekki Björn heim til
sín, þann stegg og óútreiknan-
lega kvennabósa.
„Ég stend svo stutt við í
þetta sinn,“ sagði Björn, „en
hvað segirðu um að taka glas
með mér? Ég bý hérna á
hóteli."
„Nei, ég þarf að flýta mér,“
sagði Stefán.
„Heim til kellu?"
„Já.“
„Hvað, ekki býrðu við konu-
ríki?“ Stefán anzaði honum
ekki, en veðrið var gott og
galsinn í Birni rann saman við
titrandi hlýindin í loftinu, sem
mirnnti á kríumar yfir hóhniain-
um í fijöiviii'nim, hvítir væogir,
titrandi í sólskininu og það var
föstudagur og hann vissi ekki,
hvað hann átti að gera við
fiðringinn, sem var á sveimi
inn an í honum
„Eitt staup fyrir matinn, þú
hefur bara gott af því,“ sagði
Björn
„Já ... ég Tmeima niei, jú
kannski eitt staup," sagði
Stefán og hann vissi ekki hvað-
an 'þessi orð kooniu. Ekki var
það gjaldkerinn í bankanum,
sem sagði þau, svo mikið var
vist. Ka-ninski var þaJð uinigi
maðurinn, sem hafði komið úr
brúarvinnunni um haustið fyr-
ir tuttugu árum og klætt sig úr
vinnugallanum og farið í hvíta
skyrtu og sett á sig bindi og
gengið inn í stóra, gráa bank-
amm vðð Aucrburstræti. Kammeiki
var það þesisi umgi miaðiuir. En
hvað uim það.
„Ég bý úti á Hótel Skjald-
breið,“ sagði Björn og tók und-
ir handlegginn á honum og þeir
béldu í áotina þaimgiað.
Þegar þeir komu upp á hótel-
herbergi, pantaði Björn öl
handa þeim og ung stúlka kom
með nokkrar flöskur og glös.
„Þessi er aldeilis búin að
stjana við mig,“ sagði Bjöm og
Stefán sá, hvar hönd hana
hvarf sem snöggvast á bak við
hana og staldraði þar við.
„Ekki gera þetta,“ sagði
stúlkan og sló aftur fyrir sig.
Svo var hún farin.
„Ertu búinn að vera hérna
lengi?“ sagði Stefán og Björn
blandaði í glös handa þeim
„í nokkra sólarhringa."
„Og fullur allan tímann?"
„Ekki segi ég það, en rétt
mildur." Þetta hneykslaði
Stefán, en hann átti erfitt með
að láta það uppi, því að Birni
þótti þetta greinilega alveg
sjálfsagt og svo var það ósvífn
in í þessu skakka brosi
og augnaráðið, þráðbeint,
skemmsta leið milli tveggja
punkta.
„Hvað starfar þú núna?“
sagði Bjöm.
„Ég vinn í banka."
„Já, ég vissi, að þú myndir
lenda í einhverju svoleiðis, þú
með allar þínar bækur í tösk-
ummii oig talaðir kiammsiki
ekki við mann vikum saman,
nema hvað þú rakst nefið upp
fyrir skræðuna, sem þú varst
að lesa og hlóst upp úr eins
manns hljóði . . Af hverju
ertu að hlæja, spurði ég og það
var alltaf sama svarið . . .
„Bara af því.“ Mannstu eftir
þessu?“
„Já, mig rámar í það,“ sagði
Stefán og dreypti á víninu,,Og
morgunsvæfur varstu . . . drott-
inn minn dýri, alltaf síðastur
út í miatarskúr oig hiálfdottaðir
yfir haifragraiutrauim, mainistu?"
„Já,“ sagði Stefán.
„Og mainetu eftir stelpummi
sem ég útvegaði þér á ballinu
og þessari sem ég var með og
við fórum með þær lengst út á
tún og fundum þar heysátu og
þið voruð öðru megin við sát-
una, en við hinum megin og þú
byrjaðir strax að halda þessa
endemis ræðu yfir þinni, fræða
hana á ýmsu upp úr bókum og
hún vair úr Miðfirðinium, hiama
iklæjaði í fæturna undan heyinu
og vildi sitrax fara imn á ballið
aftur. Og við vorum hinum meg
in við sátuna og þú vissir ekki
hvað gerðist þar, nema hvað ég
sagði þér það eftir á . .
Mamisbu efibir þasrau?"
„Já,“ sagði Stefán dræmt og
fékk sér meira úr glasinu og
hann hugsaði um bílinn sinn,
•siem stóð uppi við Menn-tiaskóla.
„Nú er ég akandi,“ sagði
hann, „hvernig kem ég bílnum
mínium heim?“
„Ég skal útvega þér bíl-
stjóra," sagði Björn, „það er
strákur hérna í næsta herbergi,
sem keyrir hann fyrir þig.“ Og
hann hellti aftur í glösin og
Stefán sá, að hann var ekki
einu sinni í almennilegum
skóm, heldur sandölum og
Björn hélt áfram að tala.
„Og mamsbu eftir ráðskon-
unni, þessari feitu, sem allir
voru að reyna að koma sér í
mjúkinn hjá, sækja kol fyrir
hana og dæla vatni í tunnuna?
Mansbu þeigar húin kioim ekfci
heim í tjöldin í þrjá daga og
heldur ekki ég og þið þurftuð
að elda ofan í ykkur sjálfir?
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
21. júní 1970