Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Blaðsíða 8
A köldu vori. Xrén teygðu svartar greinar til himins enda þótt komið væri fram i fardaga. Gísli Sigurðsson VIÐ SÓLSTÖÐUR Vordagur við Tjörnina í Reykjavík. Lítill afli, en mikil bjartsýni ríkjandi. 1 Undanfarnar vikur hefur vorið verið á ferli. Reyndar var það snemma á ferðinni í þetta sinn og kannski var það vegna þess, hvað páskarnir voru snemma. Það er gott að geta lokið af páskahretinu í marz. Gott að geta horft fram á jafnan og stígandi bata með grænum grösum í maibyrjun. Ef til vill finnst einhverjum, að allt þetta hljóti að fara fyr- ir ofan garð og neðan hjá borgarfólki. Ég þekki að vísu menn, sem láta sig árstíðaskipt- in litlu var'ðia og vita naum- ast, hvort sumiarið sé í niánd, eða hvort það sé liðið. Svo mjög geta menn verið niður- sokknir í störf sín og áhuga- mál. En Reykjavík er ekki sitórbong. Hvarvetnia er ná- lægð náttúrunnar með þeim hætti, að umskipti hennar eru flestum mjög nærtæk og ljós. Við fylgjumst með, þegar Laug ardalurinn og Miklatúnið taka á sig dökkgrænan lit. Að vísu er þar hvorki lambfé í haga né lóur og þrestir, svo heyra megi gegnum umferðagnýinn. En allt um það tekur þetta umhverfi grárra húsa og fárra trjáa á sig nýjan blæ, sem er vegfar- andanum mjög augljós, nema hann gangi um í leiðslu. Vorið á malbikinu verður með sérstökum hætti. Skáldun- um hefur ekki verið mjög hug- leikið að lofsyngja það. í öllu því umfangsmikla safni vor- ljóða og vorvísna, er vorið góða, grænt og hlýtt, vegsam- að í mynd fífiis í varpa og lambanna, sem hoppa um blómg aðia bala. En Tómas Guð- mundsson segir í Austurstræt- isljóði sínu: „Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.“ Tómas er borgarskáld; hann hefur skynjað nálægð og nærveru vorsins í Reykjavík, sem segir ekki aðeins til sín með björt- um kvöldum og hlýjum vind- um, heldur einnig í fasi fólks- ins og yfirbragði umferðarinn- ar: Og þannig hefur það gengið guðslangan daginn, að gangstéttir, hús og menn, í sólskini baða. Malbikið angar og flugvélar bruna yfir bæinn og b'larnir þjóta með óleyfilegum hraða. Tómas sér, að allt í einu hafa göturnar fyllzt af Ástum og Tótum „með nýja hatta og him inblá augu.“ Og er það ekki einmitt oft fyrsti vorboðinn: Ungar konur með barnavagn- ana sína í miðbænum í fyrsta sinn eftir veturinn. Ég held, að ekkert skáld hafi skynjað vor- ið í Reykjavík eins vel og Tómas; að minnsta kosti hefur það orðið honum gott yrk- iisiefmi. Uppá síðkiastið hafa skáldin meira beint sjónum sín um að öðru en umskiptum í náttúrunnar ríki. Ýmsar þær torráðnu gátur, sem kallaðar eru nútímaljóð, geyma eina og eina hnyttna athugasemd um vor í borg; samþjappaðar myndir, að mestu án þess fagn- aðar, sem einkennir vorljóð Tómasar og ýmissa annarra fyrri skálda. 2 Öðru hvoru bætist borginni myndastytta eða nútíma skúlp- túr til að dást að, eða hneyksl- ast á, eftir atvikum. Ásmundur Sveinsson á víst heiðurinn af bróðurparti þeirra verka, sem upp hafa verið sett á síðustu árum. Mér kemur í hug járn- skúlptúr hans framan við Menntaskólann og annar við Loftleiðahótelið, styttan af Einari Benediktssyni á Mikla- túni og nú síðast Sæmundur á sielnuim við Háskólanin. Það er annars merkilegt, þegar mað ur fer að athuga það: Svo víða eru verk Ásmundar. Járnsmið- urilnin við Eiríkisgöibu, Þvotta- konan við Þvottalaugarniar, Pu'glinn Föndx í Suðurgötu og Vatrasberinn á ÖSkjiulhlíðiirarai. As mundur er alls góðs maklegur, en hví er honum hampað svo mjög á móti öðrum svinnum listamönnum? Hefur ekki Sig- urjón orðið eitthvað afskiptur, til dæmis. Ég miain eftir bagga- hestinum hans við Suðurlands- braut, styttunin'i af sr. Frið- rilk við Lækjargötu og Ólafi Thors við Tjörraiima. Kainiraske hefur hann ekki verið nægilega duglegur að koma sjálfum sér á framfæri; nú dugar ekki leng- ur að vinna gott verk í kyrr- þey á vinnustofu sinni. í nú- tíma samkeppnisþjóðfélagi, þyrfti hver listamaður helzt að hafa blaðafulltrúa. En allt slíkt tilstand er flestum myndlistar- mönnum fremur ógeðfellt. Einn af elztu málurunum sagði nýlega: „Á stofuna til mín kem- ur aldrei nokkur kjaftur. Ekki nú orðið.“ Hann staflar upp verkum sínum og er argur út í samtímann og kollega sína, sem vekja á sér athygli með ein- hverju móti. Sjálfur kann hann ekki við að gera slíkt hið sama. Og lætur sannast, að sveltur sitjandi kráka. Að flestu leyti finnst mér Sæmundur fróði betra verk en önnur verk Ásmundar í borg- inni. Þó er Sæmundur langsam- lega elstur; frummyndin unnin að mig minnir á námsárum lista- mannsins í París. Verkið stend ur sem táknrænt dæmi um sig- ur mannsins yfir hinu illa og er sambærilegt við þann aragrúa málverka, sem til eru af heilög- um Georg að drepa drekann. Myndin stendur fallega á flöt- inni framanvert við Háskól- aran. Aðieinis eitt þyfcir mér skorta á; hún er of lítil, eins og raunar allar höggmyndir, sem settar eru upp á víðavangi. Höggmyndalist er í eðli sínu utanhússlist, en hún nýtur sín ekki til fulls nema í yfir- stærð. Tíu metra hár mundi Sæmundur bregða örlitlum svip yfir Vatnsmýrina og nágrenni Norræna hússins. En eins og haran er, staortir verkið það magin oig þaran styrk, siem meiri stærð mraradi veita því. Líklega er styttan af Einari Benediktssyni eitthvert lakasta verk, sem Ásmundur Sveinsson hefur látið frá sér fara. Þar að auki er staðsetningin í hæsta máta óheppileg, þar sem mynd- in snýr baki í eina helztu um- ferðargötu borgarinnar. Það verður trúlega vafamál til ei- lífðar, hvernig bezt verður borgið minningu stórskálds, fram yfir það að hafa verk hans í heiðri. Myndastyttur reynast eins oft hálfgert vand- ræðafyrirbrigði. Trúlega er það meira af hefð, að tilhlýði- legt þykir að skreyta borgir með myndastyttum. En hinir frakkaklæddu herrar uppi á steinstöllum eru meira en lítið keimlíkir og oft grunar mann að þeir séu hreinlega vand- ræðabörn sinna höfunda, sem ekki höfðu efni á að neita pöntun frá hinu opinbera. Það eru undarleg ósköp, hvað allir þessir karlar þurfa að vera frakkaklæddir. Og staðan er þar að auki oft mjög áþekk. Þessar styttur eru einkum og sér í lagi af svokölluðum Prins Albert-frökkum og má sjá þess dæmi á nokkrum stöðum niðri í bænum. Ekki alls fyrir löngu var Skúli gamli fógeti færður í Prins-Albert og komið fyrir í gamla kirkjugarðinum, án þess að mikill fögnuður yrði í bæn- um. En það átti ekki af okkur að ganga. Við höfum eignast einn Prins-Albertinn enn uppi á Miklatúni, og þarna stendur hann og mænir á Bláa Bandið. 3 í þessu sambandi er vert að minnast á styttu af Churchill, sem nýlega var afhjúpuð í brezka þinginu. Ekki voru allir á eitt sáttir þá fremur en endra nær, þegar myndlistin er á dagskrá. Og kannske var það einmitt vegna þess, að styttan er óvenjuleg. Churchill er sem sé frakkalaus. Hann setur und- ir sig hausinn, áhyggjufullur á svipinn og sýnist vaða fram á vilð. Eiiramitt þararaig sáu þing- menn hann svo oft, þegar mest á neynidii. Það er með myndastytturnar 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. júiní 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.