Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Blaðsíða 9
eins og margt annað á víða- vangi; við sjáum þær í nýju Ijósi á vorin, þegar fölar flatir grænka og við lítum umhverf- ið ferskum augum eftir langan vetur. í fyrra skrifaði ég eitt- hvað í Lesbókina um tröll- skessurnar hans Asmundar. Mér finnst þær með því bezta, sem eftir hann liggur. En þær njóta sín ekki í þeirri stærð sem þær eru. Ég lagði til að Reykvíkingar reistu eina skessu á stærð við Hallgríms- kirkju; skessu sem notuð yrði sem tákn borgarinnar og að- dráttarafl fyrir túrista. í vet- ur gerði Visir þessa hugmynd að sinni, og er það vel. Ég skal fúslega gefa Vísi þessa hug- mynd eftir. Aftur á móti vildi ég gjarnan koma annarri hug- mynd á framfæri. Mér finnst að verkum Einars Jónssonar hafi verið sýnt tómlæti, sem þau engan veginn verðskulda. Að vísu standa tveir eða þrír frakkaklæddir herramenn niðri í miðbænum, sprottnir undan hamri og meitli Einars, en Ing- ólfur Arnarson og Þorfinnur Karlsefni hafa þó spjót og slkild'i fram yfir þá frakka- klæddu. Það eru aftur á móti hin sjálfstæðu skáldverk Einars, sem ég ber fyrir brjósti. Sum þeirra stórkostleg verk eins og Alda aldanna og Dögun. Alda aldanna er formfögur mynd og stendur sem tákn fyrir straum kynslóðanna. En í Dögun er mótíf úr þjóðsögunni; tröllið heldur mennskri meyju í örm- um sínum, en verður að steini undan fyrstu geislum morgun- sólarinnar. Bæði þessi verk finnst mér mun betri en úti- legumaður Einars, sem stendur á annarlegum stað í skjóli hárra barrtrjáa, eins og menn þekkja. Betur get ég hugsað mér útilegumanninn á grjóti gráu en þarna í ræktuðu um- hverfi grass og barrtrjáa. Og þar að auki sézt hann mjögilla. Það má lengi leita í borginni til að finna höggmynd, sem stend- ur verulega fallega og bætir einhverju við svip umhverfis- ins. Þegar öllu er á botninn hvolft, ætla ég að myndin af Ingólfi Arnarsyni og staðsetn- ing hennar sé það, sem bezt hef ur tekizt. 4 Vorið í borginni segir til sín með þeim hætti, að sundstað- irnir fyllast af fólki. Ef sólin skín milli skýja eru óðar ein- hverjir búnir að teygja úr sér á trébekkjunum í von um að bláfölur hörundsliturinn taki á sig hressilegri blæ. Sumir láta konunni eftir bílinn og ganga í vinnunia etf moi’giuinsóliin er heillandi. Sumir hafa raunar gengið sökum bensínleysisins í verkfallinu. En þeir hafa ef til vill gengið með öðru hugarfari. Og sumir tóku sér far með strætisvagninum vegna þess að það var annað hvort rigning eða rok, nema hvort tveggja væri. Svo sáu menn á veður- kortunum í sjónvarpinu, hvern ig lægðirnar komu hver í kjöl- far annarrar á Atlantshafinu. Ekki var það til að auka bjart- sýnina. Þetta verður eins og í fyrrasumar, sögðu menn — nú þornar ekki af steini fyrr en í fyrsta lagi eftir Höfuðdag. Það er gönguöld í aðsigi á þessu vori, jafnvel skokk- öld, og Gunnlaugur Þórðarson búinn að gefa fordæmi með víða vangshlaupinu sínu. Nú þarf enginn að óttast að vera talinn skrítinn þó að hann skokki. Það gæti jafnvel orðið fínt ef svo fer sem horfir, enda marg- sinnis búið að vekja athygli á því, að íslendingar eru ein- hver þreklausasta þjóð, sem mæld hefur verið. Nú er á döfinni skokkbraut í Laugardalnum og kjötmiklir forstjórar, sem hafa látið sér nægja heita kerið hingað til, þeir munu nú fækka kílóunum sínum á skokkbrautinni fram- vegis. Svo fara menn að hitt- ast á skokkbrautinni eins og í Laugunum og ræða vandamál dagsins og pólitíkina, ef þeir standa þá ekki á öndinni af mæði. Þá verður væntanlega farið að tala um skokklistina, því allt sem fslendingar taka sér fyrir hendur, verður fyrr eða síðar að list. Fyrir utan orðsins list, sem allir eru þátt- talkieindur í, meira eða mtnna, eru langflestir að glíma við ein hverja list: Skákmaðurinn tek- ur þátt í skáklistinni og prent- arinn í prentlistinni og arki- tektiinm er löggiltur liistamiað- ur með aöild að Baind'alaigi íslenzkra listamanna, hvort sem hann getur teiiknað íbúð- arhæft hús, eða þak sem held- ur vatni. Sigurður Nordal seg- ir einlhverssistaðiar, að listiin að lifa, sé hin mikilsverðasta og vandasamasta list allra lista. Þetta er viturlega mælt hjá Sigurði. En flestum finnst víst að þeir kunni lífskúnstina á borð við hvern sem er. 5 Bílakandi fólk verður að hafa athyglina á götunni og umferðinni ef vel á að fara, og fyrir vikið verður ekki tími til að gaumgæfa umhverfið og að- sikiljanleigan fjölbreytileik þess. Einn daginn í vor, skildi ég bílinn eftir heima og gekk úr Vesturbænum og inn í Voga, gamalkunna leið. Samt bar ým- 21. j'úní 1070 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.