Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 6
Þannig hugsar Fried- man sér yfirbyggð- ina yfir París. Sum harmkvæli sögunnar eru af þeim meiði sprottnar að tjald að er til eilífðar í stað þess að taka með í reikninginn hinar sí- felldu breytingar sem allt er undirorpið og þá endurnýjun sem stöðugt á sér stað. Við þekkjum þó af raun kerfi sem hafa þann eiginieika að endur- nýjast. Til dæmis má nefna hið mósaíska fagnaðarár sem hald- ið er á sjö ára fresti. Þá upp- gefast skuldir, fjötrar eru leyst ir af þrælum, eignarrétturinn gufar upp, dæmdar refsingar eru látnar niður falla o.s.f.rv. Samskonar endurnýjun verður innan stjórnsýslandi hópa í lýð- ræðisfyrirkomulagi. Með vissu árabili skipta pólitiskar stöður um handhafa. Kerfi sem er til þess smíðað að það geti endur nýjazt mætir sínum svarnasta fjanda i líki bygginga sem að jafnaði eru langtum langlífari er það sem þeim er ætlað að vera rammi um. Borgir endurnýja sig á marga vegu, sálrænt, praktískt, og tæknilega. Breytingarnar krefj- ast nýrrar skipunar og annars samspils þeirra athafna er framdar eru í borgum, en að jafnaði eru byggingarnar þrándur í götu slíkrar nýskip- unar. Þessar rúmrænu hindran- ir hafa einnig i för með sér óskaplega tímasóun, til daemis hægja þær alla umferð og streymi. Það er þess vegna ör- lagaríkt grundvallaratriði að kannaðir séu möguleikar á sveigjanlegum borgarramma. Hin almenna hreyfing á öllum sköpuðum hlutum krefst bygg- inga sem geta endurnýjazt, hreyfzt og varið. í sifellu fjölgar jarðarbúum. Á fimmtíu árum hefur þeim fjölgað úr tveimur í þrjá millj- arði. Hin óskaplega fólksfjölg- Yona Friedman Svifborgir og brýr milli heimsálfanna Arkitektúr framtíðarinnar þarf að vera rammi um endurnýjun og hreyfingar lifandi mannfélags un er erfiðasta vandamál okk- ar tima, það er augljóst. Húsin og borgirnar eru ekki hæf deigla fyrir þá menningarlegu, sið- ferðilegu og samfélagslegu ný- skipan sem slík þróun hlýtur að hafa í för með sér. Það er því meginatriði að velja einhverja þá tegund bygginga sem ekki verður þrándur i götu þróunar innar. Þvx er tilgangslaust að hefjast handa með að teikna upp borgarskipulag á núver andi grundvelli. Það er vísasti vegurinn til að steingleyma að það er fólkið sem er borgin. Borgin er grundvöllur alls fé- lagrlífs. Þjóðfélagsfræðingar stóðu lengi vel I þeirri trú að fjölskyldan væri hið mikilvæg- asta skilyrði slíks lífs, en þeir eru nú óðum að komast á þá skoðun að fjölskyldan sé aðeins líffræðileg eining og stundar- fyrirbrigði: einstaklingurinn til heyrir fleiri en einni fjölskyldu í lífi sinu, flestir mörgum. Borg in er því öllu ábyggilegri grundvöllur. Það mikilvægasta sem fram fer innan ramma hennar er gagnkvæm skemmt- an. Borg sem er með þeim ódæmum gerð að íbúum hennar leiðist fær ekki staðizt. Menn skemmta sér saman, menn deila að vissu marki lífi hver ann- ars og þess vegna ber borginni nauðsyn til að hafa leikreglur, einhvers konar fyrirkomulag. Þetta er það verð sem f jölmennt samlífi er keypt: að afneita frelsinu í sinni frumstæðustu mynd. Allir leikir krefjast yfir boðs, félaga og andstæðings. Að gína yfir meiru en góðu hófi gegnir verður að teljast frum- stæðasti leikur allra leikja. Þekkjum við í dag nokkurn þann leik sem getur sameinað oss? Að þvi er virðist er svo ekki? Sjálf skemmtanin er nú vélvædd orðin. Akstur bifreiða og sjónvarpsgláp myndar ólík- lega nokkra þjóðfélagslega sameign. Skemmtanir liðins tíma tóra eftir sem áður, en þær eru án innra samhengis, meiningarlaus ar; fólki leiðist í salónunum, íþróttirnar eru sýningar at- vinnugarpa. Áhorfandinn yfir- látinn, fyrirmæli um að reyna gnæfir þátttakandann. Nútíma skemmtan er fyrir þá sem finna til einmanakenndar. Borgin er ekki ný borg heldur gömul borg sem hefur glatað samhengi sínu og formi. Skemmtimiðlun nútímans gerir miðbæinn óþarf an. Það er ekki nauðsynlegt að búa nálægt leikhúsi til að geta horft á sjónvarpskvik mynd. Því getur borgin vaxið eins og arfi á haug. Flótti íbú- anna út úr borgum um helgar er glöggt tákn um eyðilegg- ingu borganna. Hvernig er oss unnt að byggja borg sem er þess megn- ug að aðlaga sig hinum óþekktu staðreyndum sem fram tíðin kann að bera í skauti? Margir grundvalla álit sitt og lausnir á statískum könnunum og spám. En slíkar spár eru því miður í hæsta máta skeik- ular. Borgai'hönnuðir hafa reynt að leysa vandann með álíka ráðum og því að áltveða götum vissa breikkunarspildu. Götur úreldast á einu ári, flug vellir á fimm mánuðum, og vel skipulagðar borgir kafna eftir fimm ár. Útborgirnar, byggðarangarn ir, eru sveínhverfi sem unga fó'kið flýr jafnskjótt og það kemst á legg. Le Courbu- eier skóp Cités Radieuses og ætlaði að leysa vandamálið en í rauninni hafði hann fundið upp svefnhverfi í svæsnustu mynd. Vegirnir sem þeysa gegn um grænar lendur hafa i raun reynzt orsök leiðinlegra hrað- reiða og taugaveiklunar. Hinn einasti hluti Rotterdamborgar, sem ekki er líflaus með öllu er sá sem orðið hefur útundan í endurbyggingu borgarinnar: þar safnast saman trúðar, línu dansarar mannlífsins. Hindúar segja að Chadi- garh sé með öllu óibúðarhæf, borgin sé vestræn í allan hátt og þvi framandi þeim austan- mönnum. (Hér er verið að lýsa verkum og hugmyndum fransk- svissneska arkitektsins Le Cour bucier en hann hefur um skeið verið skærasta leiðarljós borg- arhönnuða og arkitekta). Æskuglæpir færast í vöxt en þeir eru bein afleiðing ein- manaleikans og leiðindanna. Þá myndast glæpahópar og þegar þeim hefur vaxið svo fiskur um hrygg að þeim tekst að klóra til sín völd, þá gýs upp nas- ismi. Yona Friedman er fæddur í Búdapest árið 1923. Hann nam við tækniskólann í Haifa. 1957 settist hann að í París og gaf þar út ári síð- ar hugmyndir þær er liér eru raktar. Kallar Friedman þær L’architecture mobiler. Ári síðar myndaði hann hóp sem vann á grundvelli þess- ara hugmynda, Group d’Et- ude d’ architecture mobiler. Þegar slógust margir gagn- merkir menn í hópinn, má þar nefna Soltan, Aujame, Frei 0,to og fl. Friedman er nú heims- kunnur maður fyrir hug- myndir sínar. Greinar hans hafa birzt í flestum víðlesn- um tímaritum í öllum heims álfum og haft geysiáhrif á þróun byggingalistarinnar. Einnig hefur hann verið við riðinn kennslu bæði á evr- ópskum og amerískum há- skólum. Hugmyndir hans hafa verið nýttar til lausn- ar á fjölmörgum vandamál- um þótt ekki séu þær í heild sinni orðnar að áþreifanleg- um veruleika. 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 20. sept. 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.