Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Síða 2
Nútíma myndlist er ekki einber söngnr um fegurðina. Hryilingur þykir líka full-
boðlegt myndefni eins og hér má sjá í verki eftir Yehuda Ben-Yehuda.
Einn hinna áhrifamestu úr samtíðinni: Bretinn Francis Bacon.
Hann hefur haft mikil áhrif á heila kynsloð málara, en telst þó engan
veginn til pop-Iistamanna. Meðfylgjandi mynd er eftir hann og heitir
..Stúdía fyrir mynd af Van Gogh II.“
Poplist - stofulist - hversdagslist
gamlar fullyrðingar til endur-
mats. Hún efast um kennisetn-
ingar gamla skóians og akadem
iskar reglur. Ástríðuþrungin
leit að nýjum gildum einkennir
gróandann í myndlist samtím-
ans. Þegar blaðað er í erlend-
um tímaritum um myndlist og
komið á sýningar vestanhais og
austan, þá ber öneitanlega mík-
ið á hvers kyns tilraunum.
Mönnum er svo mjög í mun að
vera frumlegir, að hvers kyns
uppátæki virðast réttlætanleg,
ef fáir eða engir hafa leikið þau
áður. Þess vegna gæti grand-
vörum myndskoðara virzt, að
kapphlaupið standi um, að
finna eitthvað nýtt undir sól-
inni. Tilraunir og leit að því
óþekkta, hlýtur að teljast nauð
syn í myndlist. Án þess væri
kyrrstaða og kyrrstaða væri
sama og afturför. En stundum
virðist svo sem leitin haíi nálg-
azt örvæntingu.
Fær hrúga af ösku nýja
merkingu við það eitt, aS hún
er látin á gólf í sýningarsal?
Eða nokkrir kaðalspottær, sem
lagðir eru þversum yfir göitáð ?
Sátan, sem sett var upp i sýn-
ingarsal SÚM, sællar TTrirming-
ar, var smjörþefur af þessu
sama.
„Meiripartur verkamna er
með þeim hætti, að ekki hefur
verið tekið tillit til hinna venju
bundnu hugmynda um form og
fegurð.“ Þannig kemst kunnur
gagnrýnandi, Joseph P. Love,
að orði um alþjóðlega listsýn-
ingu í Japan. Listunnendur eru
ruglaðir í riminu; þeir eru van-
ir að hafa einhverja viðmiðun,
svo sem myndbyggingu, litgæði
eða ef til vill stemningu, þegar
allt annað þrýtur. Áhorfand-
inn verður líkt og í eyðimörk,
þegar hann íinnur ekkert af
þessu: öllum viðteknum hug-
myndum um myndlist er hafnað
á einu bretti, enda litlnamm
stundum skilgreind sem „jmœi-
art“, og mætti kannski kalla
það ólist á íslenzku.
Eðli poplistarinnar er með
þeim hætti, að þar er erfitt að
ákveða takmörkin og draga í
dilka. Útskýringum ber oft
ekki saman, en sumir segja, að
poplistin sé útskýring á hvers-
dagsleikanum, eða gagnrýni á
hversdagsleikann eða jafnvel
eins konar lofsöngur um hann.
Eitt er vist: Poplistin er sprott-
in af einhverri nauðsyn úr sam
tíðinni og samtíðin er með ein-
hverjum hætti nátengd poplist-
umL En innan ramma þess, sem
í viðustu merkingu er hægt að
heimfæra sem poplist, rúmast
margt. Það getur verið bíll,
sikreyttur rósaflúri eða hippa-
stelipa á baðströnd með fjólu-
biáan maga. Það getur verið
ýktur natúralismi, ein tönn
stækkuð fimmtíu sinnum, kóka-
kólaflaska stækkuð hundrað
sinnum, þúsund fermetrar af
klettum, innpakkað í brúnan
pappír, eða átján hundruð te-
skeiðar í gaddavírsgirðingu.
Sumir kalla þetta einu nafni
uppátæki, en partur af þessu
öllu saman eru „happenings",
sem Laxness nefnir uppákom-
ur.
Sem sagt; þeir góðu, gömlu
dagar eru gengnir, þegar mynd
listin var bundin við högg-
mynd, eða málverk í ramma.
Poplistamönnum er heldur ekki
svo mjög umhugað um ódauð-
leikann. Þeir hugsa sér oft verk
in fyrir augnablikið; látlaus
sköpun í hvaða efni sem er og
á hvað sem er. Á morgun mál-
um við yfir það, sem gert var í
gær, því þá verður veröldin ný
og ekki sú sama og í gær. En
kannski er poplistin umburðar-
lyndari en ýmsar ldststefnur;
menn virðast tæpast ánetjast
Dansandi kona eftir A. Frohner. Figuran
er óendanlegt viðfangsefni og frjálsræðið
í túlkuninni er eftir því.
Fyrirsæta í hikini og peysu eftir Peter
Powditch. Acryl-litir á plötu. Hér er pop-
stílUnn augljós og áhrif frá skiltamál-
urum.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
4. olktótier 1970