Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 3
 ...... '''> Ein grein poplistarinnar hneigist til mjög nákvaemrar útfærslu á hversdagsleg- um hlutum. Hér er „Neðanjarðarlest“ eftir Estes. Sumt, sem gert er í nafni listarinnar, má nánast flokka undir uppátæki, eða til að vekja á sér athygli, hvað sem það kostar. Eitt slíkt uppátæki var innpökkun á 1 milljón ferfeta af klettóttri strönd í Ástralíu. Verkið hét „innpökkuð strönd“ og sá heitir Christo, sem fyrii- bví stnð. Til hægri: Poplist af slóðum Rafaels og Eeonardos. Fótó- grafisk tækni með málverki eftir Gianni Bertini. henni af sams konar trúarof- stæki og abstraktinu, sem átti að frelsa heiminn fyrir tveim til þrem áratugum. Poplistin er líka að sumu leyti afkvæmi tækninnar; ljóskastarinn og myndavélin gegna þar þýðing- armiklu hlutverki, en að sumu leyti gerir poplistin strangar kröfur um íærni í hreinu hand- verki. Þeir sem hafa unnið í anda Ijóðrænnar abstrakt- stefnu með fyrirmyndir úr landslagi, eiga stundum erfitt með að tileinka sér þá ná- kvæmni og hreinleika, sem pop listin krefst, því þeir hafa naum ast æfingu í þesskonar vinnu- brögðum. Tækni við auglýsing- arteikningar er að ýmsu leyti nærri poplistinni og poplistin hefur einnig haft gífurleg áhrif á auglýsingar, myndskreyting- ar, plaköt og bókakápur. Poplistin spratt upp í Amer- Sku og Englandi á árunum um og eftir 1960. Ef til vill er ekki rétt að segja, að hún hafi kom- ið fram sem andsvar við ab- straktstefnunni, enda blómstrar hún enn og þróast. En abstr- aktið var á þessum tíma orðið ærið tilbreytingarsnautt og leiðigjarnt, enda varla unnt að vinna óendanlega i anda þeirra frægu og fleygu orða, að „minna er meira“. Abstraktlist- in var orðin akademísk og kom- in i sjálíheldu og sumir íslenzk ir myndlistarmenn eru ekki enn þá sloppnir úr þeirri sjálfheldu. Kostir poplistarinnar gætu til Framh. á bls. 14. Ýmsar meiningar um manneskjuna og' þjoðfélagið. Dæmigerður pop-skúlptúr eftir Luis Jimenez. Poplist frá Spáni. Plexigler, plast og' ýmis konar blönduð tækni. 4. októ'bar 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN3 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.