Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 11
Gr ímsbæ j ar-lýsing
Kristjáns
Albertssonar
Einn ág-ætur vinur Lcsbókar-
innar þakkar fyrir nýlega birta
þætti Asgeirs Jakobssonar,
„f jörlega samda lofgerð um hina
miklu menningarborg og bjór-
paradis, Grímsbæ á Englandi“.
Þar sé því fagurlega lýst hve
íbúar lians neyti mikils af hin-
um „mjög heilnæma drykk“, og
því haldið fram, að „bjórieys-
ið“ muni vera ein af ástæðum
þess, að við fslendingar séum
Iivergi nærri eins hraustlegir út
lits og nágrannaþjóðir okkar.
En vinur Lesbókarinnar bend
ir jafnframt á, að sínum augum
líti hver á silfrið, að til sé í bók
menntum okkar lýsing sem vafa
lítið eigi við Grímsbæ, þar sem
kveði við annan tón, og spyr
hvort ekki geti verið fróðlegt
að prenta hana upp til saman-
burðar. Þessa lýsingu sé að
finna í ritgerð eftir Kristján
Albertsson frá 1951
Vinur vor er þeirrar skoðun-
ar, að Grímsbær sé einmitt mjög
merkilegt umhugsunarefni fyrir
Ég gekk einu sinni fyrir
mörgum árum lengi dags um
göturnar í enskum hafnarbæ,
og horfði á hvem mann sem ég
mætti, og mér virtist þorrinn
vera niðjar margra kynslóða af
drykkjumönnum. Ég hugsaði til
hins sívaxandi ófrýnilega
drykkjuskapar í annarri hafn-
ar- og fiskimannaborg, Reykja-
vik við Kollafjörð — bænum
sem við erum að vona að verði
með nokkrum sóma höfuðsetur
íslenzkrar menningar, þar sem
fegurst sé lifað á Islandi. Gat
það hugsazt að svona fólk ætti
eftir að byggja Reykjavík eftir
nokkra mannsaldra?
fslendinga, vegna þess að enn
sé deilt um livort æskilegt sé
að Ieyfa hér neyzlu á sterku
öii, og liverjar afleiðingar það
kunni að liafa. Telji margir að
„liið fremur bjánalega, sífellda
gosdrykkjaþamb æskunnar, í
tíma og ótíma“ muni þá að
miklu leyti breytast í bjór-
þamb, og sé nauðsynlegt að
ýmis fræðsla hjálpi þjóðinni að
glöggva sig á því, hvort líklegt
sé, að þau umskipti myndu
horfa tii heilia.
Kristján Albertsson staðfest-
ir, að í lýsingu sinni sé átt við
Grímsbæ. Hann liafi dvalið þar
mikinn liiuta úr degi árið 1928,
gengið fram og aftur um hafn-
argöturnar og alþýðuhverfin,
en að kvöldi krotað niður
hvernig honum kom bærinu fyr
ir sjónir, og síðar fellt minnis-
blað sitt inn í grein, þar sem
hann m.a. talar um áfengisböl-
ið á f slandi.
Lýsing lians á Grímsbæ fer
liér á eftir.
Megnið af þessu fólki var
eins og útslitið frá blautu barns
beini, vesalingar á vöxt og svip
frá móðurlífi, andlitin óbragð-
leg og hrukkótt þegar á unga
1 aldri, og hið sligaða þrek virt-
ist herða sig upp til vinnu af
gömlum vana, og af þörf fyrir
bjór og tóbak. Flestir voru
hoknir og flatbrjósta, allur
fjöldinn auk þess eitthvað bækl
aður, kubbað framan af nefi,
djúp hola inn I háls eða kjálka,
margir skekktir í vexti eða halt
ir. Og flestir voru skítugir hátt
og lágt, margir i rifnum fötum,
svo að skein í nærklæðin eða
bert holdið, algengasti liturinn
á spjörunum spansgræna eða
gljái á svartri skán á olnboga
eða húfuderi.
Kvenfólkið var yfirleitt tætu
legt og subbulegt — ein stór
sýning á öllum hugsanlegum fyr
irbrigðum kvenlegs ógeðsleika:
Skvapaðar, magamiklar, ósæl-
legar konur, með rautt áfengis-
nef yfir tannlitlum munni, visn-
ar, renglulegar stúlkur, með
þunnar, gular kinnar og sljó
augu, luralegar, slæptar, óhrein
ar, ekki vottur af tilhaldi. Fólk
sem hefur staðnæmzt á neðsta
þrepi margra alda áfengisúr-
kynjunar, og virðist vanta þrek
til að geta þokað sér upp á við.
Nær önnur hver kona með ung
barn á armi og dálítinn uppvax
andi hóp i eftirdragi — ellileg,
hrukkótt börn, veikluleg, föl,
hás, hóstandi, svartkámuð í
framan, með hortauma niður á
varir og drulluga fingur uppi í
sér — allt án þess að mæðrun-
um fyndist ástæða til að skipta
sér af því. Sumar þeirra voru
auðsæilega undir áhrifum áfeng
is.
En eins ber líka að geta —
ég leit inn á margar knæpur
þetta kvöld, og sá hvergi neinn
mann haga sér illa. Þetta var
friðsamlegt, rólynt og lágmælt
fólk, öll framkoma þess gerólík
þeim brjálæðislega rosabrag,
sem alltof oft er á Islending-
um við vín. Það leyndi sér ekki
að hin gamla, fagra hegðunar-
menning Bretans náði til hins
smæsta og aumasta af þessu
gæfulitla fólki. Og ef maður
spurði barn eða fullorðinn til
vegar, kom svarið með þeirri
ljúfmennsku, þeirri „kindness",
sem er tíðast einkenni brezkra
augna og brezkra brosa.
(Kristján Albertsson: í gr6-
andanum (1955), ritgerðir og
ræður, bls. 251—252).
ekki raunin á. Nú virðist
„hnefarétturinn“ aftur vera
farinn að vinna á í voru landi
og að vísu í mörgum öðrum
svokölluðum menningarríkj-
um. Með samtökum nokkurra
borgara — kjósenda — eru
atvinnutœki stöðvuð, ef á-
stœða þykir til að lagfæra
kaup, afurðaverð eða vinnu-
tíma fáeinna manna, sem við
þau vinna.
HANDHAFAR FAST-
EIGNA, húsa og lóða, sem tal
in eru standa í vegi fyrir sam-
þykktum skipulags bœjar-
eða sveitarfélaga, hafa i sí-
fellt fleiri tilvikum neitað að
hlíta mati þeirra manna, sem
kjörnir hafa verið til þess að
verðleggja þessar eignir þrátt
fyrir möguleika til áfrýjunar
'til yfirmatsnefndar og að því
er vir&ist mjög svo sann-
gjarnra skaðabóta (ef hœgt er
að nota það orð) og þar með
staðið í vegi fyrir eða tor-
veldað nauðsynlegar fram-
kvæmdir til skaða viðkom-
andi byggðarlagi.
Þó hefur hnefarétturinn,
eða beinar hernaðaraðgerðir
lítt komið við sögu til
skamms tíma, ef undanskilin
eru smá uppþot, sem almennt
liafa verið kennd við síðhœrða
drengi og aðra óráðna ungl-
inga.
NÚ HEFUR AFTUR Á
MÓTI verið brotið blað í sög-
unni og hið forna handalög-
mál tekið upp, ekki af œstum
unglingum, heldur ráðsettum
bændum og héraðshöfðingj-
um, og mannvirki, sem kost-
að hefur verið til stórfé bók-
staflega eyðilögð með her-
valdi.
HVORT ÞINGEYSKIR
BÆNDUR eiga að fá fleiri
eða fœrri milljónir fyrir land-
spjöll á jörðum sínum en þeim
hafa verið boðnar, skal hér
enginn dómur lagður á, en
verknaður þeirra minnir
meira á víkingaöld fyrstu
byggðar fslands en rólega
íhugun og félagshyggju tutt-
ugustu aldarinnar.
ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST
MARGIR, sem engra hags-
muna eiga að gæta í þessari
hatrömmu deilu milli þing-
eyskra bœnda og Rafveitu
Akureyrar og/eða Landsvirkj
unarinnar, hafa mikla samúð
með þessum hermdarverkum
og telja þau eðlileg og jafn-
vel sjálfsögð.
EF ÞESSAR AÐGERÐIR
verða dœmdar réttlœtanlegar
til þess að ná settu marki,
hvort sem það hefúr verið
sett til þess að friða sérkenni-
legt land eða af öðrum hvöt-
um, virðist, að við getum átt
von á ýmstim voveiflegum að-
gerðum í nœstu framtíð.
— G.Þ.
4. ofctóiber H970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11