Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 12
BÖKMENNTIR OG LISTIR ijaa rífni u g|árfj)d Framh. af bls. 5. mundar, Á bökkum Bolafljóts (1940), er meiri saga og stærri í sniðum en Bræðurnir. Eink- um hefur höfundurinn sótt í sig veðrið hvað snertir per- sónusköpun. 1 þessu nýja skáldverki ieiðir Guðmundur fram á sviðið persónur, sem ekki verða séðar frá einni hlið, en eru flóknar manngerðir, byggðar upp af óskyldum eðlis þáttum. Hér um er Ávaldi Finnsson, aðalsöguhetjan, gieggsta dæmið. Ávaldi. Hver er þessi Ávaldi? spyr maður ósjálfrátt í gegnum alla söguna, en fær aldrei afger- andi svar. Ávaldi er fríður mað ur sýnum, karlmannlega vax- inn og karlmenni að burðum, hæglætismaður hversdagslega, og býður af sér góðan þokka. Þó sækir sú hugsun þrálátlega á mann, að hann sé illmenni. Og margt illt fremur hann, en hann gerir það aldrei vegna ill verksins sjálfs. Hann hleypur burt af mölinni frá konu og börnum, til þess að þjóna sveitamannseðlinu i brjósti sér, og gerast bóndi. Hann kemur með gildan fjársjóð í sveitina. Þetta er þjófstolið fé. Ávaldi hefur gerzt þjófur. Rétt áður en hann strýkur að heiman, trúir deyjandi maður honum fyrir fjármunum sínum, og treystir honum til að varðveita þá og ráðstafa, eftir því sem hann segir fyrir um. En Ávalda dreymir um stóran fjárhóp, græna jörð og mikil mannafor- ráð. Hann sezt að í víðlendri sveit. Ó, þið grænu veraldir Suð- urlands. Ávalda dreymir um að kló- festa höfuðbólið, Grjótlæk. Maður óskar þess, að honum takist þetta, líkt og maður trúi þvi hálfvegis, að Ávaldi fái þá hreinsað sig af öllum soraverk- um sínum. Jafnframt óskar mað ur honum norður og niður. En það er engin minnsti kraftur í þessari ósk. Hvers vegna þetta? Hvers vegna getur maður verið þekktur íyrir að hugsa hlýja hugsun til Ávalda, jafn- vel tekið hann fyrir öðlings- mann á stundum. Hann er þó stöðugt að hlaða á sig nýjum illverkum. Hann kemur niðings lega fram í kvennamálum. Hann gerist harður húsbóndi, og er eins og djöfuilinn sjálí- ur, þegar einhver gerir alvar- lega á móti honum. Alveg sama, maður hugsar sem fyrr um Ávalda: Mikið logandi er þetta hagvirkur maður, og hvað hann kann vel að búa, hvað hann er framsýnn og ráðsnjall. Hann er sem fæddur sveitar- höfðingi. Allt hans ólán, allt •þetta, sem við köllum mann- vonzku hans, er það ekki dul- búinn sársauki yfir þvi, að hann þekkir yfirburði sína, en er meinað að beita þeim. Þetta er ekki það síðasta sem við hugsum um Ávalda. Aftur og aftur risum við öndverð gegn honum, og aftur og aftur berj- um við í bresti hans . . . Per- sónulýsing Ávalda er listrænt afreksverk. Það bregður birtu niður í dimm sálardjúp, sem okkur virðast á stundum björt í myrkrinu. Þriðja og mesta sveitalífs- saga Guðmundar Daníelssonar til þessa ber samheitið Af jörð ertu kominn, þriggja binda verk: Eldur — sandur, — Landið handan landsins. Heild- arbygging þessa mikla sagna- bálks, er mjög sniðin eftir helztu Islendingasögum, eða eins og segir á einum stað í sögunni sjálfri: ,,Þvi það liggur saga á bak við sögu, og maður stendur á bak við mann. At- burðirnir, þeir eiga einnig sin- ar orsakir, og einhvers staðar, kannski á hinum óliklegustu stöðum, vaka örlögin og vefa voð sína.“ 1 þessu skáldverki er engin aðalsöguhetja. Hér eru leiddir fram á sviðið margir hrikaper- sónuleikar. Hvað viljið þið segja um Gísla í Gröf, sem í bókstaflegum skilning' brenn- ur til ösku í ástríðueldi sínum, og ber við loft eitt andartak, sem logandi kyndill, áður en hann fellur í fang moldarinn- ar? Hvað um séra Gylfa, hug- sjónamanninn, leikur ekki það andrúmsloft í kringum hann, sem gerir hann meira en eftir- minnilega sögupersónu? Hvað um Búa Úlfsson, sem flæmdur er af föðurleifð sinni ungling- ur að árum? Hann er fjörutíu ár að vinna fyrir jörðinni þá er hún að verða sandinum að bráð. En Búi berst ótrauður við ofureflið. Hann berst von- lausri baráttu, ef hægt er að segja, að barátta hetjunnar sé nokkru sinni vonlaus. Sandur- inn étur jörð hans, gerir hana að svartri auðn, og Búi sjálf- ur hverfur í holskeflu sands- ins. Þetta er hans gjald fyrir að bjóða þeim reginöflum birg- inn, sem maðurinn hefur ekki afl til að sigrast á. „Landið handan gaddavirs og girðinga," það er þar, sem Búi Úlfsson heyr sitt stríð, og mun ekki annað stríð eftirminnilegra í nýbókmenntum okkar . . . Hvað um Reginvald Búason? Hann kemur aldrei á sandjörð föður sins, nema sem gestur. Hann er í sögunni nefndur afglapi, og hefur meir en unnið til nafn- giftarinnar, vegna ýmissa uppá tækja og strákaláta, sem hann fremur í uppvextinum. Bætir það ekki úr skák fyrir honum, að hann lætur ýmsa stórbokka sveitarinnar nota sig til óknytta verka, þar á meðal Þorstein í Hátúni, bróðir séra Gylfa og Hrólfs, mannsins með val- brána. Hvað lízt ykkur um Hrólf? Hann bíður hamingj- unnar áratugum saman, og fær hennar loks, af þvi hann kann að bíða hennar með ókalið hjarta . . . Þorsteinn í Hátúni, já, vel á minnzt, ykkur mun ekki sýnast hann minnstur fyr- ir sér i mannvali þessarar sögu. Þorsteinn er héraðshöfð- ingi, stórbóndi og alþingismað- ur. En valdabaráttan hefur leikið hann hart, þótt hann sýni það ekki utan á sér . . . Það er Reginvaldur Btlason, sem ber bergmál sögunnar fram í tímann; afglapinn orð- inn skáld. Kannski vinnur hann stórvirki, því ekki það, hann er viðhlæjandi lífsins og sonur hetjunnar, Búa Úlfsson- ar. Nú verður vikið að upphafi þessarar greinar, þar sem ég sit í góðu yfirlæti hjá Guð- mundi Daníelssyni og konu hans. Þegar við stöndum upp frá borðum, koma mér ósjálf- rátt í hug þessi orð Búa Úlfs- sonar: „Þeir verða flestir vitlausir, sem hugsa mikið. Það er bara að vinna. Það er bara að ætla sér eitthvað og þræla því síð- an í gegn, hvað sem það kostar.“ Og þessi orð Reginvalds, um móður hans, Gunnvöru, látna: „Hún er dáin, hún er bara runnin út í sandinn. Hún var lind, sem átti upptök sín og ósa í sandinum. Það er skeflt yfir hana núna.“ Ég rif mig upp úr þessum þankagangi. Við Guðmundur erum aftur einir í vinnustofu hans. Nú er mér mest í muna, að leggja nokkrar spurningar fyrir skáldið, og skrifa niður svör þess. Hér er eftirtekjan: — Hvert er álit þitt á skáld- sögunni, Guðmundur, einkum eins og hún er núna? Skáldið svarar um hæl: — Válegar blikur eru á lofti í heiminum, óveður geysa um löndin. Þetta orkar sterkt á til- finningalif okkar. Skáldskap- urinn speglar þetta, svo fremi sem við höldum okkur við jörðina. Að minu viti er gagn- gert samband milli allra tíma í skáldskapnum. Það nýja, sem fram kemur, hlýtur að vera í beinu framhaldi af því, sem skapað hefur verið, það er að segja, ef um skáldskap er að ræða. Að brjóta allar reglur, er að snúa flíkunum við. Gróf ur prósi og ýktur symbólismi, eins og talsvert hefur borið á í skáldskap okkar undanfarið, er ekki lesning handa mér. Má vera, að einhverjum þyki þetta gott. Ef svo er þá á það rétt á sér. Já, ég kann heldur illa við að fordæma eitt gersam- lega í þessum efnum, en hefja annað upp, sem hið eina sanna. Það verður lengst af þrætu- efni — hvað sé skáldskapur. -— Hvað um menninguna og skáldskapinn? — Skáldskapurinn er sjjegil- mynd af menningunni. Þetta tvennt verður ekki aðskilið, hér verður ævinlega um gagn- verkandi áhrif að ræða. Ef skáldskapurinn yrði talinn gagnslaus og strikaður út, mundi ég ekki kunna við mig í því samfélagi. Ég geri ekki ráð fyrir slíkri gjörbreytingu á þjóðinni, að hún hætti að vera söguþjóð. Skáldsagan hef ur yfirsagnfræðilegt gildi, auk þess sem hún hefur skemmti- gildi, sem önnur tæki ráða ekki yfir. — Hvernig var þér innan- rifja, þegar þú skrifaðir fyrstu skáldsöguna? — Ég var í syngjandi góðu skapi vegna þess að ég gat þetta. Þetta var yfirmáta auð- velt, hahaha. Uppkastið varð til á vegkantinum. Já, ég var í vegavinnu það sumar, að dreifa úr malarhlössum, og þótti gott að gripa til blýantsins á milli bila. Oll min hugsun rann I far- vegi sögunnar. 1 bókstaflegum skilningi; ég lét mig streyma út á pappírinn. Og áður en þessi fyrsta bók mín komst á prent, var ég byrjaður á þeirri næstu . . . En stundum líður nokkur tími, þar til ég kemst í gang með nýja bók. Þá er eins og Guð hafi yfirgefið mig, eins og Sál konungi fannst forðum. En þegar nýtt verkefni er kom ið af stað, þá rofar til eftir skuggalegan dag. —- Hvernig vinnur þú að skáldverki? — Ég geng að verkinu reglu lega, eins og hverju öðru skyldustarfi, af því mér er það eiginlegt. Til þess að geta skrif að, þarf maður að hverfa inn í þá veröld, sem maður er að skrifa um, samlagast heimi sög- unnar, og gefa henni framrás með þeirri aðferð sem maður kann. Stundum er þetta ekki eins auðvelt og margir ætla. Álitamálunum fjölgar með ár- unum. Maður sér fleiri mögu- leika. Hver bók hefur umgerð, sem maður má ekki fara út fyr- ir, þá lendir maður óhjákvæmi- lega á villigötum. Því fleira, sem maður lærir í listinni, því erfiðara er að skapa list. En ég vil ekki tala um það, hvern- ig hnútar hafa raknað af þræði sagna minna, sem hafa verið óleystir vikum saman. — Hvernig finnur þú til gagnvart verki, sem þú ert að skrifa? — Ég finn til alveg eins og gagnvart sjálfum mér, þvi það er hluti af sjálfum mér. — Á hvaða skáldsögu þinni hefur þú mest dálæti? — Ég get ekki bent á neitt sérstakt í mínum verkum, sem ég hef meiri mætur á en öðru, geri ekki svo mjög upp á milll þess. — Hver er munurinn á að skrifa nútímaskáldsögu og ep- iska? — Ég kann ekki að dæma um það, hvort þarf meira skáld legt innsæi til að skrifa um nú- timann eða fortíðina. Satt að segja skrifa ég alltaf um nú- tímann, þó ég skrifi um fortið- ina; tíminn er skynvilla. Svart- höfði Dufgusson og Kolbeinn grön eru bræður minir, þótt þeir lifðu á Sturlungaöld. Ég er Sinfjötli Völsungur. Nútím- inn vakir sterkt í huga mínum, og rikjandi þjóðfélagslegt ástand, þó ég skrifi sögu, sem gerist í fortíðinni. Sonnr ininn Sinfjötli gerist i Norður- Evrópu, áður en Island byggð- ist. En ég ætlast til, að þessi saga spegli okkar tíð, bæði í stjórnmálum og trúarbrögð- um. Maðurinn hefur ekki breytzt hætis hót, frá þeim tíma, sem sú saga er felld inn i. Aðalatriði sögunnar eiga sér hliðstæður út um allan heim. Það er barizt til valda — her- flokkar herjast til landa. kannski verður aldrei neinn endanlegur sigurvegari til; ég held ekki. — Hvað um ritdómarana og skáldsöguna? — Ritdómarar eru ekki allir undir einum hatti. Ég er einn af þeim, sem hef verið óánægð- ur með viðhorf sumra ritdóm- ara til skáldskaparins almennt. Þar á ég við þá, sem eru frek- ar áróðursmenn en ritskýrend- ur. Þeir reka áróður fyrir einni ákveðinni bókmenntastefnu, sem er í tízku það og það árið. Þeir blína á ákveðin form í skáldsögunni, en hafna öðrum sem úreltum, og láta innihald- ið lönd og leið. Hvern andskot ann eru ritdómarar að segja skáldum fyrir verkum . . . Fyr- ir mitt leyti finnst mér skemmti legt, að skáld prófi sem allra flest form —, en svo koma þessir ritdómarar, og telja enga skáldsögu gilda, nema hún sé formuð eftir vissri tízkukröfu það er þetta sem ég fordæmi. Ekki er til neitt sérstakt skáld sagnaform öðru betra, sé það nógu vel unnið. Allt er leyfi- legt í skáldskap, sé það nógu vel gert . . . Þessir ungu rit- dómendur hafa vísvitandi reynt að þrengja svið skáld- sögunnar, svo ekki sé meira sagt. Þeir sem setjast í ritdóm- arasæti í listum, hafa fram til þessa verið eins konar heilag- ar kýr, sem ekki þótti hæfa að andæfa. Nú er sú tíð liðin. Rit- dómarar mega hér eftir búast við jafnharðri gagnrýni á sín verk, og listamenn hafa hingað til mátt sæta af þeirra hálfu. — Hvað um skáldskapinn og önnur störf þín? — Jú, þetta tekur timann frá hvort öðru. En ég hef lengst af haft ánægju af kennslunni, og blaðamennskan er bæði góð og vond. Það er gaman að skrifa um samferðafólk sitt. Þá hafa þjóðfélagsmál átt ríkan þátt í ritstörfum mínum. Það er stutt bil á milli þess, að skrifa greinar um þjóðfélagsmál, og kafla í skáldsögu um sama efni. Blaðamennskan á við mig, sem aukagrein í ritstörfum. Það er hvild frá öðrum ritstörfum, að skrifa um það sem er efst á baugi hverju sinni. — Ferðabækur þínar og veiðibækur? — Jú, ferðabækur — veiði- bækur, þær liggja á mörkum þess að vera skáldskapur og sagnfræði. Það er bæði nýr og gamall sannleikur, að frum- maðurinn á djúpar rætur í manneskjunni, og nær undir- tökunum í manni, þegar maður er kominn út i veiðiskapinn. Það er ekki langt siðan forfeð- ur okkar urðu að berjast um veiðilöndin . . . Ég er hneigð- ur til útivistar, ekki þó til að flatmaga í sólskini og stara á naflann á mér. Ég þarf að haf- ast eitthvað að, og hef lengst af stundað stangaveiðar í ám og vötnum. Maður kynnist náið félögum sínum, sem eru með manni í þessu. Þetta er mín að- al tómstundaiðja á sumrum, og að ferðast til annarra landa. Hvarvetna erlendis, þar sem ég Framh. á bls. 14. Útgefandi: Hjf. Árvakur, Reykjavik, Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsion. Ritstj.fltr.: Gisli SigurCcson. Auglýsingar: Árni Garfiar Krijlinsson. Ritstjórn: AOaistræti 6. Sími 10100. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.