Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 4
Gertrude Stein var einkennileg kona, stuttklippt, ófríð og klædd heimaofnum pilsum. Rithöf undarf rægð hennar hófst að marki 1933, en heimili hennar í París var stundum samastaður manna eins og Eiiots, Picassos, Mattise, Cocteaus, Ezra Pound og James Joyce Samkomusalur listamanna Eftir James R. Mellow Gertrude Stein. Myndin, sem Picasso málaði aí henni. „Mig hefur alltaf langað til að vera söguleg1', sagði Ger- trude Stein skömmu fyrir and- lát sitt árið 1946. Og það var hún, mestan hluta ævinnar. I upphafi, eða fyrst eftir alda- mótin deildi hún heiðrinum með bróður sinum, Leo, Stein-búið í París (Leo, Gertrude og lífstíð ar förunautur hennar Alice B. Toklas) var Mekka allra hinna nýjungasinnuðu. Þaú sem einkum dró þá að var safn olíu- og vatnslita- mynda eftir Cézanne, gamlar myndir Matisse og Picassos, mál verk eftir Renoir, Manet, Gaug uin og Toulouse-Lautre, sem hún og Leo höföu haft fé og fyrirhyggju til að kaupa. Vegg irnir i vinnustofu þeirra voru þaktir til lofts af málverkum, sem nú eru fræg, vængjahurð- irnar inn i borðstofuna voru fóðraðar rissmyndum Picassos. Á fyrstu tugum aldarinnar flykktust gestir á sýningar á framúrstefnulist; margir komu til að hæðast, en ýmsir sneru aftur sem trúskiptingar. Þetta var glæsilegl sögusvið — og sögulegt varð það. Að Rue de Fleurus 27 höfðu Leo og Ger- BÖKMENNTIR OG LISTIR trude Stein opnað fyrsta safn nútímalistar, til hvers konar ætl ana og afnota. Um þessar mundir stendur til hjá erfingjum Stein-dánarbús- ins að selja leifar þessa braut ryðjendasafns — 38 málverk og teikningar eftir Pablo Pi- casso og níu verk listbróður hans, kúbistans Juan Gris. Gert er ráð fyrir að Museum of Modern Art í New York muni efna til sýningar ð þessum lista verkum ásamt mörgum helztu málverkum er áður voru i eigu Stein-systkinanna en hafa síð- an hafnað í öðrum einka- eða almenningssöfnum. Sú sýning yrði viðeigandi — og ef til vill hinzta — kveðja til hins sögu- lega sýningarsalar. Á venjulegu laugardags- kvöldi fyrir 60 árum hefðum við hitt Gertrude Stein á sin- um stað í salnum, klædda brún um flauelskjól, sitjandi á baK háum Renaissance-stól með fæt urnar hangandi nærri steypu- járnsofninum, sem hitaði hrá- slagalegt herbergið. Örskammt í burtu mátti heyra Leo út- lista skoðanir sinar á nútíma- list fyrir hópi gesta. í þyrpingu ungverskra mál- ara, franskra menntamanna, enskra aðalsmanna og þýzkra stúdenta hefði til dæmis mátt greina Picasso og fylgikonu hans Fernande Olivier (Picasso likist ákaflyndum, ungum skó- burstara — Fernande er ská- eygð og aðlaðandi). Rauð- skeggjaði maðurinn með gler- augun, sem líkist þýzkum pró- fessor, er Matisse. Næst hon- um má ef til vill sjá ljóðskáld- ið Guillaume Apollinaire og áhanganda hans málarann Marie Laurencin. Hái maður- inn væri þá Georges Braque, sem er hinn opinberi mynda- upphengjari salarins vegna yf- irburða sinna á meðal hinna minni kúbista. í ameriska til- laginu bæri mest á málurun- um Patrick Henry Bruce ogAl fred Maurer, sem báðir urðu snemma talsmenn hinna nýju sjónarmiða og eru á þessum tima fylgjendur Matisse. Á árunum milli 1920—40 voru það ekki letngur myndirn ar heldur frægð Gertrude sem bókmenntalegs útlaga og rót- tækur, óbilgjam ritstíll henn- ar — sem birtist í straumi af- strakt, orðfárra ljóða og tor- ráðinna orðamynda af vinum hennar er drógu hina áhuga- sömu og hina forvitnu að dyr- um hennar. Þegar hún og Leo skildu að skiptum um '1912 hafði hinu umdeilda listasáfni verið skipt — í meiri eða minni vinsemd — á milli þeirra. Picasso-myndimar komu allar í hlut Gertrude. Leo kaus sér Renoir-málverkin og margar af Cézanne-myndunum. Er gengið hafði verið frá fyrirkomulag- inu hafði Leo skrifað henni: „Nú vona ég að allir megi vel við una, sitjandi hver á sínum tilskilda hluta, sjúgandi hver sína appelsínu af mikilli kæti.“ Á árunum miili 1920 og 1940 — áratugum „hinnar týndu kynslóðar" — voru það aðal- lega amerísku rithöfundamir Hemingway, Fitzgerald, Sher- wood Anderson og Thornton Wilder sem gerðu garðinn fræg an í Rue de Fleurus. Myndirn- ar voru enn vinsælar en nú- tímalist hafði nú nægan með- byr án áróðurs Gertrude. Hún hafði nú ekki lengur efni á að kaupa verk vinar síns Picassos en sneri sér að landa hans Juan Gris. Hún safnaði einnig verkum minni spámanna: Eug- ene Berman, Christian Bérai'd, Kristians Tonny Pavel Tchelit chew — málara með súrreal- iskar tilhneigingar. Dýrkunin á Gertrude Stein hófst hins vegar árið 1933 með metsölubókinni „Ævisaga Alice B. Toklas", minningum Ger- trude frá brautryðjendaárun- um í París, séðum með augum vinkonu hennar. Hún var og er enn ein ánægjulegasta frásögn, sem til er af þessu tímabili: þar drjúpa nöín rithöfunda, listamanna og tónskálda af hverri síðu eins og gulldropar — Edith Sitwell, Joyce, Eliot, 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.