Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 10
Eistneskar þjóðsögur Sr. Sigurjón Guðjónsson íslenzkaði L Morgunroðinn og kvöldroðinn Vera má að þú þekkir Ljós- gjafann í höll Alföður. Veiztu, hver hýsir sólina og leiðir hana til hvílu, þegar dagsverki hennar er lokið? Veiztu, hver það er, sem tendrar hana að nýju á hverjum morgni og sendir hana út á himinhvolf ið ? Alfaðir átti þræl og ambátt, sem hann hafði gefið eilífa æsku. Þegar sólin hafði lokið dagleið sinni í fyrsta skipti, sagði Alfaðir við ambáttina Hemarik, kvöldroðann: „Dóttir mín, þér fel ég kvöldsólina! Slökktu á henni og fel hana vandlega, svo að ekkert geti grandað henniJ" Morguninn eftir, þegar sá tími var kominn að sólin skyldi aftur hefja dagsverk sitt, sagði Alfaðir við Koit, morgunroð- ann: „Sonur minn, þín skylda er að tendra sólina og búa hana undir ferðina." Af trúmennsku unnu bæði Hemarik og Koit störf sín. Aldrei brást upprisa sólarinnar við sjóndeildavhring i austri. AS vetrarlagi fór hun nær yztu rönd jarðar, gekk fyrr til hvílu og hóf vinnu sína siðar að morgni. En á vorin, þegar blómin vöknuðu og fuglarnir sungu, og á sumrin, þegar jarð- argróðurinn þroskaðist í verm- andi geislum hennar, fékk hún ekki að sofa nema stutta stund. Hemarik afhenti sólina, sem skyldi hvílast, Koit, morg- unroðanum. Og nú stóð yfir fegursta tíð ársins — tíð, er öll blóm fylla loftið ilmi. Hvarvetna á jörðinni hljómuðu söngvar fugla og manna. Og þrællinn og ambáttin hans Alföður horfðu djúpt í augu hvors ann ars. Hemarik lagði sofandi sól- ina í hönd Koits. Þau tókust i hendur og varir þeirra mætt- ust. Aðeins eitt auga, sem aldrei sefur, hafði séð það sem bar við í leyndardómsfullri kyrrð miðnættisins. Daginn eftir kall- aði Alfaðir þau fyrir sig og sagði: „Ég er ánægður með ykkur bæði og ég óska ykkur fullkominnar hamingju. Njótizt og gegnið skyldum ykkar sem áður, en sem eiginmaður og eig inkona upp frá þessu!" Hrópuðu þá bæði: „Faðir, raskaðu ekki gleði okkar. Leyf okkur alltaf að vera sem brúð- ur og brúðgumi, svo að ham- ingja okkar megi ávallt hald- ast síung og ný!" Alfaðir heyrði bænina og blessaði ósk þeirra. Elskend- urnir finnast nú aðeins einu sinni á ári, og þá í fjórar vik- ur. Þegar Hemarik réttir Koit sofandi sólina, takast þau í hendur og kyssast. Roðinn á brennandi vöngum Hemariks endurspeglast á skærum kvöld himninum, meðan gullið skinið á yztu rönd hans boðar rísandi sól, sem Koit hefur tendrað. Og stöðugt skreytir Alfaðir engin á ný fegurstu blómum fyrir fund þeirra, og næturgal- arnir hrópa gáskafullir til Hemarik: „Þú lata stúlka, Iata stúlka, nóttin er svo löng!" II. Þjóð Vanaisa Mannkyninu fjölgaði sí og æ á jörðinni og fyrsti bústaður þess varð alltof þröngur, — og mest sakir þess, að samkomu- lagið fór út um þúfur. — Vana- isa, faðir guða og manna, ákvað því að dreifa mönnunum um jörðina, og gaf hverri kynkvísl nýtt heimkynni. Til þess nú að skilja þær enn betur að, ákvað hann einnig, að hver kvísl skyldi öðlast sín sér kenni, tala eigin tungu og bera hver sitt nafn. Hann lagði svo fyrir, að þær skyldu allar mæta á tilsettum degi á Ketil- fjallinu. Vatn og eldur eru andstæð ar höfuðskepnur, sem leitast við að eyða hvor annarri. Allir vita, að vatnið í katlinum, kval- ið af eldinum, gefur frá sér dauft suð til að byrja með og það verður hærra og hærra og snýst loks í hvæs, þar eð vatn- ið beinir öllum kröftum sínum að þvi að hoppa yfir barminn og ráðast á óvin sinn. bas, Fantastic Voyage, Doctor Doolittle, The Boston Strangler og Che. Hann byrjaði sem höfundur heímild armynda og aflaði ein þeirra honum Oscara- verðlauna 1948, en hún nefndist „Design for Death." Fjallaði hún einmitt um -lap- ani í heimsstyrjöld- inni siðari og er því nátengd Tora! Tora! Tora! í grundvallarat- riðum. 1 myndum eins og Compulsion ('59) og The Boston Strangler (*69), ræðst Fleischer einarðlega á Iífláts- refsingu og í mynd- inni, sem hann vinnur nú að, Ten Billington Place, kveðnr við sama tón, en hún f jall ar um hin frægu Christie-morð í Lond- on (Bichard Attenbor ough leikur Christie). En þar sem Fleischer er svo mjög á móti manndrápum, sem framkvæmd eru í nafni ríkisins, átti hann þá ekki í sið- ferðílegu stríði við að gera mynd eins og Tora! sem óneitanlega í'.jallar um skipulagt fjöldamorð? „Jú, sið- fræðin var mér tölu- vert vandamál, en það hlýtur líka að vera vandamál allra þeirra sem hafa einhvern sið ferðisþroska. Ég reyndi að vera sem allra hlutlausastur og halda mig algjörlega við staðreyndir. Ég reyni hvorki að af- saka Japani né Banda ríkjamenn. Við sýnum öll mistökin, sem gerð vojii. En við vildum þð sérstaklega forðast að sýna Japani eins og þeir hafa venju lega verið sýndir i am erískum B-myndum, og þess vegna voru tveir japanskir Ieik- stjórar látnir sjá um þeirra hlið á málinu. En þótt undarlegt megi virðast, hætti þeim í fyrstu til að gera landa sina að of miklum illmennum. Sýndu þeir flugmenn- ina sleppa sprengjum á Pearl Harbour og siðan hlæja að öllu saman, svo að þegar ég sá fyrstu tökurn- ar stakk ég upp á þvi, að flugmennirnir gerðu þetta fremur með hugarfari við- skiptamannsins, en sýndn ekki svona mikla gleði yfir að drepa þúsundir Amer ikana. En ef til vill er þetta ekki rétt, því að ég geri ráð fyrir að ef við gerðum mynd um sprengjuá- rásir á Þýzkaland, mundum við óiijá- kvæmilega sýna ein hvern gleðivott. Fleischer segir, að bæði hernaðarsinnar og friðarsinnar muni finna sinn málstað studdan i mynd- inni. Hinir fyrrnefndu geta bent á hvað ger- ist, þegar stórþjóð er hernaðarlega óundir- búin, friðarsinnar hins vegar hvað ger- ist, þegar lítill hópur sauðþrárra manna ýt- ir heilli þjóð út í von laust stríð. Þar sem Fleischer er friðarsinni mátti hann hafa gát á sjálfum sér, að Iáta innri sannfær ingu aldrei bera sögu- legar staðreyndir of- urliði. Þegar Martin Balsam, sem leikurað mírál Kimmel, kvart- aði yfír því, að það væri of dramatískt fyrir Kimmel aðsegja að það hefði verið góð verk, ef hann hefði verið drepinn í árás- ínni, gat Fleischer flett upp í skýrslum og bent leikaranum á, að hann hefði raun- verulega sagt þetta. Og þar við sat. Það mætti því ef til vill kalla Tora! sannsögu- lega heimildarmynd fremur en „kvikmynd b.yggða á sönnum at- burði." Eftir að Fleischer Iauk við Tora! (þar sem hver dagur var pina og kvöl, segir hann) hefur hann kvikmyndað Ten BUI- ington Place og vinn- ur nú að frágangi þeirrar myndar. Hvaða augum lítur Fleischer kvennamorð ingjann Christie? Var hann sjúkur eða ein- ungis rakið illmenni? „Það er ekkert til, sem heitir illmenni," segir Fleischer, „það er einungis sjúkt fólk. Illt innræti er miðalda hugtak. { öllum mynd um sem ég hef gert um afbrotamenn eftir Compulsion, hef ég sýnt morðingjum mikla nærfærni. Christie var á yfir- horðinu mjög venjuleg ur maður, en einhvers staðar innra með hon um ölgaði þessi þörf til að drepa. Og ef eitthvað smávegis færi úr jafnvægi innra með okkur, gæti hvert okkar sem er, lent á sömu braut". 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.