Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 12
andi munn eins og hestur." Matisse leitaði, ásamt Braque og nokkrum rithöfundum á náð ir „Transition" og birtu á síð- um þess „vitnisburð gegn Ger- trude Stein" og sögufölsun hennar. Hin langa — og stundum róstusama — vinátta þeirra Gertrude og Picassos virðist hafa byrjað veturinn 1905— 1906 þegar hún gerði sér dag- lega ferð yfir þvera Parísar- borg til Rue Ravignan til að sitja fyrir hjá honum. Henni voru að skapi hinar löngu ró- legu stundir er hún sat fyrir, Picasso málaði og Fernande las upphátt úr Fables eftir La Fontaine. Eftir rúmlega 80 skipti missti Picasso kjarkinn, rnálaði algerlega yfir andlitið og skildi við myndina ófull- gerða. Mörgum mánuðum síðar, er hann kom aftur úr ferða- lagi til Spánar, fyllti hann út andlitsdrættina án þess að sjá Gertrude. Málverkið stendur -eftir sem fullkomið millibils- verk, það markar endalok rósa tímabils Picassos og upphaf kú bismans og móderriista hreyf- ingarinnar og tengir þetta tvennt saman. „Ég var og er enn ánægð með myndina af mér," skrifaði Gertrude í bækling sinn „Pi- casso", sem gefinn var út skömmu fyrir síðari heimsstyrj öldina. „Fyrir mér er hún ég og hún er eina myndin af mér sem er alltaf ég, i mínum aug- um." Þetta málverk átti eftir að verða henni uppspretta fjölda persónulegra endur- minninga er árin liðu og það var eitt fárra málverka sem hún hafði hjá sér í Bilignin á styrjaldarárunum. Bók Gertrude um Picasso er í eðli sínu hollustuvottur — ef til vill endurgjald fyrir „Homm age á Gertrude", sem Picasso málaði handa henni fyrr á ár- um og sýndir fjöld lúðurþeyt- andi engla og konur með ald- in, en þessa mynd festi Ger- trude i loftið yfir rúmi sínu. Bókin er losaraleg frásögn af kunningsskap þeirra, blönduð innsýn i störf hans og vitnis- burðum um snilld hans. „Pi- casso", segir hún, „sér aðeins -eitthvað annað, annan raun- veruleika. Frávik eru auðveld, en að hafa annað sjónarsviðen allur heimurinn er afar sjald- gæft. Þess vegna eru snilling- ar sjaldgæfir; að gera hlutina flókna á nýjan hátt er auð- velt, en að sjá þá á nýjan hátt, það er verulega erfitt. Allt stendur í vegi fyrir manni: venjur, skóli, daglegt líf, skynsemi, nauðsynjar dag- ]egs lífs, leti, allt stendur í veginum, það eru i rauninni mjög fáir snillingar til í heim- inum." En af þeim ótólulegu sögum og skrýtlum, sem tengd eru þessum tveim frægu sköpurum og móturum nútíma skynjunar, gerðist sú hjartnæmasta um miðjan fjórða tug aldarinnar, þegar Picasso haíði að fullu og öllu lagt málaralistina á hill- una. Hann hafði tekið upp „bók menntalíf", sat á kaffihúsum og orti ljóð — veiddi nánast í landhelgi Gertrude — og enda þótt Gertrude hefði fastráðið að ræða ekki ljóðasmíðar Pablos við aðra, lét hún þó í ljós við Dali leiða sinn yfir „vonlausri ljóðagerð málara". Boðin bár- ust Picasso til eyrna. Til uppgjörs Kom að lokum dag nokkurn er hún rakst á þá Picasso og Braque í Rosenberg salnum. Frásögn Gertrude, eins og hún birtist i „Everybody's Autobiography", og endar í maraþonsetningu, sem sýnir ljós lega þá tækni er hún hafði náð í hinurn fápunktaða stíl sín- um, lýsir einu fyndnasta og við kvæmasta atviki í lðngum og margslungnum kunningsskap þeirra. „Sérðu til, sagði ég ennfrem- ur við Pablo, þú þolir ekki að horfa á teikningar Jeans Cocte au, þær koma illa við þig, þær eru meira fráhrindandi en teikningar, sem eru bara léleg- ar teikningar, nú sama er með ljóðin hjá þér, þau eru meira fráhrindandi en bara léleg ljóð, ég veit ekki hvers vegna, þann ig er það bara, þegar einhver getur gert eitthvað verulega vel og gerir svo eitthvað, sem hann getur ekki og getur ekki lifað sig í, þá er það sérstak- lega ógeðfellt, og þú, sagði ég við hann, þú hef ur aldrei á ævi þinni lesið bók, sem ekki var skrifuð af einhverjum vini þín um og varla það, og þú hefur aldrei haft tilfinningu fyrir orð um, orð gera meira að skap- rauna þér en nokkuð annað, svo hvernig getur þú skrifað, þú veizt betur, það veiztu sjálf ur, ja, sagði hann og setti upp svip, þú hefur alltaf sagt sjálf að ég væri óvenjulegur maður, nú óvenjulegur maður getur gert hvað sem er, ah, sagði ég og greip í jakkaboðunga hans og hristi hann, þú ert óvenju- legur innan þinna takmarka, en þinar takmarkanir eru óvenju- legar og hana nú og ég hristi hann aftur harkalega, þú veizt það, þú veizt það eins vel og ég, það er allt í lagi þú ert að þessu til að losna við allt sem er orðið þér ofviða, gott ogvel, gott og vel, haltu því áfram, en haltu ekki áfram að segja mér að það sé SKáldskapur og ég hristi hann aftur, jæja, setj um svo að ég viti það, hvað á ég að gera, hvað áttu að gera sagði ég og kyssti hann, þú heldur áfram þangað til þú ert orðinn kátari eða minna niður- dreginn og þá gerirðu það, já sagði hann, þá málarðu dásam- lega mynd og svo fleiri og ég kyssti hann aftur, já sagði hann". Gertrude Stein gerði sér grein fyrir þeim róttæku breyt ingum sem fólust í kúbisman- um og var reiðubúin að láta gæfu síns eigin starfs hafa sam flot við hann. í hennar augum skipti skapgerð listamannsins, eins og hún kom fram i verk- um hans, meginmáli. Hin innri barátta við að tjá sitt eigið sjálf — átökin milli mannlegs eðlis og mannlegs anda, eins og hún nefndi það — enduðu í ljótleika; sá ljótleiki var lykill- inn að skilningi á þróun hinn- ar nýju hreyfingar. „Ef allir væru ekki svona latir," segir hún, „myndu þeir gera sér ljóst, að fegurð er fegurð jafnt fyrir þvi þótt hún veki gremju, og ekki aðeins örvandi þegar hún er viðurkennd og sígild". Hún hugsaði um list, hún skrifaði oft um hana — stund- um af megnri alhæfingu og stundum á óskiljanlegu máli. En að lokum var hún yflrleitt fús til að orða skoðun sina á einfaldan hátt. Er blaðið „Little Review" lagði fyrir hana þá spurningu hverjar tilfinningar hennar væru í garð nútímalist- ar, svaraði hún blátt áfram: „Mér þykir gaman að horfa á hana." Smásagan Framhald af bls. 7. anna, sem voru svo fölir, að þeir virtust lýsandi. En það, sem hún skildi ekki í, það sem var stórkostlegt, var hvernig hún hafði skynjað hug- arástand ungfrú Fulton svo ná kvæmlega og svo fljótt. Því að hún efaðist ekki andartak um, að hún hefði rétt fyrir sér — og samt, við hvað gat hún stuðzt ? Minna en ekkert. „Ég held, að þetta gerist mJög sjaldan á milli kvenna. Aldrei á milli karlmanna," hugsaði Bertha. „En á meðan ég útbý kaffið I gestastofunni, gef ur hún kannski merki." Hvað hún átti við með þessu, vissi hún ekki og hvað síðar myndi gerast, gat hún ekki ímyndað sér. Meðan hún hugsaði þetta, sá hún sjálfa sig tala og hlæja. Hún varð að tala vegna löng- unarinnar til að hlæja. „Ég verð að hlæja, annars dey ég." En þegar hún tók eftir skrýtnum litlum ávana hjá Face, en það var að mynda fellingar framan á blússunni sinni eins og hún geymdi þar leyndan hnetuforða, varð Bertha að bora nöglunum inn í lófana til þess að hæja ekki of mikið. Loksins var þessu lokið. „Komið og sjáið nýju kaffivél- ina mína," sagði Bertha. „Við fáum nýja kaffivél að- eins hálfsmánaðarlega," sagði Harry. 1 þetta skiptið var það Face, sem tók undir handlegg henn- ar. Ungfrú Fulton laut hðfði og kom á eftir. Eldurinn í gesta- stofunni hafði dvínað og orðið að rauðu, flöktandi „hreiðri lít- illa Fönixa," sagði Face. „Kveiktu ekki alveg strax, þetta er svo yndislegt." Hún kraup við eldinn. Henni var alltaf kalt . . . „án litla rauða flónelsjakkans, auðvitað," hugs aði Bertha. Á því augnabliki „gaf ung- frú Fulton merkið." „Hafið þið garð?" spurði svöl, syf juleg röddin. Þetta var svo fullkomið af hennar hálfu, að Bertha gat ekki annað en hlýtt. Hún gekk yfir herbergið, dró tjöldin frá og opnaði háu gluggana. „Sjáðu," hvislaði hún. Og konurnar tvær stóðu hlið við hlið og horfðu á grannvax- ið, blómstrandi tréð. Þó að það væri svo kyrrt, líktist það kertaloga. Það teygði úr sér, uppmjótt, og skalf í björtu loft- inu og stækkaði fyrir augum þeirra og virtist næstum snerta rönd hins kringlótta silfur- mána. Hve lengi stóðu þær þarna? Það var sem báðar væru þær fangaðar í snöru þessa ójarð- neska ljóss, þær skildu hvor aðra fullkomlega, þessar verur frá öðrum heimi og undruðust, hvað þær væru að gera hér með þennan gleðiglóandi fjár- sjðð, sem logaBI I barml þeirra og féll í líki silfurblóma frá hári þeirra og höndum. Um eilífð — andartak? Og tautaði ungfrú Fulton: „Já, bara þetta?" Eða dremydi Berthu. Þá var ljósið kveikt og Face bjó til kaffið og Harry sagði: „Kæra frú Knight, spurðu mig ekki um barnið mitt. Ég sé hana aldrei. Ég fæ ekki hinn minnsta áhuga fyrir henni, fyrr en hún eignast elskhuga." Og Mug tók augað úr vermireitn- um andartak, en setti það sið- an undir gler aftur, og Eddie Warren drakk kaffið sitt og setti frá sér bollann með skelf- ingarsvip eins og hann hefði séð óminnishegrann á botnin- um. „Það sem mig langar til að gera, er að gefa ungum mönn- um tækifæri. Ég held einfald- lega, að London sé að springa utan af fyrsta flokks óskrifuð- um leikritum. Það sem mig langar til að segja við þá er: Hér er leikhúsið, látið nú til skarar skriða." „Þú veizt, góði minn, að ég ætla að fara að skreyta stofu fyrir Jacob Nathan-hjónin. Ó, mig sárlangar svo til að hafa allt í stíl steiktra fiska, hafa stólbökin í laginu eins og steik arpönnur og indælar steiktar kartöflur útsaumaðar í öllum gluggat j öldum." „Gallinn á ungu rithöfund- unum okkar er sá, að enn eru þeir of rómantískir. Menn f ara ekki á sjó, án þess að verða sjó veikir og biðja um æludall. Jæja, hvers vegna hafa þeir ekki kjark i sér til að skrifa um þennan æludall?" „Hræðilegt kvæði um stúlku, sem neflaus betlari tók nauð- uga í dálitlum skógar- lundi. . ." Ungfrú Fulton lét fallast niður i lægsta og dýpsta stól- inn og Harry bauð sígarettur. Þegar hann stóð þarna frammi fyrir henni og hristi silfuröskjurnar og sagði stutt- lega: „Egypzkar? Tyrkneskar? Frá Virginiu? Þeim er öllum blandað saman," gerði Bertha sér ljóst, að ekki aðeins leidd- ist honum hún, helaur geðjað- ist honum hreint ekki að henni. Og hún dró þá ályktun af því, hvernig ungfrú Fulton sagði: „Nei, þakka þér fyrir, ég reyki ekki," að hún fann þetta líka og það særði hana. „Ó, Harry, láttu þér geðjast að henni. Þú hefur á röngu að standa um hana. Hún er dá- samleg, dásamleg. Og hvernig geturðu verið svona tilfinn- ingalaus gagnvart manneskju, sem er mér svo mikils virði. Eg ætla að reyna að segja þér, þegar við erum háttuð í kvöld, hvað er á seyði. Hvað við, hún og ég, höfum eignazt saman." Við þessi síðustu orð skauzt eitthvað kynlegt og nærri því hræðilegt inn í huga Berthu. Þetta eitthvað, blint og bros- andi, hvíslaði að henni: „Brátt fer þetta fólk. Húsið verður hljótt, hljótt. Ljósin verða slökkt. Og þú og hann verðið alein í dimmu herberginu — hlýju rúminu .. .' Hún stökk upp úr stólnum og að pianóinu. „En leiðinlegt, að enginn skuli spila," kallaði hún, „en leiðinlegt, að enginn skuli spila." Berma girntist elgmmann sinn í fyrsta skipti á ævinni. Ó, hún elskaði hann, hún hafði auðvitað verið ástfangin af honum, á allt annan hátt. Og jafnframt hafði hún auðvitað skilið, að hann var öðruvisi. Þau höfðu svo oft tal- að um það. 1 fyrstu hafði hún haft hræðilegar áhyggjur af að vera svona köld, en eftir nokkurn tíma virtist það ekki skipta máli. Þau voru svo hreinskilin hvort við annað, svo góðir félagar. Það var það bezta við að vera nýtízkuleg- ur. En núna, brennandi, brenn- andi. Orðið sjálft olli hinum logandi likama hennar sársauka. Var það að þessu, sem hin glóandi tilfinning hafði stefnt? En þá ... „Góða min," sagði frft Knight, „Þú veizt hver er veiki bletturinn á okkur. Við erum fórnardýr timans og járnbraut- arlestanna. Við búum í Hamps- hire. Hér hefur verið svo skemmtilegt." „Ég kem með ykkur fram, í forsalinn," sagði Bertha. „Það var indælt að fá ykkur. En þið megið ekki missa af síðustu lest. Það er svo hræðilegt, er það ekki?" „Fáðu þér viskí, Knight, áð- ur en þú ferð," kallaði Harry. „Nei, þakka þér fyrir, félagi." Bertha kreisti hönd hans um leið og hún tók í hana. „Góða nótt, góða nótt," kall- aði hún af efstu tröppunni og fann, að einhver hluti hennar var að kveðja þau í síðasta sinn. Þegar hún kom inn í gesta- stofuna, var komin hreyfing á þau hin. .....Þá geturðu orðið mér samferða í leigubílnum hluta leiðarinnar." „Ég yrði svo þakklátur að sleppa við aðra ökuferð einn mins Hðs eftir þessa hræðilegu reynslu." „Þið getið náð í leigubíl við staurinn i enda götunnar. Þið þurfið ekki að ganga nema fá- eins metra." „Það er þægilegt. Ég ætla að ná í kápuna." Ungfrú Fulton gekk í áttina að forsalnum og Bertha á eftir, þegar Harry næstum ruddist framhjá henni. „Leyfðu mér að hjálpa þér." Bertha vissi, að hann iðraðist ókurteisi sinnar, og hún leyfði honum að gera það. En hvað hann var mikill drengur að mörgu leyti, svo ákafur, svo einfaldur. Hún varð eftir með Eddie við arineldinn. „Mér þætti gaman að vita, hvort þú hefur séð nýja Ijóðið hans Bilks „Table d'Hote"," sagði Eddie blíðlega. „Það er svo dásamlegt. 1 siðasta úrval- inu. Áttu eintak? Mér þætti gaman að sýna þér það. Það byrjar á ótrúlega fallegri ljóð- línu: „Hvers vegna alltaf tóm- atsúpa?" " „Já," sagði Bertha og gekk hljóðlaust að borði gegnt stofudyrunum, og Eddie leið hljóðlaust á eftir henni. Hún tók litlu bókina upp og rétti honum hana. Ekkert hljóð hafði heyrzt frá þeim. Á meðan hann fletti upp á ljóðinu, leit hún fram í forsal- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.