Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 6
SMASAGAN [ Þó að Bertha Young væri orðin þritug, komu þær stund- ir, að heldur langaði hana til að hlaupa en ganga, að taka dansspor ýmist uppi á gang- stéttarbrúninni eða neðan henn ar, að velta gjörð, að henda ein hverju upp í loftið og grípa það aftur eða standa kyrr og hlæja að — engu, einfaldlega engu. Hvað er hægt að gera, ef maður er þrítugur og kemur fyrir hornið á sinni eigin götu og er þá allt í einu gripinn þess ari gleðitilfinningu, þessari gló andi gleðiglóð, eins og maður hefði skyndilega gleypt bita af ljómandi síðdegissólinni, og hann brynni nú í barminum og sendi dálitla geislastrauma út í allar taugar, fram i hvern fing- urgóm og hverja tá ... ? Ó, er alls ekki hægt að tjá þetta, án þess að virðast vera „hátt uppi?" En hvað siðmenn- ingin er asnaleg. Hvers vegna er manni gefinn líkami, ef mað ur verður að varðveita hann í öskju eins og dýrmæta fiðlu? „Nei, þetta um fiðluna er ekki alveg það, sem ég á við," hugsaði hún og hijóp upp tröppurnar, en leitaði um leið að lyklinum, en honum hafði hún gleymt eins og venjulega og hringlaði því 1 bréfalok- unni. „Það er ekki það, sem ég á við, vegna þess . . . Þakka þér fyrir, Mary." Hún gekk inn í forsalinn. „Er fóstran I komin aftur?" „Já, frú." „Og eru ávextirnir komnir?" „Já, frú. Allt er komið." „Viltu gjöra svo vel og fara með ávextina upp í borðstof- una. Ég ætla að koma þeim fyrir, áður en ég fer upp á loft." Það var rökkvað í borðstof- unni og reglulega svalt. En samt henti Bertha af sér káp- unni, hún þoldi ekki þétta snertingu hennar stundinni lengur, og kalt loftið lék um handleggi hennar. En í brjósti hennar var enn þessi bjarta gleðiglóð, og gneistastraumurinn rann út frá henni. Það var næstum óbæri- legt. Hún þorði varia að anda af ótta við að þyrla honum hærra, og samt dró hún and- ann djúpt, djúpt. Hún þorði varla að horfa í kaldan spegil- inn, en gerði það samt, og hann sýndi henni Ijómandi konu með brosandi, skjálfandi varir og stór dökk augu, umleikna eft- irvæntingu eftir einhverju dá- samlegu, sem myndi gerast, sem hún vissi að hlyti óhjákvæmi- lega að gerast. Mary kom inn með ávextina á bakka og auk þess glerskál og blátt fat, mjög fagurt, með sérkennilegum blæ eins og því hefði verið dýft ofan í mjólk. „Á ég að kveikja ljós, frú?" „Nei, þakka þér fyrir. Ég sé vel til." Þarna voru tangerinur 1) og 1) appelsinur frá Tangier. epli með jarðarberjarauðum rákum. Nokkrar gular per- ur, silkimjúkar, nokkur ljós vínber með silfurblæ og stór klasi af vínrauðum berjum. Þau síðasttöldu hafði hún keypt í samræmi við nýja vegg- fóðrið í borðstofunni. Já, þetta hljómaði dálítið langsótt og frá leitt, en var raunverulega ástæðan fyrir kaupunum. I búð inni hafði hún hugsað: „Ég verð að fá nokkur vínrauð ber til að færa veggfóðrið upp að borðinu." Og þá hafði það virzt mjög skynsamlegt. Þegar hún hafði lokið við að hlaða pýramída úr þessum björtu, hnöttóttu ávöxtum, gekk hún frá borðinu til að virða fyrir sér áhrifin, og þau voru raunverulega mjög ein- kennileg. Þvi að dökkt borðið virtist hverfa í rökkrinu og glerfatið og bláa skálin sýnd- ust svífa i lausu lofti. Þetta var svo ótrúlega fallegt og hún í þessu skapi . . . Hún byrjaði að hlæja. „Nei, nei, ég er að verða taugaveikluð." Hún þreif tösku sína og kápu og þaut upp stig- ann í átt að barnaherberginu. Fóstran sat við lágt borð og var að gefa Litlu B kvöldmat- inn eftir baðið. Barnið var í hvítum flónelskjól og blárri ullartreyju og dökka fingerða hárið var burstað upp i skrýt- inn, lítinn topp. Hún leit upp, þegar hún sá móðup. sina og byrjaði að hossa sér. „Svona, elskan mín, ljúktu við að borða eins og þæg stúlka," sagði fóstran, og var- irnar strengdust á þann hátt, sem Bertha kannaðist við og vissi að þýddi, að nú hefði hún enn einu sinni komið inn í barnaherbergið á. röngu augna- bliki. „Hefur hún verið þæg, fóstra?" „Hún hefur verið eins og Ijós allan seinnipartinn," hvíslaði fóstran. „Við fórum i garðinn og ég settist á bekk og tók hana upp úr kerrunni, og svo kom stór hundur og lagði höf- uðið á hné mér, og hún kreisti á honum eyrað og togaði i það. Ó, þú hefðir átt að sjá það." Berthu langaði til að spyrja, hvort það gæti ekki verið hættulegt að láta hana kreista eyru ókunnugs hunds. En hún þorði það ekki. Hún stóð og horfði á þær með hendur niður með siðum eins og lítil fátæk stúlka, sem horfir á litla rika stúlku með brúðuna sina. Aftur horfir barnið á hana og brosti svo töfrandi, að Bertha gat ekki að sér gert og kallaði: „Ó, fóstra, leyfðu mér að Ijúka við að gefa henni kvöld- matinn á meðan þú gengur frá baðáhöldunum." „Ja, frú, það ætti ekki að breyta um í miðju kafi á með- an hún er að borða," sagði fóstran og hvislaði enn. „Það kemur róti á hana. Það er lík- legt að það æsi hana." En hve þetta var fráleitt. Til hvers var að eignast barn, ef hafa átti það — ekki í öskju eins og dýrmæta fiðlu — held- ur í örmum annarrar konu? ,,Ó, ég verð," sagði hún. Fóstran rétti henni barnið, mjög móðguð. „Jæja, æstu hana ekki upp eftir kvöldmatinn. Þú veizt, þú gerir það, frú. Og svo verð ég að stríða við hana á eftir." Guði sé lof! Fóstran fór út úr herberginu með baðhand- klæðin. „Nú hef ég þig út af fyrir mig, gimsteinninn minn," sagði Bertha, og barnið hallaði sér upp að henni. Það var indælt að sjá hana borða. Hún teygði varirnar í áttina að skeiðinni og stundum, þegar Bertha hafði fyllt hana, þeytti hún innihaldinu út í veð ur og vind. Þegar súpan var búin, gekk Bertha að eldinum. „Þú ert indæl, þú ert alveg indæl," sagði hún og kyssti litla, hlýja barnið sitt. „Mér þykir vænt um þig." Og vissulega elskaði hún Litlu B mjög mikið, hálsinn á henni, þegar hún teygði sig áfram, fagurlagaðar tærnar, sem virtust gagnsæjar i elds- bjarmanum, og svo flæddi gleði tilfinningin aftur yfir hana, og aftur vissi hún ekki hvernig hún ætti að láta hana i ijós, hvað hún ætti að gera af þess- ari tilfinningu. „Það er beðið um þig í sím- ann," sagði fóstran og kom aft- ur sigri hrósanóVog tók Litlu B sína. Hún þaut niður. Það var Harry. „Ó, ert það þú, Ber? Sjáðu nú til. Ég verð dálítið seinn. Ég ætla að taka leigubil og koma eins fljótt og ég get, en viltu fresta kvöldverðinum í tíu min- útur? Allt i lagi?" „Já, fullkomlega. Ó Harry!" „Já?" Hvað átti hún að segja? Hún hafði ekkert að segja. Hana langaði aðeins að komast í snertingu við hann andartak. Hún gat ekki kallað asnalega: „Hefur þetta ekki verið guð- dómlegur dagur?" „Hvað er það?" tautaði ógreinileg röddin í simanum. „Ekkert. Entendu," sagði Bertha og hengdi upp tólið og hugsaði, að siðmenningin væri meira en lítið asnaleg. Þau áttu von á gestum til kvöldverðar. Það voru Norman Knighthjónin, mjög heilbrigð og blátt áfram, hann var í þann veginn að koma af stað leikhúsi, og hún var fram- úrskarandi fær í innanhúss- skreytingum, ungur maður, Eddie Warren, sem hafði ný- lega gefið út litla ljóðabók og allir buðu nú í mat og „upp- götvun" Berthu, Pearl Fulton að nafni. Ekki vissi Bertha, hvað ungfrú Fulton starfaði. Þær höfðu hitzt í klúbbnum og Bertha orðið hrifin af henni eins og hún varð alltaf af fal- legum konum, sem höfðu eitt- hvað óvenjulegt við sig. Raunverulega ástæðan var sú, að þó að þær hefðu um- gengizt og hitzt nokkrum sinn- um og talað saman, botnaði Bertha ekki ennþá í henni. Að vissu marki var ungfrú Fulton sjaldgæflega, dásamlega hrein- skilin, en þetta vissa mark var þarna og lengra vildi hún ekki ganga. Var eitthvað handan þess? Harry sagði: „Nei." Hann kvað hana heimska og „kalda eins og allar Ijóshærðar konur" og kannski „með snert af blóð- leysi í heilanum." En Bertha var honum ekki sammála a.m.k. ekki enn. „Nei, eins og hún situr og hallar örlítið á og brosir, það er eitthvað þar á bak við, Harry, og þetta eitthvað verð ég að finna." „Að öllum líkindum er það góð melting," svaraði Harry. Hann striddi Berthu með því likum athugasemdum: „frosin lifur, elskan" eða „ekta upp- þemba" eða „nýrnasjúkdómur" og svo framvegis. Af undar- legum ástæðum fannst Berthu gaman að þessum hæfileika hans og dáðist að honum. Hún gekk inn i gestastoíuna og kveikti upp eldinn. Siðan tók hún upp púðana, sem Mary hafði komið svo vandlega fyr- og kastaði þeim aftur á stóla og sófa. Þetta breytti öllu, stof- an lifnaði við í einu vetfangi. Þegar hún var í þann veginn að kasta þeim siðasta, kom hún sjálfri sér á óvart með að þrýsta honum ástríðufullt að sér. En þetta slökkti ekki eld- inn i brjósti hennar. Nei, þvert á móti. Gluggar gestastofunnar opn uðust út á svalir, sem sneru út að garðinum. 1 fjarlægari enda hans, uppi við vegginn, stóð hátt, grannt perutré í fyllsta og fegursta blóma. Það stóð þarna fullkomið eins og væri það greypt á jaðegrænan him- ininn. Berthu gat ekki annað en fundizt, jafnvel úr þessari fjarlægð, að á þvi væri enginn blómknappur né heldur fölnað bikarblað. Neðar á garðbeðun- um virtust blómþungir túlipan- ar, rauðir og gulir, hvíla á rökkursæng. Grár köttur, sem dró kviðinn, læddist yfir gras- flötina og dró skuggann sinn, svartan kött sá þá eftir sér. Þeg ar Bertha sá þá, svo ákafa og hraðfara, var hún gripin kyn- legum skjálfta. „En hvað kettir eru lymsku- legir," stamaði hún, sneri sér frá glugganum og byrjaði að ganga fram og aftur. En hvað narsissurnar ilmuðu sterkt í hlýrri stofunni. Of sterkt? Ó, nei. Og samt fleygði hún sér eins og úttauguð niður á sófa og þrýsti höndunum að augunum. „Ég er of hamingiuösm, of hamingjusöm," tautaði hún. Og á augnalokunum fannst henni hún sjá yndislega peru- tréð með útsprungnum blóm- unum eins og líf hennar sjálfr- ar. Raunverulega átti hún ailt. Hún var ung. Þau Harry voru jafnástfangin og alltaf, þeim kom prýðilega saman og voru ágætir félagar. Hún átti dásam- legt barn. Ekki þurftu þau að hafa áhyggjur af peningum. Þau áttu fullkomið hús og garð. Og vini, nýtízkulega, spennandi vini, rithöfunda, mál ara og skáld eða fólk, sem fylgdist mjög vel með þjóðmál- um, einmitt þá vini, sem þau þráðu. Og svo voru það bæk- urnar og tónlistin, og hún hafði uppgötvað dásamlega litla saumakonu, og þau ætluðu til útlanda i sumar, og nýja matreiðslukonan þeirra út- bjó stórkostlega góða eggja- köku . .. „Ég er vitlaus. Vitlaus!" Hún reis upp, en hana svimaði og hún var sem drukkin. Það hlaut að vera vorið. Já, það var vorið. Nú var 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.