Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 9
Mario Soldati: „í Skandinavíu eimir ennþá mjög eftir af Iiugarfarsbreytingu þeirri, sem siðaskiptin ollu, tilfinningu um syndina, mannillsku og þess háttar. En nú þegar trúin sjálf er týnd og tröllum gefin, þá situr trúarlegt hugarfar siðaskiptanna samt sem áður eftir". því sem komið var. Hann neit- aði að anza öðru en osti! Guido Piovene gerir í grein- um sínum tilraun til öllu djúptækari pólitískrar grein- ingar en Soldati: Blaðagrein- ar Piovenes eru hluti mjög langs greinaflokks um Evrópu, sem síðar mun koma út í bókar formi. Piovene fer sem mörgum öðrum, að hann tekur Sviþjóð sem dæmi upp á það sem megi kalla sér-„skandinavískt." Eins og Soldati, skrifar Pio- vene um leiðindi og hið gleði- snauða siðfrelsi. Hann deilir líka virðingu Soldatis fyrir ýmsum samfélagslegum afrek- um þjóðfélagskerfisins, en bæt ir við: „Enda þótt ég dáist að mörgu því, sem áunnizt hefur, þá sakna ég eins undirstöðuat- riðis, sem er lifsnauðsyn heil- brigðri tilveru, en þar á ég við listina. Þar sem gnótt er eðli- legrar og náttúrulegrar list- ar geta menn hyllzt til að halda, að hægt sé að vera án hennar. Þegar skortur er á henni finnur maður hins vegar glöggt nauðsyn hennar. Þegar ég tala um list, á ég ekki við hæfileikann til þess að semja skáldsögur, ljóð, tónlist o.s. frv., heldur látlausa, stöðuga notkun, sem getur aukið við samskipti manna svolitlum leik, ofurlitlu Imyndunarafli, hug- kvæmni, einhverju fáránlegu, e.t.v. dálítið grimmdarlegu, sem þátttakendurnir sjálfir eru sér ekki meðvitandi um ..." Hvað snertir stjórnmálin hef ur hann m.a. þetta að segja: „ . . . takmarkið er jöfnuður, þjóðfélagslegt réttlœti, og jafn skipt velmegun á háu stigi. Jöfnuðurinn við hina stjórnast þó af réttlætisþörf einni saman, en á ekki að gefa til kynna sam kennd ellegar áhuga . . . Og þó er það í rauninni ein þeirra krafa, er gera má til stjórnmálanna, að þau veki á- huga, séu áhugavekjandi. Mað- urinn er líka pólitísk vera; þess vegna eru nú einmitt póli- tísk leiðindi við lýði ¦— og þau geta verið lífshættuleg, ban- væn." í sömu andrá kemst hann svo að orði, að heimurinn sé nú gersamlega gagntekinn af þjóð félagsvandamálum og bætir við: „ . . . en maðurinn lifir ekki af þjóðfélagsvandamál- um einum saman, og finnst hann glataður, þegar hann heyrir hásan andardrátt tóm- leikans að baki þeim." Piovene heldur því fram, að orsaka leiðindanna og óánægj- unnar sé að leita í pólitísku samhengi: stefnan sé í átt til algjörs jafnréttis, peningalegs og réttarfarslegs, en starfað sé eftir sem áður á grundvelli auðhyggjunnar; rikjandi sé kapitalismi er heldur öllum sín um eigindum, en sé aðeins hald ið I spennitreyju. „Velgengni, rikidæmi og neyzlukapphlaup eru eftir sem áður höfuðeinkenni: stjórnar- farið heldur aftur af auðhyggj- unni, en heggur alls ekki á ræt ur hennar. Þjóðskipulagið hef- ur ekki nýskapað hinar and- legu forsendur, aðeins megn- að að gera markmiðin óljós." TORA! TORA! TORA! Mannkynssagan í smáatriðum. Ný kvikmynd um árás Japana á Pearl Harbour Tora! Tora! Tora! sem frumsýnd var sam dægurs í New York, Los Angeles, Hono- lulu og Tokyo þann 23. september síðastlið inn, rekur sennilega endahnútinn á frani- leiðslu rándýrra rlsa- mynda, a.m.k. fyrst um sinn. Er hún næst dýr asta mynd, sem gerð hefur verlð til þessa, kostaði 23 milljónir dala í framleiðslu, en Cleopatra frá sama fyr irtæki, Twentieth Cen tury Fox, á enn metið sem dýrasta mynd heims, kostaði 28 millj ónir. Tora! Tora! Tora!, er samt lítt fréttnæm fyrir það, hvað hún kostaði, hitt fremur hvernig hún er gerð, en að efni fjallar hún um hinn afdrifaríka at burð siðari heimsstyrj aldarinnar, þegar Jap- anir réðust á flotastöð Bandaríkjanna í Pearl Harbour 7. des. 1941. Á japönsku merkja máli þýddi Tora! Tora! Tora! (Tiger! Tiger! Tiger!) vel- heppnaða árás. Er til- gangur myndarinnar að skýra rétt og satt frá., samkvæmt þeim staðreyndum, sem fyr ir liggja um hina óvið búnu árás og fjölda- morð Japana þennan desemberdag fyrir 29 árum, en fyrir þann dag voru hvorki Bandarikjamenn né Japanir aðilar að heimsstyr j öldinni. Voru þrír leikstjórar við myndina, tveir fyr ir japanska hlutann og einn fyrir þann bandaríska, einnig tveir hópar tækni- manna, japanskir og bandariskir. En eftir frumsýn- ingu myndarinnar virðist koma í ljós, að Japanir hafi enn einu sinnl komið Banda- ríkjamönnum að óvör um, eða ef til vill þyk ir Könum sannleikur- inn bara svona sar. Þeim þykir nefnilega ameríski hluti myndar úutar sýna landann i heldur óvirðulegu Ijósi, meðan Japanir baða sig í dýrðar- ljóma. Hafa margir þekktir gagnrýnendur vestra og í Englandi fordæmt myndina af þessum sökum, og ein faldlega afneitað henni, sem verðugri mynd til nokkurrar íhugunar. Hins vegar hefur myndin hlotið frábær ar viðtökur í Japan. Eru það aðallega ung- menni, sem sækja myndina þar og er það ekki óeðlilegt, þar sem öllu er varðar töp- uð strið Japana eru gerð fátækleg skil í kennslubókum. J>ar furða gagnrýnendur sig m.a. á því, hvers vegna Fox eyði svona miklum peningum í að sýna ameríska her- stjórn svo innantóma og veiklundaða, með- an Japanir eru látnir vera stríðskænskan uppmáluð. Einn gagn- rýnandinn segir að am eríski hluti myndar- innar sé ákaflega hlægilegur í augum Japana, en telur að hann geti varla verið það í augum Banda- rikjamanna. En ef til vill er það misskiln- ingur hjá Japönum, því að í þeirra augum er það skömm að lifa við ósigur. Gagnrýnandi . Sun day Times segir Tora! ekki vera annað en litlausa endurminn ingu, sem áhorfendur yfirgefi með viðbjóði. En er það ekki einmitt þetta, sem hlýtur að vera tilgangur sann- sögullar myndar, um jafn viðbjóðslegah at- burð? Það hlytl að vera leikstjórum verksins mikil raun, ef áhorfendur hlypu út að sýningu lokinni glaðir og reif ir. Myndin skiptist i tvo meginþætti. 1. þáttur: Undirbúning- ur árásarinnar af hálfu Japana og and- varaleysi bandariskra yfirvalda. Er þessum atriðum blandað sam- an sitt á hvað í klipp- ingu og segir reiður brezkur gagnrýnandi að útkoman sé einn hrærigrautur. Þessi hluti nær fram að hléi. Eftir hlé hefst svo 2. þáttur: Arásin sjálf. Þessu atriði lýs- ir bandariski gagnrýn andinn Bichard Schickel sem „æfingu í kvikmynda-tækni fræði". Upphaflega átti Kurosawa að stjórna japanska hlutanum og skrifaði hann alls 27 handrit, til að undir- búa sig undir verkið en á síðustu stundu hætti hann við að taka þátt í þessum stórfiskaleik. Var hann sagður lifshættu Iega veikur á tímabili og þess vegna ráðnir tveir japanskir leik- stjórar í hans stað, svo að kvikmyndun gæti hafizt. Hafa aðr- ar skýringar ekki ver- ið gefnar á hinu skyndilega fráhvarfi Kurosawa. Leikstjóri bandariska hlutans var Bichard Fleisch- er. Bichard Fleischer er leikstjóri af gömlu Holly wood-hef ðinni, og eftir hann Uggja myndir eins og Barab Hnitmiðuð árás. Tora! Tora! Tora!. 8. nóvember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.