Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 8
Hvað segja ítalskir rithöfundar um norrænu velferðarþjóðfélögin? LEIÐINDIN og hið gleðisnauða siðfrelsi er þeim efst í huga Eftir Karen Dissing Melaga Hugsanleg þátttaka Dana i Efnaliagsbandalaginu hefur vakið hvoruni tveggja vinstri- og hægrimönnum þar í landi, nokkurn menningarlegan ugg. Gegnir furðu hversu mjög þessar andstæðu fylkingar eru á einu máli um það, að „hin danska menningararfleifð" (svo að notuð séu orð nokk- iirra forsprakka vinstri jafnað- armanna) muni bíða tjón af fundi við aðra menningu og aðrar lífsskoðanir. Vissulega má gera ráð fyrir því, að sitthvað breytist, er Danmörk verðnr þannig hluti stærra efnaliagslegs og menn- ingarlegs samfélags, en ekki er þar með sagt að sú breyting verði til hins verra. f þessu sambandi er eftirtekt- ar vert, að liinir væntanlegu nágrannar okkar í Efnahags- bandalaginu — einkum þeir, sem okkur eru fjarskyldastir, og ólíkastir eins og Frakkar og ftalir — líta danska og raunar skandinavíska samfélagsmenn- ingu og — hætti yfirleitt, mjög gagnrýnum augum. ítölskum blöðum hefur á undanförnum árum orðið mjög tiðrætt um þjóðfélagsskipun á Norðurlönd um og oftast dregið upp frem- ur ófagra mynd af því. I»ó nokkur liluti gagnrýni þessar- ar kemur úr horni pólitískra ilialdsafla; er sú gagnrýni ekki annað en eðlileg viðbrögð — verndun eigin hagsmuna. Sú gagnrýni, sem frá vinstri öfl- unum kemur er hins vegar öllu meira áhyggjuefni, þar sem þau dæma skandinavískt þjóð- skipulag í meira mæli af eigin forsendum þess. Fyrir skönimu gerðu tveir af virtustu rithöfundum ftala, þeir Mario Soldati og Guido Piovene, hina rækiiegiistu og mætustu tilraun til greiningar á skandinavísku þjóðskipulagi, er gerð hefur verið til þessa; Soldati í bók en Piovene í greinaflokki í dagblaðinu La Stampa. Er rétt að geta þess hér, að norrænt þjóðskipulag vekur höfundum þessum báðum heldur litla hrifningu. Gagn- rýni sú, sem þeir bera fram er að miklu Ieyti menningarlegs eðlis. „Nauðsyn ber til," segir Piovene, „að finna á því skýr- ingu, hvers vegna þjóðfélags- kerfi, sem hefur næstum ein- göngu kosti til að bera, vekur öðrum mikhi ófullkomnari sam- félögum svo litla öfund.“ HVAÐ ER AÐ SKANDINÖV- UM? Bók Mario Soldatis nefnist „Hinir örvæntingarfullu þegn- ar velferðarríkisins.“Ég átti tal við hann um álit hans á Norð- urlöndu-m (Skandinavíu) (á Italíu eru Skandinavar vana- legast settir undir einn og sama hatt og rætt um „hina skand- inavísku jafnaðarmenn," og skiptir þá engu hvaða stjórn- ir fara með völd í hverju þess- ara landa, hverju sinni). Á svar hans ber ekki að líta sem einkaálit. Hann talar fyrir munn margra; ég hef heyrt fjölda Itala taka undir orð hans. — Mario Soldati — hvers vegna haldið þér þvi fram, að við séum örvæntingarfull? — Það liggur ljóst fyrir, að bæði í Danmörku og Sviþjóð rikir velferð og velmegun á mjög háu stigi. Það er svo um marga þjóðfélagshætti og — að- stæður ykkar, að væru þær yfirfærðar á italska grund, þá yrði þar hrein paradís á jörðu. Fengju ítalir sams konar ellilif- eyri og Norðurlandabúar, sjúkrahús, skólar, háskólar, bókasöfn og leikhús störfuðu á sama hátt og þau gera á Norð- urlöndum (s.s. Skandinavíu) væri Italía dásamlegasta land á jörðunni. 1 Skandinaviu hrökkva þess- ir sömu hættir og aðstæður hins vegar ekki til. — í bók yðar kveðið þér einnig svo að orði:.....þrátt fyrirall ar framfarirnar, er það harka- legur og skelfilegur veruleiki — ekki einungis fyrir Skandin- avana, heldur einnig fyrir okkur.“ Hvað er það, sem yður þykir harkalegt og skelfilegt? — Skandinavar eru nú fram- verðir framfaranna. Það, sem þar er nú að gerast, mun ekki berast hingað fyrr en eftir tíu, fimmtán, tuttugu eða jafnvel fimmtíu ár. Þegar búið er að fullnægja öllum efnislegum þörfum og ákveðin kyrrð, ör- yggi og velmegun er komin á, þá er það, sem leiðindin koma til sögunnar. Lifsleiði; menn vita ekki hvað þeir vilja (eiga af sér að gera) i tómstundum sínum, þeim finnst þeir firrtir og „fjarlægðir", ef svo má að orði komast, einkum frá þeim ákvörðunum, sem máli skipta. öll þessi velferð og velmegun er nefnilega dýru verði keypt. Stéttarfélögin og hinar jafnað- arsinnuðu rikisstjórnir hafa komið fram öllum þeim hags- munamálum, sem þau geta ósk- að sér, en þau hafa ekki feng- ið hinum vinnandi stéttum vald ið í hendur. Hinar vinnandi stéttir lifa góðu lífi, en þær ráða engu um það, hvað um þær verður (eða ekki); ráða sinum málum ekki sjálfar. Þær eiga sem sé ekki hlut í vald- inu, taka ekki þátt í fram- kvæmd þess. En það er einmitt þetta, að taka þátt, eiga hlut í valdinu, sem gæti lífgað fólkið, lifsorka er ekki fyrir hendi. Þess vegna er það að ég tala um „skelfilegt ástand". Horf- urnar eru uggvænlegar. Fólkið lifir góðu lífi, ákaf- lega góðu lífi, hefur allt til alls, en í rauninni lifir það verra lífi en við ítalir, sem lif- um miklu verra lífi en þið! Ef þér komið í suður-itölsk sveitaþorp, jafnvel þau aum- ustu, verður fyrir yður miklu glaðara og kátara fólk en þér eigið að venjast heima fyrir. Af íbúum þessa hnattar leið- ist Itölum allra manna sízt! Þeir viðurkenna hin einstakl- ingslegu og mannlegu verð- mæti. Þau eru stöðugri og fjöl- breyttari en svo að fólki leið- ist. MATARLAUSUM LEIÐIST EKKI — — Þau rök, sem þér hafið borið fram hér að ofan hef ég oft heyrt af munni landa yðar og líka, þ.e.a.s. fólks, sem ber menninguna fyrir brjósti. Haldið þér ekki, að rök- semdafærsla yðar og samherja yðar þjóni hagsmunum aftur- haldsins á Italíu —- hagsmun- um pólitískra andstæðinga yðar? Spyrja mætti: hvaða gagn er í því að bæta þjóðfé- lagsástandið ef útkoman úr því verður aðeins hrein og bein „leiðindi?" — Ég skal útskýra þetta. Af- staða yðar er alveg rökrétt. En hér á Ítalíu eiga umbætur allar svo langt í land, að um „leiðindi" er alls ekki að ræða, þau eru svo fjarlæg. Hér hef- ur fólk þörf fyrir vinnu og lífs- viðurværi fyrst og fremst. Nú er ég aðeins að ræða um það fólk, sem hefur í sig og á og ekki hefur áhyggjur af dag- legu brauði sínu. Hvað hina snertir, þá er auðvitað út í hött að nefna þá í sama orðinu og leiðindi. Þeim, sem varla hefur nóg að borða, leiðist ekki. Hér á allt svo langt í land; velferð- arríkið er okkur ennþá fjar- lægt takmark. Við munum fyrst reyna að koma á ákveðinni vel- ferð og svo sjáum við hvað set- ur. Ég er nefniiega þeirr- ár skoðunar að sömu þjóðfélags hættir mundu ekki skapa hér „velferð" án þess að örvænt- ing kæmi til; ég er hræddur um, að hún mundi fylgja í kjölfar- ið. Lííið hér er frábrugðlð. Fólksfjöldinn er svo mikill. Hér búa fimmtíu og fjórar milljónir manna. Hér er heldur ekki eingöngu um að ræða „sambandsleysi". Italir eru i nánum tengslum inn byrðis, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við erum alltaf í sambandi hver við annan, við hittumst, deilum, lendum í á- rekstrum, áreitum hver annan — en okkur leiðist aldrei. 1 sambandi við gagnrýni þá, sem þér hafið þegar borið hér fram, mætti minnast þess, að Itölum verður tíðráðizt á „skandinaviskt siðgæði". Á sama hátt og þér tengið „leið- indi“ velferðarrikinu, er oft kveðið svo að orði, að skandin- aviskt siðgæði, eða öllu held- ur siðleysi, sé að kenna stjórn- málaástandinu. — Ég er annarrar skoðunar í þvi efni. Ég held því fram, að Skandinavar séu ákaflega siða vandir. Klám hafa þeir í rik- um mæli, rétt er það, en þetta er dapurlegt klám, þunglyndis- legt, visindalegt klám, ekki í þvi vottur ánægju eða gleði. Klám verður fjandakornið að vera skemmtilegt, hvaða gagn er eiginlega af þvi annars? Annars gæti maður fullteins gengið í klaustur. I Skandinavíu eimir ennþá mjög eftir af hugarfarsbreyt- ingu þeirri, sem siðaskiptin ollu, tilfinningu um syndina, mann- illsku o.s.frv. En nú þegar trú- in sjálf er fólki týnd og tröll- um gefin, þá situr trúarlegt hugarfar siðaskiptanna samt sem áður eftir. Og mín skoðun er sú að örvæntingin og jafn- vægisleysið eigi rætur sínar að rekja til þessarar ósamkvæmni milli hugarins, sem er trúar- lega hneigður og skoðananna og hugmyndanna, sem eru frjálsar og óbundnar. EKKI ER MINNST UM MATINN VERT — Nú getur svo farið að Danir gangi í Efnahagsbanda- lagið, og fyrr en varir verðum við nágrannar á annan hátt en áður var. Hvaða ávöxt haldið þér að þetta nábýli muni bera? Hvað hafa þessar tvær þjóðir að gefa hvor annarri? — Það er deginum ljósara. Við getum sent ykkur vin og þið okkur ost. .. — Mér var nú ekki beinlínis matur i huga, heldur það, hvað við hefðum að færa hvorir öðr- um í menningarlegum, andleg- um, pólitískum efnum o.s.frv. — En matur er andlegs eðlis. Við erum það, sem við étum og einnig það, sem við lesum. Mat- ur er alls ekki lítilsverður. Þarna kom mótmælandinn aftur upp í yður, þessi skipting alls í gott og illt, efni og anda o.s. frv. Það er menning að fást við mat. Það er staðreynd, að meng un fæðu okkar, vatns og lofts, er að kenna alvarlegum bresti í þjóðfélagsbyggingunni; er að kenna valdarembingi þeirra, sem ekki hafa hikað við að leggja lif okkar í rústir, aðeins til þess að vélar þeirra mættu ganga áfram óhindraðar og þeir sjálfir að græða meira fé. Okkur er lífsnauðsyn að anda, drekka og éta og verði loftið frá okkur tekið, maturinn eitr- aður og drykkjarföngum okkar spillt, þá gagna okkur lítt gáf- urnar: okkur er dauðinn vis. JÖFNUÐUR ÁN SAMKENND- AR Matur er eftirlætisefni Sol- datis. Mér tókst ekki að beina talinu aftur að Skandinavíu úr Mario Soldati: „Klám hafa þeir í ríkum mæli, rétt er það, en þetta er dapurlegt klám, þunglyndislegt, vísindalegt klám. í því er ekki vottur af ánægju eða gleði“. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. nóvember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.