Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 5
Picasso, Matisse, Whitsbead, Cocteau, Ezra Pound, Vlrgil Thomson. — Bökinni var fylgt eftir með einkar vel heppnaðri fyrirlestrarferð um Ameriku ár in 1934 og '35. Þar birtist hin þriflega Gertrude Stein forvitn um amerískum áheyrendum — stuttklippt, klœdd rósóttum blússum og heimaofnum pilsum — og fræddi þá um nútíma- list, nútímabókmenntir og Ger- trude Stein. Hún átti oft eftir að minnast þessa fyrsta ¦— og síðasta — ferðalags til ættlands síns eftir 30 ára f jarveru, sem eins mesta ævintýris lífs sins. Hún hafði séð nafn sitt í ljósletri á Times Square, komið fram í frétta- þáttum, átt endalaus viðtöl, drukkið te hjá Eleanor Roose- velt i Hvita húsinu (forsetinn mætti ekki — hann var að skrifa tilskipun til þingsins) snætt með Charlie Chaplin og Dashiell Hammett i Beverley Hills og gert nokkra Holly- wood stórlaxa forviða. Þeir höfðu spurt hana hvernig hún hefði öðlazt sína miklu frægð og hún svaraði: með því að leggja rækt við mjög lítinn áheyrendahóp. Um það bil sem hún og Alice stigu aftur á skipsfjöl á leið til Frakklands um vorið 1935 höfðu þær verið rækilega hafnar til skýjanna. í síðari heimsstyrjöldinni, þeirri styrjöld, sem Gertrude var viss um að myndi aldrei hefjast, létu þær Aliee fara sem minnst fyrir sér i húsi sínu í Bllignin í þeim hluta Frakk- lands er átti að heita óhernum inn. En við komu amerísku her sveitanna og frelsun Parísar, blómstraði hún á ný eins og síðsumarrós. Nýi salurinn hennar í Rue Christine var þétt setinn hinum sigursæla Banda- rikjaher. Hermennirnir þyrpt- ust að með gjafir sínar, kynn- ingarbréf og frumort ljóð. Hún gaf út frásögn af stríðs reynslu sinni, bókina „Wars I have seen" ásamt lofi til hins bandaríska hermanns í bók- inni „Brewsie and Willie". Hún ferðaðist um hið hernumda Þýzkalandi í amerískri sprengjuflugvél, hélt fyrir- lestra fyrir hermennina bar og skrifaði um það i LTFE. Út- gáfufyrirtæki og tímarit sátu um handrit hennar. Á tindi þessara:- frægðar lézt hún hinn 27. júlí 1946, eftir að hafa veikzt skyndilega og ver ið skorin upp við krabbameini. Hún var jarðsett í Pére-Lacha ise kirkjugarðinum. Hún arf- leiddi Metropolitan-safnið í New York að málverki þvi er Picasso gerði af henni árið 1906. Ritverk sín — þar á með al fjöldamörg óútgefin handrit — ánafnaði hún Yale-háskóla. Fasteignir sínar eftirlét hún Aliee. Þessi 22 ár, sem síðan eru liðin, hefur Stein-munnmæla- sagan reynzt furðu endingar- góð. Að orðstír hennar skuli hafa lifað af djúpfrystingu í þeim átta bindum torræðra og silalegra ljóða, leikrita og skáldsagna, sýnir og sannar lífsþrótt hans. Hún var oft sök uð um að vera reglurithöfund- ur, studdur af áhrifamiklum hópi tízkufólks og vina. Sjálf var hún undrandi á því að fóik skyldi hafa meiri áhuga á henni en ritverkum hennar — þar sem það voru ritverk henn ar, sem vakið hðfðu á henni at hygli í fyrstu. En er litið er yfir framaferil hennar með hliðsjón af þeim öru tízku- breytingum, sem nú ráða list- unum sést að hún hagaði lífi sínu og störfum af álíka stað- festu og óbilgirni og gufuvalt- ari. Hún kann að vera fræg- asti ólesni rithöfundurinn iam eriskri bókmenntasögu en ljóst er að áhrifa hennar er að byrja að gæta á ný. Nafn hennarber æ oftar á góma i umræðum um „hlutkennda" ljóðagerð og ab- súrdisma í leiklist. En þótt frægð hennar hvili á bókmenntum hófst hún í list- um og fregnin af hinni fyrir- huguðu sýningu mun áreiðan- lega endurvekja áhugann á þeirri hlið hins alkunna frama ferils hennar. Svo kynlega vill til, að þegar fyrrverandi safn- stjðri Museum of Modern Art reyndi eitt sinn að telja ung- frú Stein á að arfleiða þá stofn un að safni sínu, fékk hann af svar. „Þið getið verið safn eða þið getið verið nútímalist", sagði Gertrude við hann, „en ekki hvort tveggja." Nú mun vaentanleg sýning safnsins nán ast færa málverkin i upphaf- lega niðurrððun í salnum, sem Gertrude og Leo skópu í Paris. Það verður vissulega erfitt verk. Þau 63 ár, sem Stein safnið hefur verið til, hefur það reynzt afar laust í reipun- um — í látlausum skiptum milli ættingja, vina, listaverkasala og safnara. Gertrude og Leo voru bæði vön að skila aftur myndum fyrir nýjar og þetta gerir mun erfiðara um vik að hafa upp á eigum þeirra. Auk Picassomyndanna, sem eftir eru í safninu, fóru að minnsta kosti 25 málverk, teikningar og vatnslitamyndir sem Picasso gerði á árunum 1901 til 1906 um hendur Stein-systkinanna á leið sinní i einkasöfn og opin- ber söfn víðsvegar um Evrópu. Hin athyglisverða andlitsmynd Cézanne af Madame Céz- anne, sem Gertrude hafði fyrir framan sig er hún skrifaði bók ina „Þrjú líf" og hún kveður hafa haft bein áhrif á berorð- an stíl þeirrar bókar, fluttist úr salarkynnum hennar — ekki verður vitað hvenær — til Biihrle-safnsins í Zurich. Af nokkrum ónafngreindum Céz- anne vatnslitamyndum, sem áð- ur héngu í sýningarsalnum fóru sumar til Leos þegar safn inu var skipt, en' kurteisleg þögn rikir yfir slóð hinna. Að rekja þeirra slóðir og ann- arra Stein-málverka væri nægi legt verkefni fyrir heilan hóp starfsmanna I marga mánuði. Þó vill svo vel til að í Balti- more eru handhægar birgðir af fyrrverandi Stein-myndum i Cone-deild Baltimoresaínsins. Doktor Claribel og Etta Cone voru auðugar systur i Balti- more, vinkonur Stein-systkin- anna, sem Gertrude og Leo töldu á að kaupa teikningar Pi cassos þegar listamaðurinn var í fjárþröng. Gertrude seldi þeim einnig nokkrar af úrvals myndum sinum, þar á meðal smámynd eftir Delacroix, „1 baði", gersemi ef tir Cézanne og hrífandi hópmynd eftir Marie Laurencin, þar sem þekkja má marga af fastagestum Stein-sal arins — Picasso og Fernande, Apollinaire og listakonuna Framhald á bls. 11. Þá var Laugavegurinn bara venjuleg gata i lítilli borg og menn máttn vera að því að tala saman, þegar þeir hittust. S)y»i^ Ingi Karl Andi stórborgar- innar í fasi fólksins Það er svalt haustkvöld og tekið að rökkva er ég geng upp Laugaveginn í þvi al- kunna erindisleysi, sem kallast að fá sér friskt loft, en það er einkum fólgið í þvi að horfa í kringum sig á ekkert sérstakt og hugsa um allt og ekkert að loknu dagsverki. Það er langt síðan ég hef gengið Laugaveg- inn af þvílíku ábyrgðar- leysi, - varla siðan ég var heimspekingur í gagnfræða skóla fyrir nærfellt aldarfjórð- ungi. Veturinn 1946—47 lagði ég daglega leið mina í hús við miðj an Laugaveginn, þar sem ég var í fðstu fæði, oftast með þunga skólatösku undir hand- leggnum og nöfuðið íullt af óstýrilátum draumum, sem stöku sinnum fengu útrás i „Þjóðólfi". Það var fjölritað málgagn nemenda í Gagnfræða skóla Vesturbæjar við Öldu- götu. í haustskímunni virðist þessi lífæð smákaupmennskunnar í Reykjavík litið breytt á ytra borði frá því sem var fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina sið- ari, nema ljósaskiltin og fjöldi bifreiðanna, sem aka hér um á sívaxandi hraða. Ég veitti þess um hlutum reyndar aldrei neina sérstaka athygli hér áð- ur fyrr. Vegfarendur voru ætið mitt viðfangsefni á þessum föstu áætlunargöngum. En þær gömlu götumyndir eru nú flest- ar orðnar óljósar og runnar saman í eina heild endurminn- ingá, likt og sölnuð haustlauf i tunglskini, sena götusóparinn og vindurinn hjálpast að við að safna saman i eina hrúgu. Já, víst er Laugavegurinn bara ósköp venjuleg gata i lítilli borg, sem ekki á sér ýkjalanga sögu sem slík, en í augum sveitapilts, sem var nýkominn frá fjósaverkum og smölun sláturfjár og fór riðandi á hon- um Grána sínum í veg fyrir áætlunarbílinn til Reykjavík- ur, var hann næsta ótæmandi og heillandi viðfangsefni. Það er annars undarleg tilviljun, að fyrsta endurminning mín um Laugaveginn skuli vera tengd húsdýrum. Ég var þá fimm ára og átti heima í nokkra mánuði í húsi ofarlega á Laugaveginum. Það bar gjarnan við, að ég var sendur með brúsa til að kaupa mjólk, en hún kom úr krana i mjólkurbúð skammt frá. Það þótti mér undur mikið, og aldrei þreyttist ég á að dást að því furðulega fyrirbæri, enda var það aðdráttarafli mjólkur- kranans að þakka, að ég fékkst til að fara þessar sendi- ferðir yfirleitt, þvi þeim fylgdi sifellt sú ógnvekjandi hætta að mæta geitahópi, sem oft var rek inn þarna um. Forustugeitin var með stór horn, ströng og illileg á svipinn og ef henni þótti ég vera of nálægt, stapp- aði hún ógnandi niður fætinum eins og hún vildi segja: „Burt með þig strákur, þú ert í minni landhelgi." Þá tóku tveir litlir faetur á rás í kapp við lítið hjarta og fundu sér einhvers staðar öruggt skjól unz hætt- an var liðin hjá. Þetta er eina endurminningin um að hafa komizt í hann verulega krapp- an á Laugaveginum, og að því undanskildu hef ég ætíð litið á Laugaveginn sem mestu frið- semdargötu, þar sem hver og einn getur rekið erindi sin áreitnilaust, enda heyra geit- urnar fortíðinni til. Tízkan hefur vissulega breytzt, og eltingarleikurinn við hana er að ná æ meiri hraða upp og niður fótleggi okkar töfrandi kvenþjóðar. Verzl- anirnar á Laugaveginum hafa sumar hverjar skipt um nafn, eigendur og innréttingu, en að öðru leyti virðist allt vera með sinum gamla, sígilda blæ. Þó þykir mér einkennandi fyrir vegfarendur þetta kvöld, að flestir virðast vera að flýta sér, talsvert meira en fyrir aldar- fjérðungi síðan. Þá virtust flestir gefa sér tíma til að horf- ast í augu svo sem eitt andar- tak um leið og þeir mættust, svona rétt til að undirstrika þá ljúfu fullvissu, að maður væri ekki einn í heiminum, og að gatan og umhverfið væru svo- litið hlýlegri og bjartari vegna þess ég væri þar lika. Haustkvöldið góða um dag- inn þótti mér sem þetta væri nokkuð breytt, og ég fann skyndilega til hrollkaldrar ein manakenndar. Mér þcfftu augna tillitin stefna framhjá mér, eins og ég væri þeim óviðkom- andi, eins og þau vildu segja: „Ég á mitt, þú átt þitt, við skul um ekki blanda þessu saman." Ég fékk kaldan hjartslátt og mig langaði til að taka til fót- anna. Geitin gamla birtist mér, stappaði niður fætinum og sagði: „Hingað og ekki lengra, lagsi." Við erum víst að verða stór- borgarlegir í hugsun og fasi, Reykvíkingar, og Laugavegur- inn okkar farinn að draga dám af Oxford Street. Því meir sem möguleikunMm til þæginda og tímadráps f jölgar, bví óðar virð ist okkur reka ir>n í heim and- legs einmanaleika og afskipta- leysis. Við stundum okkar störf og lifum hverr. dag i ein- stefnu fyrirfram gerðra pró- gramma, og erindislaus vegfar- andi á Laugave^inum fellur ekki lengur inn í skinulagið. Honum væri hoil'>st að flýta sér heim í kvöldmatinn svo hann missi nú örugglega ekki af neinu í sjónvarpinu. 8. nóvember 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.