Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 7
boð, að hún væri hér með laus frá öllum hjúskaparloforðum. Grayson flutti henni boðin, en spurði siðan: — Hverju á ég að skila honum ? — Hún hafði set ið þögul undir ræðu hans, en svaraði nú: — Segðu honum, að ég muni skrifa. Er Grayson var farinn sat hún lengi hugsi og barðist við að gera sér grein fyrir því, sem nú var komið. Hún hafði setið þarna i sömu stellingum klukkustundum saman er hún sá allt í skýru ljósi; hún hafði tekið ákvörðun: hennar staður var við hllð Woodrows Wilson. Hún settist við og skrifaði honum bréf. Það var komið undir morgun er hún lauk við það og hún var að niðurlotum komin af þreytu. Ekkert svar barst frá Hvíta húsinu daginn eftir. Heldur ekki þamæsta dag. Það settist að henni sá skelfilegi grunur, að þessu ástarævintýri væri hér með lokið — að hans vilja. En þriðja daginn gerðist það, að Grayson læknir birtist í dyrunum. Hann eyddi ekki tím anum í mas, heldur sneri sér beint að efninu: — Ég bið þig að koma með mér til Hvita hússins —, sagði hann. — For- setinn er alvarlega veikur. Þetta er neyðarástand. Það kom hik á hana og hún spurði: — Komstu hingað að beiðni forsetans? — Nei —, svaraði hann, — hann sagðist ekki hafa neinn rétt til þess að biðja mig að koma og auk þess bæri slíkt vott um veiklyndi af sinni hálfu. En þú mundir ekki hugsa þig um tvisvar ef þú sæir hann. Hann litur út eins og ég ímynda mér píslar- vottana, þegar þeir voru lagð- ir á hjólið. Hún fylgdist með Grayson lækni til herbergja forsetans. Gluggatjöld voru dregin fyrir og herbergið myrkvað. Forsetinn virtist mjög langt leiddur. Hann mælti ekki orð frá vörum, en rétti aðeins höndina í átt til hennar. Hún tók hana í sínar. Þau voru al- ein. — Á slíkum stundum eru orð óþörf. Við skildum allt. Ég spurði hann ekki hvers vegna hann hefði ekki svarað bréfinu minu, aðeins hvort hann hefði fengið það. — Já — svaraði hann. Þremur mánuðum seinna, daginn eftir brúðkaup okkar, sátum við fyrir framan arineld inn í notalegri ibúð okkar í Hot Springs í Virginíu. Allt i einu sagðist eiginmaður minn verða að gera játningu fyrir mér, um nokkuð, sem lengi hefði legið á sér eins og mara. Hanai dró upp úr vasa slnum bréfið, sem ég hafði skrifað hina framangreindu, örlaga- riku septembemótt. Innsiglið var enn heilt. Umslagið var orð ið velkt; hann hafði gengið með bréfið í vasanum allan þennan tima. — Ég held ég sé ekki hug- laus að jafnaði —, hóf hann máls. — En þegar ég fékk þetta bréf um morguninn forð um eftir að hafa Iegið and- vaka alla nóttina, þá gat ég ekki opnað það, því mér fannst sem jörðin væri að skriðna und ir fótum mér. Ég þóttist hand- viss um, að nú væri öllu lokið og ég sæi þig aldrei framar. Mig brast kjark til þess að lesa bréfið. Ég stakk því I vasann og þar hefur það legið upp frá því. En nú þegar allt er komið heilt í höfn og þú ert hér við hlið mér, þá ætla ég að opna það. Við lásum það saman. Ég mun ekki hafa orð hans um það eftir hér, en get þess að- eins, að hann bað mig að gæta bréfsins eins og sjáaldurs auga míns. Trúlofun þeirra var gerð heimspressunni kunn hinn sjö- unda október árið 1915. Forset inn var svo himinlifandi og ánægður með sjálfan sig, að hann ritaði m.a.s. frú Peck bréf og kvaðst þar þess full- viss, að hún mundi samgleðjast sér á þessari hamingjustundu! Þrátt fyrir það ldfði lengi í glæðum hneykslis þess, sem frú in hafði stofnað til. M.a. var al mælt, að Edith hefði grei-tt henni miklar f járfúlgur til þess að draga sig í hlé, hún væri á föstum launum hjá ríkinu, hún hefði verið send til Evrópu og allur kostnaður greiddur, o.s. frv. o.s.frv. Brúðkaupið fór fram að heim ili Edithar hinn átjánda des- ember. Þegar þau lögðu af stað í brúðkaupsferðina var útsend ari leyniþjónustunnar í för með þeim. Stjórnmálin bundu snöggan endi á hveitibrauðsdaga þeirra. Árið eftir, 1916, áttu að fara- fram forsetakosningar og það fór ekki hjá því, að Woodrow Wilson yrði útnéfnd ur til þess að bera merki demó krata fram til sigurs öðru sinei. Þetta varð geysihörð og tvísýn kosningabarátta, en Wil son varð ofan á um það lauk. Flestum löndum hans kom sam an um það, að hann ætti sig- ur sinn að þakka slagorðinu: — Hann hélt okkur frá stríð- inu. — Eniginn stjómmálamað- uir átti drýgri þátt i þvi en Wilson, að binda endi á ófrið- inn í Evrópu og það var sann nefnd kaldhæðni örlaganna, að hann skyldi verða til þess að ota Bandaríkjunum út í heims styrjöldina aðeins ári eftir (í apríl 1917), að hann var kjör- inn forseti þeirra öðru sinni. 1 ræðu þeirri, sem hann hélt til þess að fá þingið til að fallast á stríðsyfirlýsingu við Þjóð- verja, mæltist honum m.a. á þesisa leið: — Það er ógnvæn- legt að steypa þessari miklu friðsömu þjóð út í styrjöld, hina skæðustu og hræðilegustu styrjöld, sem á hefur skollið, þar sem samanlögð siðmenning in virðist vera í veði. En rétturinn er friðinum meira virði.... Þremur vikum eftir undirrit- un vopnahléssamninganna, eða hinn fjórða desember 1918 steig Woodrow Wilson forseti á skipsfjöi og sigldi sem leið lá til Evrópu að koma á frið- arsamningum og ennfremur að stofna til Þjóðabandalags, sem koma skyldi í veg fyrir frek- ari styrjaldir um alla framtið. . . . Evrópumenn fögnuðu hon um eins og friðarengli. En heima fyrir voru ýmsar blikur á lofti. Margir þingmanna voru óánægðir með stefnu Wil sons og haft var á orði, að Bandaríkin væru að verða nokkurs konar „pantur" í bar áttu hr. Wilsons fyrir því að verða forseti „Heimsbandalags ins". -— Svo rammt kvað að andstöðunni gegn inngöngu Bandarikjanna í Þjóðabanda lagið, að þar kom að lokum, að Wilson ákvað að fara áróð ursferð yfir þver Bandaríkin til þess að vinna almenning á sitt band. Hann lét það ekki aftra sér, þótt hann væri að niðurlotum kominn eftir hinar löngu friðarviðræður í París. Hinn þriðja september 1919 lagði hann af stað frá Hvíta húsinu. í för með honum voru forsetafrúin, Grayson læknir hans, rúmlega tuttugu frétta- menn og átta leyniþjónustu menn. Föruneytið ferðaðist í sjö járnbrautarvögnum. Ætlað var, að ferðin tæki tuttugu og sjö daga og átti Wilson að halda ekki færri en tíu ræður hvern dag ferðarinnar. Bæði forsetafrúin og Grayson lækn- ir sárbændu hann að gera ráð fyrir hvildardögum inn á milli, en hann vildi ekki heyra á það minnzt. Svo fór, sem í upphafi var getið, að Wilson, sem var örþreyttur fyrir, þoldi ekki hið geysilega álag. Hann féll alger lega saman í þann mund, sem lestin nálgaðist Wichita í Kans as. Ferðinni, sem hafði virzt ætla að verða honum allmik- ill persónulegur sigur, var af- lýst og lestin sneri við og brunaði aftur til Washington. Ekki leið á löngu þar til læknavísindin höfðu lagt her- bergi forsetans algerlega undir sig. Læknar og hjúkrunarkon ui' streymdu daglangt út og inn. Forsetafrúin vék ekki frá rúmstokknum. En þjónum var meinaður aðgangur að herberg inu og sama gilti um ráðherra og aðra stjórnarstarfsmenn. Fréttatilkynningar um heilsu- far forsetans voru gefnar út með reglulegu millibili, en orða lag þeirra var jafnan afar óljóst og þær gáfu ekkert til kynna um raunverulega liðan hans. Þvi var ekki óeðlilegt þótt gróusögur tækju að mynd ast í borginni og það gerðu þær sannarlega. Sumar sögðu forset ann genginn af vitinu, aðrar kváðu honum haldið i stofu- fangelsi, enn aðrar hermdu, að hann væri iangt leiddur af sára sótt (hana átti hann að hafa fengið meðan stóð á friðarvið- ræðunum í París!). Kallað var saman til ráðherrafundar um það, hvort ríkisstjömin skvldi halda áfram störfum eða ekki. stjómarskrá Bandaríkjamna kveður á um það, að sé forseta vikið úr embætti, hann deyi, segi af sér eða verði ófær um að gegna embættisskyldum sin- um, skuli varaforsetinn taka sæti harts. Lansimg benti á það, að stjómin hefði í rauninni ekki við neitt að styðjast i bollaleggingum sínum, þvi liver átti að segja til um það, hvort forsetinn væri fær um að gegna skyldum sínum eða ekki? Ráðherrarnir boðuðu nú Grayson lækni á sinn fund og kröfðu hann sagna um liðan forsetans, hvers eðlis veikindi hans væru og hversu alvarleg. Grayson varðist hins vegar fimlega sagna og lét ekkert uppi nema það eitt, að sjúkl- ingur sinn hefði fengið tauga- áfall, ástandið væri „óvisst“ og farið gæti „á hvom veginn sem væri“. Þegar gengið var enn frekar á hann, bætti hann því við, að líðan forsetcms „gæfi tilefni til vona“, en „ekki væri hann emn úr hættu." Fundinum lyktaði án þess að nokkur niðurstaða fengist. Thc ~nas Riley Marshall, vara- forseti, var undir sömu sök seldur og aðrir Bandaríkja- menn í því efni, að hann hafði alla sina vizku um líðan for- setans úr blöðunum. Marshall var í all einkennilegri aðstöðu. Hann var almennt hafður að gamni manna á milli i Wash- ingtonborg; samstarfsmenn hans og stéttarbræður umgeng ust hann eins og gamlan sveita kaupmann, sem hafði á hrað- bergi málshætti, spakmæli og óheflaðar sögur við hverju þvi, sem upp á kom. Enginn tók hann alvarlega sem stjórnmála mann. Og er stundir liðu og leyndardómurinn um líðan Woodrows Wilson magnaðist æ, tóku samstarfsmenn Marshalls Framhald á bls. 13. BRIDGE t eftirfarandi spiíli leikur sagnlhafi listir sínar ag vinmiuæ spilið á mjög skemmtilegan hátt. Sagnir gengu þanmiig: Suður — Vestur — Norffur — AHstur 1 Lauf Pass 2 Lauf 2 Hjörtu 2 Grönd Pass 5 Lauf Allir pass Norffur A 4 ¥ D-7 ¥ D-5-2 * 10-9-7-6-5-4-2 Vestur A G-10-8-6-3 ¥ G-10-5 + G-8-7 4 K-G Austur A K-D-5-2 ¥ K-9-6-4-3-2 ♦ K-6-3 * — Suffur A Á-9-7 V Á-8 ¥ Á-10-9-4 * Á-D-8-3 Vestur lét út hjairtagosa, sagnhafi gaf í borði og drap heima með ási, tók spaða ás og lét út spaða 7, trompaði í borði, lét út liauf, drap heima með ási, iét út spaða 9 og tirompaði í borði. Nú lét sagn- hafi út hjartadrottninigu og, Austur drap með kónigi. Austiur gat eíkki látið út spaða eða hjacrta og varð því að iáta út tígul 3. Sagruhafi drap með níummi, Vestur drap með gosa og drepið var í borði mieð drottmingunmi. Næst lét sagnihafi út iiaiuf og Vestuir drap með kónigi. Vestur var nú í sömiu vamdræðum og Austuir ,hamm gat ekki látið út spaða eða hjarta (geri hann það, kastar sagn- hafi tígti úr borði og trompar heima). Vestur varð því að láta út tígul og þar með var spilið unnið. Saignhafi getur aft notfært sér upp- lýsinigar frá sögmium andstæðingamma, þegar hanm þarf að ákveða hvaða ieið á að fara til a® vinma spilið. Er eftirfar- amdi spil gott dæmi um þetta. Norffur Vestur A8-4 A V ♦ 4 K-D-9-6 Á-IO 8-7-3 10-5-4-2 ♦ * K-D-9-8 6-4-2 Á-K-D 9 Austur A 3 ¥ 7-ð-3 ¥ 9-6-5-2 4 D-G-7-6-3 Suffur A Á-G-10-7-5-2 ¥ G ¥ G-10-4 4 Á-K-8 Saignir gem'gu þammiig: Suffur — Vestur — Norffur — Austur 1 Spaði 4 Hjörtu 4 Spaðar Pass Pass Pass Vestur tók fyrstu 3 sdagima á ás, kómig og drottningu í tígli og lét síðan út hjarta kónig. Sagnbaifi drap í borði, lét út hjarta 10 og trompaði heima. Austur hafði fyrat látið hjarta 3 og síðam hjarta 5. Nú tók sagnbafi 2 slagi á tromp og voru andstæðingaimir þá tromplausir. Röðin var nú kornin að laufinu, Sagn- ha£i getur eftir sögnum reiknað með að Vestur hatfi í upphafi átt 7 hjörtu. Austur gefur einnig til kynima að hamn eigi 3 hjörtu með því að láta fyrst þristinn og síðan hjairta 5. Sagnhafi veit, að Vestur átti 2 spaða og 3 tígla, það hefur þegar komið í ljós. Hanm á annaS hvort eitt laiuf eða þrettáanda tíg- u!inn. Reikni sagníhafi með að Vesfcur eigi eitt lauf, þá verður það að vera laufa 9, til þess að hæg't sé að vinna spiliið. Sagn- hafi la.'-tuir því út laiufa 10 úr borði og gefi austur þá gefur saighhafi einmiig heima. Drepi Austur þá drepur sagm- hafi heima, fer síðam inm á bomðið og lætur út laiuf og srvínar laufa 8, ef Austur gefur. 22. nóvemtoer 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.