Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 11
in og ganga vestur fyrir bæ. Þbrði ég þá fyrst að bregða slagbrandi frá og Mta út. Heyrði ég þá það mikið til þeirra, að mesti vígamóðurinn myndi vera af þeim runninn. við heilum sáttum. Síðan hefur ekkert á milli borið. En æ sið- an hef ég fundið hjá þeim vin- áttu og tryggð þegar fundum okkar hefur borið saman. Bræð umir sváfu hverja nótt hjá afa og ömmu, Jón fyrir ofan afa sinn og Guðjón fyrir ofan ömmu sína. Heimilisbragurinn I Rafns- húsum var einstakur. Hjónin voru einstaklega látlaus í allri framkomu. Aldiei heyrði ég misjafnt orð fara þar milli manna veturinn út. Frá langa- föstubyrjun til páska voru Passíusálmarnir og Péturshug- vekjur lesin. Seinna dvaldist ég þarna i rúma viku. Þá voru Passíusálmarnir sungnir og var þá faðir minn forsöngvari. Kirkju sóttu þau hjón ekki meir en i meðailagi. En faðir minn var í kirkju hvern dag sem messað var. Hann var í kirkjukómum, en forsöngvari og organisti var þá Árni Helga son, föðurbróðir Halldórs Lax- ness. Allt mataræði var með gömlum hætti. Allt soðið og mat urinn nógur og góður. Saltað kjöt, saltaður fiskur og súr mat ur og mjólk næg. Svo þegar róðrar hófust, þá kom nýmet- ið. Nýr fiskur alls konar, hrogn og lifur og lifraðir kút- magar og hausar. Hrogn og svil voru höfð í soðkökur. Kemur mér enn vatn í munn er ég minnist hrognakakanna henn- ar Marenar, sem gerðar voru úr rúgmjöli og þorskhrognum. Siðan soðnar með fiski og borð aðar heitar. Stundum geymdar og borðaðar með smjöri eða bræðing, sem saman var sett- ur úr tveim hlutum af tólg og einum hluta af þorskalýsi. Maren skammtaði hverjum fyrir sig á disk og sátu menn að snæðingi hver með sinn disk á rúminu. Spónamatur var borð- aður úr leirskálum. Sums staðar í Grindavík mun á þessum ár- um hafa verið borðað við eitt borð og með gafld og hníf. Ég kom ekki á aðra bæi á mál- tíðum, svo ég veit ekki hvernig borðsiðir voru annars staðar, en svona var það í Rafnshús- um. Róðrar voru strax upp tekn ir eftir að skip voru fullmönn- uð. Ég held að menn hafi ein- hverja hressingu fengið áður en farið var á sjó. En á sjó- inn höfðu menn ekki með sér bita. Þegar að var komið fengu menn kaffi og eitthvað með því. Var það vani að fara með kaffið austur að sjó, eins og talað var þarna í Grinda- vík. Svo þegar heim var komið eftir aðgerð var matur fram borinn fyrir róðramennina og var þá borðað vel. Snemma var roið þegar á sjó gaf. Get ég ekki munað nú hvað klukkan var. En nokkr- um sinnum vaknaði ég þegar faðir minn var kallaður til róðra. „Að kalla“ svo hét það þegar formaðurinn kom á glugg ann og boðaði menn til róðrar. Menn klæddust í flýti og fengu sér einhvern bita. Síðan var haldið austur að sjó. Þar skinnklæddust menn. Skinn- klæðin voru brók, saumuð úr sauðskinnum með kálfsskinn í setunni. Brókin var heil neð- an frá og upp úr, náði upp undir hendur. Svo var stakk- urinn, einnig saumaður úr sauð skinnum. Hann var það síður, að hann náði á mitt læri. Stakkurinn var reimaður að úlnliðum og hálsi. Svo var klofbandið. Sylgja var á öðr- um enda. Með þvi var reyrt fast um mittið og var sylgjan á baki, siðan var bandið dregið fram um klofið og reyrt upp i það að framan og bundið vel að. Með þessum hætti gátu menn vaðið upp undir hendur án þess að vökna. Kom það sér oft vel þegar harður súgur var í vörinni, ekki sizt fyrir skip- haldsmennina. Aldan brotnaði oft á herðum þeirra. Á fætur bundu menn sjóskóna, sem nú voru úr þykku sólaleðri. En fyrrum munu skórnir hafa ver ið úr þykku nautsleðri. Og að síðustu var svo settur upp sjó- hattur, suðvesti, sem kallað var, útlegging á enska orðinu south-wester. Þegar allir höfðu skinnklæðzt, voru fórur allar bornar til skips, árar, drekar, stjórar og veiðarfæri alls konar, net eða lóðir í bjóð- um. Þegar allt hafði verið bor- ið til skips, gerði formaðurinn krossmark yfir skipinu. Síðan var ýtt. Var þá hver maður kominn að sínu ræði. Við flæð- armál sté formaðurinn upp í skipið og svo hver af öðrum eftir því sem fram gekk og skiphaldsmennirnir siðast. Var þá stundum hátt upp á kinn- unginn, en menn vógu sig þetta léttilega. Formaðurinn hjaraði stýrið og andófsmenn reru skipinu út úr vörinni. Svo var skipinu snúið svo það hafði stefnu rétta út sundið — Járn gerðarstaðasund. Þá tóku allir ofan, beygðu höfuð sín og fóru með sjóferðabænina, þeir sem kunnu, en aðrir þá með faðir- vorið. Amen sagði formað- urinn. Menn settu upp höfuð- fötin og nú var tekinn róður- inn og knálega róið á mið. Þeg ar á miðin kom voru lögð veið- arfærin net eða lína eftir hætti. Síðan setið yfir. Svo var farið að draga. Netin lögð aftur en Mnan dregin upp og flutt ásamt fiskinum í land. Dag nokkum man ég að Gísli í Vík kom með hlaðið skip, svo að flaut um efsta borð og fjórar seilar fiskjar í togi. Var þá logn og fagurt veður. Hlutur mun þennan dag hafa verið yfir 50 fiskar. Þegar komið var að landi og nálgaðist vörina, lögðu skiphaldsmenn fyrstir upp árar. Settust fram á kinn- unginn með kollubandið og biðu þar til þeir töldu hæfi- lega djúpt. Þá snöruðu þeir sér fyrir borð, fótuðu sig fimlega og létu skipið mæta herðum. Væri alda nokkur kom það fyr ir að sjór gengi alveg yfir þá. Þeir tóku svo ferðina af skip- inu. Þá höfðu aðrir skipsmenn lagt upp og formaður tekið frá stýrið, en þess í stað tekið lang an krókstjaka, sem hann hélt skipinu réttu með. Hér urðu nokkuð sérstæð verkaskipti milli formanns og skiphalds- manna. Við útsog hélt formað- ur skipinu réttu og hélt við það, en skiphaldsmenn lögðu kollubandið um herðar og lögðu sig fast í til að halda skipinu réttu og föstu. Þegar svo aðsogið fór undir skipið hélt formaður því réttu við ölduna en skiphaldsmenn studdu við skipið með herðun- um. Með þessu móti var skip- inu haldið að mestu kyrru með- an fiskurámn var seilaður fyrir borð. Faðir mdnn var skiphalds- rrK&tfr margar vertiðir og þótti skipa þann virðingarsess með betra móti. Svo mikið er víst, að Grindvíkingar eru enn til, sem það hafa sagt mér, að þeir sem strákar fóru austur á kamp til að horfa á föður minn halda skipi, ekki sízt ef illt var í sjó. Enda man ég eftir því, að ég sá hann leggjast nærri flat- an með kollubandið i útsogi og ganga undir skipið þegar að dró og gekk sjórinn yfir hann óbrotinn. Þegar komið var í vör tók hver maður sína seil- aról, sem var úr snæri eða leðri með nál af eik eða hval- beini á endanum. Svo var fisk- urinn seilaður upp. Þegar það var búið fóru aðrir skipsmenn fyrir borð og drógu seilamar i land. Þá var skipið fært upp undan sjó. Svo var fiskurinn borimm upp. Þá var formaður- inn kominn úr stakk og brók. Hann tók við fiskinum á skipti plássi og skipti í sjö kasir: Kastaði tveimur fiskum og tveimur í hverja kös. Valdi sem jafnast, svo ekki væri á neinn hallað. Við kösunum tóku svo tveir hverri. Skiptu henni í tvennt og kusu um hvor skyldi hafa. Sneri annar sér frá, en hinn lagði við hnif og spurði: Skaft eða blað. Þegar þessi skipti höfðu farið fram gekk hver að sínum hlut til að- gerðar. Þetta voru nefnd hluta skipti. Þegar formaðurinn hafði skipt i kasir, benti hann á hverja fyrir sig og spurði. Hver skal þar. Þá hafði ein- hver skipverja snúið sér frá og nefndi nafn þess er hafa skyldi kös. Aðgerðin gekk þannig fyrir sig, að fyrst var slægt. Hausinn skilinn frá, lifur sett í sérstakt ílát og slorið sér og innvolsið. Síðan var fiskurinn flattur. Hryggurinn tekinn úr. Fiskurinn siðan látinn í bala eða stamp og þveginn. Lagður inn I skúr eða byrgi til sölt- unar og saltaður. Sundmagi var skorinn úr hryggnum og hann verkaður út af fyrir sig. Hausar rifnir upp og breiddir til þurrks. Þegar þeir voru orðnir vel visaðir, voru þeir klofnir og siðan gjörþurrkaðir. Eftir aðgerð voru lóðir beitt- ar, væri róið með lóð og þá var oft beitt rægsnum, hrogn- um og innvolsi. Þegar öllu þessu var lokið fóru menn að huga að skinnklæðum sínum. Þá tóku menn Mfrarskúf og mökuðu skinnklæðin vel og vandlega upp með, struku þau vel og vandlega. Væri I upp- hafi vel unnið að skinnklæðum festi ekki á þeim vatnsdropa vertíðina yfir. Síðan var hald- ið heim. Tóku menn þá vel til matar síns. Ef gæftir voru góð- ar var þegar öllu var lokið svo langt liðið á vöku, að ekki vannst tími til annars, en hús- lesturs og síðan gengið þil ^áða. Búast mátti við kalli snemma morguninn eftir. Stundum voru gæftir góðar allt upp í þrjár vikur samfleytt. Þessa vertið voru gæftir góð- ar og hlutur ágætur hjá flest- um. Ég man að hlutur föður míns fyrir húsbónda hans þessa vertið losaði þúsund fiska. Svona líður þessi vertíð fyr- ir hugskotssjónum mínum nú. En oft hef ég rifjað upp fyrir sjálfum mér þegar ég var í verinu. Á heimilunum gekk allajafnan mikið á. Nóg að gera fyrir konurnar, þjónusta í margs konar mynd. Matar- gerð, þvottar og umhugsun um fjós og kýr. Þetta var mikil vinna frá þvi snemma á morgn- ana og fram um miðnætti. Svo rann lokadagurinn upp, heiðskýr og fagur maídagur. Föt útróðramannanna öll hrein og samanbrotin á . rúmi hvers manns. Róið hafði verið þennan síðasta dag og veiðar- færi sótt, sem í sjó voru. Tók þá við erfiður dagur hjá formanni. Borga hverjum og einum út umsamið kaup og skála við hvern mann í klára brennivini. Unglingarnir, sem róið höfðu á útveg Gísla í Vík brögðuðu ekki vín. Þegar þeir voru búnir að fá greiðslu, ver- tiðarkaup, fóru þeir að hugsa til brottferðar. Það var þvi úr að þeir, fjórir að tölu lögðu af stað sér. Mun þá klukkan hafa verið á öðrum tímanum. Svo varð það að ráði að móðir mín og ég yrðum þessum hópi sam- ferða. Pabbi var ekki tilbúinn, ekki farinn að skála við for- manninn og ekki farinn að smakka það. Við kvöddum þvi heimafólk bæði I Vík og í Rafnshúsum með virktum. Síðan lögðum við upp i þessa 50 km göngu úr Grindavik til Hafnarfjarðar. Ekki minnist ég neins úr ferð inni yfir Skagann, fyrr en við komum i Vogana. Var þá kvöldsett, en bjart veður og gott. Ekki komum við á neinn bæ í Vogunum. Héldum svo áfram inn Vatnsleysuströndina. Þorsti sótti nokkuð á menn, en hvergi var vatnsdropa að fá við veginn. Á einum stað var vatns lögg í hófspori, þar af bergði einn ferðafélaginn. Mig minn- ir, að einn félaginn yrði eftir og leitaði sér gistingar í Hvassahrauni. Annar gisti í Gerðinu í Hraununum. En er þangað var komið var liðið fram um miðnætti, en veður bjart, logn og heiðríkja. Þá vorum við fjögur eftir. Á Hvaleyrarholti var yngsti vermaðurinn orðinn svo sár- fættur að hann gekk utan veg- ar, þar var mýkra undir fæti. En heim komst kauði og móðlr hans. Húsið nr. 6 við Lækjar- götu var opið og auðveld inn- gangan. Og það var maður hvíldinni feginn, sem lagðist til svefns í tistandi járnrúminu i litla herberginu. Það er af sam ferðamönnunum tveimur að segja að annar leitaði gisting- ar hjá kunningjafólki sínu hér, en hinn gekk að Hliði á Álfta- nesi, en þar átti hann heima. Klukkustundu seinna kom svo faðir minn heim. Með fatn- að okkar allan á bakinu og lét sig ekki muna um það. En góð- gláður mun hann hafa kvatt húsbændur sína, formann og fé laga laust eftir nón lokadag- inn 1912. 22. nóvember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.