Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 2
0 Hverju er verið að mótmæla? En við vorum að tala um völdin. Þau eru sögð spilla flestum eitthvað og sumum mjög mikið. Svo mikið, að heil stjórnmálakerfi hafa verið fuindm upp ti(I að draga úr völdum hinna nauðsynlegu stjórnenda og skipta um valda- menn án blóðsúthellinga. Ekki er spilling af völdum valdanna eingöngu bundin við einstakl- inga, heldur oft við hópa og stundum jafnvel heilar þjóðir. Þegar hópar eða þjóðir misnota völd sin er það oft kallað, að þær séu að verja helgan rétt. En helgur réttur er mikið not- að hugtak í sambandi við marg vislegt réttlæti og fjölbreyti- legan sannleika. Valdabarátta er sannarlega ekki bundin við stjórnmál ein- göngu. Allir þekkja starfsstétt ir og hagsmunahópa og jafnvel líknarfélög geta orðið æði harðsnúin fyrir skjólstæðinga sina og starfslið. Stundum eru mynduð fleiri en eitt um sömu krömina. Þannig er þá þessi furðuver- öld með margvíslegan sann- leika og réttlæti; með vonzku hinna gððu og heimsku hinna vitru. I>ví engan getur undrað heimska heimskingjanna, en heimskupör hinna gáfuðu hljóta að vera stöðugt undrun- arefni. Og fylla ekki voða- verk góðmennanna spjöld sög- unnar? Ýmsir eygðu von í útrým- ingu fátæktarinnar. Var ekki flest illt af henni sprottið? En þetta virðist hafa verið tálvon. Nokkur hluti mannkyns err að losa sig við fátæktina, en heild arhamingjan lætur á sér standa. t>ó hafa orðið ýmsar framfarir. Fáir mundu vilja neita þvi, en ef til vill koma þá gallamir aðeins betur í ljós. Þannig virðast margir að xrdnnsta kosti líta á málin. Og þeir mótmæla. Keyndar er risin upp ný kynslóð mótmælenda. Þeir segja allt á niðurleið. Áreiðan- lega er það öfugmæli. En nú hefur fólk tíma til að mótmæla. Áður þurfti það að vinna fyr- ir daglegu brauði. Og ef ein- hver mótmælir handan hafsins, þá sjáum við það í sjónvarps- fréttunum. Stórþjóðamenn 365 daga á ári, en íbúar smáþjóð- ar sex daga í viku, ellefu mán- uði ársins. Svo eru mótmæli í tizku og það þarf kjark, sem fáum er gefinn til að spoma algerlega gegn tízkunni, sér- staklega í hópsálarumhverfi skólanna. Enda má mörgu mótmæla. Óréttlætið blasir hvarvetna við, ef vel er að gáð, eða að minnsta kosti réttlæti sem við erum ekki hrifin af. Gallinn er aðeins sá, að mótmælendumir leysa varla meiri vanda en þeir skapa, og ekki verður meiri friður um þeirra daga, en mannkynið hefur átt að venjast. Þvert á móti er óvist hversu vel þeir munu þola mót mæli þeirra, sem á eftir koma. Byltingarmenn vilja ekki gagn byltingu og þola allra manna sizt óróa í eigin herbúðum. Og þeir sem vilja koma, og koma málum fram með ofbeldi, einn- ig i þeim löndum, sem með mis- munandi góðum árangri eru að reyna að byggja þjóðskipulag sitt á frelsi, jafnrétti og bræðralagi, þeir innleiða ekki friðinn langþráða. Þeir eru haldnir þeim sama mannlega breyzMeika, sem ahiur fyrri alda ófriður hefur byggzt á. Því að mikil böm mega bylt- ingarmenn nútímans vera, ef þerr hadda að hugsjónirnar hafi með þeim fæðzt og að sannleikurinn og réttlætið hafi verið fundið upp á siðasta ára- tug. Mótmælendum má sjálfsagt skipta i marga flokka. Sumir bera einstök hjartans mál fyr- ir brjósti og eru þá harðir og ósveigjanlegir, enda getur mik ið verið í húfi frá ákveðnum sjónarmiðum. Þess á milli get- ur þetta verið hið mesta frið- semdarfólk. Aðrir eru að upp- hefja sig með æsingi út af mis- munandi góðum málum. Þannig geta ýmsir orðið foringjar og náð við og við áheym alþjóð- ar og staðið framarlega í harð- snúnu liði. Þriðji hópurinn mót mælir bara mótmælanna vegna og vill þá oft meira og minna gleyma markmiðunum í hita baráttunnar. Þannig eru sumir stöðugt í sviðsljósinu og gera ýmist að halda uppi hörð- um árásum eða eru alltaf að deyja píslarvættisdauða. Ektai eru aillir svo heppnir, að eignast óskaandstæðinga, sem almennt er viðurkennt að berja megi á af öllu afli. En Churchill var svo heppinn, eins og kemur fram i grein um hann, eftir Anthony Storr, sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins 3. mai sl. Þar segir meðal annars: „Það eru þessir erfiðleikar við að firma fjandsemi sinni út rás, sem reka suma þunglynda til að leita sér andstæðinga í hinum ytra heimi. Það er þeim mikill léttir að finna sér fjand menn, sem þeir geta réttlætan- lega beint bræði sinni að. Winston Churchill var oft sak- aður um að vera striðsæsinga- maður, sem hann var ekki. En á því er enginn vafi, að bardag ar við óvini féllu honum mjög vel í geð og þegar hann loks- ins stóð augliti til auglitis við óvin, sem honum fannst vera algerlega illur, var það léttir sem fyllti hann gífurlegu lífs- þreki. Hitler var slíkur óvinur og sennilega má telja að Churchill hafi aldrei verið hamingjusamari en á meðan hann átti fullt í fangi með að koma í kring tortímingu Hitlers. Þvi hér bauðst honum loksins tækifæri til að nýta hina taumlausu áreitniorku sína til fulls. Hér var ógeðs- leg harðstjóm, með erkiára í forsæti, sem enga miskunn átti skilda og sem hann gat ráðizt á með óflekkaða samvizku." Heimurinn mundi ekki þola marga slíka óskaandstæðinga. En það er margt annað, sem virðist eingöngu vera af hinu illa. Ófriður tíl dæmis. Hver er á móti friði? Og af hverju eru Mótniælt er hervaldi, stríði og vopnmn — stnindum með blóm- um í staðinn fyrir kröfuspjöld. Mótmælt er friðsamlega. en stundiim litast gatan af blóði mótmælenda. Mótmælt er mis- rétti kynjanna, úreltn náms- efni og leiðinlegimi skóla- bókum. friðarhreyfingarnar ekki fjöl- mennari? Mörgum finnast frið- arstefnur ekki ná tiigangi sín- um fyrr en allt mannkyn lýt- ur sams konar siðalögmáli, en hvenær verður það? Mengun er annar upplagður andstæðingur. Hver er á móti hreinu loftí? Vissulega þarf að hafa aðgát á mörgum sviðum, en hætt er við að róttækar að- gerðir mundu einnig koma nið- ur á efnahaginum. Þá má auð- vitað halda því fram, að það sé eins mikil hamingja að horfa á fugla himinsins, eins og að kaupa frystikistu, en geta nátt úruunnendur sannfært hags- munasamtökin um þetta atriði? Sumir gætu hugsað sér milli- leið, sem væri á þann veg, að hinir efnuðu horfðu meira á fuglana, og mættu jafnvel skjóta nokkra þeirra, þegar viðkoman væri mest, en „spilla" mætti náttúrunni litið eitt (einkum i öðrum landshlut um) til að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Nei, málið er ekki einfalt, þannig að hófsemd þarf að fylgja hverri baráttu ef ein- hvers konar sanngirni og rétt- læti á að hafa að leiðarijósi. Öll viljum við eiga hreint land og fagurt land, en við viljum ekki, að þeir sem telja sig hlunnfama í kaupgreiðslum þurfi að flýja tii Svíþjóðar eða jafnvel Ástralíu. Margir hneykslast reyndar á „lífsþægindagræðginni", en hvers konar græðgi er þetta eiginlega? Má ekki jafn- vel halda því fram, að hún sé fólgin i þvi, að allur fjöldinn i nokkrum löndum sé farinn að haga sér, og geti hagað sér, eins og höfðingjastéttir allra alda hafa gert í öllum löndum? Segja má, að það sé ekki allt- af til fyrirmyndar, sem höfð- inigjamir haifasit að, en þeir hafa þó endurspeglað heims- menninguna. Erum við hreyk- in af henni? Menn verða að minnsta kosti að játa, að ihún hefur sinar björtu hliðar. ; Er Framh. á blls. 13 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.