Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 5
einn — tveir! Tlelpan stanzaBl og kippti að sér hendinni. „Ég vissi ekki að þö gætir þetta.“ „Auðvitað get ég það.“ „Gerðu það aftur." Hann gerði það. „Hvað er þetta, pabbi?" „O, þetta er nú það sem þeir kalla Ástarstökk í Armeniu. Þeir lærðu hann aí villtum f jallageitum í Nairi.“ Þegar hann bar sig að stökkva aftur, hvíslaði telpan óðamála: „Ekki hérna, pabbi, það er einhver að horfa á þig.“ Þá kom hann auga á ungan tögregluþjón á næsta götu- homi, en endurtók stökkið, þótt telpan stappaði niður fæt- inum i mótmælaskyni. „Þú ert þó ekki hrædd við lögregluþjóna, er það?“ „Nei, það er ekki það, pabbi," hvislaði hún, „en hann þekkir þig ekki neitt, og hann heldur ^byggilega að þú sért alveg snar.“ Hann tók í hönd hennar, og þau gengu fram hjá lögreglu- þjóninum, sem hneigði sig og veifaði til þeirra. Rosey reyndi að hverfa. Þegar þau voru kom in yfir götuna, leit hún um öxl. Hann þekkir þig ekkert, pabbd." „Það skiptir engu máli.“ „Hann hefir ekki hugmynd um að þú ert mesta skáld, sem til er í heiminum." „Hvað ertu að segja?“ „O, ég veit það núna, pabbi, en ég vissi það ekki fyrr en hún ungfrú Efíinan sagði mér það.“ „Gott hjá henni.“ „Hún veit allt.“ „Eflaust." „Hún er búin að lesa allar bækumar, sem þú hefur skrif- að. En hvað heldurðu að lög- regluþjónn viti? Hann hlýtur bara að halda að þú sért orð- inn alveg vitlaus þegar þú tek ur ástarstökkinn svona, eins og fjallageiturnar." Hún skim- aði aftur í kring um sig, og hvíslaði hraðmælt: „Gerðu þetta aftur." Og hann gerði það aftur. Rosey hló við, og tók svo stökkinn sjálf. „Þetta er ágætt, en við erum aldrei látnar gera svona í balletttímunum." „Jæja, svo þú gengur þá í dansskóla." „Ekki dansskóla, balletttíma. Það er í Camegie Hall, og kennarinn minn hefur dansað með ballettflokkum út um all- an heim. Hún frú Totovskaya." „Finnst þér gaman I tímun- um?“ „Gaman? Ég get ekki hugsað um annað en þegar ég fæ ball ettskóna mína. Veiztu hvað írú Totovskaya þurfti að blða lengi áður en þeir létu hana fá ball- ettskó?" „Tvö ár.. ?" „Sex ár, af því að það var I Rússlandi, og þú veizt hvern ig þeir eru þar. Frú Totovsk- aya segir að ég megi fá ballett skóna mína undir eins og fæt- umir á mér eru orðnir nógu sterkir til að gera táæfingar." „Það verður merkisdagur." „Já, ábyggilega." „Ég held að ég verði ósköp montinn af þér þegar þú ert farin að dansa á tánum." „Og mamma lika. Hún er búin að segja það. Bara að ég þurfi ekki að bíða voðalega lengi. Hvað þurfa íætumir á mér að vera sterklr, velzt þrt það, pabbi?“ „Ja —- nei, eiginlega veit ég það ekki, en það vill nú svo til, að ég veit — eða trúi því í það minnsta — að þeir séu þeg ar orðnir alveg nógu sterkir til að gera táæfingar. Annars veit frú .... bezt um það.“ „Totovskaya." „Já. Og ég er viss um að hún lætur þig fá ballettskóna und- ir eins og þú ert tilbúin." „Hvernig fara fæturnir á manni að þvi að verða sterk- ir?“ „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig, það er sjálfsagt margt sem kemur til greina. Þú verð- ur fyrst og fremst að vera heilsuhraust — ég held að þú sért það — en svo verðurðu að gæta heilsunnar, og til þess þarftu mikið af hollum og góð- um mat, nægan svefn og hvíld, og síðast en ekki sízt þarftu að vera dugleg að æfa þig.“ „Viltu koma með mér á æf- ingu einhvern tíma?" „Hvort ég vil!“ „Þær eru klukkan fjögur á mánudögum og föstudögum i Camegie Hall.“ „Ég kem þá á mánudaginn.“ „Meinarðu þetta, pabbi? Er ekki svo óskaplega mikið að gera hjá þér?“ „Uss, ég læt það nú bara biða. Ég kem klukkan fjögur, verð allan tímann út, og svo býð ég þér og mömmu í kaffi hjá Rumpelmayer." „Þaö er ekki mamma, sem fer með mig í tímana, það er hún ungfrú McDougal." „Auðvitað. Mamma er alltaf að vinna. Þá býð ég ykkur ung frú McDougal í kaffi." „Nei, eigum við nokkuð að vera að bjóða lienni með, ha?“ „Hvaða, hvaða, það geturn við ómögulega gert henni, mér líkar svo ágætlega við hana — en þér?“ „Jú, jú, hiin er svo sem ágæt. Hún kenndi mér að prjóna." „Jæja, gerði hún það?“ „Já, og ég er meira að segja búin að prjóna allt mögulegt handa brúðunum mínum. Á ég að prjóna eitthvað handa þér?“ „Já, endilega." „Allt i lagi, þá prjóna ég eitt hvað handa þér. Hvað langar þig mest í?“ „Ja, nú veit ég ekki.“ „Viltu fá snjóhúfu áður en veturinn kemur?" „Viltu vera svo góð?" „Ég verð kannski lengi að því.“ „Það gerir nú minnst til.“ „Á ég að hafa hana rauða?" „Það væri það allra bezta." „Þá æna eg ao prjonarausa snjöhúfu handa þér áður en veíurinn kemur." „Þakka þér kærlega fyrir.“ „Ég er nú ekki búin með hana ennþá, pabbi.“ „Ég þakka þér samt fyrir að þú ætlar að gera það.“ „Já svoleiðis . . .“ „Jæja, hvert eigum við nú að íara?“ „Æ, við skulum bara labba eitthvað, er það ekki?" „Ég er alltaf til í að labba.“ „Það gerir fætuma á mér sterka." „Þeir eru sterkir." „Ég hlakka svo mikið til að fá ballettskóna mína.“ „Ég held að það sé nú aðeins tímaatriði, en það er ekki hægt að ýta á eftir tímanum. Þú verð ur víst bara að bíða." „Já, en ég get ekki beðið lengur. Ég verð að fara i ball- ettskóna, og dansa eins og hún frú Totovskaya. Hún er svo létt á sér þó hún sé orðin gömul, og það er svo fallegt þegar hún dansar eins og í ballettinum. Hún er ábyggilega orðin fimmtíu ára.“ „Er það virkilega?“ „Það held ég. Hún er alltaf að tala um það þegar hún dans aði fyrir löngu síðan." „Mikið hlakka ég til að kynn ast henni.“ „Þér líkar ábyggilega vel við hana, hún er alveg eins og stelpa." „Hvað eruð þið margar?" „Stundum sex og stundum fimm, en stundum er ég bara ein. Ég hefi ekki skrópað úr einum einasta tíma, þó allar hinar hafi gert það, og frú Totovskaya lætur mig fá heil- an tíma þó ég sé alein." „Það líkar mér vel við hana.“ „Hún er góð. En almáttugur, þú ættir bara að vita ef við gerum eitthvað vitlaust, uss!“ „Hvað gerist þá?“ „Hún lætur píanóspilarann hætta. Það er bróðursonur hennar þó hann sé orðinn gam- all kall — ég held að hann sé eldri en þú, pabbi — og svo horfir hún bara á þá, sem gerði vitlaust, og bíður. En svo gerir hún það eins og á að gera það. Svo gefur hún Mic- hael gamla frænda sinum merki og hann heldur áfram að spila, og við höldum áfram að æfa.“ „Ég er ekkert orðinn gam- all.“ Rósey fór að flissa. „Jú, vist pabbi, þú ert gamall, eld-eld- eldgamall! Þegar þú giftist mömmu, þá varstu sautján ár- um eldri en hún, sautján ár- Framh. á bls. 10 William Heinesen Myrkrið talar við blómstrandi runna — Epilog — — Ég er myrkrið. Finnurðu ldnn mína mót þinni? Finnurðu svartan munn minn við þinn rauða munn? — Já, þú ert myrkrið og þú skelfir mig. Þú ert nóttin og eilífðin. Ég finn kaldan andardrátt þinn. Þú ert dauðinn. Þú vilt láta mig visna. Mig langar svo að lifa or blómstra. — Ég er myrkrið. Ég elska þig. Ég vil að þú visnir. Blómstrir og visnir. Visnir og lifnir við að blóm þín. Visnir og lifnir við aftur og aftur. Ég er nóttin. Dauðinn, eilífðin. Ég elska þig. Ég myndi nrmagnast ef þú værir ekki og stæðir hér ng biðir mín með kviðafullt leiftur þinna dauðvona blóma. Með síkvikan samhljóm heitra, rauðra kossa þinna, djúpt í mínu einmana, svarta bjarta. Nína Björk Árnadóttir þýddi. Sigurjón Guðjónsson Við Leine Við ána Leine léku sveinar þrír, sem lásu blóm og glöddu mernn og dýr. Og tíminn leið. Þeir urðu allt í senn, yndisfríðir, góðir, vaskir menn. En stríðið kom. Og ógnir flykktust að. Hinn elzti þeirra féll við Stalingrad. Og sá í miðið hneig í heljarslóð í hörkum vetrar, er hann snjóinn tróð. Þá voru ei örlög yngsta sveinsins bezt, í Úral fangi, til hans ek'ki frétzt. Við Leine sá ég móður, hvitt var hár, með heiðam svip og bros í gegnum tár. 7. íebrúair 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.