Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 13
Eftlrfarand! bílar fá fjrjár stjörnur. (Sæmilegt sæti, þó ekkl nóg;u gott. En tillit Iiefur verið tekið til líkamsliyg-gingar, að minnsta kosti í einhverjum atriðum.) Aston Martin Bentley X BMW 2500 Fiat 124 Cortina XI. og GT Jaguar XJ6 Jensen Opel Record Opel Commodore Porsche Rolls-Royce Triumph Spitfire Volvo 144 Volvo 164 Volvo 1800E Eftirfarandi bílar fá fjórar stjörniu*. (Gott sæti frá lækn- Isfræðilegu sjónarmiði). Alfa Romeo 1750GTV Trhimph Stag Range Rover. Að lokum gera læknarnir eft irfarandi athugasemdir: Sætin í Range Rover voru þau heztu, en Alfa Romeo kom þar næst. Ford Cortina og Escort eiga næstum því skilið að fá þrjár stjörnur. Á sama hátt á Morris Mini næstum skilið tvær stjörnur. í söluáróðri hefur sætum verið hrósað um efni fram í Rover og Volvo. í þeim siðasttalda eru sætin lakari en þau voru áður. Þossar niðurstöður ensku læknanna eru eftirtektarverð- ar, þó ekki sé víst, að allir verði þeim sammála. Hins ber líka að gæta, að líkamsbygging manna er mismunandi og sæti, sem fellur vel að einuni, reyn- ist öðrum óliæft. í»að er næsta ótrúlegt, hvað ameriskir fram- leiðendur hafa lagt litla áherzlu á sæti. Enda þótt amer- ískum bílum liafi verið hátt lof haldið liérlendis, t.d. fyrir endingu, þá telja læknarnir þá alla hafa óliæf sæti. Af ein- hverjum ástæðum eru bílar frá amerisku Ford verksmiðjunum hvergi með á þessum lista. Það er einnig eftirtektarvert, að dýrir bílar eins og Benz skuli aðeins hljóta tvær stjörnur. f þriggja stjörnu flokknum eru sjö rándýrir sportbílar, sem kosta mundu eina til tvær milljónir ísl. króna og er það naumast annað en sjálfsagður lilutur, að góð sæti séu í slíkum bílum. f þennan flokk komast tvær gerðir miðlimgsbila sam- kvæmt íslenzku verðlagl, Opel og Volvo, og elnn bíll úr flokki liinna ódýru: Fiat 124. Aðeins þrír bílar teljast liafa nokkurn veginn fullnægjandi sæti, en englnn þelrra er til á fslandi. Umboð mun að visu vera til fyrir hina itölksu Alfa Romeo og einn ódýr bíll til af þeirri gerð, en enginn 1750GTV. Umboð er til fyrir Triumph, en það er dautt um- boð og enginn Triumph Stag liefur flutzt Wngað. Af ein- hverjum ástæðum hefur Hekla aðeins flutt inn Land Rover. Að vísu ekur einn ráðherr- anna á Rover, en Rover 2000 og 3500 hafa ekld sézt og ekki heldur Range Rover með hln ágætu sætl. Missögn leiðrétt RAGNHILDUR Sigfúsdóttir frá Þorkelshóli var ekki son- ardóttir Steins biskups, heldur var anima heimar Ragnhildur Guðmundsdóttir, kona séra Sig- urðar Einarssonar á Barði, bróðurdóttir frú Valgerðar Jónsdóttur konu Steins bisk- ups. hannig erum við ekki af- komendur Steins biskups þótt Ragnhildur á Barði væri bróð- urdóttir konu hans. Ragnhildarnafn í móðurfólki okkar i Klömbrum er ekki komið frá Valgerði biskupsfrú, heldur miklu eldra kvennafn í ættimii, líklega frá Ragnhildi á rauðum sokkum, eða enn eldra. Ein systirin í Klömbrum hét Rannveig Snorradóttir, kona Björns. Vafalaust hafa þau átt börn. Séra Jón Auðuns hefir bent mér á þessa leiðu villu, sem ég bið Lesbók Morgunblaðsins að leiðrétta. Sjálfur get ég borið við minnisleysi í rúnit ár, er nærri 79 ára, en skrifaði grein- ina um æskuheimili móður niinnar sl. sumar. 31/1 ’71. Hannes Jónsson. Leiðrétting Hr. ritst. f bréfi mínu til Einars Páissonar í Lesbók 2. tbl. urðu tvær prentvillur, sem ég vildi fá leiðréttar: Þar hafði í 4. dálki, Þorgils orðið Þorsteinn og neðar í sama dálki hafði flækzt inn smáorð- ið „að“, sem gerði merkingar- mun. Ég skrifaði, — sem ég ætla sanna — en ekki, sem ég ætla að sanna, eins og stendur í 28 línu talið neðan frá. K. f. D. Sannleikurinn Framh. af bls. 3 og Ólafur að Hjarðarholti eft- ir homuim heitinn. Hailigerður hefði því átt að tengjast sögn- um af Njálsdyngju Bergþórs- hvols, þrídrang, Stöng og átt- inni suðvestur-norðaustur. Hún hefði þá jafnframt átt að tengjast hugtaki mýrlendis, svo og rauðum og hvitum lit hins svonefnda kornkomung- dæmis. Hafi orðið brok verið notað um mýrlendisurt sem er hvít og rauð, er sennilegt, að Hallgerður hafi verið við þá urt kennd. Að hári hennar væri jafnað til slíkrar urtar væri í beinu samræmi við hugtök forn aldar, samanber hár Sif jar, sem vafalítið var gróður jarðar. Og hafi orðið brok jafnframt merkt norðauvindur kynni hug tak frjóvgarans að tengj- ast þessari drottningarmynd. Drottning fornra kornkonung- dæma tengdist jafnan meyjar- hugtakinu, upphaflega var jörðin sjálf mærin sem frjóvg- aðist á vori fyrir samúðar- kynngi drottningar. Líklegt hefði þvi verið, að þær Auður og Hallgerður væru settar í saimband við meyjarhugtak konungdæmanna. Meyfæðing grískra goðsagna varð einatt af völdum Boreasar -—• Norðan- vindsins -— sem álitinn var frjóvga ósnortna hryssu vall- arins á helgri tíð. Þetta bend- ir til hins sama og flest annað: að grundvöllur sé ekki fyrir þvi að álíta íslenzka heiðni (og frumkristni) aðskilda frá meg- instraumum Indó-Evrópu- manna og Miðjarðarhafsþjóða. Tákn Njálu benda til þess að íslendingar hafi þekkt viss hug tök grískrar heiðni í smáatrið- um. „En allt þetta mun verða bókstafsþrælum stór biti að kyngja" segir þú, og er rétt, að þvi undanskildu, að þeir sem fylgja bókstafnum munu vafa- litið fagna nýjum heimildum heilum huga, er þeir kynnast máli fornrar goðafræði. Hinir verða sjálfsagt örðugri viður- eignar sem fylgt hafa tizku síð- ustu áratuga og dæmt fornrit vor aðallega sem „bókmenntir" í stað þess að leggja til atlögu við hin torræðari verkefni menningarfræðinnar. Án efa mun einhverjum þeirra góðu niaima finnast liikt sem gulrót standi í hálsi sér, verði honum gert að endurmeta öll sín fyrri viðhorf til íslenzkrar forn- menningar. Vonandi minnist hann þá spakmælis þíns um trefjarót sannleikans sem kom eins og frískur norðanvindur- inn til að frjóvga saklausar hryssur norrænunnar hér fyr- ir sunnan. Með þökk og virðingu til ykkar á Akureyri, þinn Einar Pálsson. Hetjan snýr heim Framh. af bls. 7 með sex öðrum vanræktum og yfirgefnum náungum. Við er- um ekki einfærir um að þvo okkur. Við getum ekki einu sinni fengið okkur vatnsglas hjálparlaust. — Við erum allir með þvag- poka. Starfsliðið annar því ekki að tæma þá. Það lekur úr þeim niður á gólfið. Aðstoðar- mennimir flýta sér ekki meira en þeir nauðsynlega þurfa, og hvers vegna skyldu þeir líka gera það? Þeir eru ekki svo vel launaðir. Eitt sinn lá ég í rúmi mínu frá því klukkan sex um morguninn til klukkan fjögur um daginn, án þess að mér væri snúið eða þvegið. Fái maður steypibað, er maður lagður aftur í sömu svita- storknu og skítugu rúmfötin, að því loknu. Þetta er engu líkara en fangelsisvist. Það er eins og verið sé að refsa manni. — Það var einu sinni, að ég lá á grúfu í rúminu og dottaði. Klukkan var ekki orðin ell- efu; ég hafði bara lagt augun aftur rétt sem snöggvast. Skyndilega hrökk ég upp. Það sat rotta á hendinni á mér. Ég get ekki hreyft hendurnar, en ég get yppt aðeins öxlum. Ég æpti upp yfir mig. Rottan klifraði niður úr rúminu. En ekki fór hún sér óðslega að því. Sumir sjúklingarnir, þeir sem ekki eru alveg farlama, eru famir að koma fyrir gildr- um við rúmin. Taugakerfi Fraimh. aif bls. 2 ekki til of mikils mælzt, að fyrsta eða önnur kynslóð f jöldans, sem getur tekið létti- lega á brauðstritinu, verði svo lieimspekilega sinnuð, að hún hafni þeim verðmætum, sem mölur og ryð fá grandað úr því að liöfðingjar allra alda, í öll- um löndum, hafa fæstir komizt áþetta stig? Þeir, sem gerasér vonir um slíka skyndibreyt- ingu á manninum verða að telj ast óraunsæir með afbrigðum. Þetta leiðir aftur hugann að öðru. Hverju er alltaf verið að mótmæla? Mótmælt er stríði, heimsku og græðgi, með of- beldi, fljótræði og þver- móðsku. Hver skyldi verða ár- angurinn? Mótmælt er ófullkomnum heimi ófullkominna manna. En þeir eru ekki bara í valdastól- unum, heldur alls staðar um allar jarðir, og ekki síður í höpi mótmælenda. Menn eru ekki betur gerðir en þetta. Hálfsyndum er alltaf hætt við drukkniun. Og hverjiir eru vel syndir við allar aðstæður? Heiméka hiinna viltru og vonzka hinna góðu gerir það að verk- um, að enginn syndlaus finnst til að mótmæla af fyllstu ein- sumra hefur Iaskazt svo að þeir finna ekki til neins. Þeir gætu sem hægast orðið fyrtr biti án þess að verða varir viS það. Marke Dumpert vonaðist tM !að verða lögfræðingur. Eti það þarf meira en lítinn kjark og baráttuvilja til. Og bar- áttuþrek Dumperts er brostið. — Áður fyrr hataði ég og fyrirleit þessa náunga, sem stungu af til Kanada til þess að komast hjá herskyldunni. Nú lít ég ekki sömu augum á málið. Ég get ekki sagt, að ég hafi beinlínis dálæti á þeím. En ég ber virðingu fyrir breytni þeirra. Hefði ég vitað það þá, sem ég veit núna, þá hefði þurft ólma hesta til þess að draga mig í herinn. Ég hefði barizt á móti af öllum lífs og sálar kröftum. Ég segj þetta ekki einungis vegna þeirrar ógæfu, sem ég sjálfur hef ratað í. Nei, það er þetta tómlæti, þetta yfirþyrmandi tilfinningaleysi, sem gegnsýr- ir allt. Það kemur mér til að velta því fyrir mér, hvort aliir þeir, sem ég sá deyja, og hin- ir, sem eru hálfdauðir eins og ég, höfðu í rauninni nokkum tíma nokkuð að berjast fyrir. lægni og kasta fyrsta steinin- um, enda er það varla von úr því að jafnvel Fétur sofnaði á verðinum, og þó var hann að sögn gerður að dyraverði. Er ekki til of mikils mælzt að segja manninum að vera allt af gæfur og réttlátur, þegar náttúran og tilveran allt í kringum hann er svo grimm, og sú grimmd er miklu eldri en aldingarðurinn. Hætt er því við að margir mótmælendur geri of miklar kröfur, nema að einu leytf. Þeir gera áreiðanlega ekki nógu miklar kröfur til sjáWra sín. Á það hefur alltaf mest skort. Menn ættu nefnilega ekki að láta sig dreyma um sæluríkið í hyllingum þoku- kenndrar framtíðar, heldur að reyna að nálgast það hver í sínu umhverfi, og hafa ekki allt á homum sér þótt fullkomleik- inn láti á sér standa. Ef raenn geta ekki verið góðir, og látið gott af sér leiða, í nútíðinni eru litlar líkur á, að framtíðin muni standa í þakkarskuld við þá. Enda hefur enginn rétt til að níðast á samtið sinni, með framtíðina að skálkaskjóli, sem er líkleg til að hafa aHt annan skiining á lífinu og tíl- verunni. Hverju er verid að mótmæla? Eftirfarandi spil er frá leiknium milli Darumerkur og írlands á Evrópu- mótinu í bridge, sem fram fór í Porbú- gal í október 1970. Norður A K-7 ¥ K-6 4 Á-G-10-7-3-2 *1 D 8-3 Vestur A Á-D-10-4 ¥ 9-7-5-4-2 4 K-9-4 * 2 Austur A G-8-6-5-3-2 ¥ Á-D-10-8-3 ♦ - * 6-4 Suður A 9 ¥ G 4 D-8-6-5 A Á-K-G-10-9-7-5 Sagnir gengu þannig: (írsku spilar- arnir eru N.—S. og nota sagnkerfið „Liit'tlie Major“). Vestur — Norður — Austur — Suður Pass 1 Spaði Dobl. 4 Grönd 5 Tíglar Pass 5 Hjörtu 6 Lauf Ðobl. Pass Pass 6 Tíglar Dobl. Pass Pass Pass GpniUin Norðurs á 1 spaða þýðir langur tígullitur, en aðrar sagnir þarfnast ekíki skýringa. Augljóst er að A.—V. geta strax tekið 2 sliagi þ. e. á spaðaás og hjartaás. Danski spilaninn í Vestri lét í byrjun út laufa 2 og þar sem tígulkócnguriinin var á réfctum stað fyrir sagnlhafa, fékik sagnhafi alla Slagina eða 1190 fyrir spilið. Við hitt borðið sátu dörasku spilar- arnir N.—S. og þar varð lökasögnin 5 lauf og var Suður sagnhatfi. Vestur lét í byrjun út spaðaás, Austur gaí til kynna að hanin vildi fá tígul út og þess vegna lét Vestur næst út tígull 4. Sagn- hafi drap í borði með ási, en Austur trompaði. Síðar í spilinu fengu A.—V. 2 slagi til viðbótar þ. e. á tígulkóng og hjartaás. írska sveitin fékk þrf 100 fyrir spilið- á þessu borði eða samtals 1290 á báðum borðum. Leiknium lauik með sigri ír- lands. 7. fiebrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.