Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 10
Á ferð með Stefáni aði á harmoniku og svo lét ég þénarana dansa, dansaði litið sjál/ur.“ „Þú varst líka einn helzti harmonikuleikarinTi fyrir aust- an á tímabili. Og það hefur komið fólk af hinum bæjunum úr hverfinu." ,,Já, en það kom ekkert á svona skemmtanir. Þetta var bara fyrir heimilisfólkið i iandlegum. Annars byrjaði ég að spila á harmoniku 9 ára gam all og spilaði um 20 ára skeið í öllum sveitum í Vestur- Skaftafellssýslu. Svo ég var þarna ekkert óvanur að spila á harmoniku og spilaði bæði á emfalda, tvöfalda, þrefalda og fimmfalda. Endaði með bví að snila á fimmíalda. Og í þessu stóð ég heilu nætumar hjá þessum þénurum i austursveit- um og dansaði þá ekki, nema þá rétt svona augnablik." „Nú er komið svo hjá okkur þarna fyrir austan, að það er að verða stórfyrirtæki að halda ball, þeir eru með svo dýr hljóðfæri. Þú hefur nú ver ið það líka í lokin; hvað tókstu fyrir nóttina?" „Það var frir inngangur fyr- ir þá sem spiluðu og frítt kaffi tvisvar yfir nóttina. Annað var nú ekki kaupið. Þá var siður að fóma sér fyrir félags- skapinn, en ekki fyrir pen- inga,“ segir Stefán, „enda var ég i ungmennafélagshreyfing- unni. Þá var inngangseyrir á skemmtanir svona ein og tvær krónur og með kaffinu gæti þetta svarað því að vera fimm krónur alla nóttina, og það fyrir þetta erfiði." „Á kvöldin hefur verið gam- aldags baðstofulíf, tóvinna, lesnar sögur og húslestrar?" „Já, já, það var alltaf les- inn húslestur, en ekki sungið. Passíusálmarnir lesnir á föst- unni, og frúin spann á rokk og prjónaði. Þetta var allt að rammislenzkum sveitasið. Og héma var bæði sauðfé, kýr og hestar og við strákarnir fór um, þegar landlegur voru héma, út í Víkur að sækja eldivið. Það var hér allt með fomu sniði. Þetta var líka 1917. Og nú er ég árið 1970 kominn á þennan stað, sem mér hefur alltaf þött vænt um.“ Við göngum að gömlum rúst- um rétt vestan við bæinn. „Héma var fjósið," segir Stefán. „Frúin mjólkaði kým- ar. Ég var vanur að hjálpa henni á kvöldin, þegar hún fór hingað að mjólka. Ég fékk að launum fulla könnu af mjólk, aiveg aukalega. Mér fór líka vel fram um vertíðina. Mér hefur alltaf verið hlýtt til Skagans síðan ég var hérna og hjá Páli Magnússyni. Svo fór ég 19 vertíðir til Vestmanna- eyja og svo átti ég eftir að kynnast Skaganum betur." Við ökum úr hlaði. Við kom- um hér áður fyrir 5 árum, snemma vors í yndislegu veðri. Þá gældi aldan óbrotin við hleinana, mjúk eins og ástar- atlot, en nú er hún úfin og það falla þungir hvítfextir brimskaflar á Gerðistöngum. En vörin er lygn. Þarna standa gömflu aðgerðarh úsin, orðin hröiieg, og notuð fyrir fjárhús. Þau eru að verða eini minnis- varðinn um lifsbaráttu ald- anna, sem háð var á þessum stað. Þarna liggja æmar jórtr- andi, prýðilega fram gengnar. Það hvilir heimspekileg ró yf- ir hópnum. Grindavíkurfjöllin eru að baki. Heiðrikjan er dauf og einn og einn skýhnoðri kemur úr suðri og gulleit slikja á suð-vesturloftii. Lægð 800 km suð-vestur frá Reykjanesi, segja þeir effaust hjá Veður- stofunni í kvöld. Við nálgumst Stapann. „Er hér ekki reimt?" „Það mun hafa verið talið," segir Stefán. Það var meðan gamli vegurinn var og beygj- an innst á Stapanum, að einn maður var þar á ferð á vöru- bil, seint að kvöldi um vetur. Á kröppustu beygjunni stekk- ur eitthvað upp á bílpallinn. Sýnist bílstjóra helzt manns- mynd á því og verður mjög skelkaður, því að þama átti að vera heimkynni Stapadraugs. Ekur hann fremur greitt er niður kemur og virðist allt vera í lagi inn á miðja Vatns- leysuströnd. Þá verður draugsi snarvitlaus og lemur utan stýr ishúsið. Bilstjórinn varð ofsa- lega hræddur og ekur sem mest hann má, en þessi barsmíð gengur inn undir Hafnarfjörð. Eftir það fer að draga úr högg unum. Heldur bílstjóri stanz- laust áfram inn í Reykjavík. Er hann stanzar og fer úr biln- um, heima hjá sér, bregður hon um illa í brún, þvi draugsi er enn á bílpallinum. En er bíl- stjóri athugar betur, er þetta bara lifandi maður af Vatns- lieysusitrötnd. Ætlaði hainn heirn til sín; því var barsmiðin mest á Ströndinni." Svona var nú sú draugasaga og þó er ekki allt sem sýnist. Hér hafa margir borið beinin á umliðnum öldum og hræðsl- an skapar draugana áreiðan- lega oft. Hér á Suðurnesjum varð úti vertíðanmað'Uir frá Hnausum um miðja öidina sem leið. Ekki vissi ég þetta, fyrr en ég las bók Magnúasr Þór- arinssonar; Frá Suðumesjum." „Hefurðu aldrei séð draug, Stefán?" „Nei, ég hef aldrei séð draug. En ég sá einu sinni vin minn eftir að hann var dáinn. Ég var 10 ára gamaill t>g átti heitma í Holti í Álftaveri. Þar var þá þríbýli. Ég sótti oft hrossin. Ég var vanur að koma við í Skálmabæ í þessum ferðum. Þar var þá Sverrir Magnús- son, þá orðinn gamall. Hann var faðír Jóns og Þorláks Sverrissonar og þeirra sysitik- iina, atfi séra Óskairs Þorláks- sonar. Sverrir var mér afskap- lega góður og sérstaklega skýr og skemmtilegur maður. Hann var vanur að leiðbeina mér, hvar ég skyldi leita að hross- unum, fór oftast nærri hvar þau væru. 1 þetta skipti er ég að sækja hrossin. Ég veit ekki hvar þau eru og ætla fyrst upp í Skálmabæ. Er ég kem upp á hæðina, sem er á milli bæjanna, sé ég að Sverrir Magnússon kemur þarna á móti mér. Ég varð heldur bet- ur hrifinn að hitta hann þarna, kannski gæti hann sagt mér hvar hrossin væru. Það bar leiti á milli okkar. Er ég kom þar, sem við áttum að mætast og ég sá þarna vel yfir, er hann þar hvergi. Ég skyldi ekkert í þessu. Það var ekki hægt að villast á Sverri og öðr um. Hann var með mjög mikið skegg og alveg auðþekktur. Ég leita þarna, en er ég hef ekk- ert upp úr þvi, þá held ég áfram upp að Skálmabæ og finn hestana skammt frá bæn- um. Það fyrsta sem móðir mín segir mér, er ég kem heim, var að Sverrir í Skálmabæ sé dá- inn. Meðan ég var að sækja hrossin hafði Þorlákur, sonur Sverris, komið að Holti til Jóns bróður síns, sem bjó þar, að segja honum látið." Tíminn liður og fyrr en var- ir erum við á Bessastöðum hjá Kidda Jóni, forsetabílstjóra, eins og Stefán nefnir hann síð- an þeir voru báðir á vertið í Eyjum, og frú hans Guðbjörgu Þorsteinsdóttur. Þau búa þama ásamt bömum s-ínum í fallegu húsi, sem er bak við forseta- bústaðinn. Og við erum ekki fyrr komnir en við erum seztir við prýðilegar veitingar og við ræðum um liðandi stund og þeir Stefán rifja upp minning- ar frá gömlum dögum. Ég hef lesið eða heyrt haft eftir manni, að er hann kæmi á sveitabæ, færi mat hans á heim- ilinu eftir þvi hvað hundurinn væri feitur, en liti minna á, hversu kökutegundimar væru margar. Það vantaði nú alls ekki kökumar, en þau Kristjón eiga ekki hund, en hesta og kindur og við Stefán litum á búskapinn, eins og við enum Vcunir, þegar við kiomum þama. Og það bregzt ekiki nú frekar venju fóðrunin hjá Kristjóni. Ég hef hvergi séð betur fóðrað. Ef til vill svipað og hjá Sigurði Gunnarssyni á Bjargi í Vík í Mýrdal. Ef ég á þá að telja Kristjón algerlega fyrir þessu. Get ég vel trúað, að frúin þykist ekki yfir það hafin að lita til málleysingj- anna. Er við Stefán höfum gert úttekt á búskapnum ásamt Kristjóni, þökkum við prýðileg ar móttökur og kveðjum. Það líður á kvöldið og umferðin er þung á Hafnarfjarðarveginum. Við þurfum að bíða við vega- mótin. Og þarna við samspil ljósa og skugga er sem töfrist fram myndir frá ferðinni. Ljós- ast sé ég fyrir mér mjólkur- könnuna og fjósið á Stað og uimgliiinigimin úr suustursveitium. HvaJð er ein mjóilfkiuirspilllkoma núna. Muindi no'ktouir minnast slíks, að nokkrum tíma liðn- um? Núna á aitórmöld. En við skuliuim minnaisit' þess, að Is- lendingar eru meðal fárra þjóða, sem bezt lifskjör hafa. Og mjólkurkannan er víðast hvar i heiminum miklu dýrmæt ari en hún var á Stað fyrir rúmlega 50 árum. Við ökum inn á Hafnarfjarðarvegiim. Það hjúmar og ijósadýrð himm- ar verðandi stórborgar sindrar á móti okkur. Villijálmur Eyjólfsson. Á smábíl Framh. aif blis. 6 heimilisíöngum og allir báðu okkur innilega um að skrifa. Tvær stúlkur inntu okkur eft- ir þvi, hvort við gætum ekki eytt sumarleyfinu við Repino- ströndina í lok ágústmánaðar, þvi þangað færu þær á hverju ári. Foreldrar Lusi áttu stórt hús þar og við vorum sem sagt hjartanlega velkomnir. Okkur langar mest til að taka boðið alvarlega — eins og það var óefað borið fram. Tvær stúlknanna í samkvæm inu, sem hétu Lydia og Inga, vildu umfram allt koma með okkur í bílnum frá Leningrad til Vyborg sem er þrjátíu kiló- metra leið. Vyborg er örskammt frá finnsku landamærunum. Við héldum að þær væru að gera að gamni sínu og þeim mun meiri varð undrun okkar, er þær voru mættar til brott- farar. Að vlsu stóðu þær ekki við bílinn og biðu okkar, en önnur þeirra sigldi framhjá og lét á sér skilja, að við yrðum að aka fyrir hornið áður en þær þyrðu að fara inn í bil- inn. Þær höfðu tetoið með sér nokkur rússnesk vikublöð og dálítinn nestisböggul og við lögðum af stað. I Repino — sem er um sjö kílómetra vestur af Leningrad — er heilsuhæli og dálítill bað- staður með dásamlegri sand- strönd. Þarna áttu foreldrar Ingu sumarbústað og við skoð- uðum hann. Hann var ekki sem verstur enda þótt hann væri enginn venjulegur sumar- bústaður, heldur gamalt hús með turna á öllum hliðum. í Repino tókum við einnig á okk ur krók til að sjá staðinn þar sem Lenin undirbjó bylting- una. Þetta var kofi úr þurru stráii og útí fyriir va.r opið eid- stæði. Á meðan við röltum um í fólksmergðinni töluðu báðar stúllkatmiair einskiu og létu sem þær skildu ekki rússnesku. Klæðnaður þeirra var ekki heldur rússneskur að sjá svo þær skáru sig úr. Fötin höfðu þær fengið hjá vinkonu sinni, sem var búsett i Italíu. Á leiðinni frá Leningrad til Vyborg eru mörg smáþorp, og hvarvetna nam fólk staðar til að horfa á „skrýtna" bílinn okkar. Er við ókum framhjá skógairbelti mætitium við hópi farfugla. Þrekvaxinn maður gekk fremstur með bakpoka og stóð rauður fáni upp úr pok- anum, en á eftir honum röð af drengjum í stuttbuxum og þungum stígvélaskóm. Við höf- um enn ekki getað fyrirgefið sjálfum okkur að nema ekki staðar og taka mynd af þess- um göngugörpum, því þeir voru sjón að sjá. Skiömimfu eftiir að við ókium framhjá farfuglunum komum við þar sem lögreglumenn stóðu á veginum og benti einn þeirra okkur að nema staðar. Hann skrifaði hjá sér númerið á bílnum og gaf okkur síðan leyfi til að halda áfram. í gegn •uim stkógimn lá gl’æsifliegtir veg- ur og okkur skildist að við værum stödd á viðáttu- mikiu hernaðarsvæði. Stuttu síðar vorum við aftur stöðvuð af lögreglunni og í þetta skipti kom lögregluþjónnlnn hiaup- andi út á miðjan veginn og veifaði handleggjunum eins og hann hefði fallið niður úr tungl inu. Nú héldum við að eitthvað væri um að ve-ra, en homum haifði þá aðeims þótt vi'ð aika of hraitt. Við komiumst alllia leið t'il Vyborg án þess að neinin yrðd þess var að tvær rússneskar stúilkiur höfðiu verið farþegar okkar frá Leningrad. Áður en við skildum, skipt- umst við á heimilisföngum og við fengum hátíðleg tilmæli um að koma sem fyrst aftur. Við vorum báðiir boðiniir hjartan- lega velkomnir í sumar- „toofamn" í Repiino I ágústíok. Það var ekki að ástæðu- lausu sem við skrifuðum „From Russia with love" I rykið á hliðar bílsins áður en við kom- um að finnsku landamærunum. Þegar tollþjónninn kom auga á það, hló hann innilega og sagði: „Komið fljótt aftur, piltar. Þetta hafði greinilega sín áhrif á tollskoðunina, því henni var lokið á tæpum hálf- tíma. Smásagan Framih. aif bíKs. 5 um, pabbi! Hvernig fórstu að gera þetta?" „Það er gömul fjölskyldu- hefð. En ég er ekkert gamall, ég er fjörutíu og sjö.“ „Nei, nei, pabbi minn, þú ert ekkert orðinn ganiall _____ ekkert rnjög!" „Mér finnst ég svo sannar- lega ekki vera gamall. Mér finnst ég vera ungur. Og rík- ur.“ „Ríkur?" „Mjög ríkur." „Áttu annars nokkra pen- inga?“ „Auðvitað á ég peninga." „Hvað mikla?" „Tíu þúsund dollara." „Pabbi þó, það er voðaiega mikið af peningum." „Þvi er nú miður, en það fer hver einasti eyrir til þess opin bera.“ „Hvers vegna?" „Það eru skattarnir." „Hvað skuldarðu þeim mikla peninga?" „Æ, það voru eitthvað um fimmtíu þúsund þegar það var athugað síðast." „DoIIarar?" „Já.“ „Hvaða menn eru þetta, pabbi?“ „Skatlheimtan ? Skattheimt- an, það eru þeir, sem rukka menn um skatta á vissum tím- um.“ „Við skulum skjóta þá.“ „Eigum við að gera það?“ „Já, þeir eru svo frekir, þeir vilja ná í alla peningana þína handa þessum skattaköli- um.“ „Það má nú segja.“ Þau héldu leiðar sinnar eftir fimmta breiðstræti. Ég vona að ég fái tækifæri til að minnast þessarar stuttu sitiuindar á verðwgan hátf einhvem daginn, hugsaði hann með sér. .. . 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.