Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 11
Um Love Story og hagræð- ingu stað- reynda SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON __________________■■■■■ KWKMyNdIr} (Grein þessi er rituð í til- <*fni greinar, seni birtist í TIME, 11. jan. siðastliðinn og- nefndist -„Tlie Retum to Romance." Er þar fjallað um kvikmyndina „Love Story“, sem er álitin marka stefnu- breytingn í kvikmyndagerð næstu ára og talið að um end- urlivarf til 1930—’40 verði að ræða. Er grein þessi rltuð með það einstrengingslegu Iiugar- fari, að hún gæti hæglega valdið misskilningi og því vert að fara um hana nokkrum orð- um.) Love Story: Oliver Barrett IV, Ilarvard námsmaður, verð- ur hrifinn af Jennifer Cavill- eri, þjóðfélagslegu núlli. For- eldrar hans mótmæla harðlega. Hann stendur uppi í hárinu á þeim og giftist lienni þrátt f>T- ir mótmælin. En þá konia ö'rlög in til sögu — gömlu góðu ör- laganornirnar — og ganga end anlega frá lijónakornunum. I>að er nefnilega vitað frá upp hafi, að Jennifer gengur með ólæknandi sjúkdóm og endar myndin óhjákv'æmilega á dauða hennar. Staðreyndir: Ericii Segai rit- aði kvikmyndahandritið að Love Story og aflienti það um- boðsmönnum sínum, Tlie Willi- am Morris Agency, en þeir tóku fyrir nefið og Iiéldu liand ritinu frá sér líkt og úldimm rottuliala. Saga um tvo fram- lialdsskóla krakka, sem giftast! Erich þó! Veiztu ekki livað gengur í krakkana í dag, mað- ur?! „Ég er forvltin,“ „Ég, kona,“ „Kynferðisleg tilbreytni í bak og fyrir í Svíþjóð.“ Hvar hefur þú eiginlega verið? Blessaður láttu engan sjá þetta. Kvikmyndafélögin veittu handritinu svipaðar móttökur. I>að var ekki fyrr en Ali MacGraw, gamall kunningi Segals, grrét sig í gegnum Iiand ritið, að erfiðleikar Segals hurfu eins og dögg fyrir sólu. (Kvikmyndafélögln bafa alltaf þekkt slnn vitjunartíma!) Ali var orðin fræg fyrir myndina Goodbye, Columbus (Háskóla- bió liefur auglýst þessa mynd í anddyrhiu um langt skeið), en elnnig var luin nýgift Robert Evans, aðalfram- kvæmdastjóra Paramount kvik myndafélagsins. Allt þetta tára flóð veitti Mr. Evans lians bcztu hugmynd til þessa. Hand ritið var keypt. En það þurfti samt einstakra lagfærlnga við og eftir 30 endurskriftlr (af hálfu liöfundarins) var handrit ið samþykkt. I>á var búlð að breyta Jenny úr gyðinga- stúlku frá Brooklyn í ítalsk- ameríska stúllm frá Riiode Island, fella niður ýmsar per- sónur og bæta öðrum við, splundra heilum atriðum og hyggja önnur frá griuini. Síð- an var leikstjórmn ráðimi (Artliur lliller) og allt sett í gang. Meðan á tökunni stóð var Mr. Evans á staðniun, hann sat yfir klipparanum, blandaði nuisíkina og sá um auglýsinga- lierferðina. Hagaði sér sem sagt í einu og öllu ebis og sannur Hollywood-framleið- andi, sem sleppir ekki liendi af verkinu, fyrr en það er end- anlega frágengið. Árangurinn: Fegar myndin var frumsýnd í Ameríku á annan í jólum, í 165 kvikmynda húsum samtímis, setti lnin hús- met í aðsókn í öUum nema 6. Á þremur dögum liafði luin tek ið inn tæplega 2 >/2 miiljón dala — rúmlega þann dollarafjölda, sem liún kostaði í uppliafi. Áhorfendur vættu að meðaltali 5 Kleenex-klúta, á meðan væntanlegir áhorfendur börðu sér til liita i biðröðhuii úti fyr- ir. Afleiðingar: Robert Evans: „Við hjá Paramount liöfum lært á fjórum árum langa og dýrkeypta lexíu. Héðan í frá framleiðum við myndir eftir okkar liöfði. Engir leikstjórar munu fá að liafa lokaorð um frágang mynda smna. Við göng um frá þeim. Vera má, að Paul Newmann sé ehm af okkar beztu leikurum, en honuni verð ur ekki leyft að gera fleiri „WUSA“-myndir, til að létta á sinni frjálslyndu samvizku." Edd Henry, varaforseti MCA: „Gamli kvikmyndastíllhin verð ur vinsæll aftur. I>að verða aft ur gerðar tilfinnhigaríkar og skemintilegar ástarsögur, ef þeir geta fundið fólk til að leika í þeim. Eitt af vandamál- unum við að kvikmynda slíkar ástarsögnr, er sú staðreynd, að við liöfum enga leikara, seni líkjast Tyrone Power og Ava Gardner. I>að er mikil þörf á að finna eittbvað af fallegra fólki.“ Yfirlýshigar þessara tveggja manna bera vægast sagt dáiít- inn keim óskhyggju. Báðir eru þeir peningaspekúlantar og dreymir hér grehiilega um að endurreisa draumaverk- smiðjuna af tvíefldum krafti. Mr. Evans er samt svívirðilega hrokafullur. Eftir að leikstjór- ar liafa nú loks vmnið að miklu leyti þá baráttu, að ráða endanlegu útliti liugverka sinna, liljómar lihi einræðislega yfirlýshig Evans eins og dauða dómur yfir nýfrelsaðri list- grein. Er vonandi, að Para- mount fái engan hæfan leik- stjóra til að vinna fyrir sig undir þessum skilmálum. Auk þess virðist Mr. Evans hafa til að bera ótrúlegt sjálfs- traust, að ætla sér að segja fyrir um það, hvað muni ganga í áhorfendur og hvernig eigi að matreiða það, eftir að liafa verið viðriðimv gerð aðehis einnar myndar, senv slær í gegn. I>að liefur engvmv tekizt að finna út fornvúlu fyrir kassa stykkjvun, jafnvel liominv miklu reyndari menn liafa mis- reiknað sig stórlega, einkum L seinni tíð. Hvað varðar Paul Newman, tekur Mr. Evans þann kostinn að minnast ekki á „Raclvel, Rachel," prýðisgóða mynd, er var fyrsta viðfangs- efni Newmans sem leikstjóra. Sú liætta liefur ávallt fylgt kvikmyndaframleiðendiun (og fleirum), að reyna að endur- taka hluti, senv einu sinni tak- ast vel. Má þvi búast við tug- 11111 ástarsagna frá Hollywood á næstvumi en jafnframt óliætt að spá því fyrirfram, að flest- ar muni liverfa í gegnum kvik- myndahúsin við lítinn orðstir. Alveg eins og eftirlíkingar „The Graduate" og „Easy Rider“ liafa komið og farið sporlaust. Einnig hefur sú tilhneiging ákveðinna rnanna, að algilda allt, sem þeir komast í tæri við, ákveðnar hættvvr i fiir nveð sér. Algildar reglur liafa aldrei ver ið settar um list, né lieldur neitt, senv mannlegt er. Sanvt láta greinarliöfundar titt nefndrar greinar sér mjög annt urn að troða því inn í lesend- urna, að við séunv við þessi ára tugaskipti á góðri leið hin for- tíðina, til lihma gullnu tima kvikmyndanna í kringvmi 1930 —10. Taka þeir íjtít úrdrætti úr umsögnum ýmissa nvanna og kvenna máli sínu til stuðnings og benda jafnframt á ýmsar „staðreyndir", sem við nánari athugun virðast æði vafasamar, „Fyrir Hollywood eim reikn- ingssldlin 1970 óhuganan- leg; kvikmyndirnar, sem enn græða peninga eru aðeins behia grind af allri framleiðslvmni.“ Eru siðan teknar sem dæmi „Masli“, Patton" og „Airport". Sem sagt, eftir allar þessar mis heppnuðu unglingamyndir og gagnrýnu lijóðfélagsmyndir er útlitið óliugnanlegt. l>að er rétt, að unglinga- myndirnar mistókust, enda ekki nema von, en hitt er Iiins veg- ar helber rangfærsla. í grein- 11111 tveggja bandarískra tima- rita rétt fyrir jólin, áður en Love Story kom á markaðinn, er bent á, að áiiprfendur liafl kunnað mjög vel að meta gagn- rýnar þjóðfélagsmyndir, auk þess sem tölur yfir aðsókn sanna aukningu, svo að ekki verður unv villzt. En greinar- Iiöfundum er nvikið í mvm að losna við þessar óþægiiegu myndir og koma skaðlausri róm antík að i staðhvn. Val þeirra á þeinv niyndum, senv þeir telja að séu bjargvættir bandarísks iðnaðar, er ákaflega þröngt (Airport-Ryan's Daugliter og Marcus Welby, M. D.), enda ekki 11111 auðugan garð að gresja í rómantíkinni upp á síð kastið. Hhvs vegar minnast þeir eltki einu orði á nvyndir eins og Joe — Five Easy Pieces — Catch 22 — Z og Woodstock, þó að allar þessar myndir tald inn nveiri penhvga en Marcus Welby. En það er lieldur ekkl að furða, þvi að engin þessara mynda fellur hin í þann franv- tíðarramnva, senv liöfundarnir eru að skapa. l?að er ákaflega ehvfalt að liagræða staðreyndum þannig að þær þjóni einum tilgangi i dag og öðrum á nvorgimi. En þegar vísvitandi er gengið framhjá ákveðnum staðreynd- vmi, til að knýja frain eitt al- gert sjónarmið, er 11111 ákveðna ósannsögli að ræða. 7. febrúair 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.