Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Blaðsíða 3
Einar Pálsson Sannleikurinn og stólparótin Svar við opnu bréfi Kristjáns frá Djúpalæk Kæri Kristján frá Djúpalæk. Ekki ætlar þú að gera það endasleppt við mig, sendir Morgunblaðinu firnamikinn rit dóm og sjálfum mér spuminga- bréf undir fyrirsögnum sem skelfa gamalmenni. Þakka ég þér hér með fágætan stuðning og forkostulegt orðalag. Sem vænta má vekja Rætur íslenzkr ar menningar með þér fleiri spumingar en unnt er að svara í tveim bindum, og væri þitt andlega kálmeti fastara i móð- urmoldinni en góðu hófi gegndi, ef svo hefði ekki orðið. Já, þú bendir á, að sannleikur- inn hafi ekki eina stóra stólpa rót eins og gulróía, og þarf vart að taka f,nam, að sú er for- senda minnar garðholu. Utan á rtófiupokainn er ritað RÆTUR íslenzkrar menningar — i fleir töiu — og verða slíkar rætur að sjálfsögðu ekki taldar með- an við tveir erum ofan mold- ar. Þótt maður finni átta kann ein að leynast lengi, segir þú, og ert þegar farinn að leika með hugtök heiðinnar tölvisi — samstæðuna Einn og Átta sem seinna færðist yfir á jólasveina. Ekki er tala jólasveina fjær sannleikanum en afurðir Græn metiseinkasölunnar — Einum og Átta fylgdu jafnan stærri einingar sem margfölduðust upp í víddir veraldarstærð- anna. Hugsanlega hafa þeir er mörkuðu Alþingi talið ræt- ■ur sannleikans 432000 eins og Einherja — eða tölu feta hins belga landsvæðis. Að Miðju — sennilega milli Flosagjár og þeirrar gjár er nú nefnist Nikulásargjá — hafa þeir þó vafalítið hugsað sér þríeina stóiparót sannleikans undir Aski Yggdrasils — en speki slíkrar gulrótar ræðum við dkltoi i Lesbólk MangutniMa0sins. Huigtalk sitóllipairótaatininair er hins vegar ekki út í bláinn: Þeir sem grafa sig niður i þröng viðfangsefni verða oft blindir á einföldustu sannindi umhverfis sins. Svo er um siumia þá eir aiuisið haifa siig moldu norrænna fræða — þeir virðast álíta, að ekki verði sett í aðra kálgarða en þá sem lúð- ir voru á 19. öld. Nytt sáðland nýrrar alöar sýnist þar álika TABÚ og gamlar hauskúpur á Papúa. Því þakka ég þér einn- ig fróðleiksþorstann, við merk- ustu menntastofnanir er fróð- ieiksþorsti ræktaður með nem- endum. Enginn veit betur en ég, að þær bækur sem ég hef sent frá mér undanfarin tvö ár, vekja fleiri spurningar en þær svara. Siðustu bókinni er beinlínis ætlað að svara EINNI spurn- ingu, þeirri spumingu sem mestu varðar: Hvernig skorðað ist hugmyndafræði islenzkrar heiðni við stjörnuhimni og landsvæði. En eins og allir munu skilja sem kjmna sér menningarfræði er rétt svar við þeirri spurningu forsenda flestra annarra. Hitt hefur komið mér nokkuð á óvart hversu margir verða undrandi á rannsókn goðafræðinnar. Ef menn kynna sér ekki hug- myndafræði fornaldar og mið- alda —- hvernig í ósköpunum ætla þeir sér að túlka gjörðir manna sem af slíkri hugmynda- fræði stjórnast? Ekki er vitað um nokkurn mann sem getur leyst gátur horfinnar heims- myndar með viðmiðunum nú- tíma hugsunarháttar. Það sem fæstir íslendingar gera sér Ijóst, er, að ýmsar skoðanir okkar mætustu fræðimanna undanfarna áratugi eru í raun inni furðu „djarfar" og langt sótitiar mfflðað vfflð þær nliðurstöð- ur sem ég hef lagt fram. Sumar þeírra byggja á þeirri for- sendu að íslenzk fornmenning hafi ekki hlýtt lögmálum sinn- ar tíðar, að hún hafi ekki sam- rýmzt helztu hugtökum klass- ískrar fornaldar og miðaida, að meginatriði islenzkrar menning air hiaifi ekki átit rætiur simar í evr ópslkium jarðveigi. Þanmiig hafi islenzk bókmenntastefna í rauninni fæðzt eins konar mey fæðingu án eðlilegrar frjóvgun ar að sunnan. Víst var íslenzk sagnritun sérstæð — en að unnt sé að gera ráð fyrir því röksemdalítið að helztu fornrit Islendinga hafi ekki hlítt helztu lögmálum þeirrar rit- menntar sem menn iðkuðu á miðöldum, er ekki í samræmi við sennileik málsins. Slíkar til gátur kunna að vísu að stand- ast, en þær þarfnast gífurlega sterkra raka til stuðnings. Fá slík rök hafa verið lögð. fram, enda vandséð að hinn einfald- ari möguleiki hafi .verið rann- sakaður af fullri alvöru. Mínar niðurstöður eru þær, að tiltek- ið rit — Njála — hafi verið rit að i samræmi við ríkjandi rit- hefð miðalda og tengt helztu hugtökum klassískrar fornald- ar. Frá fræðilegu sjónarmiði eru mínar niðurstöður þannig fjarri þvi að vera ósennilegar eða „djarfar" að þessu leyti. Annað mál er hitt, að þær nið- urstöður sem lesnar verða af íslenzkum goðsögnum eru bæði óvæntar og gífurlega spenn- andi, einkum það sem ráða má um landnám Islands, hugmynda fræði hins heiðna goðaveldis og uppruna kristindómsins. Flest bendir til að við eigum miklu flieiri og imieiikiairi heiimilidir en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Ef við leggjum ekki til atlögu við svo mikilvæg gögn glutrum við niður siðferði- Qegum rétti til forystu í norrænum fræðum. Víða í hin- um siðmenntaða heimi stará menn nú furðu lostnir á hlið- stæður sem fundizt hafa við Hjól Rangárhverfis. Aðeins ör- fáir þeirra hafa nokkru sinni heyrt þess getið, að hugsanleg lausn á gátum þeirra liggi hér nyrðra fast bundin stjörnu- himni og íslenzku landsvæði. Þeir möguleikar sem Islending- ar eiga á þessum vettvangi eru þvi töfrandi og kynnu að opna okkur með öllu nýjar leiðir að öndvegi húmanistiskra fræða. Þú spuirðiir noklkurra spum- inga sem ég tel mér ekki fært að svara í stuttu máli. Vonandi fæ ég tækifæri til að vikja að þeim síðar. Taka vil ég þó und ir það með þér, að hugs- un mannsins var ekki fundin upp í Grikklandi inu forna, enda fjölmargt sem bendir til þess, að þráður menningarinn- ar sé óslitinn allt frá elztu monn'iingairsiamifðliögium sem sög ui’ fara aif til liandnáms Isleunds. Þekki fslendingar sinn vitjun- artíma geta þeir notfært sér þetta — gert íslenzk ritgögn að hornsteini nýrrar menningar- fræði. En það gerist að sjálf- sögðu ekki með flótta undan fræðilegum athugunum á helztu atriðum fornra hug- mynda. Það gerist þvi aðeins að Islendingar taki ýmis mál háskólans og Árnasafns til gagngerðrar endurskoðunar. Spurningu þinni um það, hvont efklki hafi penimagllöp eða mislestur ráðið viðurnefni Hallgerðar langbrókar visa* ég til málfræðinga eða textafræð- dmiga. Himiu geit ég svarað, að lia.fi Hallgerður nefnzt lang- brok og ekki brók, þá er það í fullu samræmi við hugmynda- fræði þá sem henni virðist tengjast samkvæmt táknmáli Njálu. Allar líkur þenda til þeiSB, að Halliigerðiur hafli erft hugmyndafræðilegt eðli Auðar djúpúðgu. Auður virðist aftur hafa borið drotitniinigairheití Auðar djúpúðgu móður Haraldar hilditannar Danakon ungs og verið drottning að Njálsdyngju í Dyflinnarskíði á írlandi, þar sem Óleifur hvíti, maður hennar, var konungur. Sá hefur vafalítið verið „pá“ Praanh. á tflis. 13 Dagur Sigurðarson BESTA ORÐIÐ MITT i ég bezta orðið mitt égégégégégégég égégég ég skrifa það í hlykkjótta runu með krúsidúllum þvers og kxuiss á síðuna bandorm miskynjaðra bókstafa éið er kvenkyns géið kallkyns ég flétta úr því óreglulega mynstraðan púkonkrans sætljótan eins og sjálfan mig ef ég hataði sjálfan mig hvernig gæti ég elskað aðra II aðrir þær þeir þau hann hún það skikkanleg ópersónuleg orð Xítt æsandi og meinlaus á pappírnum III þú þú þú þú ó þú viðkvæmt brothætt eldfimt orð sem ég kveinka mér við að rita ég vil heldur hvísla því í eyra þér öskra það uppí opið geðið á þér IV þið þið þið sum þið þið þið þið öll orð sem sveiflaist yfir blaðið gunnfáni knýttur á lentsu við ykkur vil ég rífast með ykkur vil ég vinnia hjá ykkur vil ég vera og leika við ykkur þið án ykkar væri ég ekki til V við ég þú þið heyrðannars við er bezta orðið mitt 7. febrúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.